Morgunblaðið - 05.08.1995, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 05.08.1995, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. ÁGÚST 1995 B Poppstjörnur fortíðar Morgunblaðið/Cherie Tong. leraugu. „Spyrjið mig um það sem honum. „Nei, þetta er allt á svipuðum nótum." - Er gerð kvikmyndar eftir í deiglunni ekki sérstaklega tímabær núna þegar öfgafullir hægrisinnar eru að sækja í sig veðrið? „Ég held að það sé ekki hægt að bera saman aðstæður nú og McCarthy-tímabilið. Það er regin- munur þar á. Við eigum ekki í höggi við dularfulla útlenda útsendara, raunverulega eða ímyndaða. Eng- inn leggur trúnað á slíkt lengur. Hægrisinnarnir verða nú að spinna upp sögur um Sameinuðu þjóðirn- ar, gyðinga eða frímúrara." Nýjustu leikritin - Að hve miklu leyti skrifarðu nýjustu leikrit þín af pólitískum ástæðum? „Þau fj'alla öðrum þræði bæði um geðræn vandamál og meðferð á þeim. Glerbrot (Broken Glass) er um skilningsleysi á slíkum vanda- málum á þeim tíma sem það gerist (rétt fyrir seinna stríð). Það er eins með Lé konung á heiðinni í leikriti Shakespeares. Núna yrðu hans vandamál greind og viðeigandi meðferð ákveðin - þá var hann bara vitstola. En auðvitað verður alltaf að þjappa saman atburðarás- inni á sviði þannig að kannski yrði þetta ekki sýnt eins og það væri í rauninni. Skrif eru eins og upp- spretta. Þau eru ekki röklegur fer- ill. Efnið streymir fram úr minning- um, hljóðum o.s.frv. Það er ekki auðveldlega hægt að greina það sundur í frumeiningar sínar. The Last Yankee fjallar um þá hugmynd að það sé heimskulegt að vinna fyrir sér. í því rekast á draumur konunnar um mikil efnis- leg gæði - sem enginn möguleiki er raunverulega á að rætist - og hugmyndir mannsins sem vill njóta lífsins lífsins vegna. Sviðsverk eiga að endurspegla hvað fólk þarf helst að takast á við í lífi sínu á hverjum tíma. Mörg leikrit fjalla um drauma sem rætast ekki og þetta á betur við nú en oft áður. Sú kynslóð sem er að komast til vits og ára núna er fyrsta kynslóð- in í langan tíma sem er fátækari en kynslóð foreldra þeirra. Draum- urinn um húsið í úthverfunum, sundlaug í garðinum, helgar á golf- vellinum o.s.frv. mun ekki rætast. Pólitíski þátturinn í leikritinu snýst þannig um tálsýn sem var einu sinni raunveruleiki. Það er um hvernig persónulegar sálarflækjur koma utanaðkomandi fyrir sjónir. Öll stórvirki bókmenntanna fjalla um vald, jafnt grískir harmleikir sem Shakespeare og samtíðarmenn hans. Tíðarandinn brýtur manninn annaðhvort niður eða byggir upp. Ef valdið er ekki umfjöllunarefni þitt, geturðu skrifað um geðflækjur - sem er ekki mikið yrkisefni í sjálfu sér. Geldingar nutu gríðarlegra vinsælda í Evrópu fyrr á öldum og heilla menn enn þann dag í dag, ekki síst kvikmyndagerðarmenn, rithöfunda og tónlistarmenn HÁ OG ójarðnesk rödd geld- ingsins heillaði óperugesti á 18. öld og virðist enn þann dag í dag höfða á einhvern dularfullan hátt til rithöf- unda, kvikmyndagerðarmanna og tón- skálda. Nýlega komu út á ensku tvær skáldsögur um geldinga, „Intimacy" eftir Julian Rathbone og „Domino" eftir Ross King og í haust verður frumsýnd kvikmyndin „Farinelli", sem heitir