Morgunblaðið - 25.07.1995, Síða 1

Morgunblaðið - 25.07.1995, Síða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA p|ior0MttMítí>ií> B 1995 ÞRIÐJUDAGUR 25. JULI BLAD KNATTSPYRNA Xamax sýnir Eyjólfi áhuga SVISSNESKA 1. deildarfélagið Neuchatel Xamax hefur sýnt áhuga á að fá Eyjólf Sverrisson, landsl- iðsmann í knattspyrnu, til liðs við sig. Tveimur umferðum er lokið í svissnesku deiidinni, Xamax hefur tapað báðum leikjunum og „vilja líklega reyna að styrkja liðið,“ sagði Eyjólfur við Morgun- blaðið í gærkvöldi. Hann hefur ekki talað sjálfur við forráðamenn félagsins en umboðsmaður hans hefur verið í sambandi við þá. „Ég vonast til þess að í lok vikunnar verði komin einhver mynd á þetta,“ sagði Eyjólfur. Hann var við æfingar hjá Sunderland í Englandi á dögunum, og sagði félagið enn koma til greina sem næsta vinnuveit- anda sinn, þó svo hann teldi likurnar á því ekki miklar. Þá hefur sænska liðið Örgryte sýnt Ey- jólfi áhuga, en hann reiknaði ekki með að fara þangað. Indurain fékk heið- ursverðlaun IOC Grobbelaar, Se- gers og Fashanu Ákærðir fyrir samsæri Knattspymumönnunum Bruce Grobbelaar, John Fashanu og Hans Segers var í gær birt ákæra fyrir samsæri um hafa ólöglega haft áhrif á úrslit leikja liða sinna í Eng- landi. Að auki voru eiginkona Fas- hanus, Melissa Kassamapsi og mal- asískur kaupsýslumaður, Heng Suan Lim, ákærð fyrir aðild að samsærinu. Rannsókn hefur staðið yfir i níu mánuði eftir að breskt dagblað lýsti því yfir að þeir félagar væru flæktir í mútumál. Þeir voru handteknir í mars og sleppt aftur án tryggingar. Rannsóknin hélt áfram og ákærðu ganga laus gegn tryggingu en eiga að mæta fyrir rétt 11. október nk. í ákærunni segir meðal annars: „í London og annars staðar, á tíma- bilinu frá 1. febrúar 1991 og 15. mars 1993, ákváðu þeir með öðmm, þekktum og óþekktum, að gefa og þiggja ólöglega peningagjafir fyrir að hafa ólögleg áhrif úrslit knatt- spymuleikja, eða þiggja eftir á verð- laun fyrir að hafa gert svo.“ Orðalag- ið ýtir undir getgátur fréttamanna um að fleiri ákærur séu á leiðinni. Að aukir eru þeir sakaðir um fleiri ólögleg athæfi, þaraf Grobbelaar um fjögur til viðbótar m.a. fyrir að reyna að hafa áhrif á vitni. Lengst af um- rætt tímabil lék Grobbelaar fyrir Li- verpool, Segers fyrir Nottingham Forest og Fashanu fyrir Wimbledon. Enska knattspyrnusambandið hef- ur þegar lagt fram tvær kærur á Grobbelaar en ætlar ekki að hefja rannsókn fyrr en ákæmnar nú hafa verið til lykta leiddar. Knattspyrnu- samband Zimbabve segist standa með sínum manni þar til sekt hans sé sönnuð og sama segir félagslið hans, Southampton en Grobbelaar og Segers, nú markvörður hjá Wimbledon, ætla sér að halda stöðum sínum hjá liðunum. Framheijinn Fas- hanu, sem lék síðast fyrir Aston Villa, ætlar hins vegar að leggja skóna á hilluna vegna meiðsla. Lögfræðingar Grobbelaars og Fas- hanus sögðu að skjólstæðingar þeirra væm algerlega saklausir og Segers sagði: „Þó að lögreglan hafi lagt fram kæmr, hafa þeir ekki sannað neitt og ég er algjörlega saklaus. Ég vil bara að þessu ljúki sem fyrst og þangað til ætla ég að beijast fyr- ir sæti mínu í Iiðinu,“ sagði Seger. — Reuter BRUCE Grobbelaar kemur af lögreglustöðlnnl í Southampton ( gær, þar sem lögA var fram ákæra á hendur honum fyrlr samsœri. HJÓLREIÐAKAPPINN Miguel Indurain frá Spáni, sem vann Frakklandskeppnina í þjólreiðum fimmta árið í röð á sunnudaginn, fékk í gær heið- ursverðlaun alþjóðaólympíunefndarinnar (IOC) fyrir að góðan keppnisanda, hógvaerð og fyrir- myndarhegðun í alla staði. Indurain fékk góðar móttökur þegar hann kom til heimabæjar síns, Pamplona í norðurhluta Spán- ar, í gær og fögnuðu þúsundir honum á götum