Morgunblaðið - 20.07.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 20.07.1995, Blaðsíða 6
6 B FIMMTUDAGUR 20. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI í mörgum Evrópulöndum fara nú fram mjög harðar umræður um breytingar á núverandi opnunar- eða afgreiðslutíma verslana, t.d. í Hollandi er meirihluti kaupmanna á móti því að lengja afgreiðslutím- ann sem er núna 55 tímar á viku, sem þýðir það að þeir loka kl. 18:30 virka daga og kl. 18:00 á laugardögum, en hafa lokað á sunnudögum. Þetta kom fram í umræðum á ráðstefnu Evrópu- sambands kaupmannasamtaka IFGA sem haldin var í Vín. Stórir súpermarkaðir og lág- vöruverslanir vilja lengja af- greiðslutímann. Hefur þetta haft þau áhrif að hollenska ríkisstjómin vill lengja afgreiðslutímann, og frá því í september sl. hefur verið sam- þykkt að leyfa opnun einnar mat- vöru- eða dagvöruverslunar í öllum bæjum Hollands frá kl. 16:00 til 24:00 alla sjö daga vikunnar. í Englandi hefur verið gefið út leyfí til þess að stærri verslanir sem eru með sölurými með meira en 300 rúmmetra að þær megi vera opnar sex tíma á sunnudög- um, en aftur á móti eru engar hindranir fyrir minni verslanir að hafa opið alla sunnudaga. Frá því í desember á síðasta ári var ekki veitt leyfi til þess að selja vín og spíritus á sunnudögum. Ensku og skosku kaupmannasamtökunum tókst þó að sannfæra ríkjsstjórn- imar um að leyfa sölu á léttu og sterku víni á eftirmiðdögum sunnudaga. Það þýddi, að þær verslanir sem höfðu leyfi til þess að selja vín alla daga fengu núna tækifæri til þess að selja þessa vöru frá kl. 12:30 til kl. 22:00 á sunnudögum. A Irlandi eru núna engin lög um afgreiðslutíma verslana. Allar verslanir og þá sérstaklega dag- vömverslanir hafa opið frá kl. 8.00 á morgni til miðnættis alla sjö daga vikunnar. Þetta hefur haft þær afleiðingar að sunnudagurinn Afgreiðslutími verslana í Evrópu Sjónarhorn Mikil umræða fer fram í mörgum Evrópu- löndum um afgreiðslutíma verslana.Magnús Finnsson rekur hér umræður sem fram fóru þetta mál á ráðstefnu Evrópusambands kaupmannasamtaka hefur verið mjög góður verslunardagur fyrir kaupmennina, þar sem stóru keðjumar hafa ekki opið á sunnudög- um. Ríkisstjórn írlands íhugar nú að setja tak- markanir á opnun verslana á sunnudög- um. Þessar takmark- anir ganga út á það, að aðeins þær verslanir sem eru með sölurými undir þijúhundruð fer- metrum fá leyfí til þess að hafa opið á sunnu- dögum. Irsku kaup- mannasamtökin hafa mótmælt þessum takmörkunum, enda hefur þetta valdið samtökun- um vandræðum, þar sem margir félagsmanna þeirra hafa verslanir með sölurými sem er stærra en þijúhundruð fermetrar. I Frakklandi hafa kaupmenn einnig verslanir sínar opnar á sunnudögum þar sem stærstu búðirnar með sölurými frá 500 til 900' fermetra hafa opið á sunnudögum. Stærstu búðirnar loka aðeins á sunnu- dagseftirmiðdögum og á mánudags- morgnum vegna opinberrar reglugerð- ar um vinnutíma starfsfólks. Stórir sú- permarkaðir með sölurými yfir 900 fer- metra hafa þó heimild til þess að hafa opið 5 sunnudaga á ári. Þeir koma nú og krefjast þess að fá að hafa opið á hveiju kvöldi til kl. 22. A þessari ráðstefnu flutti fram- kvæmdastjóri fijálsu kaupmanna- keðjanna Primo og Vis-A-vis í Sviss Johannes M. Trumpy fyrir- lestur og lét í ljós skoðun sína um Magnús E. Finnsson hvort það væri eingöngu verðið sem réði því hvar neytendinn versl- aði. í Sviss hefur verið fram- kvæmd könnun á því nýlega, hvaða þættir ráði því hvaða búð neytandinn velur. Niðurstaða þess- arar könnunar er sú að verðið er fjórði þátturinn sem ræður því hvar neytandinn verslar. Það sem er í fyrsta sæti, er í hvaða umhverfi og hvemig verslunin lítur út, næst kemur hreinlætið. Niðurstöðurnar sýna að verðið er í ijórða sæti. Það er umhverfið, hreinleiki og persónuleg reynsla af viðkomandi aðila af búðinni, sem er í fyrsta sæti. í öðru sæti er það sem varð- ar vörukynningar og gæði vörunn- ar, og loks er það úrvalið af ferskri vöru og breidd í öðrum vöruflokk- um. í þriðja lagi eru það upplýs- ingar um vöruna sem gefnar eru á staðnum, t.d. ráðgjöf og annað