Morgunblaðið - 13.07.1995, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 13.07.1995, Blaðsíða 12
12 C FIMMTUDAGUR 13. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ *■ I f KVIKMYNDIR sumarsins berast í kvikmyndahús vestan hafs hver af ann- arri um þessar mundir, en þegar er ljóst hverjir verða ofaná og hveijir tapa, að minnsta kosti virð- ast helstu myndir sumarsins ætla að verða myndir um hasarblaða- hetjur, Batman og Judge Dredd. Enn sannast að hagnast má á að kvikmynda hasarblöð og hlutur þeirra verður æ meiri. Hasarblöð urðu til vestan hafs í núverandi mynd á fjórða áratugn- um þegar til sögunnar komu hetjur eins og Superman, Dick Tracy og Flash Gordon. Ungmenni tóku þessari nýjung fegins hendi og áður en varði seldust 50 milljón eintök á viku, en kaupendumir voru helst karlmenn á gelgjuskeið- inu. Þrátt fyrir það tóku kvik- myndasmiðir í Hollywood ekki við sér, nema með því að gera barna- myndir, því engum hefði dottið í hug að gera alvarlega kvikmynd sem byggð væri á hasarblaði. Þó væri verið að framleiða afþreyingu, þá var í bland líka göfugra hlut- verk; varðveisla ameríska draums- ins og amerískra gilda. Bófamir fengu alltaf makleg málagjöld, elskendurnir náðu saman að lokum og heiðarleikinn sigraði. Þannig vom kvikmyndastjörnur líka fyrir- myndir þrátt fyrir lastalíf þeirra utan hvíta tjaldsins. Engum hefði þannig dottið í hug að láta Clark Gable leika Superman. Síðari heimsstyijöldin batt enda á bjartsýni millistríðsáranna vestan hafs og hasarblaðafígúrur breyttust í samræmi við breyttan tíðaranda. Stríðið kallaði á aðrar áherslur og ijölmargar hetjur urðu til sem vom um leið hálfgerðar frelsishetjur, en besta dæmið um það er líklega Captain America í búningi í fánalitunum, sem barðist við þýska og japanska óþokka. I takt við breyttan tíðar- anda varð söguefnið myrkara og söguhetj- umar hættu að vera glaðlyndir hálfvitar á nærfötunum og fóm að vera geðflæktir og þunglyndir. Þannig breyttist Batman úr hálfgerðum aula í þunglyndan millj- ónung sem upplifði morðið á foreldmm sínum aftur og aftur. Mörgum þótti nóg um hve illmennin vora orðin ógurleg og of- beldið grímulaust, ax- armorðingjar óðu uppi í hverju blaði að heita og fallnir sakleysingjar námu tugum ef ekki II á hvíta tjaldinu hundmðum í hveijum meiriháttar átökum hetjunnar og illmennisins. Fyrir kvikmyndaframleiðendur vom hasarblöðin því ágætur efni- viður fyrir B-myndir, en engum datt í hug að leggja í þær fé svo neinu næmi eða almennilegum leik- uram að leika í þeim og ekki jókst áhugi Hollywood-liðsins þegar þingnefnd kenndi hasarblöðunum um aukna glæpahneigð ungmenna í Bandaríkjunum. Endurreisn Lok sjötta áratugarins var endurreisnartími hasarblaðanna og sá blómatími stóð allt fram undir lok áratugarins, þegar sú bama- lega bjartsýni sem var snar þáttur í persónugerð hetjanna varð hjá- kátleg og hol í ljósi sögunnar og atburða í heimssögunni; kólnandi kalt stríð, kjarnorkuvá, ófarir Bandaríkjamanna í Víetnam og almenn svartsýni á framtíðina. Fram komu nýjar hetjur sem spurðu sífelldra spurninga um til- gang Iífsins og glímdu við sjálfið á meðan þau gengu milli bols og höfuðs illmennunum. Þó Hollywood hafí engan áhuga sýnt hasarblöðunum hafði sjónvarp- ið mjólkað þau í leit að ódým skemmtiefni og þáttaraðir vom meðal annars gerðar um Superman og Batman, en þegar Star Wars myndir George Lucas slógu í gegn á áttunda áratugnum, sem vom í raun dæmigerð hasarblöð í eðli sínu, breyttist allt. Þær sýndu fram á að hagnast mátti gríðarlega á einni kvikmynd ef skírskotunin væri nógu skýr og hún næði líka bamahylli. Síðan kom Superman- mynd Salkind-bræðra með Chri- stopher Reeve í aðalhlutverki og hasarblaðið var tekið í sátt í Holly- wood. Myndgerð hasarblöð Superman-myndimar era orðn- ar fjórar og Batman-myndin sem fmmsýnd var