Morgunblaðið - 25.07.1995, Page 1

Morgunblaðið - 25.07.1995, Page 1
• MARKAÐURINN • SMIÐJAN • LAGN AFRÉTTIR • GRÓÐUR OG GARÐAR • HÝBÝLI • FRÉTTIR • piGr0M»#!íií>iiíb Prentsmiðja Morgunblaðslns Þriðjudagur 25. júl( 1995 Blað C Afföll af húsbréfum í þættinum Markaðurinn fjall- ar Grétar J. Guðmundsson um afföll af húsbréfum. Vextir af húsbréfúm eru yfirleitt nokkru Iægri en sú ávöxtun- arkrafa, sem gerð er til þeirra. Þess vegna koma afföll fram við sölu húsbréfa. / 2 ► Þróun hitakerfa í þættinum Lagnafréttir ber Sigurður Grétar Guðmunds- son saman ofnhitakerfí og lofthitakerfi. Þau fyrrnefndu verða stöðugt einfaldari en þau síðarnefndu æ fióknari og vélbúnaður þeirra og stokkar taka sífellt meira pláss. / 18 ► Ú T T E K T Breytt viöhorf NÝVIÐHORF hafa skapazt á fasteignamarkaðnum vegna þeirra langtíraa- lána, sem verðbréfafyrirtækin Handsal og Fjárfestingafélagið Skandia bjóða þeim, sem ekki fá næga fyrirgreiðslu í húsbréfakerf- inu. Lánstíminn er allt að 25 árum og vextir 7-8,25%, eftir því hvað eignin er verðmæt og greiðandinn traustur. Þessir vextír eru hærri en í húsbréfakerfinu, þar sem þeir eru 5,1%, en á móti kemur, að engin af- fóll er á þessum lánum, en þau eru nú um 11,5% á húsbréfum. Þessi nýju lán eiga vafalítið eft- ir að liðka nvjög fyrir kaupum á stóru íbúðarhúsnæði og atvinnu- húsnæði. Yngra fólk með háar tekj- ur sér þarna leið til þess að fara beint í raðhús eða einbýlishús. Lánin geta einnig komið sér vel við kaup á minni eignum og haft þann- ig mikil og varanleg áhrif á fast- eignamarkaðinn í heild. Skilyrði fyrir þessurn Iánum eru í fyrsta lagi þau, að veðsetningin sé innan við 55% af áætluðu markaðs- verði þeirrar eignar, sem veðsett er. í öðru lagi er gengið úr skugga um, að viðunandi greiðslugeta sé fyrir hendi og í þriðja lagi þarf eignin að vera á Stór-Reylýavíkur- svæðinu. f viðtölum við forstöðumenn Handsals og Skandia og tvo kunna fasteignasala hér í blaðinu í dag er fjallað um þessi nýju lán. Lánin eru ekki bundin við þá, sem eiga eftir að kaupa. Þeir sem áður hafa þurft að taka dýr skammtímalán í því skyni, geta nú skuldbreytt þeim. Lánstímin getur líka verið til styttri tíma en 25 ára. /12 Fermetraverð hæst í minni eignunum Talsverður munur er á fermetra- verði íbúða í fjölbýlishúsum og ein- býlishúsum eftir stærð, eins og fram kemur á teikningunni hér til hliðar. Er þar byggt á kaupsamn- ingum, sem borizt hafa Fasteigna- mati ríkisins um eignir, sem skiptu um eigendur á síðasta ári. Eins og sjá má, þá er fermetraverðið þeim mun hærra, eftir því sem eignirnar eru minni. Þetta á sér sínar skýringar. í íbúðum í fjölbýlishúsum er sá fer- metrafjöldi, sem skráður er í fast- eignaskrá, svokallaðir séreignar- fermetrar, en þeir miðast við út- vegg og þaðan inn í miðjan vegg á næstu íbúð eða sameign. Síðan bæt- ist sameignin við og hún skiptist eftir fjölda íbúðanna en ekki í hlut- falli við stærð þeirra. Minnstu íbúðirnar eiga því jafn- mikið í sameigninni og þær stærstu. Sameignin er oft á bilinu 20-50% af hverri íbúð og hlutfallið veröur því þeim mun hærra, eftir því sem íbúð- imar em minni. Þess vegna kosta minni íbúðimar ávallt hlutfallslega meira en þær stærri. Rými eins og andyri, baðher- bergi og eldhús era líka jafn mörg í litlum eins og stórum íbúðum og það þýðir, að þær minni era með hlufallslega meira af dýrum rým- um. Það er líka ein helzta skýring- in á því, að fermetraverð í einbýlis- og raðhúsum er þeim mun lægra, eftir því sem húsin era stærri, enda þótt þar sé sameignin engin. I stór- um húsum era stofur líka stórar og um leið hlufallslega ódýrari. Munur á fermetraverði innan einstakra stæröarflokka af fast- eignum, hvort heldur er í fjölbýlis- húsum eða sérbýli, er auðvitað einnig mikill. En þar era ástæðurn- ar aðrar. Eignimar era að sjálf- sögðu mjög mismunandi að allri gerð og mismikið í þær borið, þó að herbergjafjöldi eða fermetrafjöldi sé sá sami og ástand þeirra líka mjög mismunandi. Fermetravepö á hötuð- borgarsvæðinu 1994 meðaltal á núvirði, kr./ferm. 32.085 90.000 81.892 80.000 70.000 60.000 50.000 40.000 30.000 20.000 10.000 0 Fjölbýli 75.170 70.784 65.594 — m C3 •5 U4 CQ OC 4j a: 3 C3 C3 73.858 Sérbýli 66.579 61.861 56.685 CN4 49.289 «r> Tryggingavernd fyrir sjóðfélaga Nú er kominn út nýr bæklingur um ALVlB með góðum fréttum um lífeyrismál. 1 honum er að fínna upplýsingar um nvemig tryggja má fjárhagslegt öryggi alla ævina með því að greiða í ALVÍB. Bæklingurinn liggur frammi í afgreiðslum VÍB, Tryggingamiðstöðvarinnar og Sjóvá-Almennra. FORYSTAÍ FJÁRMÁI.UM! VlB VERÐBRÉFAMARKAÐUR ISLANDSBANKA HF. • Aðili að Verðbréfaþingi íslands • Ármúla 13a, 155 Reykjavík. Sími 560-8900.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.