Morgunblaðið - 21.07.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.07.1995, Blaðsíða 1
f '¦ ...,,,,.,.„ ¦r ^á '• ¦ -VHhwJnðnr 'lfefr'** -i ¦ r^-m . Morgunblaðið/Albert Kerap 15% íærri ferðamenn meö Nnrrænu í júní FÆRRI ferðamenn komu til landsins með Norrænu í júnímánuði en í fyrra, en þá komu 1.809 farþegar með ferjunni en nú komu 1.576. Þetta er því 15% fækkun bor- ið saman við júní í fyrra. Jónas Hallgrímsson, framkvæmdastjóri Austfars hf., segir að úr þessu hlutfalli muni líklega rætast þar sem ferðamönnum hafi fjölgað nú aftur þegar á hefur liðið júlí. Ferðamenn eru nú seinna á ferðinni og áberandi minna er af göngufólki, og óvenju lítið um hópferðir. Einstaklingar hafa þó sótt í sig veðrið og meira er um fólk sem ferðast á eigin vegum. Jónas segist ekki hafa neina eina skýr- ingu á dræmum júnímánuði en telur að margir samverkandi þættir eigi þar hlut að máli. Júnímánuður hafi einkennst af óvissu, verkföllum og vinnudeilum. Þá hafi sjómannaverkfallið eflaust haft sitt að segja og kennaraverkfallið, auk þess að einhver samdráttur hefur verið í fjárhagi fólks. Vart hefur orðið við minnkandi áhuga á ferjuferðum í Norður-Evrópu og gæti Esto- niu-slysið haft þau áhrif og önnur óhöpp í sænska skerjagarðinum. Jónas býst við að ástandið skáni, þar sem vel er bókað nú í júlí, og ágústmánuður lítur fremur vel út. ¦ FOSTUDAGUR 21.JÚLÍ1995 LÆGSTA YERÐ BILALEIGUBILA I EVROPU! lko Spánn fr. 13.200 Bretland 13.020 Danmörk 18.900 Frakkland 19.900 Holland 17.700 Noregur 28.900 Portúgal 13.060 Sviss 16.660 Þýskaland 15.260 InnifaliS i verfll er: kaikótrygging, l»kkun ijalfsábvrgðar, trjrgging f. stuld og ai\a ifaébundno skstto. Sími 588 35 35 Opift man-fös 9-18 lau 10-11 Karllæknar eru þar sem virðingin er mest Þorgerður Einarsdóttir }•¦•¦ SSÍ' FJÖLDI kvenna í læknastétt hefur aukist á síðustu árum og þær eru nú um 10% allra lækna með sér- fræðingsleyfi á íslandi. En í ákveðnum greinum hafa þær ekki náð að hasla sér völl, og þar eru skurðlækningar mest áberandi. Hefðbundnar skýringar á þessu eru að konur velji ákveðnar greinar, vegna uppeldis þeirra og félags- mótunar og vegna anna þeirra á heimili og reynslu af uppeldi barna. Þetta er talið ýta undir að konur velji sér- greinar sem eru ekki mjög tækni- væddar, þar sem umönnun er stór þáttur og vaktabyrði lítil. Þorgerður Einarsdóttir félags- fræðingur hefur undanfarið unnið að doktorsverkefni við Háskólann í Gautaborg og kannað hversu vel þessar skýringar eiga við um sænska lækna. Niðurstaða hennar er sú að hefbundnar skýringar hafi nokkuð til síns máls en í nokkrum veigamiklum atriðum séu þær ófull- nægjandi. Hún telur líklegt að sama eigi við um íslenska lækna því að kynjaskipting í sérfræðigreinum er mjög svipuð hér á landi og í Svíþjóð. Þorgerður bendir á það að kvennastéttir eins og til dæmis hjúkrunarfræðingar og ljósmæður LOFTIÐ undir berum himni er ekki endilega hreinna en inni á veitingastað. Loft á veitinga- húsum stundum betra en úti LOFT inni á veitingastöðum getur í sumum tilvikum verið hreinna en loft utan hans. Á það einkum við á höfuðborgarsvæðinu og þar sem umferðarmengun er mikil. Sums staðar eru lagðir miklir fjármunir í fullkomið loftræstikerfi, sem t.d. hreinsar loftið og hitar það áður en því er