vestan hafs fyrir skemmstu er sú þriðja í röðinni. Viðtökur þar í landi voru slíkar að eflaust verða þær fleiri, en það þarf ekki hasarblöð til að gera slík- ar myndir, myndir eins og mynda- syrpan um Indiana Jones og Terminator-myndirnar eru í eðli sínu myndgerð hasarblöð með lág- marks persónusköpun, líkt og Star Wars myndirnar, en þeim mun meira lagt í umbúnað og að allt sé sem svakalegast; helst á at- burðarásin að vera svo hröð að áhorfandinn nái aldrei að sjá í gegnum söguþráðinn. Stjömurnar sjá líka sjálfar að það borgar sig að taka þátt í leiknum, til að mynda hagnaðist Jack Nic- holson meira á ofleik sín- JUDGE Dredd er Iögregluþjónn sem handtekur, dæmir og tekur síðan af lífi alla bófa sem hann kemst í tæri við. um í Batman, en hann hafði haft úr býtum í öllum myndum sínum samanlagt. Samkvæmt fréttum að vestan sló Batman aðsóknarmet Júragarðsins og virðist því ætla að borga sig vel þó hún sé í hópi dýrastu kvikmynda sögunnar. Batman nútímans má rekja að nokkm til frægrar myndasögu teiknarans Franks Millers, er gaf út bókina The Dark Knight Retums í óþökk DC Comics sem á höfundar- réttinn á Batman og öllu sem hon- um tengist. Miller sá að í persón- unni fælist sérkennilegur kleyfhugi sem væri venjulegur maður á dag- inn en breyttist í hefndaróðan leður- blökumann á nóttunni. í sögu hans snýr Batman aftur til Gotham- borgar eftir nokkurra ára fjarvera. Borgin er nú líkari martröð en venjulegri stórborg og hann verður að beita öllu harkalegri meðölum í baráttu sinni við illþýðið, pynting- um, manndrápum og limlestingum ef svo ber undir. Batman-myndir Tims Burtons drógu dám af því og einna eftirminnilegust var nöturleg sviðsmyndin sem hefði sómt sér vel í hryllingsmynd. Þó léttara sé yfír mönnum í þriðju myndinni að sögn þeirra sem séð hafa, verður ekki litið fram hjá því að fullorðinn maður sem klæðist leðurblökubún- ing og ferðast um á nóttunni er ekki í góðu lagi. Batman er mynd um bijálaðan mann sem eltist við bijálæðinga og þrátt fyrir allar BATMAN er mynd um brjáladan mann sem eltist við brjá- læðinga. verða æ algengari á hvíta tjaldinu í kvik- — myndagerð. Arni Matt- híasson kynnti sér sögu hasarblaðanna og það hve þær verða æ ofbeld- Hasarblaðafígúrur isfyllri og myrkari. flækjumar sem eiga að sýna okku fram á að hegðun hans sé eðlile og baráttan gegn bófunum rökrét og göfug, hefur persónan eng. dýpt og losnar aldrei við smádjöi lana sem knýja hana áfram, a minnsta kosti ekki á meðan fóll flykkist á myndirnar. Ekki er hin hasarblaðsstórmynt sumarsins betri því ekki er nój með það að aðalpersónan Judg( Dredd sé lögregluþjónn sem hand tekur, dæmir og tekur síðan af líf alla bófa sem hann kemst í tær við, viðurlög við öllum brotum ei dauðarefsing, heldur býr hann svo firrtum heimi að annar hvei maður er meira eða minna geggj- aður og þarf sterkum geðlyfjun að halda. Teiknimyndir og tölvuleikir Þetta sumar ætlar að vera gjöf- ult í hasarblaðamyndum, því ekki em bara Batman og Judge Dredd á ferðinni, heldur líka Tank Girl, Tales from the Crypt og draugur- inn Casper. í smíðum em svo myndir um Fjögur fræknu og The Stupids, fyrirhuguð er myndaröð um Modesty Blaise, sem Vikules- endur kannast við, framundan eru myndir um græna hormónask- rímslið The Hulk, James „Termin- ator“ Cameron hyggst gera mynd um Köngurlóarmanninn, mynd um The X-Men er í undirbúningi og einnig um Daredevil og Tim Burton hyggst gera mynd um aukaper- sónu úr Batman, Kattarkonuna. Þegar teiknimyndimar era upp urnar era tölvuleikirnir líklega næstir, því þó ekki hafi tekist vel upp með Mario-bræður og Street Fighter, þá á eftir að koma í ljós hvernig fer fyrir Mortal Kombat. Kannski er von á mynd um broddg- öltinn bláa Sonic og Doomá ömgg- lega eftir að skila sér á hvíta tjaldið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.