slíkt sem ræður því. Trúmpy sagði það hlyti að vera stefna hverrar verslunar að skapa sér jákvæða ímynd, trúleika kúnnans, það er að það mætti treysta versluninni í öllum auglýsingum og því sem hún segði um vöruna, en hann taldi líka að menn mættu ekki gleyma því að verðið og gæðin væri hluti af tilganginum. Þeim búðum sem tækist að flokka sig í röðum eða í hugum neytenda á svipaðan hátt og þær seldu merkjavörur, þær ættu bjarta framtíð. Þá þyrftu þeir sem stjórnuðu verslunum að gera sér grein fyrir því að stærsti hluti góðrar ímyndar verslunar væri að hafa gott starfsfólk, sem hægt væri að kynna í auglýsingum og tilboðum, þ.e.a.s. að starfsfólkið í versluninni tæki þátt í slíku. Mikið atriði væri líka að stunda ýmiss- konar kynningar þar sem við- skiptavinum væri gefinn kostur á því að finna, smakka eða lykta af nýjum vörutegundum. Víst hafa menn þá skoðun að þær verslanir sem halda áfram að fylgja verð- stefnu eingöngu og selja á mjög lágu verði, eigi ekki mikla framtíð fyrir sér. Lágt verð þýðir í mörgum tilfellum minni gæði, segir í könn- un sem nýlega var gerð af Gallup í Austurríki. Það var m.a. í þess- ari könnun að neytendur vilja láta meðhöndla sig sem einstaklinga og fá sérstaka ráðgjöf hver og einn, heldur en það að það sé horft á þá sem hluti af stærri hópi. í þessari könnun kom fram að það væri mjög mikilvægt að búðin sýndi viðskiptavininum alltaf nýjar vörutegundir. Viðskiptavinurinn vill vera með í nýjungunum, hann vill fá að smakka á nýjum matvör- um, hann vill fá að lykta af nýjum vínum og sjá nýjar vörutegundir. Þessi könnun sýndi sérstaklega að það væri vilji kvenna til þess að fara í slíkar verslanir, menn vilja gjarnan koma í verslun þar sem er mikið vöruúrval og versla þar sem ekki væri mikið stress. Svo er það einkennandi í dag, að það virðist eingöngu vera þeir sem eru komnir á ellilaun, eldri kúnn- ar, sem lesa auglýsingar og fara síðan í verslanirnar og versla sam- kvæmt þeim, en í könnuninni kom fram að hinn skynsami Evrópubúi færi þá leið, hann kannaði fyrst það sem birt væri í auglýsingunum og verslaði eftir því og þess vegna hlyti þeim viðskiptavinum að fjölga í framtíðinni. Höfundur er framkvæmdnstjóri Kaupmannasamtaka Islands. Internetið og skortur á bandvídd Tölvur Intemetið hefur náð fótfestu og það er öllum fyrir bestu að viðurkenna þá staðreynd, segir Marinó G. Njálsson, og útbreiðsla netsins virðist vera örari en yfirvöld sam- göngumála hafa áttað sig á. BJÖRN Bjarnason mennta- málaráðherra segir í nýlegu við- tali að íslensk stjórnvöld hafi ekki brugðist við möguleikum tölvu- tækninnar sem skyldi. Það eru ungir sjálfstæðismenn sem ræða við ráðherrann, sem kemur með ákaflega skemmtilega lýsingu á ástandinu hér á landi, þegar hann segir: “Þetta snýst ekki um stöðú Pósts og síma eða annarra ríkis- fyrirtækja, heldur um að nýta okkur tæknina ... Menn myndu ekki sætta sig við það á þessari bílaöld að Vegagerðin legði ein- göngu vegi sem hentuðu fyrir kerrur. Mér finnst oft að sumar þessar brautir, sem eru okkur ætlaðar sem notum þessa nýju tækni, minni á kerrustíga eða trað- ir fyrri alda, ef ekki ijárgötur." Fréttastofa útvarps bar þessi ummæli menntamálaráðherra undir Halldór Blöndal samgöngu- ráðherra. Taldi hann enga ástæðu til breytinga, enda stæðum við íslendingar öðrum þjóðum síst að baki, en fannst gaman að mennta- málaráðherra skyldi líkja upplýs- ingahraðbrautinni við vegi! (Eins og hann hafi aldrei heyrt slíka samlíkingu áður.) Eg verð að við- urkenna að tilsvar samgönguráð- herra kom mér ekki á óvart, en því miður fyrir hann hefur hann rangt fyrir sér. Staðreyndin er að íslendingar standa flestum þjóðum í kringum sig að baki. Til upplýsingar fyrir ráðherr- ann, er flutningsgeta gagnalína mæld í bitum á sekúndu. Algeng innanbæjarlína er þetta frá 64.000 bitum á sekúndu (64 kílóbitum) upp í 2.000.000 bita á sekúndu (2 megabita). Línan frá íslandi til Svíþjóðar, sem ber Internetsam- band til og frá landinu, er 256 kílóbitar, en bandvídd hennar var aukin úr ennþá smánarlegri vídd stuttu fyrir alþingiskosningar. Nágrannar