Morgunblaðið - 01.08.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 01.08.1995, Blaðsíða 4
4 B ÞRIÐJUDAGUR 1. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. ÁGÚST 1995 B 5 200. bikarmark KR-inga SIGURMARK KR-inga í Keflavík í gær var 200. mark félagsins í bikarkeppni Knattspymusambandsins. Mihajlo Bi- bercic gerði það úr vítaspymu. Það var Sveinn Jónsson, síðar formaður KR, sem gerði fyrsta mark félagsins í keppninni — í 3:0 sigri gegn Hafnfirðingum 1960. Sögulegt mark ÞAÐ gerðist í fyrsta skipti í gær i sögu bikarkeppni KSI að sigurmark í venjuleg- um leiktíma undanúrslitaleiks er gert úr vítaspyrnu. Mark Bibercic er þvi sögulegt í tvennum skilningi. Vítakeppni sker úr í þriðja sinn ÞAÐ gerðist í gær í þriðja skipti að iið kemst í úrslit bikarkeppninnar eftir víta- spyrnukeppni; Valur gerði það fyrst 1991 með því að vinna Þór 4:3 á Akureyri og Grindavík lék sama leik í fyrra með því að vinna Stjörnuna 4:2 í Garðabæ. Fimmta fram- lenging Grind- víkinga AF síðustu níu bikarleikjum Grindvíkinga hafa fimm farið í framlengingu, fjórum sinnum hafa þeir lent í vítaspyrnukeppni en flóram sinnum í vítaspyrnukeppni og töpuðu slíkri í fyrsta skipti í gær. Haukur varði vel ífyrra HAUKUR Bragason var illa fjarri góðu gamni í gær. I fyrra varði hann fimm spyrnur í vítaspymukeppni, á leið Grind- víkinga í úrslitaleikinn. Tvær í 16-liða úrslitum gegn FH (5:4), eina í 8-liða úrslit- um gegn ÍBV (6:5) og tvær í undanúrslit- um gegn Stjömunni (4:2). Sex eftir ÞETTA verður 10. bikarúrslitaleikur Framara á 18 áram eða síðan 1977. Síð- asti úrslitaleikur þeirra var 1989 er þeir sigruðu KR-inga 3:1. Til gamans má geta að aðeins fjórir Framarar era eftir í liðinu sem spilaði þann leik; Birkir Kristinsson, Kristján Jónsson, Steinar Guðgeirsson og Ríkharður Daðason. Tveir þeir síðamefndu komu þá inná sem varamenn. Hjá KR eru aðeins tveir eftir, Þormóður Egilsson og Heimir Guðjónsson, sem kom inná sem varamaður. Hvað sögðu þeir í Keflavík? „ÉG er sáttur við sigurinn, það stendur upp úr eftir svona bikarleik," sagði Guð- jón Þórðarson, þjálfari KR-inga eftir leikinn. „Það var vitað mál að mikið var í húfí og þess vegna var aðalmálið að vinna leikinn, burtséð frá því hvort maður er sáttur við leik sinna manna.“ Guðjón vildi ekki ræða um brottvikningu Ólafs Gott- skálkssonar og sagði annarra að fjaila um störf dómara. „Þetta voru alis ekki sanngjörn úrslit,“ sagði Þorsteinn Bjarnason, þjálfari Keflavíkur. „Þeir fengu eiginlega bara þetta eina færi þegar vítið var dæmt. Ég skal ekki segja til um það hvort útafrekst- urinn var réttur dómur en eitt er víst að það er slæmt að detta út úr bikarnum á svona marki.“ „Ég er sáttur við að komast áfram en alls ekki við leik okkar,“ sagði Þormóður Egilsson, fyrirliði KR. „Eftir að þeir misstu mann út af fór allt í vitleysu hjá okkur. Við hefðum betur átt að klára þetta endanlega í lokin. Sigurinn yar sann- gjam þegar á heildina er litið. Ég tel að sigurinn hafi átt að lenda okkar megin í nokkuð jöfnum leik.