Morgunblaðið - 21.07.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 21.07.1995, Blaðsíða 8
I 8 B FÖSTUDAGUR 21. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ HÓTELIÐ að Laugum. Morgunbiaðið/JK Á slöðum Auðar djupöðnu oo Hvamm-Sturlu “HINGAÐ koma venjulega tveir erlendir hópar í viku, yfirleitt eru um 30 í hóp. Þetta fólk er í tólf daga ferð um landið á vegum Ferðaskrifstofu íslands og gistir hér þriðju nóttina. Meirihluti þeirra sem hafa komið í sumar eru franskir ferðamenn og mér og ýmsum fleirum finnst að hafi orðið hrun í komum Þjóðverjanna. Það er þó ekki að sjá í tölum útlend- ingaeftirlitsins, svo kannski ferð- i ast þeir öðruvísi nú eða fara í styttri hópferðir og æja ekki hér,“ * sagði Ingólfur Haraldsson, hót- elstjóri á Edduhótelinu í Sælings- dalslaug í Dölum. Sælingsdalslaug stendur í fögru og skýldu umhverfi enda er er ' veðursæld mikil, útsýni til álfahóls- ins í miðjum dalnum og skammt að fara á sögustaði hvort sem er Laxdælu, Sturlungu og ekki má gleyma að bær landnámskonunnar Auðar djúpúðgu er líka í grennd- inni þar sem Hvamm-Sturla bjó síðar. Á Laugum er fróðlegt byggða- safn og þar er ný og falleg sund- laug sem margir voru að busla í þegar blaðmann bar að garði um helgina. A Laugum eru 40 herbergi, flest tveggja manna og kostar 4.550 kr. nóttin. Svefnpokapláss er á 1.350 kr. og sagði Ingólfur að ís- lenskir ferðamenn óskuðu undan- tekningalítið eftir svefnpokaplássi og væri það mikil breyting. Á Laugum er vinsælt að efna til KROSSINN var gerður til minningar og heiðurs landnámskonunni í Hvammi. ÁLFHÓLL fyrir miðjum dalnum. FERÐALÖG LAGFÆRINGAR á Hjarðarholtskirkju eru nú á lokastigi. niðja- og ættarmóta og hafa slík mót verið um nær hveija helgi í sumar. Þeir gestir eru í tjöldum eða svefnpokaplássum en eldra fólkið gistir á hótelinu. Á þessum samkomum má breyta íþróttahús- inu í matsal fyrir allt að 400 manns. Veitingar annast Einar Geirsson og eru ýmis tilboð á boð- stólum eins og á öðrum Edduhótel- um. Hjarðarholtskirkja færð tll upprunalegrar myndar Ingólfur sagði að hann ætti von á að umferðin ykist á næstunni og fjölgar þá hópum útlendinga upp í allt að fimm á viku og hann kvaðst einnig reikna með því að æ fleiri íslendingar létu sjá sig. Gestir í Dölum ættu ekki að láta hjá líða að koma við á bæ Ólafs pá, höfuðbólinu Hjarðar- holti. Þar hefur verið unnið að miklum endurbótum á kirkjunni sem er ein þriggja svipaðrar gerð- ar sem Rögnvaldur Ólafsson teiknaði. Ákveðið var að færa kirkjuna sem mest til uppruna- legrar myndar og er óhætt að segja að verkið hafi tekist með afbrigðum vel. í Búðardal er alla venjulega þjónustu að fá og þar er ástæða til að mæla með veitingum í Dala- búð. Víða í Dölum er að fá bænda- gistingu og eins og annars staðar eru þeir bæir merktir skilmerki- lega. Fyrir þá sem hafa áhuga á sög- unum eru Dalirnir ótæmandi upp- spretta. Víða er grösugt og fag- urt, og landslag mjúkt og er tilval- ið að nota dagpart til að fara umhverfis strandir, þ.e. Fells- strönd, Klofning og Skarðsströnd og inn í Saurbæ. ■ jk $ f S j llpplýsingamiðstöð í &-Hún. Fjölbreytt atbreying og margt að sjá Blönduós. Morgunblaðið. „ÞJÓÐVERJAR, Frakkar og íslend- ingar eru mest á ferðinni," sagði Anna Gréta Eyþórsdóttir hjá Upp- lýsingamiðstöðinni á Blönduósi, „en Norðurlandabúar, Hollendingar og Belgar sækja í sig veðrið. Fjöldi ferðamanna er svipaður í og í fyrra þrátt fyrir kuldann í byijun sum- ars.