Morgunblaðið - 01.08.1995, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 01.08.1995, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. ÁGÚST 1995 B 5 BIKARKEPPNIIM I KNATTSPYRNU Morgunblaðið/Kristinn meö stakri prýði gegn Grlndvíkingum. Hann uarði m.a. tvær spyrnur þeirra í vítaspyrnukeppninni og fær hér flugferð að launum. FOLK ¦ RAGNAR MÁR Ragnarsson varamarkvörður tók við stöðu Olafs Gottskálkssonar, markvarðar og fyrirliða Keflavíkur, eftir brott- rekstur hans. Ragnar sem er að- eins átján ára gamall lék sinn fyrsta leik með aðalliði Keflavíkur í deild eða bikar í gær. Óhætt er að segja að eplið hafi ekki fallið langt frá eikinni þar sem faðir hans er Ragn- ar Orn Pétursson, útvarpsmaður og fyrrum markvörður í Val og Gróttu. Svoi. skemmtilega vildi til að Ragnar Örn lýsti bikarleiknum beint á Rás 2. ¦ BRYNJAR Gunnarsson, hinn ungi bakvörður KR, gat ekki leikið með liði sínu í gærkvöldi vegna eymsla í vöðva. Guðjón Þórðarson, þjálfari KR-inga, sagði vel koma til greina að Bryirjar leiki með fé- lögum sínum í 11. umferð íslands- mótsins gegn Leiftri í Frostaskjóli á fimmtudaginn kemur. ¦ ÞORBJÖRN ATLI Sveinsson, leikmaður Fram, sagðist hafa blendnar tilfinningar útaf úrslitun- um. Hann var alinn upp í Grinda- t vík til sjö ára aldur og skírður í" höfuðið á fjallinu Þorbirni við Grindavík. ¦ ARMANN Harðarson vara- markvörður Grindvíkinga átti 19 ára afmæli í gær og fékk ekki þá afmælisgjöf sem hann hefði óskað sér. ¦ BOLTARNIR voru það eina sem gat eftir í leik Fram og Grindavík í gær því tveir boltar voru dæmdir úr leik af Braga Bergmann dómara áður en stund-, arfjórðungur var liðinn af leiknum. ¦ STUÐNINGSMENN Grindvík- inga fjölmenntu á Laugardalsvöll- inn og voru um helmingur áhorf- enda. Ekki var um skipulagðar ferð- ir að ræða, heldu mætti fólk á einkabílum til að sjá sína menn. a Framara mukeppni baráttuplan og það var ekki fyrr en að Magnús Jónsson, þjálfari Fram, skipti Atla Einarssyni inn á 71. mín- útu fyrir Hólmstein Jónasson að aft- ur lifnaði yfir leiknum. Atli var mjög hreyfanlegur og reyndist varnar- mönnum Grindavíkur erfíður en þeir voru nokkuð farnir að þreytast þegar þarna var komið við sögu. Leikurinn opnaðist og bæði lið fengu færi. Á 81 mínútu fengu Grindvíkingar ákjósanlegt tækifæri þegar Ljubicic tók horn- spyrnu, Tómas Ingi skaut af stuttu færi, Birkir varði en knötturinn barst að nýju útí teiginn þar sem Ólafur Ingólfsson spyrnti firnaföstu skoti frá vítapunkti, en Þórhall- ur Víkingsson bjargaði á elleftu stundu á línu. En það voru Framarar sem voru nær því að skora á síðustu fimm mínútunum leiksins. Þeir voru sterk- ari og þar fór Atli Einarsson fremst- keppn in ............0:1 ...........1:1 ...................Birkir ver ..............................2:1 ..............................2:2 son........... ....framhjá ............2:3 ..............................3:3 ..............................3:4 ............4:4 on............. .Birkir ver ............5:4 ur í flokki. En það var þó Þorbjörn Atli Sveinsson sem fékk besta tæki- færi Framrara til að gera út um leik- inn þegar 37 sekúndur voru eftir. Hann fekk boltann rétt utan vítateigs Grindavíkur, stakk sér inn fyrir en Albert Sævarsson varði glæsilega skot hans af stuttu færi. I framlenginunni var nokkuð farið að draga af mönnum og nokkrum sinnum hafði það nærri kostað mark- tækifæri. Bæði lið fengu möguleika en markverðir beggja liða sýndu góð tilþrif og létu ekkert framhjá sér fara. Það hlaut því að fara svo að vítaspyrnukeppni