“ BIKARKEPPNIN I KNATTSPYRNU BIKARKEPPNIN I KNATTSPYRNU KR fær tækífæri til að veija bikar- meistaratitilinn Mihajlo Bibercic er búinn að gera góða ferð með félögum sínum í KR til Keflavíkur í síðustu tveimur leikjum. Hann endurtók leik- óiafsson inn frá Því 1 deildar- skrifar keppninni 20. júli þegar hann skoraði sigurmark KR í leiknum en mark hans í gærkvöldi kom bikarmeistur- um KR í úrslit bikarkeppninnar annað árið í röð og heldur von þeirra um að vinna bikar á þessari leiktíð. Markið kom úr umdeildri víta- spyrnu eftir að Ólafur Gottskálks- son, markvörður og fyrirliði Kefl- víkinga, hafði slegið til Izudin Daða Dervic í markteignum. Hár bolti hafði borist inn í vítateig Keflvík- inga og Ólafur sem stökk hærra en Daði greip boltann. Ólafur lét aðgangshörku Daða fara í taugarn- ar á sér og sló til hans. Daði féil við og Eyjólfur Ólafsson dómari sem var mjög vel staðsettur dæmdi umsvifalaust vítaspyrnu og sýndi Ólafi rauða spjaldið. Nokkur ólæti urðu á áhorfendapöllunum og létu Keflvíkingar í ljós óánægju með því að kasta gosflöskum inn á völlinn. Leikurinn var lítt fyrir augað í byijun og það virtist svo sem hvor- ugt liðið tæki áhættu í vörninni því varnarmenn beggja liða voru mest áberandi. Leikmönnum beggja liða gekk illa að ná upp spili á miðjunni og boltinn gekk lengstummilli mót- heija. Fyrsta hornspyrnan kom ekki fyrr en á 31. mínútu og er til marks um hve fá marktækifæri liðin fengu. Úr homspymunni átti Mi- hajlo Bibercic skalla yfir mark Kefl- víkinga og skömmu seinna átti Salih Heimir Porca hörkuskot að marki en Ólafur varði mjög vel í hom. KR náði hættulegri upphlaup- um þegar á leið hálfleikinn en náðu Om tM Vítaspyrna dæmd ■ I Keflvíkinga á 67. mínútu eftir brot Ölafs Gott- skálkssonar. Mihajlo Bibercic tók spymuna og skaut með jörð- inni hægra megin við Ragnar Má Ragnarsson sem kom við knöttinn en náði ekki að halda honum. ekki að stilla strengi sína uppi við mark Keflvíkinga. Fjörugri seinni hálfleikur Leikmenn virðast hafa fengið þau skilaboð frá þjálfurum sínum í hálfleik að til þess að vinna leiki þarf að skora mörk. Keflvíkingar unnu boltann strax í byijun og fengu hornspyrnu á upphafsmínút- unni og Kristinn Guðbrandsson átti skot yfir mark KR. Á 53. mínútu fékk Hilmar Björnsson upplagt tækifæri til að skora þegar hann fékk boltann aleinn í- vítateignum en Ólafur Gottskálksson kom út á móti honum og í stað þess að lyfta yfir Ólaf reyndi Hilmar að skjóta framhjá honum og Ólafur varði. 'Sigurður Örn Jónsson átti síðan sendingu fyrir mark Kefivíkinga skömmu seinna en sendingin varð að hörkuskoti sem fór framhjá markinu. Sigðurður var aftur á ferðinni á 66. mínútu með hörku- skot sem Ólafur varði í horn. Hilm- ar Björnsson fékk boltann aftur einn fyrir framan mark Keflvíkinga á 69. mínútu en lét í þetta sinn verja í horn. Hann fær sjálfsagt ekki mörg slík opin tækifæri sem hann fékk í þessum leik. Keflvíkingar sem fram að mark- inu höfðu verið aðgerðalitlir í sókn- inni færðust í aukana eftir að vera orðnir einum færri og gerðu hvað Orð gegn orði um