Morgunblaðið - 21.07.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.07.1995, Blaðsíða 2
g a aééí Lrji ,rs.sry»AauT2m 2 B FÖSTUDAGUR 21. JÚLÍ 1995 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ ■+ Kráarlíf við Klapparstíg KLAPPARSTÍGUR er ein helsta kráargata Reykjavíkur og kannski er engin önnur sem einkennist jafn mikið af öldurhúsum. Hann á sér hefð sem miðstöð skemmtanalífs sem nær langt aftur fyrir lögleið- ingu bjórsins. Fyrrum var rekin Billjardstofa, kölluð Billinn, þar sem nú er Bíóbarinn og Kaffi list. Þar voru engar áfengisveitingar, en starfsfólkið amaðist ekkert við því að gestir laumuðu með sér brenni- víni og blandi. Á homi Klapparstígs og Laugavegs, við Laugaveg 22, hafa verið kaffihús, veitingastaðir og barir um árabil. Kiapparstígur er kenndur við tómthúsbýlið Klöpp sem stóð á hárri klöpp í fjörukambinum. Elsta húsið sem enn stendur við götuna er frá 1883. Þar er nú kráin Grandrokk. Forðum í Flosaporti Orðrómur um “syndsamlegt" líferni við Klapparstíginn komst snemma á kreik. I húsinu númer 8 var lengi rekið fyrirtækið Rúllu- og hleragerð Réykjavíkur. Athafnasvæði við verkstæðið var nefnt Flosaport og í byijun síðari heimstyrjaldarinnar varð mönnum tíðrætt um vafasamt hátterni þar. í vinsælu revíulagi frá þessum tíma er sagt frá því sem gerðist “forðum í Flosaporti . . Syndin festi enn betur rætur ofar í götunni, á Billjardstofunni. Á “Billanum“ eða “Hælinu", en svo var staðurinn ýmist nefndur, fór fleira fram en saklaus billjard. Þangað söfnuðust ýmsir sem ekki töldust beinlínis til betriborgara, oftar en ekki með pela í vasanum. Þar voru þó einnig sumir af bestu billjardspilurunum. Venja var að leggja undir þegar leikið var og þetta sambland drykkju og ijár- hættuspils gerði af verkum að Bill- inn þótti skuggalegur staður. Þar voru nær eingöngu karlmenn og þá sjaldan að kona leit inn sló þögn á hópinn. Endurnýttar krabbaklær Húsið á homi Laugavegar og Klapparstígs, þar sem nú er kráin 22, hefur einnig haft á sér vafa- samt orð. Fyrri helming aldarinnar var þar Skóverslun B. Stefánsson- ar, “vönduð og góð“ verslun segir í tímaritsgrein frá stríðsárunum þegar búðin átti 25 ára afmæli. Síðar kom til sögunnar kaffihúsið Rauða myllan, skírð í+öfuðið á frægari skemmtistað í Parísarborg, en reksturinn við Klapparstíginn var öllu meinlausari en í útlandinu. Um tíma var rekinn austurlensk- ur veitingastaður á neðri hæðinni sem nefndist Drekinn. Þar var meðal annars borinn fram krabba- súpa. Nokkrir gestir sem vöndu komu sínar gerðu sér að leik að auðkenna krabbaklær í súpunni með því að bíta í þær á ákveðnum stað. Næst þegar þeir fengu sér súpu fylgdu henni klær með sömu merkjum. Af því drógu þeir þá ályktun að mikil nýtni einkenndi reksturinn. Ölkeldan Fyrir rúmum tíu árum komst húsið í eigu manns, sem leigði neðri hæðina undir veitingahúsið Krák- una en rak bar á þeirri efri sem kallaðist Ölkeldan. Það þótti vafa- samur staður og orðstír hans hefur loðað við húsið síðan. Seinni árin sem Ölkeldan starf- aði tóku samkynhneigðir að venja komur sínar þangað. Árið 1988 skipti húsið um eigendur og nefnd- ist Veitingahúsið 22. Þá var krár- rekstur á báðum hæðum og var sú efri sérstaklega ætluð samkyn- hneigðum. Næstu ár gekk húsið kaupum og sölum. Síðustu 3 árin hefur kráin verið í eigu tveggja hjóna. Þau hafa unnið töluverðar endurbætur og bætt þriðju hæðinni við krána en þar er koníakstofa. Veitingahúsið 22 hefur löngum verið vinsælt hjá götuskáldum og öðrum listamönnum sem ekki hafa fengið fulla viðurkenningu samfé- lagsins. Þeir hófu að venja komur sínar þangað á tíma Ölkeldunnar og hafa haldið tryggð við staðinn þrátt fyrir