Morgunblaðið - 05.08.1995, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 05.08.1995, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. ÁGÚST 1995 B 7 Stór börn og smá Morgunblaðið/Golli Hafnfirskt Himnaríki Hafnarfjarðarleikhúsið Hermóð- ur og Háðvör var stofnað vorið 1994. Hópnum var veittur styrkur sem nam tveimur milljónum, frá leiklistarráði, til þess að sviðsetja nýtt leikrit eftir Arna Ibsen. Umsækjendur til ráðsins voru 30 atvinnuleikhópar með ósk um styrk til 94 verkefna. Og Hafnar- fjarðarleikhúsið Hermóður og Háðvör hlaut hæsta styrk sem veittur er þetta árið. Og nú hefur fundist húsnæði sem .verður að öllum líkindum atvinnuleikhús í Hafnarfirði. Það er við Vesturgötu 11 og hýsti áður Bæjarútgerð Hafnarfjarðar. Leikritið hefur hlotið vinnu- heitið „Himnaríki getur ekki beð- ið“. Leikarar eru sex, Björk Jak- obsdóttir, Erling Jóhannesson, Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir, Gunnar Helgason, Jóna Guðrún Jónsdóttir og Þórhallur Gunnars- son. Leiksljóri er Hilmar Jónsson. Leikmynd er í höndum Finns Arn- ar Arnarssonar og ljósahönnuður er Björn Bergsteinn Guðmunds- son. Frumsýnt verður 15. septem- ber. Eftirtaldir leikhúslistamenn skipa Hafnarfjarðarleikhúsið: Árni Ibsen, Björk Jakobsdóttir, Erling Jóhannesson, Gunnar Helgason, Hilmar Jónsson, Jó- hanna Jónas, Magnús Ólafsson, Sigurður Sigurjónsson, Sóley El- íasdóttir, Steinn Ármann Magn- ússon, Vigdís Gunnarsdóttir og Þórhallur Gunnarsson. KYIKMYNPIR Háskólabíó JACK & SARA ★ ★ Leiksljóri og handritshöfundur Tim Sullivan. Tónlist Simon Boswell. Kvikmyndatökustjóri Simon Yves Escoffier. Aðalleikendur Richard E. Grant, Samantha Mathis, Judi Dench, Ian McKelIen. Bresk. Polygram 1995. Jack (Richard E. Grant) gengur allt í haginn. Vegnar vel á lögfræði- skrifstofunni, nýbúinn að kaupa íbúð og eiginkonan komin á steypir- inn. Þá dynja ósköpin yfir; konan deyr af barnsförunum og Jack stendur einn uppi með telpukríli, sorg og sjálfsmeðaumkun. Leggst um stund í víndrykkju en ung geng- ilbeina, Amy (Samantha Mathis), reynist betri en nokkur afréttari, tekur að sér barnfóstrustörfin og Jack klórar í bakkann. Jack & Sara gerir útá stórmark- aðinn sem reyndist fyrir hendi þeg- ar FJögur brúðkaup og jarðarför lagði undir sig heiminn. Munurinn á þessum myndum er hinsvegar sá að Jack & Sara er hvorki rómantísk né gamansöm. Reynir þó mikið að vera hvort tveggja. Myndin grípur til þess óyndislega úrræðis að ganga frá nýbakaðri móður dauðri á upphafsmínútunum, og ber eigin- lega ekki sitt barr eftir það en leys- ist upp í sápuóperu. Ekki bætir úr skák að næsti kafli er fáránlegur brennivínstúr Jacks með hverfisrón- anum (Ian McKellen) og gengilbein- an Amy er í óöruggum höndum og illa skrifuð af handritshöfundinum og leikstjóranum Tim Sullivan (frumraun). Þá er það ráðgáta hvers vegna Grant var ráðinn í hlutverk- ið. Hann hefur staðið sig með ágæt- um í jaðarhlutverkum þeirra furðu- fugla sem hann hefur löngum sér- hæft sig í, allar götur til nýjustu verka Altmans, Coppola og fleiri góðra manna. Grant leggur sig fram við að breyta ímyndinni en hann er útá þekju sem hversdags- hetja. Hlutverkið þar fyrir utan báglega skrifað einsog flest annað hér, útilokað að fá nokkra samúð með þeirri sjálfselsku geðluðru og ólánskráku sem Jack er lengst