atvikið sem leiddi til brottrekstrar Ólafs „Daði sló í punginn á mér“ „Gerði ekki neitt," segir Daði Þegar ég stökk upp til að grípa boltann eftir fyrirgjöf sló Daði Dervic viljandi í punginn á mér og truflaði mig,“ sagði Ólafur Gott- skálksson, markvörður og fyrirliði Keflavíkur, um aðdraganda þess að hann var rekinn útaf um miðbik seinni hálfleiks. „Um leið og ég lendi slæ ég í bijóstið á honum. I því sama grípur hann um barka sinn eins og óður væri. Því miður sér dómarinn bara það sem ég gerði en lét annað lönd og leið.“ Ólafur segir að réttast hefði ver- ið að refsa bæði sér og Daða með einhveijum hætti. „Þetta var mjög ósanngjarn dómur miðað við upphaf málsins. Dómarinn hefði átt að ráð- færa sig við línuvörðinn." Hann segir að sínir menn hafi verið sterk- ir eftir brottreksturinn og telur sig- urinn ósanngjarnan. „Ég vona að KR-ingar séu ekki stoltir af þessum sigri,“ sagði Ólafur. „Kom ekki við hann“ „Ég gerði ekki neitt, ég kom ekki einu sinni við hann,“ sagði Daði Dervic, leikmaður KR, eftir leikinn. „Hann kemur á fullri ferð upp í fyrirgjöfina og grípur boltann en ég gerði ekki neitt. Ég vona að menn sjái hið sanna í málinu með því að skoða myndir frá leiknum í sjónvarpinu,“ sagði hann. Daði sagðist ekki vera ánægður með leikinn í gær en ekki sé alltaf við því að búast að leikinn sé frá- bær fótbolti þegar jafn mikið er í húfi. „Mér fannst þetta sanngjarn sigur þrátt fyrir að Keflvíkingar pressuðu okkur í lokin. Nú gefum við allt í bikarinn þar sem við eigum orðið lítinn möguleika á sigri í ís- landsmótinu.“ Þormóður Egilsson, fyrirliði KR, segir að dómarinn hafi verið í mjög góðri aðstöðu þegar hann gaf Ólafi rauða spjaldið. „Ég veit ekki hvort Daði truflaði Ólaf í loftinu en mað- ur með hans reynslu á ekki láta það henda sig að slá leikmann. Dómarinn gerði því ekki mistök, Ólafur gerði þau.“ þeir gátu til að jafna leikinn. Óli Þór Magnússon kom inn á í seinni hálfleik og átti upplagt færi á 75. mínútu eftir að Jóhann Guðmunds- son hafði sent til hans á inarkteig. Kristján Finnbogason varði skot Óla vel. Óli var á ferðinni skömmu seinna með gott skot sem Kristján varði í horn en í millitíðinn hafði Hilmar fengið enn eitt færi sitt við Keflavíkurmarkið með skot sem var varið í horn. Síðasta færi leiksins áttu síðan Keflvíkingar á lokamín- útunni þegar Óli Þór skaut framhjá úr þröngu færi. Meiðsl há v Keflvíkingum Keflvíkingar gátu ekki stillt upp sínu sterkasta liði þar sem Ragnar Margeirsson á enn í meiðslum og Marko Tanasic gat ekki leikið af fullum krafti í leiknum í gær. Vörn þeirra var traust. í leiknum með þá Helga Björgvinsson, Karl Finn- bogason og Kristinn Guðbrandsson. Sverrir Þór Sverrisson og Georg Birgisson áttu ágætis spretti á miðj- unni en Kjartan Einarsson náði sér ekki'á strik. Hjá KR er hægt að segja sömu sögu. Þormóður Egils- son og Sigurður Örn Jónsson léku vel í vörninni ásamt Daða Dervic sem er stórhættulegur þegar hann tekur á rás upp vinstri kantinn. Heimir Guðjónsson tapar varla í návígjum en skilaði boltanum ekki nógu