eftir aðalsöguhetj unni, geldingi sem var uppi á 18. öld. Þegar hefur verið gefinn út geisla- diskur með tónlist- inni úr myndinni og hefur hann unnið til fjölda verð- launa, m.a. hinna bandarísku Gold- en Globe. Söngstjórar í Sixtusarkapell- unni í Róm létu vana unga drengi til að þeir héldu hárri söngrödd sinni þar sem kirkj- unnar menn vildu ekki að konur syngju í kirkjum. Að því er segir í The Independ- ent var það ekki fyrr en árið 1870 sem þessari iðju var hætt. Kirkjan var í orði kveðnu andvíg því að drengir væru vanaðir en hafði þó ekkert á móti því að ráða söngvara sem orðið höfðu fyrir „slysi" í barnæsku. Er geldingar voru uppi á sitt besta, frá árunum 1650 - 1790, voru geld- ingar stórstjörnur óperunnar og áttu stóran þátt í þróun þessa listforms. Rétt eins og tenórarnir þrír, nutu þrír geldingar gríðarlegra vinsælda undir lok 18. aldar; þeir Rubinelli, Pachie- rotti og Marchesi, sem voru einna þekktustu tónlistarmenn í Lundúnum. Síðasti geldingurinn sem eitthvað kvað að, Alessandro Moeschi, lést árið 1922, flestum gleymdur. Söngur hans var tekinn upp á vaxrúllu árið 1904 (er nú fáanlegur á geisladiski) og er það eina upptakan sem vitað er um með söng geldings. Rðddin minnir helst á ungan dreng en er þó marg- falt kraftmeiri og greinilega býr mik- il lífsreynsla að baki. Blaðamaður The Independent segir ekki laust við að menn fái hroll þegar þeir heyri geld- ingasöng en að hann sé engu að síður ægifagur. Nú á dögum syngja konur jafnan þau hlutverk sem geldingum voru áður ætluð, svo sem hlutverk Júlíusar Sesars í samnefndri óperu Hándels. Menn verða hins vegar að láta ímyndunaraflið nægja, vilji þeir vita hvernig hlutverkið hlj'ómaði í upp- runalegri uppfærslu. Lengi lifi hnífurinn í kvikmyndinni um Farinelli syngur geldingurinn eins háa tóna og honum er mögulegt og konurnar á meðal áhorfenda falla í yfirlið, segjast hafa upplifíð tónlistarlega fullnægingu. Frægir geldingar voru eltir á röndum af æstum aðdáendum sem hrópuðu „Eviva il coltello" (Lengi lifí hnífurinn). Marg- ar konur löðuðust að geldingum, þeir voru nokkurs konar poppstjörn- ur þessa tíma. Bee Gees-söng- flokkurinn og Michael Jackson eru „geldingar" nú- tímans, sá síðar- nefndi, barnastjarna, söngvari með sér- kennilega háa rödd, blanda úr barni og full- orðnum manni, karli og konu. Hann er vel- lauðugt „fyrirbæri" sem vekur jafnt aðdáun sem andúð og fyrirlitningu. Kynferðislegur útlagi Útskúfun og getuleysi geldinganna hafa heillað tvö samkynhneigð tón- skáld, þá Gerald Barry og Nick Blo- omfield. Þrátt fyrir að sumir geldingar hafi átt í kynferðislegu sambandi við konur og jafnvel gifst, lítur Bloom- field svo á að geldingin sé tákn fyrir hinn „kynferðislega útlaga". Barry hefur einnig heillast af geldingum og er ópera hans „The Intelligent Park" (Gáfugarðurinn) sem frumflutt var síðasta áratug, byggð á ævi geldings- ins Tenduccis. Þá er ópera Bloomfields og Neil Bartletts, „Sarrasine", byggð á sögu eftir Balzac um franskan myndhöggvara sem varð ástfanginn af geldingi, sannfærður um að hann væri kona. Sjálfur Casanova hreifst mjög af geldingi en komst svo að því að „hann" reyndist