eigendaskipti og breyt- ingar. MOrgunblaðið/Halldór EIGENDUR Café list eru hjónin Augustin Navarro Cortés og Þórdís Guðjónsdóttir. Augustin er Spánveiji og starfaði lengi sem barþjónn í heimalandi sínu. Morgunblaðið/Halldór BLÁI barinn er á efri hæð veitingastaðarins Pasta basta. Bíóbarinn slær í gegn í ársbyijun 1989 hófst nýtt skeið í kráarsögu Klapparstígsins þegar Bíóbarinn opnaði á horni Hverfis- götu. Billinn var fluttur en áuk hans hafði Radíóbúðin lengi verið í húsinu og síðan verslunin Völus- krín. Fljótlega stækkuðu eigendur Bíóbarsins við sig og keyptu sjoppu sem var við hliðina og kjall- arann þar sem neðri hæð Billans var áður. Eigendur Bíóbarsins voru tveir sjómenn, Guðjón Pétursson, og Barði Valdimar Barðason. Þeir gerðu staðinn upp sjálfir og hönn- uðu allar innréttingar. Guðjón á nú krána einn en Barði flutti sig um set og stofnaði Djassbarinn við Lækjargötu. Bíóbarinn öðlaðist á tímabili miklar vinsældir og röðin á föstu- dags- og laugardagskvöldum náði langt upp eftir Klapparstíg. Hann varð uppeldisstöð fyrir aðra til- vonandi kráareigendur á Klappar- stíg. Tveir starfsmanna barsins stofnuðu nýja staði, Café list og Nlbar. Tarzan á veggnum, Andrés á gólfinu Nlbar var vægast sagt mjög skrautlegur. Hann var í gamla húsinu á númer 30 þar sem lengi var nýlenduvöruverslunin Vað- nes.Á veggjum voru myndir í æpandi litum, m.a af hetjunni Tarzan. Gólfið var lagt Andrés- blöðum. Núverandi eigendur, bræðurnir Karl og Sigurður Hjaltested, tóku við staðnum fyrir tveimur og hálfu ári. Þeir hentu út gömlu innrétt- ingunum, smíðuðu nýjar og breyttu nafninu í Grandrokk. Nú er lögð áhersla á pöbbastemmn- Ljósmynd/Árbæjarsafn KAFFIHÚSIÐ Rauða myllan var lengi í húsinu við Laugaveg 22. Myndin er frá 1963 ## Morgunblaðið/Halldór RÖÐIN við veitingahúsið 22 getur orðið löng á föstudags og laugardagskvöldum. ingu. Þar er bjórklúbbur og með- Spænskur andi á Billanum limir hans eiga sérstakt númerað Café list er til húsa við hlið Bíó- glas. barsins, þar sem gengið var inn á KVÖLD á Karl Jóhann var máluð árið 1892 af Norðmanninum Edvard Munch sem túlkaði angist og erfitt sálarlíf á áhrifamikinn hátt. Aðstandendur geðsjúkra afskiptur hópur hingað til þrátt fyrir mikið álag „AÐSTANDENDUR geðsjúkra hafa til þessa verið afskiptur hóp- ur í heilbrigðiskerfinu þrátt fyrir að vera undir meira álagi en yfir- leitt gengur og gerist meðal að- standenda sjúklinga. Nauðsynlega þyrfti formlega starfsemi og að- stoð hjá sjúkrahúsum og stofnun- um til þess að styrkja aðstandend- ur geðsjúkra, en fram að þessu hefur slík þjónusta ekki verið veitt með skipulögðum hætti,“ segir Eydís Sveinbjarnardóttir hjúkr- unarfræðingur sem er í doktors- námi í Kaþólska háskólanum í Leuven í Belgíu. Hún gerði nýlega rannsókn á ijölskylduálagi hjá aðstandendum geðsjúkra, og var tilgangurinn að fá lýsingu á reynslu aðstandenda og viðbrögð- um við geðsjúkdómi fjölskyldu- meðlims. Níu fjölskyldur, 18 ein- staklingar, tveir úr hverri fjöl- skyldu voru fengnir i viðtöl. Þrjú meginþemu skáru sig úr rann- sókninni, tilfinningalegt álag, við- urkenning á sjúkdómi og stuðn- ingsþarfir. Tilfinnlngalegt álag „Berlega kom í ljós að tilfinn- ingalegt álag er mikið á aðstand- endum geðsjúkra og stuðnings er þörf. Aðstandendur töluðu um sársaukafulla reynslu, kvfða, óvissu, dauðahræðslu, vanlíðan, reiði og fordóma þegar þeir lýstu því álagi sem þeir höfðu verið undir. Þeir sögðu það fælist ekki í því að þvo, elda eða hjálpa við- komandi við aðra hagnýta þætti, heldur er það hin andlega spenna sem veldur mesta álagi og spurn- ingin hvenær sá geðsjúki verði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.