Morgunblaðið - 25.07.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 25.07.1995, Blaðsíða 2
2 B ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR Bestu vítaskytturnar! Sigurður Grétarsson lék 1980 til 1983 með Breiðabliki í 1. deild- inni, áður en hann hélt utan f atvinnumennsku og nýtti allar ellefu vítaspyrnurnar sem hann tók í deildarleikjum á því tíma- bili. í samtantektinni hér til hliðar er miðað við 1. deíldina frá því 1977, þegar fjölgað var í 10 lið f deildinni, til dagsins í dag. Víti Mörk Varið Framhjá Nýting Sigurður Grétarsson Guðjón Guðmundsson . Jónas Haligrímsson__ Steinar Adolfsson___ Óli Þór Magnússon _ Björn Rafnsson______1 Ormarr Örlygsson____ Trausti Ómarsson____ Steinar Jóhannsson Ottó Guðmundsson Jónas Róbertsson.. Hilmar Slghvatsson Haraldur Ingólfsson Pétur Ormslev ___ Pétur Pétursson _ Sævar Jónsson_ Júlíus P. Ingólfsson Guðmundur Hilmarsson Ingi Björn Albertsson__ Hörður Magnússon..... Sigurður Björgvinsson Rútur Snorrason______ . Breiðabliki . Þór, FH____ . Völsungi _ . Val________ . Keflavik _ . KR_________ . KA______ . Víkingi . Keflavík .11_ _ 7. _ 6_ _ 6_ 11. _7 _ 6 6 5 5 0 0 . . 5 . 5 0 0 . .. ^ -5- 5 0 0........ 5 5 _. 0 0 .... 5. 5 0. 0 s______ IA 13 12 1 0 il, Breiðabliki, Fylki.. 10... 9 ... 0 1 . 8.... 7 1 ... 0 'Vs am . 14_. . 12 1 . ... 1 _. . „ KR 14... 12 2 0 il. 6... ___ 5 . ... 1 ..... 0 . 6... 5. 1 0 I . 6. . . 5 0 1 il... 11... 9 . 2 0 . FH__________ Keflavík, KR . ÍBV. __21____ „10. . 5 17 8 4. 3 1 ... 1 . . 100% 100% 100% 100% 100% 100% 100% .100% 100% 100% 92% 90% 88% 86% 86% 83% 82% . 81% 80% 80% hvar sé að finna í lögum og ■ BJÖRGVIN Friðriksson hlaup- ari úr UMSK sýndi rmkið keppnis- skap í bikarkeppni FRÍ á föstudag- inn. Hann sigraði óvænt en örugg- lega í 3000 m hindrunarhlaupi. Björgvin var ekki nema rétt kominn í mark og búinn að kasta mæðinni þegar hann tók á rás í 1500 m hlaupi og náði þar fjórða sæti. Dag- inn eftir lét hann sig svo ekkert muna um að taka þátt í 5000 m hlaupinu og ná fjórða sæti. ■ ÚNNAR Garðarsson gat ekki keppt fyrir UMSK í bikarkeppn- inni. Gert var ráð fyrir honum í kastgreinarnar, en hann meiddist um síðustu helgi í kraftakeppninni, Vestfjarðavíkingurinn og varð því að afboða þáttöku sína. „Þetta var áfall fyrir okkur að missa Unnar út og kostaði okkur nokkur stig,“ sagði hinn gamalreyndi keppnismað- ur UMSK, Egill Eiðsson. ■ FINNÚR Jóhannsson hand- boltamaður sem nú er með Selfossi keppti í langstökki fyrir Ármann og náði fjórða sætinu, stökk 6,76 m. „Eg var í þessu í gamla dag en hef ekkert æft fijálsar í nokkur ár fyrr en nú að ég mætti á tvær æfing- ar fyrir keppnina. Ég var að gera mér vonir um að ná sjö metrunum en það tókst ekki, en það er gaman faám FOLK að þessu og þetta er góð góð tilbreyt- ing frá handboltanum," sagði Finn- ur að keppni lokinni. ■ YNGSTI keppandinn í bikar- keppni FRÍ að þessu sinni var Ey- gerður Inga Hafþórsdóttir, fædd 1983. Eygerður hljóp fyrir UMSK í 1500 m hlaupinu og náði fjórða sæti af átta hiaupurum á 5:24,34 mín. Elsti keppandinn í hiaupinu var Ragnheiður Olafsdóttir, FH og er hún tuttugu árum eldri en Eygerð- ur. ■ GEIRLAUG B. Geirlaugsdóttir hin sprettharða hlaupakona úr Ár- manni hljóp mjög vel í 100 m hlaup- inu á föstudagskvöidið, rann sprett- inn á 11,87 sekúndum í meðvindi sem var innan leyfilegra marka. Hennar besti tími er 11,81 sekúnda. „Ég stefni að því að fara út tii Þýskalands í lok ágúst og keppa á þremur mótum og gera atlögu að meti Svanhiidar Kristjónsdóttur í hundrað metrum, en það er ellefu komma sjötíu og níu