vel inn í spilið. Einar Þór Daníelsson náði ekki að sýna hvers hann er megnugur á kantinum enda í strangri gæslu. MorgunDiaoio/ivnsunn BIRKIR Kristinsson stóð sig með stakri prýði gegn Grindvíkingum. Hann varði m.a. tvær spyrnur þeirra í vítaspyrnukeppninni og fær hér flugferð að launum. FOLK ■ RAGNAR MÁR Ragnarsson varamarkvörður tók við stöðu Ólafs Gottskálkssonar, markvarðar og fyrirliða Keflavíkur, eftir brott- rekstur hans. Ragnar sem er að- eins átján ára gamall lék sinn fyrsta leik með aðalliði Keflavíkur í deild eða bikar i gær. Óhætt er að segja að eplið hafi ekki fallið langt frá eikinni þar sem faðir hans er Ragn- ar Orn Pétursson, útvarpsmaður og fyrrum markvörður í Val og Gróttu. Svo__ skemmtilega vildi til að Ragnar Örn lýsti bikarleiknum beint á Rás 2. ■ BRYNJAR Gunnarsson, hinn ungi bakvörður KR, gat ekki leikið með liði sínu í gærkvöldi vegna eymsla í vöðva. Guðjón Þórðarson, þjálfari KR-inga, sagði vel koma til greina að Brynjar leiki með fé- lögum sínum í 11. umferð íslands- mótsins gegn Leiftri í Frostaskjóli á fimmtudaginn kemur. ■ ÞORBJÖRN ATLI Sveinsson, leikmaður Fram, sagðist hafa blendnar tilfinningar útaf úrslitun- um. Hann var alinn upp í Grinda- v vík til sjö ára aldur og skírður í’ höfuðið á ijallinu Þorbirni við Grindavík. ■ ÁRMANN Harðarson vara- markvörður Grindvíkinga átti 19 ára afmæli í gær og fékk ekki þá afmælisgjöf sem hann hefði óskað sér. ■ BOLTARNIR voru það eina sem gaf eftir í leik Fram og Grindavík í gær því tveir boltar voru dæmdir úr leik af Braga Bergmann dómara áður en stund-. arfjórðungur var liðinn af leiknum. ■ STUÐNINGSMENN Grindvík- inga fjölmenntu á Laugardalsvöll- inn og voru um helmingur áhorf- enda. Ekki var um skipulagðar ferð- ir að ræða, heldu mætti fólk á einkabílum til að sjá sína menn. Birkir helja Framara í vrtaspymukeppni Meiríháttar stemmning EFTIR eitthundrað og tuttugu mínútna leik og vítaspyrnu- keppni þá stóðu Framarar uppi sem sigurvegarar í baráttuleik við Grindvíkinga og það var landsliðsmarkvörðurinn Birkir Kristinsson sem var hetja þeirra, varði tvær vítaspyrnur og tryggði sæti í urslitleik Bik- arkeppninnar gegn KR sunnu- daginn 27. ágúst. Framarar mættu mjög grimmir til leiks og voru greinilega stað- ráðnir í því að gefa Grindvíkingum ekkert eftir. Þeir börðust um hvem bolta og náðu oft að leika lipurlega sam- an úti á vellinum. Þeim gekk hins vegar illa að gera sér meiri mat úr því sem þeir voru að skapa sér. Ríkharður Daðason fékk fyrsta færi leiksins á 5. mínútu þegar hann átti skalla fyrir eftir sendingu frá Þorbirni Atla Sveins- syni. Grindvíkingar sóttu í sig veðrið þegar á leið og á 15. mínútu fengu þeir besta færi hálfleiksins. Zoran Ljubecic einlék upp hægri vænginn og sendi inn í markteig frá endalínu þar sem Björn Skúlason kom aðvíf- andi og skaut rétt framhjá. En leik- menn Fram voru mikið líflegri, gerðu oft usla í vörn Grindvíkinga og Al- bert Sævarsson varði nokkru sinnum Ivar Benediktsson skrifar mjög vel í marki Grindavíkur. Fram- arar voru sterkari aðilinn í