af i höndum skapara sinna. Það er ljóst að Jack og Sara hefur átt að færa öllum eitthvað gott, grunnt á mannúð og einföld- um ljúflingsblæ sem maður hefur haldið til þessa, að Bretar væru færari um að forða frá hjárænu- hætti en Bandaríkjamenn. Svo er ekki að þessu sinni og það eina sem gleður virkilega augað er litla stúlkubarnið og sumt af umstang- inu í kringum hana. Enda sleppur hún ómálga við að Sullivan leggi henni orð í munn. Sæbjörn Valdimarsson Hunsaðar skáldkonur BÓKMENNTAUMRÆÐAN í öðrum lönd- um getur speglað okkar eigin. Meðal þess sem menn velta sífellt fyrir sér er til að mynda hlutur kvenna í bókmenntum og þá ekki síst viðurkenning þeim til handa. Því er haldið fram að gagnrýnendur sem marg- ir eru karlkyns hunsi skáldkonur eftir föngum. Og þeir karlmenn sem velja í sýnisbækur bók- mennta hafi tilhneigingu til að sniðganga kon- ur. Kvartað yfir karlveldi í breska bókablaðinu TLS hefur nýlega verið skrifað um ljóðaúrval með verkum kvenna. Ekki ófrægari höfundur en Germaine Greer hefur látið ljós sitt skína í þessum efnum (30. júní) og verður sennilega flokkuð með „strákunum" eftir það. í kjölfarið hafa birst lesendabréf frá skáldkonum sem kvarta yfir karlveldinu og er títt nefndur Craig Raine sem tekið hefur að sér að velja í bækur með ljóðum kvenna (eða rétt- ara sagt skera skáldskap kvenna niður), en hann er sjálfur rómað skáld og valdamikill bókmennta- ritstjóri. í sænska tímaritinu BLM (3. hefti 1995) er ítarleg grein eftir Yukiko og Eiko Duke um mikilvægi kvenna við sköpun japanskra bók- mennta. Ritstjórinn, Stephen Farran-Lee, bendir á að við yfirborðslega skoðun virðist japanskar bókmenntir verk karla, en þegar betur sé að gáð komi í ljós að mörg helstu verk japanskra bókmennta séu eftir konur og þær hafi vísað veginn í bókmenntunum. Konurnar rituðu meistaraverkin Meðal helstu skálda hins svokallaða „vaka“- ljóðforms var sjöundu aldar prinsessan Nukatano Okimi sem tjáði ást sína og söknuð í fáeinum línum og gerði það eftirminnilega. Samkvæmt fyrrnefndum greinarhöfundum voru flest jap- önsk hirðskáld karlmenn, en konurnar rituðu meistaraverkin. Um þetta eru sýnd dæmi, næm- leg náttúruljóð að japönskum hætti. Hirðkonan Sei Shonagon sendi frá sér ritgeðasafnið Kodda- bókina og lýsir þar fjálglega óflekkaðri veröld fagurra lista. Skáldsagan, Sagan af Genji, er enn eitt dæmi um gullöld í bókmenntum Japana. Höfundurinn er hirðkonan Murasaki Shikibu. Skáldsagan fjall- ar um Genji prins og leit hans að ást. Hún þyk- ir hafa valdið byltingu í japanskri skáldsagna-. gerð. Þráður kvenlegra bókmennta slitnaði ekki og það er athyglisvert að konur meðal skáldsagna- höfunda tileinkuðu sér snemma heimildaskáld- skap. Kunn er skáldsaga umhverfisverndar- sinnans Michiko Ishimure (f. 1927) sem leiðir í ljós dekkri hliðar efnahagsundursins eins og mengun. Aðrar skorinorðar konur eru Yumiko Er hlutur kvenna fyrir borð borinn í bókmenntaumræð- unni og ríkjandi tilhneiging að ýta skáldkonum til hliðar? Jóhann Hjálmarsson hugar að þessu í eftirfarandi pistli og víkur meðal annars að meistaraverkum eftir jap- anska kvenhöfunda. Kurahashi (f. 1935), Taeko Kono (f. 1926) og Minako Oba (f. 1930). Staða kvenna í Japan og tilvistarlegur vandi yfirleitt er áberandi i skáldsögum þessara höf- unda. Firring og óhamingja