Morgunblaðið - 25.07.1995, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ
GOLF
ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚLÍ 1995 B 3
Litríkur kylfingur fagnadi
sigri á Opna breska
BANDARÍKJAMÐURURINN
John Daly vann sinn stærsta
sigur á litríkum ferli þegar hann
lagði ítalska kylfinginn Const-
antino Rocca að velli í fjögurra
holna umspili um sigur á Opna
breska meistaramótinu á
sunnudag. Báðir luku leik á 282
höggum á St. Andrews vellinum
í Skotlandi, eða fjórum höggum
undir pari vallarins.
|ichael Campell, nýliði í Evr-
ópumótaröð atvinnumanna
stóð best að vígi eftir þriðja daginn
en greinilegt var að þessi 26 ára
gamli Ný-Sjálendingur hafði ekki
taugar til að vera í forystu síðasta
hringinn á slíku stórmóti og Camp-
ell heltist fljótlega úr lestinni. Hvass
vindur var lokadaginn en John Daly
lét það ekki á sig fá og lék lokahring-
inn á einu höggi undir pari. Hann
byrjaði mjög vel og náði þremur
„fuglum“ — einu undir pari —' á
fyrstu átta holunum. Hann fékk
skolla á 16. holunni og á þeirri 17.
eftir að hafa lent í nær vonlausri
aðstöðu í glompu og paraði síðan
átjándu holuna sem er mjög stutt.
Lánið lék við ítalann á lokaholun-
um. Rocca átti erfitt innáhögg yfir
hæð inn á 17. flötina, hann notaði
pútterinn en boltinn flaug í loft og
skoppaði í átt að holunni og stað-
næmdist stutt frá henni. Heilladís-
irnar voru aftur með honum á loka-
holunni. Hann þurfti að leika hana
á þremur höggum, einu undir pari
til þess að komast í umspilið gegn
Daly sem lauk leik nokkru áður.
Vipp hans inn á flötina mistókst og
hann átti eftir 20 metra pútt upp í
móti. „Ef ég á að vera hreinskilinn
þá var ég að hugsa um að reyna
að tvípútta en síðan datt það og það
var hreinlega ótrúlegt,“ sagði Rocca.
Daly sagði að hann hefði vart trúað
því þegar boltinn datt í holuna. „Ég
hélt að sigurinn væri þá í höfn og
var ekki langt frá því að fá hjarta-
áfall þegar boltinn fór í holuna,“
sagði Daly, sem fyrir sigurinn á
mótinu fékk 200 þúsund pund sem
samsvarar rúmum 12 milljónum Isl.
króna.
Yfirburðir í umspilinu
Allt fór á versta veg hjá Rocca í
umspilinu, hann þrípúttaði fyrstu
holuna eftir að hafa misst jafnvægið
í fyrsta pútti. Daly setti niður fjórtán
metra pútt á annarri holunni og
innáhögg ítalans á 17. holuna hafn-
aði í glompunni þar sem þurfti þijú
högg til að komast upp úr henni.
Rocca lék holuna á sjö höggum en
Daly á fjórum og síðasta holan var
formsatriði. Rocca náði fugli en
Daly pari.
Drap engann
Rocea hefur aldrei fyrr verið ná-
lægt því að sigra á stórmóti en þessi
geðþekki ítali eignaðist marga aðdá-
endur með skemmtilegri framkomu
sinni á vellinum.
Hans er jafnan minnst fyrir að
hafa misst rúmlega metra langt
pútt á sautjándu flötinni á Belfry
Reuter
JOHN Daly fær koss aö launum frá elginkonunnl Paulette eftlr að slgur á St. Andrews var í höfn.
Undirbún-
ingur í eld-
húsinu
UNDIRBÚNIN GUR Const-
antino Rocca fyrir lokahring-
inn fór að mestu fram í eld-
húsinu. Um 20 vinir hans
fylgdu honum til Skotlands
til að hvetja hann til dáða
og á laugardagskvöldið hélt
hann þeim pastaveislu. Þrátt
fyrir að hafa lengi verið óum-
deilanlega besti kylfingur ft-
aliu er hann lítt þekktur I
heimalandi sínu þar sem golf
nýtur ekki almennra vin-
sælda.
Webster
kom á
óvart
FYRIRFRAM var búist við
því að keppni áhugamann-
anna mundi verða einvígi
skoska risans, Gordon
Sherry, sem er 203 senti-
metrar á hæð og íslenskir
iandsliðskylfingar kannast
við frá Evrópumótum áhuga-
manna, og bandaríska
áhugameistarans Eldridge
„Tiger“ Woods. Sherry náði
reyndar öðru sætinu á þrem-
ur höggum yfir pari en sigur-
inn féll í skaut Englendings-
ins Steve Webster sem lék á
einu höggi yfir pari.