vera „hún". Það veltir upp spurningunni um það hversu margir geldingar voru ekki það sem þeir sýnd- ust, hvort einhverjar konur hafi leynst SAMTIMAMYND af geldingnum Farinelli sem uppi var á 18. öld. STEFANO Dionisi í hlutverki Farinellis í samnefndri kvikmynd. þar á meðal. Rithöfundurinn Anne Rice heillaðist af sorgarsögu geldingsins Farinellis og skrifaði um hann bókina „Cry to Heaven". Þá kemur geldingur fyrir í bók Kingsley Amis, „The Alteration", sem kom út árið 1976. 4.000 vanaðir á ári Sagt var að því fyrr sem drengir væru vanaðir, því hærri yrði röddin og því fóru flestir undir hnífinn um 10 ára aldurinn. Charles Burney ferð- aðist um ftalíu á seinni hluta 18. ald- ar til að kynna sér málið en leynd hvíldi yfír því, enda tæpast um löglega iðju að ræða. Hann komst að því að í Napólí voru rakarastofur sem buðu upp á slíka aðgerð. Talið er að um 4.000 drengir hafi verið geltir ár hvert á 18. öld. Flestir voru frá fátækum heimilum sem von- uðust til að verða sér úti um fé með þessu móti. Fæstir bjuggu hins vegar yfir raunverulegum sönghæfileikum og þó að mikið hafí verið fjallað um stórkostlega söngvara úr hópi geld- inganná, umlykur þögnin þá serh ekki áttu aðra framtíð fyrir sér en að vinna á ökrunum eða við aðra erfiðisvinnu. Þeir drengir sem bjuggu yfir mikl- um sönghæfíleikum, voru settir í langt og strangt söngnám og hófu söngferil- inn að jafnaði 18 ára. Þeir bestu gátu gert sér vonir um að verða ríkir menn og umgangast aðalinn. Dæmi um það er Farinelli, sem var innundir hjá spænsku hirðinni, en áhrifum hans á hirðina hefur verið líkt við Raspútín hjá rússnesku keisarafjölskyldunni. Drengirnir enn betri Ekki hafa allir tónlistarmenn trú á þvi að raddir geldinganna hafi verið eins góðar og af er látið. Einn þeirra er Martin Neary, kórstjórinn í West- minister, en hann telur að þær hafí aldrei getað orðið eins góðar og tær- ustu drengjaraddir áður en þeir fara í mútur. Telur Neary að geldingarnir hafi búið yfír kraftinum en ekki miklu raddsviði. Með nútímaþjálfun sé drengjarödd miklu betra hljóðfæri en á tímum geldinganna. Málverk er flötur alsettur litum MUNIÐ að málverk - þ.e. áður en það tekur á sig mynd hests, nakinnar konu eða stuttrar frásagnar - er í eðli sínu flötur alsettur litum með tiltek- inni skipan." Þannig hljómar skil- greining franska listmálarans og grafíklistamannsins, Denis Maurice (1870-1943), á málverki en nýlega var oþnuð sýning á málverkum hans í Van Gogh-safninu í Amsterdam. Maurice var einn af stofnendum listamannasamtakanna Nabis árið 1888 og skrifaði stefnuskrá þeirra. í gegnum samtökin kynntist hann fljótlega frönsku symbolistunum, s.s. Verlaine, Mallarmé, Gide og Debussy en verk þeirra mynd- skreytti hann. Hann var virkur rit- höfundur einnig og var einn af frammámönnum leikhúslistarinnar sem kennd hefur verið við framúr- stefnu. Denis Maurice stuðlaði að endur- vakningu í trúarlegri skreytilist á fyrri hluta tuttugustu aldar með list- sköpun sinni. Sýningin í Van Gogh-safninu stendur til 17. september næstkom- andi. Tvær systur eftir Denis Maurice frá 1891.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.