Morgunblaðið - 01.08.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 01.08.1995, Blaðsíða 8
FRJALSIÞROTTIR Ivan Pedroso frá Kúbu stökk 8,96 metra í langstökki íSestriere Próflaus bfleigandi Reuter IVAIU Pedroso frá Kúbu í metstökklnu í Sestriere, tll hægri, og brosir braltt eftlr að hafa fengið af henta Ferrari-blfrelðina glæsllegu sem helmsmetl fylgdl. Hann er reyndar próflaus en segist ætla að læra til bílprófs hlð snarastal Spuminga- merkivid mefstökkið IVAN Pedroso frá Kúbu stökk 8,96 metra í langstökki á móti í Sestri- ere á ítalíu á laugardaginn. Þar með hafði hann bætt heimsmet Banda- ríkjamannsins Mike Powells um einn sentímetra, en hann stökk 8,95 á HM í Japan 1991 - sló þá metið sem menn reiknuðu með að aldrei yrði slegið; met Bándaríkjamannsins Bobs Beamons frá því á Ólympíuleik- unum 1968. Kúbumaðurinn hlaut að gjöf frá mótshöldunum í Sestriere glæsilega sportbifreið, að verðmæti rúmlega átta milljónir króna. A sunnudaginn komu strax fram efa- semdarraddir um réttmæti heims- met Pedrosos. Talsverður vindur var meðan keppnin stóð yfir, en bent var á, á sunnudag, að starfsmaður hefði gengið fyrir vindmælinn í þann mund er Kúbumaðurinn stökk, þann- ig að hugsanlega hafi ekki mælst réttur vindhraði. „Mér þykir það leitt að hafa ekki stokkið niu metra í dag, en ég finn að ég það inni. Mér tókst að stökkva 9,03 metra á Ameríkuleikunum í mars, en var sagður hafa gert ógilt, sagði Pedroso, nýbakaður heimsmet- hafi, eftir keppnina á laugardag. „Þetta er æðisíegt, þetta er fyrsti bíllinn sem ég eignast um ævina og það sem meira er ég hef ekki öku- skírteini, en nú ætla ég að fara að læra í einum hvelli," bætti hinn 22 ára gamli og sigurvegari á heims- meistaramótinu innanhúss árið 1993 við. Hann átti fyrir lengsta stökk ársins, 8,71 m, en því stökki náði hann á móti á Spáni í byrjun júlí. „Á heimsmeistaramótinu í Gauta- borg fæ ég hörkukeppni, en geri mér vonir um að stökkva ekki skemur þar," bætti Pedroso. í Gauta- borg mætir hann m.a. fyrrum heimsmethafa Mike Powell sem hefur ekki náð að sýna sitt rétta andlit á stökkbrautunum í sumar og að ógleymdum Carli Lewis sem oft hefur náð sér vel á strik á stór- mótum. Ivan Pedroso varð fjórði í langstökkskeppni síðustu Ólympíuleika en lenti í meiðslum eftir heimsmeistaramótið inn- anhúss árið 1993 og gat ekki tekið þátt í HM í Stuttgart um sumarið. Þessi tuttugu og tveggja ára gamli Kúbumaður stökk fyrst yfir átta metra árið 1990 og hefur sótt mjög í sig veðrið á síðustu árum, sérstaklega eftir að hafa náð sér upp úr erfiðum meiðslum sem hrjáðu hann árið 1993. Talsvert hvassviðri var á meðan keppnin fór fram á laugardaginn. Áður en Pedroso tókst að bæta heimsmetið í sjötta stökki hafði hann m.a. stökkið 8,89 m en vindur reynd- ist of mikill til þess að hann fengi stökkið dæmt gilt. Pédroso gerði sér ekki grein fyrir því fyrr en þulurinn á vellinum tilkynnti að um heimsmet væri að ræða hvað honum hafði tek- ist, en þá varð líka allt vitlaust. Hann dansaði og hoppaði um í miklum fögnuði. Strax komu fram efasemdir Þróun heimsmetsins Heimsmetið í langstökki karla hefur þróast sem hér segir á þessari öld; lengd í metrum, nafn stök- kvara, þjóðerni og dagsetning metstökksins. 7,61 Peter O'Connor (Bretlandi)..............5.8.1901 7,69 Edwin Gourdin (Bandaríkj.)...............23.7.21 7,76 Robert LeGendre (Bandaríkj.)..............7.7.24 7.89 William DeHart Hubbard (Bandar.) ...13.6.25 7,93 Sylvio Cator (Haiti)..............................9.9.28 7,98 Chuhei Nambu (Japan).....................27.10.31 8,13 Jesse Owens (Bandaríkj.)...................25.5.35 8,21 Ralph Boston (Bandaríkj.)..................12.8.60 8,24 Boston................................................27.5.61 8,28 Boston................................................16.7.61 8,31 IgorTer-Ovanesyan (Sovétríkj.).........10.6.62 8.34 Boston................................................12.9.64 8.35 Boston................................................29.5.65 8.90 Bob Beamon (Bandaríkj.).................18.10.68 8.95 Mike Powell (Bandaríkj.)