Lystugur
kylfingur
EF keppt hefði verið um það
hver borðaði mest mótsdag-
ana þá hefði sigurvegarinn
örugglega orðið John Daly
en nafn hans er yfirleitt ofar-
lega í allri tölfræði. Á fóstu-
deginum raðaði hann í sig
fjórum kleinuhringjum á átt-
unda teignum og hafði ekki
fengið nóg því á þeim tíunda
fékk hann sér súkkulaðikök-
ur (muffins) sem voru í sér-
stöku uppáhaldi hjá honum
mótsdagana.
vellinum í leik gegn Bandaríkja-
manninum Davis Love III í Ryder-
bikarkeppninni, sem átti stóran þátt
í ósigri Evrópu. Hann grét í búnings-
herberginu eftir þá keppni en kvaðst
vera kominn yfir áfallið. „Ég drap
engann, mér mistókst bara pútt,“
sagði Rocca. „Núna er ég öruggur
um að vera með í Ryder-keppninni
á þessu ári og það hefur mikið að
segja fyrir mig.“
Sá litríkasti
Daly er fyrsti Bandaríkjamaðurinn
til að sigra á Opna breska meistara-
mótinu frá því 1989 en það ár réð-
ust úrslitin einnig eftir umspil. Mark
Calcaveccia bar þá sigurorð af þeim
Greg Norman og Wayne Grady.
Daly er án efa einn litríkasti kylf-
ingur heims. Hann skaust upp á
stjörnuhimininn í PGA mótinu 1991
þar sem hann sigraði eftir að hafa
komist inn í mótið sem varamaður.
Hann átti þá í vandræðum vegna
óhóflegrar neyslu áfengis og komst
í fréttirnar meðal annars fyrir að
leggja hótelherbergi í rúst. Hann
hætti að drekka fýrir rúmu ári en
lenti tvívegis í vandræðum á banda-
rísku mótaröðinni á síðasta ári og
var dæmdur í keppnisbann. í fyrra
skiptið fyrir að taka upp bolta sinn
á einni flötinni og hætta leik og í
síðara skiptið eftir slagsmál við föð-
ur eins spilarans. Ymislegt þykir þó
benda til þess að hann sé að þrosk-
ast, ekki síst fyrir tilstilli nýrrar eig-
inkonu, Paulette sem stutt hefur
hann þegar á móti hefur blásið.
Kylfingar!
Núþegar Landsmótið nálgast
er vert að
huga að útbúnaðinum.
Við bjóðum uppá
heimsþekkt gæðamerki eins og
PINB ^/xxJ2ju&£
Kveðjustund
GAMLIR meistarar kvöddu Opna
breska meistaramótið. Arnold
Palmer sem er 65 ára lék á sínu
síðasta móti og var vel fagnað á
lokaholunni á föstudeginum. Pal-
mer lék á sínu fyrsta breska
meistaramóti á St. Andrews fyrir
35 árum og er talinn eiga stóran
þátt í miklum vinsældum keppn-
innar. Gullbjörninn, Jack Nick-
laus, 53 ára sem fyrir nokkrum
árum var útnefndir kylfingur
aldarinnar, sagðist ekki gera ráð
fyrir því að leika aftur á mótinu
fyrr en árið 2000 þegar það verð-
ur haldið aftur á St. Andrews.
Einn koss!
ENSKI kylfingurinn Nick Faldo
fékk óvænta bón á fyrstu braut á
laugardeginum. Stúlka í stuttu pilsi
hljóp inná brautina, gaf honum
blómvönd og bað hann um koss.
Faldo varð við óskinni en sagði
stúlkunni síðan að koma sér út af
vellinum áður en hún kæmi sér í
vandræði, og hún slapp í þetta sinn.
Faldo lét sig síðan falla á jörðina
með tilþrifum, eins og hann hefði
fallið í yfirlið. Stúlkan sem er tvítug
og er í námi við St. Andrews háskól-
anum sagðist aldrei hafa fylgst með
golfmóti en lengi hafa verið aðdá-
andi Faldos.
Margir áfram
106 kylfingar af 159, tveir þriðja
hlutar keppenda, komust í gegn
um niðurskurðinn eftir hringi
föstudagsins og er það með því
mesta í sögu mótsins. Keppend-
urnir komust í áfram á þvi að
vera tíu höggum eða minna frá
þeim sem var efstur eftir tvo
daga. Þrátt fyrir það komust
sumir af þekktari kylfingunum
ekki áfram og má þar nefna
Colin Montgomerie, sigurvegar-
ann á evrópsku mótaröðinni sl.
tvö ár, Paul Azinger, Curtis
Strange, Arnold Palmer og
Larry Mize sem dæmi.
fóotJqy
Veittur er 10% Landsmóts-
afsláttur af öllum golfboltum.
Komið við á leiðinni til Hellu!
Opnunartími:
Alla virka daga kl. 10.00 - 17.30.
Elnnig opið laugardaginn fyrir
Landsmót þann 29. júlí,
frá kl.10-16.
#/#**••
íslensk /////
Ameríska
Tunguhálsi 11, Reykjavík
Sími 587 2700