Morgunblaðið - 01.08.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.08.1995, Blaðsíða 2
2 B ÞRIÐJUDAGUR 1. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR MEISTARINN ÞAU FOTFRAUSTU ÞRÓUN HEIMSMETSINS í 100 METRA HLAUPI Linford Christie frá Bretlandi er 35 ára. Hann er eini spretthlauparinn sem hefur veriö handhafi ólympíu-, heims- og Evrópumeistaratitils samtímis. Christie er, enn sem « komíð er, eini Evrópubúinn sem hlaupiö riefur 100^ metrana undir 10sekúndum, en besti tími hans er 9,87 s KARLAR KONUR Tíml 11.08 11.07 11.04 11.01 10.88 10.81 10.79 10.76 9 10.49 Nafn og þjó&erni Ar Wyomia Tyus, Bandarikin 1968 Renate Stecher, A-Þýskaland 1972 Inge Helten, V-Þýskaland 1976 Annegret Richter, V-ÞýskalandWB Marlíes Oelsner, A-Þýskaland 1977 Marlies Goehr, A-Þýskaland 1983 Evelyn Ashford, Bandarikin 1983 Evelyn Ashford, Bandarikin 1 Florence Griffith Joyner, Bandai. 1988 100 METRARNIR A HM Lau. 5. ág. Ka. Lumferö Ka. 2. umferð Sun. 6. ág. Ko. Lumferð Ka.Undanúrslit Ka. Úrslit Mán 7. ág. Ko.Undanúrslit Ko. Úrslit U_RÚNAR Kristinsson og félagar í Örgryte sigruðu hitt íslendingalið- ið, Orebro, 1:0 á útivelli í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu um helgina. Markið kom á síðustu mín- útunni. ¦ RÚNAR þótti leika mjög, eins og reyndar allir leikmenn liðsins, í síð- ari hálfleik en fyrir hlé höfðu Arnór Guðjohnsen, Hlynur Stefánsson og félagar í Örebro leikinn í hendi sér. Þá átti Hlynur m.a. skalla yfir úr dauðafæri. ¦ ANDREAS Thom, þýski knatt- spymumaðurinn sem leikið hefur með Bayer Leverkusen síðustu ár, er kominn til Glasgow Celtic. Skoska félagið keypti hann fyrir 2,2 milljónir punda — um 220 milljónir króna. ¦ MARK McKoy, ólympíumeistari í 110 m grindahlaupi, verður ekki með á heimsmeistaramótinu í Gauta- borg sem hefst um helgina. McKoy, sem er frá Kanada en er nú austur- rískur ríkisborgari, er meiddur í mjöðmog hásin. ¦ ÓVÍSTer hvort þýsku stúlkurnar Heike Henkel og Sabine Braun verði með á HM. Henkel er ólymp- íumeistari í hástökki og Braun silf- urhafi í sjöþraut frá síðasta heims- FOLK meistaramóti. Báðar hafa átt við meiðsli að stríða. ¦ TREVOR Francis, sem var rek- inn úr starfi framkvæmdastjóra Sheffield Wednesday sl. vetur, hef- ur verið boðið að leika með hinu liði borgarinnar, Sheffield United, í vetur. Prancis, sem er 41 árs og margreyndur landsliðsmaður á árum áður, segist ætla að íhuga tilboðs Daves Bassetts, framkvæmdastjóra, vel áður en hann gefur svar. ¦ TAMAS Darnuy, ungverski sundkappinn frábæri, sem hætti keppni í fyrra, hefur tekið keppnis- skýluna fram aftur. Darnyi, sem vann tvenn gullverðlaun á tvennum Ólympíuleikum og tveimur heims- meistaramótum, var valinn í landslið- ið eftir ungverska meistaramótið á dögunum. ¦ COLIN McRae á Subaru sigraði í ný-sjálenska rallinu um helgina, en það er fimmta raliið sem giidi í stiga- keppninni um heimsmeistaratitilinn. McRae og aðstoðarmaður hans, Derek Ringer, sem eru báðir frá Bretlandi, fengu 44 sek. betri tíma en Frakkarnir Didier Auriol og Denis Giraudet á Toyota Celica. ¦ AURIOL er efstur í keppninni um heimsmeistaratitilinn með 50 stig, finnski heimsmeistarinn Juha Kankkunen — sem varð þriðji um helgina — og Carlos Sainz frá Spáni, koma næstir með 50 stig og McRae hefur 40. ¦ FORRÁÐAMENN enska knatt- spyrnusambandsins eru ekki ánægðir með að Eric Cantona, franski