hálfleikn- um en meira bit vantaði í sóknar- menn Grindavíkur þar sem Ólafur Ingólfsson og Tómas Ingi Tómasson voru á varamannabekknum í fyrri hálfleik. Lúkas Kostic þjálfari Grind- víkinga sá að við svo búið mátti ekki standa og skipti Ólafi og Tómasi inn á hálfleik i stað Jóns Freys Halldórs- sonar og Vignis Helgasonar. Við þá skiptingu hljóp mikið fjör í sóknar- leik suður- nesjamanna og, þeir áttu hvert færið á fætur öðra á fyrstu tíu mínútunum. Leikmenn Fram voru ekki eins ákafir að pressa gest- ina eins og í þeim fyrri. En þrátt fyrir þetta tókst leik- _____________________ mönnum ekki að skora. Meðal annars varði Birkir í tvígang frá Grindvíkingum af stuttu færi eftir að Tómas Ingi hafði gert usla í vörn Fram. Eftir fimmtán flörugar mínútur í síðari hálfleik féll leikurinn niður á Vítaspyrnukeppnin Grétar Einarsson.............0:1 Ríkharður Daðason............1:1 Milan Jankovic..........Birkir ver Krislján Jónsson.............2:1 Ólafur Ingólfsson............2:2 Þorbjörn Atli Sveinsson...framhjá Albert Sævarsson.............2:3 Atli Einarsson...............3:3 Zoran Ljúbecic...............3:4 Steinar Guðgeirsson..........4:4 Tómas Ingi Tómasson.....Birkir ver Pétur Marteinsson............5:4 baráttuplan og það var ekki fyrr en að Magnús Jónsson, þjálfari Fram, skipti Atla Einarssyni inn á 71. mín- útu fyrir Hólmstein Jónasson að aft- ur lifnaði yfir leiknum. Atli var mjög hreyfanlegur og reyndist varnar- mönnum Grindavíkur erfiður en þeir voru nokkuð farnir að þreytast þegar þarna var komið við sögu. Leikurinn opnaðist og bæði lið fengu færi. Á 81 mínútu fengu Grindvíkingar ákjósanlegt tækifæri þegar Ljubicic tók horn- . spyrnu, Tómas Ingi skaut af stuttu færi, Birkir varði en knötturinn barst að nýju útí teiginn þar sem Ólafur Ingólfsson spyrnti firnaföstu skoti frá vítapunkti, en Þórhall- bjargaði á elleftu ur Víkingsson stundu á línu. En það voru Framarar sem voru nær því að skora á síðustu fimm mínútunum leiksins. Þeir voru sterk- ari og þar fór Atli Einarsson fremst- ur í flokki. En það var þó Þorbjörn Atli Sveinsson sem fékk besta tæki- færi Framrara til að gera út um leik- inn þegar 37 sekúndur voru eftir. Hann fekk boltann rétt utan vítateigs Grindavíkur, stakk sér inn fyrir en Albert Sævarsson varði glæsilega skot hans af stuttu færi. I framlenginunni var nokkuð farið að draga af mönnum og nokkrum sinnum hafði það nærri kostað mark- tækifæri. Bæði lið fengu möguleika en markverðir beggja liða sýndu góð tilþrif og létu ekkert framhjá sér fara. Það hlaut því að fara svo að vítaspyrnukeppni var ekki umflúin og þar höfðu Framarar betur. Grindvíkingar voru nærri því að endurtaka ævintýri sitt frá því í fyrra og leika annað árið í röð gegn KR— ingum í úrslitum bikarsins. Eftir daufan fyrri hálfleik þá komu þeir af auknum krafti inn í síðari hálf- leik. Náðu betri tökum á miðjunni framan af og gerðu usla, en það nægði ekki. Framarar gáfu hvergi eftir í fyrri hálfleik og komu greini- lega vel fyrirkallaðir til leiks. Þeir bökkuðu nokkuð eftir