sekúndur," sagði Geirlaug að loknu vel heppn- uðum spretti. ■ GEIRLAUG sagði aðspurð stefna ótrauð á Evrópumeistara- mótið innanhúss næsta vetur og keppa í 60 m hlaupi ■ EGILL Eiðsson úr UMSK sigr- aði örugglega í 400 m grindar- hlaupi og kom það fáum á óvart því Egill hefur ekki tapað keppni í þesari grein hér heima síðan 1986. ■ ÓLI Þór Magnússon kom inná hjá Keflavík gegn Fram í 1. deild- inni í knattspyrnu á Laugardalsvelli á sunnudaginn og var þetta fyrsti leikur hans eftir fimm leikja Sann sem félagið setti hann í. ■ RAGNAR Margeirsson lék ekki með Keflavík en hann meiddist í síðasta leik liðsins. ■ FRAMARAR hafa verð óheppnir í sumar með meiðsli. Á sunnudaginn voru varnarmennirnir Kristján Jónsson og Ágúst Ólafsson meidd- ir og Valur Fannar Gíslason var í banni. ■ RÍKHARÐUR Daðason lék hins vegar sinn fyrsta leik eftir meiðsli og átti góðan dag. Spilandi þjálfari er settur í leikbann sem leikmaður en stjórnar liði í sínu í næsta leik sem þjálfari. Er hann löglegur sem slíkur? Já, er eindregið svar héraðsdóms Reykjaness. Eða er hann ólöglegur sem slíkur? Já, er ein- róma niðurstaða þriggja fulltrúa í dómstóli Knatt- spyrnusambandsins. Og báðir vísa úr- skurðaraðilar til sömu greinar í reglugerð KSÍ máli sínu til stuðnings. Stjömumenn kærðu Þróttara, þar sem þeir töldu Ágúst Hauks- son hafa verið ólöglegan í um- ræddum leik liðanna í 2. deild og við því er ekkert að segja. Þróttarar tefldu honum hins vegar fram sem þjálfara á vara- mannabekk félagsins, þó svo hann væri í banni sem leikmað- ur. Töldu sig í rétti, enda höfðu þeir leitað upplýsinga á skrif- stofu Knattspyrnusambandsins og fengið upplýsingar þess efnis að Ágúst mætti stjórna liði sínu af bekknum. Eru skiljanlega súrir, þar sem þeir telja sig geta treyst skrifstofu KSÍ og for- dæmi séu fyrir að svona nokkuð hafi viðgengist áður. Snorri Finnlaugsson, fram- kvæmdastjóri KSI, sendi í gær frá sér yfirlýsingu þar sem seg; ir meðal annars: „Skrifstofu KSÍ berast daglega fyrirspurnir um reglur og reglugerðir sem gilda um knattspyrnumót. Þessum fyrirspurnum leitast starfsmenn KSÍ við að svara eftir bestu getu í samræmi við gildandi lög og reglugerðir. í sumum tilfell- um þarf að túlka lög og reglur þar sem ákvæði eru ekki skýr og leiðbeina fyrirspyijendum um reglugerðum KSI ákvæði um þau atriði sem spurt er um. Slík: ar túlkanir starfsmanna KSÍ jafngilda ekki reglum eða lög- um og ábyrgðin liggur alltaf hjá aðildarfélögunum eins og þeim er að jafnaði gert Jjóst. [Leturbreyting Snorra].“ Hvað sem öðru líður er reiði Þróttara skiljanleg, vegna þeirra upplýsinga sem þeir fengu frá skrifstofu KSÍ. Þeir, og ýmsir aðrir í knattspyrnuhreyfingunni, eru sjáifsagt oft ekki öruggir hvað orðalag í reglugerðum táknar í raun og veru — skiljan- lega þar sem flokkur löglærðra manna skilur sömu setningarnar þveröfugt við næsta flokk starfsbræðra þeirra. Þegar lög og reglur eru ann- ars vegar geta leikmenn ekki verið vissir og verða því að fá svör við spumingum sínum frá forystunni. Svör sem þeir geta treyst. Lögin og reglugerðimar verða að vera þannig að ekki sé hægt að túlka að vild. Ekki efast undirritaður um að starfsmenn KSÍ hafi ætlað að svara Þróttumm eftir bestu getu í umræddu máli. Það hlýtur hins vegar að vera sérkennilegt fyrir þá að hafa gefið upplýs- ingar sem gera það að verkum að þessir sömu Þróttarar verða nú að reiða fram 178.600 krón- ur í sekt — til KSÍ. Skapti Hallgrímsson Lög og reglugerdir verða að vera þannig ad gagn sé að þeim Ætlar hlaupakonan RAGIMHEIÐUR ÓLAFSDÓTTIR að fara á fulla ferð að