Morgunblaðið - 12.07.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 12.07.1995, Blaðsíða 6
6 B MIÐVIKUDAGUR 12. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ MARKAÐIR fF/skverð heima Þorskur Kr./kg Faxamarkaður Fiskmarkaður Hafnarfjarðar Fiskmarkaður Suðurnesja J1___ 22.v 123.v 124.v 125.v 126.v I 27.vl70 Kr./kg 22.v i 23.v 124.v 125.v 126.v | 27.v Alls fóru 159,4 tonn af þorski um fiskmarkaðina þrjá hér syðra í síðustu viku. Um Fiskmarkað Hafnarfjarðar fóru 31,7 tonn á 89,38 kr./kg. Um Faxamarkað fóru 56,3 tonn á 86,78 kr./kg og um Fiskmarkað Suðurnesja fóru 71,5 tonn á 86,61 kr./kg. Af karfa voru seld 90,4 tonn. í Hafnarfirði á 42,12 kr. (4,81), á Faxagarði á 54,64 kr./kg (1,11) en á 53,92 kr. (84,51) á F. Suðurnesja. Af ufsa voru seld 76,5 tonn. í Hafnarfirði á 51,21 kr. (7,81), á Faxagarði á 60,94 kr. (30,61) og á 58,34 kr. hvert kíló á Suðurnesjum (38,11). Af ýsu voru seld 53,1 tonn á mörkuðunum þremur hér syðra og meðalverðið 90,62 kr./kg. Fiskverð ytra Þorskur mmmmm Karfi mmmmm Ufsi Ekki bárust upplýsingar um sölur í Bretlandi og Þýskalandi í síðustu viku. f \ Í í | i i t Samningur um tollfijálsa kvóta Noregs við ESB enn óstaðfestur SAMNING- AR Norð- manna við Evrópusam- bandið um tollfrjálsa inn- flutningsk- vóta á fískaf- urðum eru enn óstaðfestir, en þeir eiga að gilda frá og með fyrsta júlí síðastliðnum. Samningamir snúast um að bæta Norðmönnum skaðann vegna inngöngu Svíþjóðar, Finnlands og Austurríkis í Evrópusambandið. Engir tollar voru á sjávarafurðum frá Noregi til þessara landa meðan þau voru í EFTA, en nú hefur orðið breyting þar á. Meðal þess sem verður í samningnum er að leyfí- legt verður að 10% unninna afurða séu úr hráefni frá öðrum löndum en Noregi. Innganga Svíþjóðar, Finn- lands og Austurríkis í ESB kemur norskum fiskútflytj- endum illa Viðræður Norðmanna og Evrópu- sambandsins hófust þegar í lok síð- asta árs, þegar ljóst var að Norðmenn höfðu hafnað inngöngu í ESB og hafa þær staðið yfír linnulítið síðan. Um er að ræða 34 mismunandi sjáv- arafurðir, en mestu máli skiptir sala Norðmanna á afurðum til Svíþjóðar. Miðað verður við útflutning til land- anna þriggja árin 1992, 1993 og 1994, en Norðmenn höfðu farið fram á að aðeins yrði miðað við árið 1994, en fulltrúar Evrópusambandsins vildu að miðað yrði við þrjú ár þar á undan. Fá skaðann hvergi bættan Síðustu þijú árin hefur verið mikill vöxtur í útflutningi Norðmanna til landanna þriggja, sem gengu í Evr- ópusambandið. Aukningin hefur verið mest seinni hluta þessa tímabils og því verða tollfijálsir kvótar heldur minni, en útflutningurinn 1994 gefur tilefni til. Bent hefur verið á, að stór- ar framleiðslu- og sölukeðjur eins og Frionor og Domstein hafí selt mikið til Svíþjóðar í fyrra. Nú komi tollar á þá sölu og þessi fyrirtæki fái hvergi bættan þann skaða, þó smávegis tollkvótar fáist. Viðræðumar hafa gengið heldur hægar en Norðmenn væntu í upp- hafí og eru þeir ekkert sérlega ánægðir með útkomuna. Evrópusam- bandið er hægfara í samningamálum af þessu tagi, því fyrst þurfa við- ræðunefndimar að komast að niður- stöðu, síðan þarf hvert aðildarland fyrir sig að fara yfír niðurstöðurnar. Þar voru reyndar engar tillögur um breytingar nema frá Svíum, sem vildu að tollkvóti á rækju yrði lækk- aður og svo var gert, en á móti var kvóti í öðrum afurðum aukinn. Dan- ir hafa einnig viljað einhveijar breyt- ingar. Tollkvótar Mismiklir hagsmunir Norsk stjórnvöld og fulltrúar úr sjávarútveginum telja góðar vonir til þess að samningurinn verði sam- þykktur af sambandsstjóminni, þrátt fýrir töfína. Innan sambandsstjómar- innar nægir einfaldur meirihluti til að samþykkja samninga af þessu tagi og einstök aðildarríki geta ekki beitt neitunarvaldi. Samningurinn átti í raun að taka gildi um síðustu mán- aðamót, en þar til allt er í höfp verða norskir útflytjendur að reikna með tollum á afurðir sínar, en þeir fást síðan bættir, þegar samningurinn hefur verið staðfestur. Samningurinn skiptir norska út- flytjendur mjög mismiklu máli. Til dæmis hefur 7,5% tollur verið lagður á pillaða rækju, sem seld hefur verið til títtnefndra þriggja landa frá ára- mótum og enn hærri tollar hafa kom- ið á aðrar rækjuafurðir. Útflutningur dregst saman Forystumenn í norskum sjávar- útvegi virðast sætta sig við, að ekki verði lengra náð í bili, en eru alls ekki ánægðir