úti með húrrahrópum og flugeldum. Hann ánafn- aði bænum gulri treyju, sem forystukappinn í Tour de France hverju sinni klæðist, en keyrði síðan til fæðingarbæjar síns, þorpsins Villava og ánafnaði annari gulri peysi dýrlingi staðarins. Þriðju peysuna fékk síðan fólkið í Pamplona og bauð Indurain við það tækifærí fólki að koma að ári og fagna sjötta sigrí sínum i keppninni. Spænska ríkissjónvarpið segir 4,5 milljónir Spán- veija hafi fylgst með keppninni að meðaltali þær þijár vikur sem hún stóð yfir. Edwards yfir 18 m en vindur of mikill BRESKI þrístökkvarinn Jonathan Edwards stökk á sunnudaginn lengra en 18 metrar í fjórða skipti á skömmum tíma, en enn var meðvindur of mik- ill þannig að hann fær árangurinn ekki viður- kenndan. Heimsmet Edwards, sem hann setti fyr- ir viku, er 17,98 metrar, en á sunnudag fór hann 18,08 á móti í Sheffield á Engiandi. Heimsmet í 5000 m hlaupi kvenna FERNANDA Ribeiro frá Portúgal sló um helgina tæplega níu ara gamalt heimsmet norsku konunn- ar Ingrídar Kristiansens í 5000 m hlaupi þegar hún hljóp á 14:36,45 minútum á móti i Belgíu. Gamla metið var 14:37,33 mínútur og var sett í Stokkhólmi 5. ágúst 1986. HESTAR / HEIMSMEISTARAMOTIÐ HIS vill Hinrik úr landsliðinu JÓN Albert Sigurbjörnsson formaður Hesta- íþróttasambands íslands hefur skrifað Hinrik Bragasyni bréf þar sem farið er þess á leit að hann endurskoði afstöðu sína varðandi þátttöku í heimsmeistaramótinu og dragi sig út úr íslenska liðinu. Bréfið er skrifað með fullri vitund og sam- þykki íþróttasambands íslands og Landsambandi hestamannafélaga Jón Albert sagði í samtali við Morgunblaðið að með þessu væri H.Í.S. búið að gera allt sem í þess valdi stæði til að fá Hinrik til að hætta við keppni og reyna að afstýra því að Svíar og finnar mæti ekki á mótið. Jón sagðist reyndar ekki trúa því fyrr en á reyndi að þessar þjóðir stæðu við orð sín og hunsuðu keppnina. í gærmorgun átti Jón samtal í síma við einn liðsmanna sænska liðs- ins og kom þá fram að liðsmenn vissu ekkert um hótanir forystumanna sænska íslandshestasam- bandsins. Skv. heimildum Morgunblaðsins gáfu Svíar íslendingum frest til klukkan 18 í gær til að annaðhvort leggja fram staðfestingu á því að Gými hafí ekki verið gefin lyf fyrir keppnina á landsmótinu í fyrra eða hinu að tilkynna að Hin- rik verði ekki meðal keppenda á mótinu. Pétur Jökull Hákonarson liðsstjóri íslenska liðs- ins sagði það ekki mega gerast að þátttaka Hin- riks yrði til þess að splundra mótinu eins og hann orðaði það, og því væri brýnt að Hinrik drægi sig út úr keppninni. Hinrik Bragason sem nú dvelur í Þýskálandi við þjálfun á Eitli fyrir HM sagðist í samtali við Morgunblaðið hafa spurst fyrir um það hjá H.Í.S. og L.H. hvort þessir aðilar hyggðust gera eitthvað í málinu og voru svörin á þá leið að svo væri ekki og hélt ég því utan í þeirri trú og finnst mér því ósanngjamt að þessi tilmæli skuli koma núna rétt fyrir mótið.“ Hinrik sagðist ákveðinn í að keppa þrátt fyrir þessi tilmæli og þær hótanir sem fram hafa kom- ið frá Svíum og Finnum. Þá sagðist hann hafa vitneskju um að liðsmönnum Svía hafi verið al- sendis ókunnugt um þessar hótanir sænska ís- landshesta sambandsins þar til í dag. Með þessari ákvörðun væri hann ekki að storka H.Í.S. eða öðrum aðilum heldur Iiti hann svo á að meðan ekki sé fallinn dómur í þessu máli sé hann sak- laus maður og hvorki eðlilegt né sanngjarnt að hann hagi sér sem sekur maður. Samkvæmt öllum lögum og reglum eigi hann fullan rétt á að keppa á mótinu og hann kjósi að fylgja þeim leikreglum sem í gildi eru. FRJÁLSÍÞRÓTTIR: FH-INGAR BIKARMEISTARAR ANNAÐ ÁRM) í RÖÐ / B4

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.