“ Anna Gréta sagði margt að sjá í A-Húnavatnssýslu og afþreying alis konar. Ekki má gleyma að þijár hestaleigur eru í héraðinu, tveir níu holu 'gblfvellir, bátsferðir á Blöndu, og fjölbreyttir veiðimöguleikar að ógleymdu Heimilisiðnaðarsafninu á Blönduósi. Þá eru daglegar, skipu- lagðar ferðir með leiðsögn fyrir Skaga o.fl. Aðstaða til gistingar er á hótel- um,í bændagistingu, sumarhúsum og á tjaldsvæðum. Með tilkomu brú- ar á Seyðisá á Kili hefur aðgengi að hálendinu aukist og mikið er spurt um Hveravelli. Við Áfangafeli er í sumar vörður sem hefði umsjón með sölu veiðileyfa á Auðkúluheiði. Loks má geta um „kántríhátíð“ á Skagaströnd og norðurlandsmótið í golfi um verslunarmannahelgina. ■ Jón Sigurðsson Morgunblaðið/Sig. Að. GAMLI bærinn á Sænautaseli, en hann er frá 1843. Gamli bærinn á Sænauta- seli til sýnis í sumar MorgunbladiðVaðbrekku, Jökuldal. GAMLI bærinn á Sænautaseli á Jökuldalsheiði er til sýnis í sumar eins/Og hann hefur verið síðan hann var endurbyggður. Býlið Sænauta- sel var í byggð árin 1843 til 1943 en fór þá í eyði, síðan var bærinn endurbyggður í upprunalegri mynd sumarið 1992 og lokið var við verk- ið 1993, en þá voru 50 ár frá því að bærinn fór í eyði og 150 ár frá því að hæm byggðist. Lilja Óladóttir í Merki og Bragi Björgvinsson á Eiríksstöðum eru staðarhaldarar á Sænautaseli í sumar og sjá um að sýna gestum bæinn. Á Sænautaseli er hægt að fá keypt kaffi með kleinum og ástar- pungum, einnig er hægt að fá þar keyptan reyktan silung úr Sæ- nautavatni, en Lilja og Bragi veiða silunginn í vatninu við bæinn. Á Sænautaseli er rekin hesta- leiga í sumar og er hægt að fara styttri og lengri reiðtúra í frábæru umhverfi um heiðarlandið í kyrrð- inni sem hvergi er meiri en í Jökul- dalsheiðinni á fögru sumarkvöldi. Vísir að dýragarði er á Sænauta- seli, þangað er komin kýr sú sama og var þar síðasta sumar og er hún rétt óborin eða nýborih um þessar mundir, þar er einnig nýlega gotin. tík með hvolpa, köttur og tófu- hvolpur undan villtri tófu er náðist á greni nú í vor. Að sögn Lilju komu yfir 4 þús- und manns að skoða bæinn í fyrra- sumar og í sumar er ekki búist við minni aðsókn, enda vel þess virði að koma við á Sænautaseli og skoða hvernig fólk bjó á íslandi fyrir miðja þessa öld. ■ Ferðir um helgina ÚTIVIST TVÆR dagsferðir eru laugard. 22. júlí og skal fyrst nefna 4. áfanga Fjallasyrp- unnar. Að þessu sinni verður gengið á Búrfell (676 m y.s.) í Þjórsárdal. Farið verður upp frá Bjamalóni. Frábært út- sýni er af fjallinu. Hin ferðin er ganga í Árnes eyjuna í Þjórsá. Þar verður skoðaður forn dómhringur við Þinghól. Einnig er gengið að Búða- fossi og Hestfossi. Fylgdar- maður er Daníel Magnússon bóndi, Akbraut. Lagt af stað í báðar þessar ferðir kl. 9 f.h. frá BSÍ. Sunnud. 23. júlí er dagsferð yfir Leggjarbrjót. Þetta er gömul þjóðleið úr Brynjudal og yfir á Þingvelli. Falleg og skemmtileg ganga. Brottför frá BSÍ kl. 10.30. Helgarferðir Útivistar eru tvær. Önnur í Tröllakirkju-Holta- vörðuheiði. Gengið um fáfarnar slóðir. Gist í tjöldum. Fararstjóri er Gunnar S. Gunnarsson. Hin er Básar við Þórsmörk. Gönguferðir við allra hæfi. Góð gistiaðstaða í skála og fyrir tjaldgesti. Farar- stjóri Eyrún Ósk Jensdóttir. Upp- lýsingar og miðasala á skrifstofu Útivistar. FÍ Helgarferðir 21.-23.júlí og brottför kl. 20 föstudag eru Landmanna- laugar-Hrafntinnusker og er gist nótt í Hrafntinnuskeri í nýju sælu- húsi. Gengið að íshellinum og farið víðar um svæðið. Einnig ferð í Þórsmörk og gist í Skagfjörðs- skála. Loks skal geta um ferð 22.- 23.júlí kl.8 f.h. Fimmvörðuháls og er gengið frá Skógum og gist nótt í Þórsmörk. Dagsferðir 23.júlí eru í Þórs- mörk og önnur á Hveravelli þar sem staldrað er við hjá Gullfossi og Geysi. Brottför kl. 8 f.h. í báð- ar ferðir. Kl. 10.30 er Grófin- Kistufell-Grindaskörð. Gengið frá Grófinni að Kistufelli í Brenni- steinsfjöllum og niður Grinda- skörð. Kl. 13 er svo Ketilstígur sem er gömul þjóðleið. Gengið frá Lækjarvöllum yfir Sveifluháls að Seltúni í Krýsuvík. Miðvikud. 26.júlí kl. 20 er kvöld- ferð á Hólmsheiði. ■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.