Morgunblaðið - 07.07.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 07.07.1995, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. JÚLÍ 1995 B 3 I PALLADIOVILLU Thors Jensen útgerðarmanns við Fríkirkjuveg er elsta par- kettgólf á íslandi. götu frá fyrri hluta síðustu aldar en yngstar eru byggingar frá fjórða áratugnum í hinum enda hverfisins, nær Barónsstíg. í hverfmu skiptast á einbýlishús efnaðra athafnamanna eða emb- ættismanna og samvaxnar húsar- aðir og smáhýsi lágstéttarinnar. Sunnan Njarðargötu byggðu efna- menn 3. og 4. áratugarins sér stór- hýsi og skipstjóravillur með stór- um görðum. Við Njarðargötu er húsaröð lægri stétta sem voru byggð þétt saman til að spara kostnað af veggjum og hvers kyns lögnum og leiðslum og til að gera göturnar skjólbetri. Guðjón Friðriksson skrifaði eitt bindið í sögu Reykjavíkur sem Reykjavíkurborg gaf út í fyrra. Við heimildasöfnunina skráði hann hjá sér upplýsingar um ýmis hús og götur. Hann hefur því efni í fleiri gönguleiðabækur um Reykjavík, ef þessi fær góðar við- tökur. í vesturbænum og miðbæn- um er ekki síður sögufræg hús og götur en í Þingholtunum og Skólavörðuholtinu. ■ Helgi Þorsteinsson helstu bókabúðir hafa úrval kennslu- efnis. Hér verða nokkur dæmi nefnd og líklegt verð gefíð í svigum. Enskumælandi fólki ætti til dæm- is að nýtast bækurnar Teacb your- self Icelandic (2600) eftir Glend- ening og A course in modern Ice- landic (2400) eftir Jón G. Friðjóns- son. Jón hefur líka tekið saman Is- lenska leskafla (1140) með skýring- um, málfræði, setningafræði og æf- ingum. Málvísindastofnun gefur kaf- lana út eins og framburðarbók Ara Páls Kristinssonar The pronounciati- on of modern Icelandic (850), sem fæst með snældu (1700) þar sem orð eru lesin og tóm gefíð til að hafa þau eftir. A þýsku fæst snælda (2200) og kennslubók eftir Magnús Pétursson. Og norrænir menn geta eflaust nýtt sér máifræðibók Jóns Hilmars Jónssonar (1600) og tilheyr- andi æfíngahefti (1300) frá Málvís- indastofnun. Á íslensku fæst til dæmis Mál- notkun (1800) eftir Jón Gíslason og Sigríði Þorvaldsdóttur, með sam- tölum, stuttum textum og æfingum. Áhersla er lögð á orðaforða og til- finningu fyrir málinu og talsvert er af enskum glósum í þessari bók Málvísindastofnunar. Nærri 30 samtöl og textar með hagnýtum upplýsingum og kenni- myndum sagna sem .fyrir koma eru í Textum I íslensku fyrir útlendinga (1400) eftir Svavar Sigmundsson. Málvísindastofnun gefur út eins og ísiensku fyrir útlendinga (2400) eftir Ástu Svavarsdóttur og Margréti Jónsdóttur. Með þessu málfræðiriti, sem byijendum er kennt af í Háskól- anum, fást tvö æfingahefti (1600 og 2100), með enskum, frönskum, þýsk- um og sænskum orðalyklum. ■ Þ.Þ. DAGLEGT LÍF Draumabúðin hlaut fyrstu verðlaun í samkeppni nemenda í 200 skólum í Bandaríkjunum BARN ætlaði Eva Dögg Sigurgeirsdóttir að verða búðarkona í tískuverslun, enda vissi hún ekki þá að starf í tengslum við áhugamálið, tískuna, gæti falist í ein- hverju öðru. Nú er Eva Dögg orðin stór og stundar nám í West Valley Collage í Saratoga í Kaliforníu. Þar- sérhæfir hún sig í markaðsfræðum tískunnar og veit að búðarkonuhlutverkið er ekki eina leiðin til að sameina áhugamál og framtíðar- starf. Lltla pjattrófan „Ég hef alla tíð verið óttaleg. pjattrófa, foreldrum mínum að því leyti ráðgáta. Þeir eru af ’68-kynslóðinni og kærðu sig koll- ótta um stefnu og strauma tískunnar. Líklega hef ég“ áhugann frá ömmu, sem leyfði mér oft að gramsa í fataskápnum sínum og dubba mig upp í fínu fötin sín. Mér og ömmu fannst ekk- ert athugavert við tiltækið og ég var allsendís ófeimin að fara þannig uppábúin í spássitúr um bæinn. Ég áttaði mig ekki á að ýmsum þótti ég harla kyndug fyrr en einu sinni þegar ég var stödd í sjoppu að afgreiðslustúlkan lét nokkur orð falla um útganginn. Mér fannst ég þurfa að ljúga því til að ég væri að fara á grímuball." Eva Dögg vann nýlega til verðlauna í sam- keppni í Los Angeles, á verkum nemenda úr 200 ríkisreknum skólum í fylkinu. Verkefnið sem hún valdi nefndist „Uppsetning fýrirtækis, markaðssetning og fjárhagsáætlun". Eltl kærastann Verkefnið var að hluta metið til einkunnar og segir Eva Dögg ekki ólíklegt að verðlaunin eigi eftir að greiða götu sína þegar hún sækir um starf þar ytra að námi loknu. Einnig von- ast hún til að einhver einkaskólinn, t.d. Santa Clara University, veiti henni styrk