okkar, Færeyingar, hafa 2 megabita línu fyrir sína Internetumferð! Það er ekkert nýtt að það komi fram kröfur um aukna bandvídd fyrir tölvusamskipti til og frá land- inu. Áður en bandvíddin var aukin síðast höfðu jnenn blótað Pósti og síma lengi. Ákveðið var að henda nokkrum molum fyrir óþreyjufulla Internetnotendur í mars og nú er okkur lofað fjórföldun á haust- mánuðum. Ég hef það fyrir sið að þakka fyrir alla jákvæða við- leitni og því segi ég: Fyrirfram þökk. í þessari umræðu má ekki gleyma því að Póstur og sími hef- ur áhuga á að koma á ISDN-teng- ingu til landsins og mun hún einn- ig vera væntanleg á haustmánuð- um. Fyrirtæki bíða skaða Hin dapra bandvídd, sem okkur er boðið upp á, skaðar fyrirtæki. Hvernig? Jú, þau geta ekki boðið upp á þjónustu frá íslandi sem annars væri boðið upp á, það tek- ur lengri tíma að nálgast upplýs- ingar á Internetinu, meiri hætta er á villum í flutningi vegna lengri tíma og það sem skiptir kannski mestu máli er að erlendir við- skiptavinir forðast að tengjast hingað vegna lélegs svartíma. Á ráðstefnu um fjarþjónustu, sem fram fór í febrúar, sagði Frið- rik Skúlason af reynslu sinni _af því að stunda fjarþjónustu frá ís- landi. Fyrirtæki Friðriks notar mjög mikið alls konar tölvusam- skipti. Eini hluti þeirra, sem við- skiptavinir/notendur sækja til ís- lands, er tölvupóstur. Aðra þjón- ustu sækja þeir til þjónustutölva í Finnlandi og Kaliforníu svo dæmi séu tekin. Friðrik sagði þetta vera vegna tæknilegra erfiðleika hér á landi. Gekk hann svo langt að segja, að hann þyrfti að leyna því fyrir viðskiptavinum sínum, að fyrirtæki_ hans væri staðsett á ís- landi. Ástæðan er hin litla bandvídd sem er á Internetteng- ingunni til Iandsins. Friðrik telur að 2 megabitalína sé algjört Iág- mark og undir þetta tekur Pétur Þorsteinsson, skólastjóri á Kópa- skeri og upphafsmaður íslenska menntanetsins. Það er álit greinarhöfundar að núverandi bandvídd (256 kílóbitar) geri álíka mikið gagn á álagstíma og Þingvallavegur 17. júní 1994. Samgönguráðherra ætti að sjá hvaða afleiðingar það hefur í för með sér. Stefnu vantar íslensk stjórnvöld standa frammi fyrir því vandamáli að það vantar nær algjörlega stefnu í málefnum upplýsingatækni. Ég auglýsti eftir slíkri stefnu fyrir rúmlega þremur árum(!) og lítið hefur bólað á henni síðan. Nauð- synlegt er að marka þessa stefnu eins fljótt og auðið er. Eitt er það sem þolir enga bið, en það er hvað gera skal með Internetið og tölvus- amskipti. Auðvelt er að færa fyrir því rök að notkun tölvusamskipta geti opnað dyr sem áður voru luktar. Fólk á öllum aldri hefur notað þau til samskipta um allan heim. Með hjálp Internetsins geta fyrirtæki og einstaklingar nálgast upplýs- ingar um ólíkustu málefni í fjöl- mörgum gagnabönkum, sent fyrir- spumir og haft samskipti við jafn- ingja eða sérfræðinga um áhuga- mál sín eða leitað hjá þeim lausna á vandamálum sínum. Nota má netið við vöruþróun, leit að nýju starfsfólki, gagnaflutning, hóp- vinnu og pappírslaus viðskipti, til að gera starfsemina fjölþjóðlega, ná forskoti á samkeppnina, mynda ný viðskiptatengsl og viðhalda eldri, lækka rekstrarkostnað og dreifa upplýsingum svo fátt eitt sé nefnt. Ef við íslendingar ætlum að notfæra okkur alla þessa kosti, verðum við að auka stórlega þá bandvídd sem er út úr landinu. Samkvæmt upplýsingum frá Pósti og síma er kostnaðurinn við 2 megabita línu um 2 milljónir króna á mánuði eða 24 milljónir á ári. (Haft eftir Gústavi Arnar, yfir- verkfræðingi P&S, í Mbl. 6. júli sl.) Hver á að borga? Til að byija með þarf kannski að koma til ein- hver ríkisstyrkur, en fljótlega munu notendur þjónustunnar sjá alfarið um það. Sýnum framsýni og göngum í þetta STRAX. Höfundur er tölvunarfræðingvr. Vaskhugi - námskeið Námskeið í notkun bókhaldspakkans vinsæla verður haldið nk. laugardag milli kl. 10 og 16. Námskeiðið hentar þeim, sem eru að byrja að nota forritið og einnig þeim, sem þegar nota það en vilja kynna sér alla möguleikana á stuttum tíma. I ==|^Váskhugi hf., Skeifunni 7, sími 568 2680.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.