Morgunblaðið - 01.08.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 01.08.1995, Blaðsíða 1
m BLAÐ ALLRA LANDSMANNA WtotgniMábib 1995 ÞRIÐJUDAGUR 1.ÁGÚST BLAÐ B KNATTSPYRNA / BIKARKEPPNIN in öj li ÞAÐ verður slagur á milli tveggja Reykjavíkurfélaga í úr- slitum Bikarkeppni KSÍ sunnu- daginn 27. ágúst þegar KR—ing- ar og Framarar leiða saman hesta sína. í gærkvöldi lögðu KR—ingar Keflavíkinga í Kefla- vík með einu marki gegn engu og Framarar lögðu Grindvíkinga á Laugardalsveíli í maraþon við- ureign þar sem úrslit réðust ekki fyrr en komið var fram í bráða- bana í vítaspyrnukeppni. Hér að ofan fagnar Mihajlo Bibercic að leikslokum í Keflavík, þar sem hann gerði eina markið og til hliðar kljást Grindvíkingurinn Tómas Ingi Tómasson og Fram- arinn Ágúst Ólafsson, en þeir tókst oft hressilega á í leiknum í gærkvöldi. ö 1- Valdimar Kristinsson skrifar frá Sviss Leiklrnlr / B4 Morgunblaðið/Kristinn Einn hestur dönsku sveitarínn- ar veikur ífyrstu talið að um inflú- ensu væri að ræða en gæti þó verið ofkæling EINN af hestum dönsku keppnissveitarinnar, sem mætt er til leiks á heimsmeistaramótið á íslenskum hestum, veiktust af inflúensu að því að talið var og fór nokkur kurr um mannskapinn sem mættur er á mótið, sem haldið er í bænum Fehraltoft í Sviss. Mönnum er enn í fersku minni Evrópumótið í Hollandi 1979 þegar stór hluti'keppnishest- anna veiktist og við lá að ekkert yrði af mótinu. Sigurður Sæmundsson liðsstjóri is- lenska liðsins sagði þó að skýring Dananna, sem var sú að hesturinn hefði ofkælst í flutningi á mótsstað, væri líklega og vonandi rétt en ekki að hér væri um smitsjúkdóm að ræða. Ekkert hefur borið á lasleika hjá öðrum hestum þannig að menn eru nú vonbetri um að ekki sé hér alvara á ferðum. Hestar íslenska liðsins voru skoðaðir af dýralækn- um í gær og reyndust allir við góða heilsu að undan- skildum þeim Erli frá Feili sem Sigurður Marinósson keppir á og Hnokka frá Húsanesi sem Atli Guð- mundsson er með. Sigurður liðsstjóri sagði að um væri að ræða lítilsháttar bólgur í sinum sem ekki fyndust skýringar á en hestarnir munu fara aftur til skoðunar í dag. Annars kvaðst Sigurður ánægður með hestana, þeir væru í góðu standi, full orkumikl- ir sumir þeirra ef eitthvað væri. Hitinn hefur verið 28-30 stig frá því hestarnir komu á miðvikudag. Af hestum annarra landa sagði Sigurður að Rauð- ur frá Gut Ellenbach væri geysilega góður nú sem oftar og ljóst að ef knapinn Bernd Vith Þýskalandi mætti með hann til leiks, yrði hann í fremstu röð bæði í tölti og fjórgangi en Bernd er skráður með tvo hesta og sagðist Sigurður ekki hafa séð hinn hestinn sem er Þorri frá FJjótsdal. Hins vegar sagði Sigurður að Ófeigur, sem Jolly Schrenk Þýskalandi sigraði á í tölti á síðasta móti væri vægast sagt slæmur þessa dagana. Hann tók hins vegar fram að hestarnir væru svona meira og minna að skríða saman þessa dagana og vissulega ættu margir hest- ar eftir að breytast og batna á næstu dögum þann- ig að erfitt sé að gera sér grein fyrir stöðunni á þessum timapunkti. Um möguleika íslendinga sagðist hann vera nokk- uð vongóður um sigur í gæðingaskeiði hjá Sigur- birni og Höfða og eins væri fullvíst að bæði Sigurð- ur Marínusson með Eril og Hinrik Bragason á Eitli frá Akureyri yrðu vafalítið í toppbaráttunni í 250 metra skeiði. Ekki var hann eins öruggur með fimm- ganginn en þar virðast Þjóðverjar mjög sterkir um þessar mundir. Nefndi hann þar Tönju Gundlasch sem er með Geysi frá Hvolsvelli en sagðist ekki hafa séð til Carly Zingshiem á Feyki frá Roderath en eitt væri víst að keppnin í fímmgangi verður æsispennandi sagði Sigurður og í lokin sagðist hann eiga von á að Sveinn Jónsson og Tenór frá Torfu- nesi yrðu án efa í toppbaráttunni í töltinu. í gær var móttaka í reiðhöllinni á mótsstað þar sem allar þátttökuþjóðirnar buðu upp á þjóðlega rétti og ýmiskonar drykki. Hjá íslendingum var hangiketið vinsælast og svo harðfiskurinn ásamt rúgbrauði, flatkökum, hákarli og brennivíni sem að venju gerði mikla lukku. Þótti þessi samkoma afar vel heppnuð og þótti góð aðferð til að slaka á spenn- unni sem jafnan ríkir í upphafi þessara móta. Sunna í 16. sæti á EM unglinga SUNNA Gestsdóttir spretthlaupari úr USAH komst í umlauúrslit í 200 m hlaupi á Evrópu- meistaramóti unglinga sem iauk í Ungverjalandi á sunnudaginn. I undanúrslitum liljóp Sunna á 24,77 sekúndum og hafnaði í 16. sæti. í milliriðl- um Iiljóp hún á 25,04 sekúndum. FRJÁLSÍÞROTTIR: VAR EITTHVAÐ BOGIÐ VIÐ HEIMSMET PEDROSOS / B8

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.