breytingarnar á Grindavíkurliðinu í leikhléinu og á tímabili virtist sem þeim tækist ekki að snúa leiknum við að nýju en það tókst með m.a. með innákomu Átla Einarssonar og það verður að segj- ast eins og er að þeir voru nær því að skora þegar allt kom til alls. „VIÐ vorum betra liðið í dag og áttum fleiri færi þó að þeir hafi líka átt sín færi en úrslitum réði dómar- inn því dómgæslan var ómöguleg og þetta er í annað sinn sem hann er að eyðiieggja vinnuna fyrir okk- ur,“ sagði Lúkas Kostic þjálfari Grindvíkinga, sem var einnig á skýrslu sem leikmaður en kom ekki inná. „ Við áttum skilið að sigra og höfum verið að sýna í hveijum leik að við getum spilað vel og hlaupið. Nú er að snúa sér að deild- inni og þar tekur nú við leikur gegn FH en ég er ekki sammála þeim sem segja að gott sé að vera laus úr bikarnum því við ætlum að vinna alla leiki. Við höfum verið óheppnir í mörgum leikjum og þetta var einn af þeim nú í dag en ég óska Fram til hamingju með sigurinn,“ sagði Lúkas eftir leikinn. „Þetta var svolítið erfitt en við áttum að klára þetta á níutíu mínút- um og vorum algerir aular,“ sagði markvörðurinn hjá Grindavík, Al- bert Sævarsson, sem tekið hefur við markvarðarstöðunni af Hauki Bragasyni og bætir sig stöðugt. „Mér gekk ágætlega nema hvað ég átti að veija síðustu vítaspyrnuna en það er bara þannig í vítum að það er alger heppni og ekkert ann- að.“ „Það er alltaf meiriháttar stemmning að lenda í framlenginu og vítaspyrnukeppni í bikarkeppni og vinna síðan, þó að það sé jafn svekkjandi fyrir hina,“ sagði Birkir Kristinsson markvörður sem varði tvö víti. „Ég hef aldrei lagt mikið uppúr að veija víti og fór eftir því að rétt fættur maður skjóti hægra megin og reyndi að hugsa bara um það en í síðari vítunum þeirra lagði ég uppúr því að sjá hvernig leikmenn hlupu að boltanum. Mér fannst hann Tómas [Ingi Tómasson] hlaupa beint á boltann og ætla að leggja vinstra megin við mig og það heppnaðist,“ sagði Birkir um síð- ustu vítaspyrnuna sem hann varði. „Annars var þetta erfiður baráttu- leikur en við hefðum getað klárað hann fyrir framlengingu. Það var alltaf spenna í gangi og spurning um hvort liðið myndi skora fyrst og ég hafði það á tilfinningunni að það lið myndi vinna leikinn því þeir myndu bakka en að auki eru Tómas Ingi og Ólafur skeinuhættir í framl- ínunni og ef við hefðum sótt gætum við lent í vandræðum því þeir hefðu getað sótt hart að okkur og komist í gegn. Engu að síður fannst mér við sýna góða baráttu, betur en við höfum verið að sýna deildinni en. þar þurfum við stigin. Það gefur góðan plús fyrir að komast í bikar- úrslit því þá þurfa menn að sýna sig og menn á varamannabekknum vilja komast inn. Sterk lið eiga ekki að þurfa að lenda í vandræðum með deild og bikar en okkur hefur ekki gengið vel í deildinni en von- andi að þetta rífi okkur upp - ann- ars hefði ég ekki verið að verja!“ sagði Birkir. Endurtökum stemmninguna frá leiknum við Svíþjóð! ísland - Sviss á Laugardalsvelli 16. ágúst

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.