með niðurstöðuna. Einn þeirra, Erik Rolfsen, aðþjóðlegur ráð- gjafí í samtökum útgerðar og físk- eldis, segir i samtali við norska sjávar- útvegsblaðið Fiskaren, að frá því að tollar komu á útflutninginn til land- anna þriggja um áramótin, hafí út- flutningur einstakra unninna afurða dregizt verulega saman. Hann bendir á að tollfíjálsir kvótar samkvæmt samningnum dugi hvergi til að bæta framleiðendum og útflytjendum skað- ann, sem meðal annars felist í lakari afkomu framleiðenda. Fyrir vikið geti störfum fækkað í norskri fiskvinnslu. „Samningurinn þýðir mikla tak- mörkun á magni og mun hamla þeim vexti í útflutningi, sem yerið hefur síðustu tvö ár. Auk þess eru kvótar af þessu tagi óheppilegir, því þeir leiða til þrýstings á verðlækkanir, þegar að því dregur að leyfílegum tollfijálsum útflutningi er náð,“ segir Rolfsen. Hindrunum verður að ryðja úr veginum „Norskir framleiðendur sjávaraf- urða og útflytjendur reka sig nú stöð- ugt á það, að Noregur stendur utan Evrópusambandsins. Nokkuð hefur þegar áunnizt, en norsk stjómvöld verða að halda áfram að ryðja við- skiptahindrunum af þessu tagi úr vegi. í dag standa Norðmenn frammi fyrir hindrunum eins og tollum, landamæraeftirliti, reglugerðum um uppruna og hótunum um kærur vegna undirboða. Keppinautar okkar innan ESB eru lausir við þessar hindranir. Þess vegna verða norsk stjómvöld að vinna að því innan EES, að skapa okkur viðunandi sam- keppnisstöðu á evrópsku mörkuðun- um. Fleiri hindrunum verður að ryðja úr vegi, en á móti verðum við að draga úr innflutningshöftum hjá okkur, ekki sízt á innflutningi land- búnaðarafurða," segir Rolfsen. Takmarkað tollfrelsi á 34 sjávarafurðtim HER fara á eftir nokkur dæmi um þá tollfrjálsu kvóta, sem kveðið er á í samningnum milli Norðmanna og ESB, sem nú liggur fyrir sambands- stjórninni. Samkvæmt þeim verður ákveðið magn 34 afurða tollfrjálst upp að ákveðnu marki. Fiskingöl 28.000 tonn Fryst flök, þorskur, ýsa, rauðspretta og karfi 9.000 tonn Ferskur og kældur lax 6.100 tonn Fryst pilluð rækja 5.500 tonn Lagmeti eða unninn fiskur, heill eða í bitum 5.500 tonn Niðurlögð síld eða unnin, heil eða í bitum 3.000 tonn Lifur og hrogn unnin á ýmsan hátt, þóekki reykt 1.900 tonn Saltsíld 1.440 tonn Unnin rækja önnur en skelflett 1.000 tonn Fryst rækja 950 tonn Fersk rækja til vinnslu 900 tonn Síld, fersk, kæld eða fryst 800 tonn Rækja, soðin um borð, en ekki fryst 800 tonn Aðrir laxfiskar ferskir, kældir eða frystir 670 tonn Laxaflök, fersk, kæld eða fryst 610 tonn 40 — % 35 30 25 Markaðshlutdeild meðal einstakra fiskrétta í Þýskalandi 1992-’94 Fisk- - stautar Fiskréttir Flök Markaðshlutdeild meðal o/o einstakra afurðaflokka 35 - í Þýskalandi 1982, ’87, ’92 og ’94 30 “ Frosið _______________________ Niðursoðið 82 87 92 94 82 87 92 94 Markaðshlutdeild meðal frystra matvæla í Þýska- landi 1994 (smásala) Sjávarafurðir - Pizza G rænmetl- 3 Brauðvörur Tilbúnir réttir 0 Kartöfluafurðir Annað Heildarmagn Neysla fisks og fiskafurða íÞýskalandi —1200 1982-1994, þús.tonn Hringormafárið Þjóðverjar auka fiskátið HEILDAR neyzla á fiski í Þýzka- landi hefur aukizt verulega síð- ustu árin. Stór hluti aukningar- innar er tilkominn vegna samein- ingar þýzku ríkjanna. Fiskneyzla hefur þó alla tíð verið töluverð í þessum löndum. Neyzlan náði hámarki í fyrra í 1,2 milljónum tonna upp úr sjó. Aukningin er gífurleg þegar farið er nokkur ár aftur í tímann, en frá árinu 1991, þegar fyrrum Austur- Þýzkaland kemur inn í heildina, er aukningum 130.000 tonn eða nálægt 13%. Helztu tegundirnar, sem Þjóðverjar borða eru síld og karfi, en síldin sú einstaka fisktegund, sem þeir borða mest af. Nemur neyzla hennar rúmum sjórðungi allrar neyzlu sjávaraf- urða. IMeyzla á íbúa Neysla fisks og fiskafurða í Þýskalandi á mann______16 1982-1994, «=■ g ^ 12 10 ■'90 ’94 FISKNEYZLA á hvern íbúa Þýzkalands er ekki mikil á ís- lenzkan mælikvarða, en hún náði hámarki í 15 kílóum á siðasta ári. Áætlað er að fiskneyzla hér- lendis sé nálægt 100 kílóum á mannsbarn á hverju ári. Nokkrar sveiflur hafa verið á neyzlunni í Þýzkalandi og veldur þar mestu hringormafárið svokallaða árið 1987, þegar hringormur í síld og umræður um hringorm drógu verulega úr fiskáti. Árið 1982 var neysla á mann aðeins 10,6 kíló og hefur því aukizt um 50% síðan.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.