dreift inn á staðinn. Engir opnanlegir gluggar eru á stöðum, þar sem fullkomnustu loft- ræstikerfi eru sett upp, enda er þá ekki ætlast til að loft komist utan af götu inn á staðinn nema fara fyrst í gegnum öflugt hreinsi- og upphitunarkerfi. Er yfirþrýstingur þá oft á lofti í matsal og varnar því að óhreint loft úr eldhúsi kom- ist þangað sem gestir snæða. Þar sem slíkt kerfi er virkí, eru áfar litlar líkur á að flugur komi í heim- sókn, enda mæta þær loftvegg ef þær gera tilraun til að komast inn. Verkfræðistofa Guðmundar og Kristjáns hefur undanfarin ár feng- ið viðurkenningu frá Lagnafélagi íslands fyrir fullkomna hönnun á loftræstibúnaði, m.a þann sem sett- ur var upp á McDonald's veitinga- staðnum við Suðurlandsbraut. Kristján Flyger- ing, verkfræðing- ur á stofunni, seg- ir að slíkur loft- ræstibúnaður sé orðinn nokkuð al- gengur hér og í Bandaríkjunum sé hann oft settur ' upg í fbúðarhúsnæði. Á grillstöðum myndast oft steik- arbræla, en að sögn Þórðar Búason- ar, yfirverkfræðings hjá Bygging- arfulltrúa eru gerðar kröfur um mun meiri loftræstingu á stöðum þar sem eldað er í matsal. Færri kvartanir nú en áöur í byggingarreglugerð kemur fram sú meginregla að loftgæði í hverju rými eigi að vera í samræmi við notkun og ávallt þannig að gætt sé heilbrigðis- og hollustuskil- yrða. Þá á að koma í veg fyrir að gufur pg efni, sem gefa frá sér óþægilega lykt eða eru heilsuspill- andi, geti dreifst innan viðkomandi rýmis eða úr einu rými í annað. Ágúst Thorstensen, fulltrúi hjá Heilbrigðiseftirlitinu segir að heil- brigðiseftirlit í hverju sveitarfélagi fylgist með að reglugerðinni sé fylgt. Hann segir að nú berist fáar kvartanir vegna loftmengunar á' vetingahúsum, enda sé reynt að búa þannig um hnútana í upphafi að loftræsting sé góð. ¦ búi ekki síður við mikið vaktaálag held- ur en ýmsar af „erfiðari" sér- fræðigreinum læknisfræðinn- ar. Hún hefur einnig komist að því að lítið samræmi sé milli barna- fjölda og heim- ilisaðstæðna og þess hvaða greinar konur velja sér. I þeim hópi sem hún rannsakar eiga þær konur sem leggja stund á skurðlækning- ar síst færri börn en aðrar konur í lækna- stétt og reynd- ar eru það kon- urnar í þeim greinum, sem taldar eru létt- astar, sem eiga fæst börn. Þorgerður telur að skýringa á mismunandi kynjaskiptingu í sér- fræðigreinum þurfi að leita innan starfsins sjálfs. Þær greinar sem fæstar konur stunda njóta mestrar virðingar beggja kynja. Skurðlækn- ingar eru til dæmis taldar erfið grein og karlmenn sækjast mjög eftir að komast þar að. Samkeppn- in leiðir af sér auknar kröfur um menntun og óvenju hátt hlutfall skurðlækna tekur því doktorspróf. Rannsóknarvinna tengd því er að mestu unnin utan vinnutíma og það dregur úr möguleikum kvenna. En sterkasta aflið sem hindrar konur í að stunda slíkar virðingargreinar er sá hugmyndaheimur sem tengist þeim, að ákveðna hæfileika eða gáfur þurfí til að stunda þær og að konur búi ekki yfir þeim. Marg- ir innan virðingarmestu greinanna vilja halda í ímyndina að aðeins hinir allra hæfustu geti stundað þær og fjölgun kvenna í greininni myndi veikja þá ímynd. + MOOLK HEFUR 6CHD AHRIF h TAU6ARNAR, í& VEIT EKKI MEfi 605IÐ...1. v > , ISLENSKIR TANNFR&ÐINGAR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.