landsl- iðsmaðurinn hjá Manchester United, tók þátt í æfingaleik með félaginu gegn 3. deildarliði Rochdale í síðustu viku. Hafa þeir farið fram á skýringa frá félaginu, vegna þess að Cantona sé í banni þar til í október. ¦ CARL Lewis, spretthlauparinn og langstökkvarinn kunni, tognaði í hné í langstökkskeppni í Bandaríkj- unum á laugardag, en er á batavegi og keppir að öllum líkindum á HM í Gautaborg. VONIR Heimsmeistarakeppnhi í frjáls- um í Ástralíu árið 2000. Sþróttum hefst í Gautaborg íþróttamenn ná ekki langt í í Svíþjóð um næstu helgi og ljóst dag nema vel sé stutt við bakið að þar verður um að ræða míkla á þeim. Efni sem Jón Arnar koma veislu fyrir þá sem áhuga hafa- á því míður ekki oft fram á ísiandi þehn fögru íþróttum sem boðið og því deginum ljósara að nauð- verður upp á. Ftjálsíþróttamenn hafa hitað vel upp undanfarið, synlegt er að hlúa vel að slíkum efniviði — hafi menn á annað nokkur heimsmet hafa fallið og borð áhuga á að því að eiga fram- öruggt að hátt verður ^^^^^^^^^^^^^^^^^^^^^^ stokkið og langt, hratt hlaupið og langt kast- að þá tíu daga sem mótið stendur. Mikið verður um stórstjörnur á Ullevi- Ieikvanginum í Gauta- borg. Þangað halda nokkrir ís- lendingar, sem reyndar teljast ekki til þeirra stóru — ekki ennþá í það minnsta — en þó bera menn nokkra von í brjósti um góðan árangur þeirra, e.tv. sérstaklega Jóns Arnar Magnússonar, tug- þrautarkappa. Jón Arnar, sem hefur tekið við af kðsturunum sem helsti frjáls- fþróttamaður landsins, hefur sýnt undanfarið hvers hann er megn- ugur. Hann fór tvívegis yfir 8.000 stig í tugþrautinni fyrr í sumar, fyrstur íslendinga, og sagðist þó enn geta bætt sig töiuvert í flest- um greinum. Snemma varð ljóst að hæfi- leikar Jóns Arnars voru óvenju- Spennandi verður að sjá hvernig Jóni Arnari gengur í Gautaborg úrskarandi fþróttamenn. Slíkt á auðvitað ekki að vera álitamál því það er þjóðinni hollt. Nefna má spjótkastarana tvo, Einar Vilhjálmsson og Sigurður Einars- son, sem hafa borið hróður ís- iands víða; Sigurður varð fimmtí á Ólympíuleikunum í Barcelona og Einar gerði garðinn frægan um árabil þar til meiðsli settu strik í reikninginn. Aftur að Jóni Arnari. Hann er einn besiá iþróttamaður iandsins og athyglivert er að hann hefur alfarið stundað íþrótt sína hér- iendis. Hann hefur sett stefnuna á Norðurlandamet og nái hann því raarkmiði er ekki gott að segja hvert stefnan verður sett næst. legir. Hann er enn ekki nema Jón Arnar er fyrsti íslenski tug- þrautarmaðurinn, síðan Orn Ciausen var upp á sitt besta á sjðtta áratugnum, sem skipar sér á bekk með þeim bestu í heimin- um. Því er óskandí að allt verðí gert, til að hann geti náð eins langt og hæfileikarnir bjðða. hálf þrítugur, en í viðtali við Jón Arnar hér í blaðinu fyrr í sumar kom fram að hann telur kjörald- ur tugþrautarmanna vera í kringum þrítugt. Ljóst er að hann getur staðið sig með prýði á ÓlympSuleikunum í Atlanta á næsta ári, ef allt fer sem horfir, og hefur alla burði til að vera á toppi ferilsins á Ólympíuleikun- Skapti Hallgrímsson Ætlarkylfingurinn ÁSGEIR SIGURVINSSON að nájafn langt og fótboltamaðurinn? Hef trassað golfið of lengi ÁSGEIR Sigurvinsson, besti og þekktasti knattspyrnumaður sinnar kynslóðar á íslandi, er fæddur 8. maí 1955 og stendur þvíá fertugu. Nú er hann hættur að keppa íknattspyrnu og tekur þátt ísínu fyrsta landsmóti