til áfram- haldandi náms. Eva Dögg segir kærastann, Guðmund Hrafn Pálsson, ástæðuna fyrir því að hún kaus að nema tískufræði í Bandaríkjunum en ekki Evr- ópu. Guðmundur fór utan til náms í auglýsinga- fræðum fyrir tveimur árum og hún segist hafa elt hann þótt hugurinn stæði fremur til Eng- lands. „íslendingar tala oft um að Ameríkanar séu hallærislegir. Vitaskuld eru dæmi um slíkt, rétt eins og hér, en almennt eru þeir meðvitað- ir um tísku og útlit. Bandarískir hönnuðir eru á heimsmælikvarða og möguleikar til náms í tengslum við tísku eru óþrjótandi. Ég tel mig hafa fengið mjög góða og hagnýta menntun. Reyndar lauk ég námi í ljósmyndun í City Col- lege áður en ég hóf nám í West Valley Col- lege. Núna sé ég tískuna frá mörgum sjónar- hornum og er sannfærð um að ég get nýtt reynslu mína heima síðar.“ Ráðgjöf eöa umfjöllun í fjölmlölum Haustið 1993 þegar sonurinn, Fannar Daní- el, fæddist tók Eva Dðgg sér hálfs árs frí frá námi. Hún segir að þau Guðmundur hafí getað skipst á að passa og þannig verði það sennilega áfram, eða þar til hún ljúki námi um áramótin. Þótt hugurinn stefni heim langar hana að afla sér fyrst starfsreynslu í Bandaríkjunum. Þá hefur hún mestan áhuga á að fjalla um tísku á faglegum nótum í tímaritum eða öðrum fjöl- miðlum. Hún getur líka vel hugsað sér að nýta sérfræðiþekkingu sína til að ráðleggja fólki um eitt og annað til að bæta útlitið og þar með sjálfsímyndina. „Þótt hér sé allt smátt í sniðum eru möguleik- arnir óþijótandi, enda virðast mér íslendingar áhugasamir um allt sem lýtur að tísku. Stund- um fínnst mér nóg um, því einu virðist gilda Morgunblaðið/Sverrir EVA Dögg vinnur í tískuversluninni Cosmos í sumarfríinu, þar segist hún hafa fengið haldgóða reynslu og innsýn í tískuheiminn, enda fólst starfið líka í að sækja ýmsar tísku- sýningar hér heima og erlendis. í VERKEFNINU „Uppsetning fyrirtækis, markaðssetning og fjárhagsáætlun" eru m.a. teikningar af fyrirkomulagi „drauma- búðarinnar", sem er á tveimur hæðum. hvemig ráðandi tíska klæðir viðkomandi með tiiliti til vaxtarlags og aldurs. Tískuverslanir kappkosta að bjóða nýjasta tískuvarninginn, en leggja minni áherslu á þjónustu og ráðgjöf." Verkefnið í keppninni ytra lýsir hugmyndum Evu Daggar að eigin tískufyrirtæki. Að fengn- um nokkrum ákveðnum forsendum, eins og varðandi stofnkostnað, hafði hún fijálsar hend- ur og gat mótað fýrirtækið eftir eigin höfði. „Tískuhúsið Eva Dögg“ „Með um 34 milljónir til ráðstöfunar ákvað ég að setja fyrirtækið upp í Reykjavík, enda þekki ég aðstæður og markaðinn best héma. „Tískuhúsið Eva Dögg“ við Laugaveginn á að höfða til kvenna frá 22 ára, bjóða upp á fatnað eftir tískuhönnuðina Calvin Klein, Ralph Lauren og Anne Klein. Ráðgjöf sérþjálfaðs starfsfólks á að vera ríkur þáttur í þjónustunni, umhverfið rólegt og afslappað með listrænu ívafi; djass- tónlist og listaverk." Verkefni Evu Daggar fólst að mestu í skrif- legum skýringum, teikningum og líkönum. Hún útlistaði nákvæmlega hvernig verslunin skyldi líta út að innan sem utan, til hverra yrði höfð- að, gerði fjárhagsáætlun og tiltók hvernig inn- kaupum skyldi hagað sex mánuði fram í tím- ann. Einnig hannaði hún auglýsingar og lýsti hvernig staðið skyldi að opnun fyrirtækisins. Búðarkonudraumar Evu Daggar eru orðnir stórir í sniðum og sjálf segist hún ekkert hafa á móti því að eiga verslun eins og þá sem lýst er í verkefninu. ■ vþj BTorfi Geirmundsson hjá hárgreiðslustofunni Figaro, sem nýlega voru veitt hin eftirsóttu World Master of the Craflt hárgreiðsluverðlaun, segir: „Ég hef selt og sjálfur notað Prof. Kervran’s Original SILICA töflur í mörg ár og fengið margstaðfest áhrif þeirra á hár og neglur. Ef þú ert með húðvandamál, brothættar neglur og þurrt hár, er líklegt að það sé af skorti á SILICA. Þá hafa rannsóknir sýnt að menn sem verða sköllóttir hafa lítið magn af SILICA í húðinni. (SILICA leysir samt ekki skallavandamál, heldur getur það hjálpað). í HÁRKIJR eru brennisteinsbundnar amínósýrur sem eru afar mikilvægar til að viðhalda heilbrigðu og fallegu hári, einnig þau vítamín og steinefni sem eru hárinu nauðsynleg. Saman tryggja þessi tvö bætiefni hámarksárangur fyrir vöxt hárs og nagla, auk þess sem þau bæta útlit húðarinnar og heilsu mannsins“. SkóLivörðustíg S. 552 2966. Kringlunni S. 568 9266 Éh Eilsuhúsið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.