var ekki umflúin og þar höfðu Framarar betur. Grindvíkingar voru nærri því að endurtaka ævintýri sitt frá því í fyrra og leika annað árið í röð gegn KR— ingum í úrslitum bikarsins. Eftir daufan fyrri hálfleik þá komu þeir af auknum krafti inn í síðari hálf- leik. Náðu betri tökum á miðjunni framan af og gerðu usla, en það nægði ekki. Framarar gáfu hvergi eftir í fyrri hálfleik og komu greini- lega vel fyrirkallaðir til leiks. Þeir bökkuðu nokkuð eftir breytingarnar á Grindavíkurliðinu í leikhléinu og á tímabili virtist sem þeim tækist ekki að snúa leiknum við að nýju en það tókst með m.a. með innákomu Atla Einarssonar og það verður að segj- ast eins og er að þeir voru nær því að skora þegar allt kom til alls. Meiriháttar stemmning „VIÐ vorum betra liðið í dag og áttum fleiri færi þó að þeir hafi líka átt sín færi en úrslitum réði dómar- inn því dómgæslan var ómöguleg og þetta er í annað sinn sem hann er að eyðileggja vinnuna fyrir okk- ur," sagði Lúkas Kostic þjálfari Grindvíkinga, sem var einnig á skýrslu sem leikmaður en kom ekki inná. „ Við áttum skilið að sigra og höfum verið að sýna í hverjum leik að við getum spilað vel og hlaupið. Nú er að snúa sér að deild- inni og þar tekur nú við leikur gegn FH en ég er ekki sammála þeim sem segja að gott sé að vera laus úr bikarnum því við ætlum að vinna alla leiki. Við höfum verið óheppnir í mörgum leikjum og þetta var einn af þeim nú í dag en ég óska Fram til hamingju með sigurinn," sagði Lúkas eftir leikinn. „Þetta var svolítið erfitt en við áttum að klára þetta á níutíu mínút- um og vorum algerir aular," sagði markvörðurinn hjá Grindavík, Al- bert Sævarsson, sem tekið hefur við markvarðarstöðunni af Hauki Bragasyni og bætir sig stöðugt. „Mér gekk ágætlega nema hvað ég átti að verja síðustu vítaspyrnuna en það er bara þannig í vítum að það er alger heppni og ekkert ann- að." „Það er alltaf meiriháttar stemmning að lenda í framlenginu og vítaspyrnukeppni í bikarkeppni og vinna síðan, þó að það sé jafn svekkjandi fyrir hina," sagði Birkir Kristinsson markvörður sem varði tvö yíti. „Eg hef aldrei lagt mikið uppúr að verja víti og fór eftir því að rétt fættur maður skjóti hægra megin og reyndi að hugsa bara um það en í síðari vítunum þeirra lagði ég uppúr því að sjá hvernig leikmenn hlupu að boltanum. Mér fannst hann Tómas [Ingi Tómasson] hlaupa beint á boltann og ætla að leggja vinstra megin við mig og það heppnaðist," sagði Birkir um síð- ustu vítaspyrnuna sem hann varði. „Annars var þetta erfiður baráttu- leikur en við hefðum getað klárað hann fyrir framlengingu. Það var alltaf spenna í gangi og spurning um hvort liðið myndi skora fyrst og ég hafði það á tilfinningunni að það lið myndi vinna leikinn því þeir myndu bakka en að auki eru Tómas Ingi og Ólafur skeinuhættir í framl- ínunni og ef við hefðum sótt gætum við lent í vandræðum því þeir hefðu getað sótt hart að okkur og komist í gegn. Engu að síður fannst mér við sýna góða baráttu, betur en við höfum verið að sýna deildinni en. þar þurfum við stigin. Það gefur góðan plús fyrir að komast í bikar- úrslit því þá þurfa menn að sýna sig og menn á varamannabekknum vilja komast inn. Sterk lið eiga ekki að þurfa að lenda í vandræðum með deild og bikar en okkur hefur ekki gengið vel í deildinni en von- andi að þetta rífi okkur upp - ann- ars hefði ég ekki verið að verja!" sagði Birkir. Endurtökum stemmninguna frá leiknum við Svíþjóð! ísland - Sviss á Laugardalsvelli 16. ágúst

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.