ígolfi, keppir þar í þriðja flokki og stendur sig vel. Hann segist stefna að þvíað fá eigin- konu sína, Ástu Guðmundsdóttur, og börn þeirra tvö sem eru 12 og 9 ára, með sér íþessa skemmtilegu íþrótt. Eftir Skúla Unnar Sveinsson Asgeir kom til landsins á fimmtudaginn og keppir nú í fyrsta sinn á landsmóti í golfi. „Ég ætlaði ekkert að koma heim í sumar, en Eyjólfur Bergþórsson Framari hringdi í mig og spurði hvers vegna ég kæmi ekki og tæki landsmótið og skellti mér síðan á Þjóðhátið. Krakkarnir mínir voru að fara í sumarfrí í skólanum, mér fannst þetta mjög góð hugmynd og við ákváðum að skella okkur. Svo er það Þjóðhátíðin eftir landsmótið — alveg eins og þetta á að vera." Ertu að snúa þér að golfinu? „Það má eiginlega segja það. Það er kominn tími til að maður reyni að koma sér í almennilegt form í golfinu því ég er búinn að trassa það í svo langan tíma og þetta er íþrótt sem mér þykir mjög skemmtileg." Hyenær byrjaðirðu í golfi? „Ég byrjaði sem peyji heima í Eyjum þegar ég var þrettán eða fjórtán ára og spilaði alveg þar til ég fór út í atvinnumennskuna í knattspyrnunni. Síðan hef ég lítið snert kylfurnar, eða í ein fimmtán ár, en er að byrja aftur núna." Eru ekki hæg heimatökin, stutt á góða velli og alltaf gott veður? „Nei, það er eiginlega eina ves- enið við þetta í Þýskalandi að það er svo langt á golfvöll þannig að þetta tekur allt of langan tíma, en ég hef reynt að leika einu sinni í viku yfir sumarmánuðina. Það tekst þó ekki alltaf, en aðstaðan stendur til bóta því það er verið að byggja nýjan golfvöll skammt frá Stuttgart og hann verður tilbú- inn 1997. Þá getur maður farið að stunda þetta af alvöru." Hvað með fjölskylduna, er hún byijuð í golfinu? „Nei, ekki ennþá en ég ætla að Morgunblaðið/Skúli Unnar Sveinsson ÁSGEIR Slgurvinsson með golfbolta, sem er heldur mlnnl en þelr boltar sem hann er þekktastur fyrir aö leika með. reyna að koma henni í golfið þegar nýji völlurinn opnar í nágrenni við okkur. Strákurinn er að vísu eitt- hvað í fótboltanum, en það kemur bara í ljós hvernig til tekst að koma þeim í golfið. Þegar aðstaðan kem- ur svona nærri okkur verður hægt að fara að iðka þetta með allri fjöl- skyldunni af einhverri alvöru." Hefur þú leikið golf með ein- hverjum heimsfrægum mönnum? „Nei, en ég spila stundum á góðgerðarmótum sem „Eagles" heldur, en það er klúbbur í Þýska: landi sem er góðgerðarklúbbur. f honum eru „gamlir" menn sem hafa verið framarlega í sportinu, til dæmis [Franz] Beckenbauer, ýmsir frægir leikarar og skíða- menn og fleiri. Klúbburinn heldur tíu til fimmtán góðgerðarmót á ári og ég hef stundum leikið með og er búinn að vera með í þremur í sumar. Svo fer ég á mót með Sepp Maier [fyrrum landsliðsmarkverði Þýskalands í knattspyrnu] þann tólfta ágúst, en hann heldur góð- gerðarmót í klúbbnum sínum." Hvað heillar í golfínu? „Þetta er skemmtileg íþrótt sem krefst mikillar einbeitingar. Menn eru aldrei öruggir um hvernig muni ganga, leika mjög vel einn daginn og hitta varla boltann næsta dag. Félagsskapurinn er góður og þægilegt að stunda þetta. Maður er að berjast við sjálfan sig og getur ekki kennt neinum öðrum um ef illa gengur." Ekki einu sinni verkfærunum? „Jú að sjálfsögðu er þeim kennt um, en það tekur því ekki. Það er alltaf maðurinn á bak við þau sem ræður hvernig gengur."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.