....................30.8.91 8.96 Ivan Pedroso (Kúbu)...........................29.7.95 um að stökkið væri gilt, of mikill meðvindur hefði verið og starfsmaður vallarins hefði gengið fyrir vindmæl- inn á meðan stökkið var framkvæmt og mælingar fóru fram. En Pedroso sagði allt vera með felldu. „Ég beið bara eftir því að vindinn lægði og um leið og ég fann að hann var kom- inn niður fyrir leyfileg mörk, þá lét ég mig vaða og árangurinn var þessi, nýtt heimsmet." Lágskýjað var og skyggni slæmt meðan keppnin í Sestriere fór fram, þannig að vindmælirinn sást ekki á sjónvarpsmyndum. Hins vegar hefur komið í ljós að á myndbandstupptöku áhugamanns sést að maður í bláum jakka stendur mjög ná- lægt mælinum. Italska íþróttadagblað- ið Tuttosport hélt því fram á sunnudag að einhver hefði viljandi staðið fyrir vindmælinum, í flest skipti er Pedroso stökk. „Aðeins þegar Pedroso var um það bil að stökkva stillti ein- Jiver í bláum jakka sér upp fáeinum sentímetrum fyr- ir fram vindmælinn," sagði blaðið. „Er hér um að ræða skemmdarverk, tilviljum eða fyrirfram ákveðið svindl?" spurði hið virta dagblað Corriere Della Sera. Dómarinn sem fylgdist með vindmæling- unni, Denis Morino, kvaðst hafa kvartað und- an því, við upphaf lang- stökkskeppninnar, að fólk væri ná- lægt vindmælinum, en sagðist ekki hafa tekið eftir því að neinn hefði staðið nálægt er Pedroso stökk. „Ég sá ekki þennan mann [í bláa jakkanum]. Ég einbeitti mér að vél- inni," sagði haft eftir honum í Gazz- etta Sportiva. „En mér virtist sem vindurinn væri ekki mjög mikill á þessu augnabliki [þegar Pedroso setti metið]." Vindur hefur ætíð verið vandamál í Sestriere, sem er í 2.035 metra hæð yfir sjávarmáli. 1992 stökk Mike Powell til dæmis 8,99 metra en fékk árangurinn ekki skráðan vegna of mikils meðvinds. Paui Gascolgne Gascoigne í banastuði ENSKI laiidsliösrnaðuriiin Paul Gascoigne lék frábærlega með Glasgo w Rangers á fjög- urra I iða mótí á Ibrox, heinia- velli Rangers, um helgina. Hann f ór á kostum á laugar- dag er skosku meistararnh- burstuðu r ú menska liðið Ste- aua Búkarest 4:0. Gascoigne skoraðieittmark —potaðií netíð úr markteignum — og skoraði þar með í fyrstu fimm leikjunum fyrir félagið. Á sunnudag sigraði Raugers svo ítalska félagið Sampdoria 2:0 i úrslitaleik mótsins og aftur lék Gascoigne mjög vel, þó svo hann hafi ekki skorað. Gascoigne hefur átt f erf ið- leikum vegna meiðsla síðasta eitt og hálfa árið, en virðist uú búiimuð ná sér. Hann er hins vegar ekki kominn í nægi- lega lí kiimlega æfingu til að spila heilan kik á fullu og var skipt út af er 20 min. voru eftir i báðum leikjum helgar- innar — og var hylltur af eld- heitum Rangers-aðdáendum, sem kunnu vel að meta fram- laghans. Hill klúðrar og Schum- acher sigrar ÞJÓÐVERJINN Michael Schumacher vann þýska kapp- aksturínn á Hockenheim bt-uutinni á sunnudaginh, fyrír framan 128.000 áhorfendúr, sem flestír voru á hans bandi. Schumacher er nú með gott forskot f keppninni um heims- meistaratítílinn en Damon Hill, sem er næs tur að stígum féll úr leik i bðrum hring keppn- innar. Ók útaf og á grindverk. „Þetta gerðist a llt mjög óvænt, afturendinn rann skyndilega af stað í hraðri beygju. Afturbremsurnar læst- ust og ég fékk ekki við neitt ráðið. Ég kann enga skýríngu á þessum útafaksti-i," sagði Hfll. Schumacher er með 21 stígs forskot á HiII. Schumacher hafði altt i hendi sér, eftír að Hifl var dottínn úr leik, en það var helst Bretinn David Coulthard á Wifliams, sem veittí honum keppni. Schumacher varð hins- vegar sex sekundum á undan f mark, en Austurríkismaður- inn Gerhard Berger varð þríðji á Ferrari. Schumacher var í skýjunum eftir sigur á heima- vefli.„Það er frábær tilf inning að vera fyrsti Þjóðverjiiui, sem vinnur Formula 1 keppni á heimavelli. þegar ég sá Ilill aka útaf, hugsaði ég með mér að þetta væri auðuunið, en Coulthard veitti mérharða keppní," sagði Schumacher.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.