nýju? Sé eftir því aðhafahætt RAGNHEIÐUR Óiafsdóttir þjálfari FH—inga ífrjálsíþróttum var fyrir um áratug besta hlaupakona íslands á vegalengdunum frá 800 að 10.000 metrum og énn þann dag í dag á hún öll met á þessum vegalengdum, ef undan er skildir 5.000 og 10.000 metrarnir. Á árinu 1988 urðu meiðsli m.a. þess valdandi að hún ákvað að hætta keppni. En það er stutt í keppnismann- eskjuna hjá Ragnheiði og í Bikarkeppni FRÍ ífyrra stóðst hún ekki mátið að blása rykið af skónum og taka þátt. Hún gerði sér þá lítið fyrir og sigraði í báðum greinum, 1500 og 3000 metra hlaupum. I Bikarkeppni FRÍ um helgina endurók hún leikinn þó enn hafi hún ekki hafið skipulagðar æfingar. Ragnheiður er 32 ára, á tvö börn, fjögurra og þriggja ára með manni sínum Eggerti Boga- syni, kringlukast- ara úr FH. Hún er íþróttafræðingur að mennt frá Ala- bama og starfar sem aðalþjáifari fijálsíþróttaliðs Eftir ívar Benediktsson FH, auk húsmóðurstarfa. Byrjaðir þú ung að æfa hlaup? „Ég byijaði að æfa millivega— og langhlaup þegar ég var fimmtán ára. Það má kannski segja að ferill- inn hafi hafist á íslandsmeistara- móti sem fram fór í Laugardals- höll í þá gömlu góðp daga. Þar vann ég minn fyrsta íslandsmeist- aratitil í átta hundruð metra hlaupi. Þá varð vendipunktur í lífinu. Árið eftir komst ég í landsliðið. Átján ára gömul fór ég til Þýskalands og æfði þar í eitt og hálft ár hjá sama þjálfara og var með þýsku landsliðskonuna Birgittu Kráus. Þar fékk ég góðan grunn sem var annar vendipunktur." Hvers vegna hættir þú árið 1988 þegar þú hafðir átt gott ár árið áður og varst búin að ná lágmark- inu fyrir Óiympíuleikana í þrjú þúsund metra hlaupi? „Ég meiddist þá um vorið þegar ég var að fara út í vorið eftir að hafa átt mitt besta innanhússtíma- bil. Þá kom upp rnikil streyta. Ég heyrði ekki frá Ólympíunefnd um hvað ég mætti gera, svo ég hjakk- aði á meiðslunum sem voru í ilinni þangað til komið var fram í júní og alltaf versnaði mér. Þá gaf ég allt frá mér og það voru mikil von- brigði því ég hafði stefnt að þátt- töku í Iangan tíma. En eftir á að Morgunblaðið/Bjarni Eiríksson RAGNHEIÐUR Ólafsdóttir glöð í bragði eftir að sigurinn í Bikarkeppninni var í höfn hjá FH—liðinu. hyggja sé ég eftir þessari ákvörðun að hætta.“ Þegar þú tókst fram skóna í fyrra hafðir þú ekkert æft og keppt síðan 1988, var það? „Ég hafði ekkert æft og keppt frá 1988. Sigramir þá ýttu svolítð við mér.“ Var það keppnin um að sækja stig eða lönguh til að reyna sig? „Það var hvort tveggja, ef maður vill ekki hlaupa þá gerir maður það ekki. Síðan var það líka metnaður- inn sem rak mig áfram. Ég hef ekki löngun til að láta sjá mig til þess eins að hlaupa upp á eitt eða tvö stig.“ Er auðvelt að koma í lítilli æf- ingu og sigra í tveimur greinum og sigra landsliðskonu í bæði skipt- in? „Þetta er auðvelt á meðan tímamir eru ekki betri en þeir eru. Tímarnir sem ég hljóp á um helg- ina eru talsvert frá metum mínum í þessum greinum." Kitlar það ekki að hella sér út í æfingar að nýju? „Jú, það gerir það. Ég hef geng- ið í gengum allt í þessu og ég veit hvað þarf að leggja á sig til að hlaupa til dæmis þijú þúsund metr- ana á átta komma fimmtíu og átta mínútum og það er mikil vinna. Mér finnst það nánast ógjörningur að sinna öðru en að æfa ætli mað- ur að vera afreksmaður í íþróttum.“ Ætlar þú að koma aftur að ári í Bikarkeppnina og ná í tvö gull? „Ég veit ekki, það erfitt að segja. Ég sagði nú við manninn minn í gær að þetta gerði ég ekki aftur, allavega ekki sem þjálfari."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.