setur svip sinn á þær. Yuko Tsushima (f. 1947) er dæmigerð fyr- ir þetta. Banana Yoshimoto ( f. 1964) náði síðan heimsfrægð með Eldhúsi (1988) og fleiri skáld- sögum. Hún er sá japanski höfundur samtímans sem fyrst kemur í hugann ásamt körlunum Yasunari Kawabata, Yukio Mishima og Kenza- buro Oe. Nóbelsverðlaun áttu þátt í að greiða götu Kawabata og Oe á Vesturlöndum. Það tíðkast nú að japanskar konur vinni úti, séu ekki jafnbundnar heimilinu og fjölskyldunni og áður. Þetta hefur áhrif á bókmenntimar sem útiloka ekki félagsleg viðhorf og samfélagsá- deilu. Ef dæma skal eftir nýlegu ritgerðasafni Bengt Jangfeldts, Þrettánda postulanum, eru tvær kon- ur meðal þeirra skálda sem eru í mestum metum í Rússlandi, þær Marína Tsvétajeva og Anna Akhmatova. Boris Pastenak og Osip Mandelstam eru dáðustu karlskáldin, en Vladimir Majakovskí er horfinn í skuggann, að minnsta kosti í bili. Konur fjarverandi Fróðleg umræða, en varla mjög uppbyggileg, átti sér stað í Tímariti Máls og menningar ný- lega. Ritstjórinn Friðrik Rafnsson varaði í Ps- pistli (1. hefti 1995) við þröngsýnni kynjahyggju sem hann lýsti með orðunum: „annaðhvort kvenna- eða karlabókmenntir skal það vera“. Alræmdur sjónvarpsþáttur um bókmenntir lýð- veldisins og viðbrögð við honum voru tilefni orða Friðriks. Dagný Kristjánsdóttir bætir um betur með greininni Önnur eftirskrift í sama tímariti (2. hefti 1995) og Friðrik gerir athugasemd við Sei Shonagon Banana Yoshimoto málflutning hennar. Hjá Dagnýju birtist sú af- staða áður kunn að fleiri konur hafi vantað í þáttinn. Hún talar um „fjarverandi konur“ og að gamla „karlabókmenntasagan" hafi ráðið ferðinni. Hún vill alls ekki játa því að „róttækur femínismi“ hafi verið í fyrirrúmi í skrifum ís- lenskra femínista og hafnar þar með „þröng- sýnni kynjahyggju" femínista skilji ég hana rétt. Eins og svo margar konur telur Dagný mestu skipta að gagnrýna hina ríkjandi „karlabók- menntasögu“ og fá botn í „hvernig menningar- leg völd eru fengin og hvernig þeim er beitt“. MENNING/LISTIR NÆSTU VIKU MYIMDLIST Kjarvalsstaðir „Islensk myndlist" Safn Ásgríms Jónssonar ^Vormenn í ísl. myndlist" Ásmundarsafn „Stíllinn í list Ásmundar." Listasafn Sigurjóns Ólafssonar Gunhild Skovmand til 20. ágúst. Gerðarsafn Tvær málverkasýningar. Gallerí Greip Verk Snædísar Úlriksdóttur hús- gagnahönnuðar til 6. ágúst. Hafnarhúsið Sjóminjasýning til áramóta. Byggðasafn Hafnarfjarðar „Hafnarfjörður frá landnámi til hernáms" til 17. sept. Pjóðminjasafnið Sýningin „íslenskir kirkjugripir.“ Nýlistasafnið Frederike Feldman, Frank Reit- enspiess, Markus Strieder og Gun- illa Bandolin. Harpa Árnadóttir er er gestur. Hulduhólar. Sumarsýning Hulduhóla, Mos- fellsbæ. Þar sýna Rut Rebekka vatnlitamyndir, Sigrún Guðmunds- dóttir, skúlptúr. Hafnarborg Sýning á listaverkum hússins. Mokka Kristín Pýlmadóttir sýnir 30. júlí. Gallerí Umbra Pqón-hönnunarsýning finnsku listakonunnar Sirkku Könönen stendur yfir frá 3.-23. ágúst. Gallerí Birgis Andréssonar Lilja Björk Egilsdóttir sýnir til 10. ágúst. Listhúsið Laugardal Þorbjörg Höskuldsdóttir og Guðrún Svava Svavarsdóttir sýna. Gallerí Sævars Karls Sólveig Aðalsteinsdóttir sýnir til 16. ágúst. Gallerí Ríkey Sýning á verkum Ríkeyjar. Gallerí Onnur hæð Richard Long miðvikud. Listhús 39, Hafnarfirði. Guðmundur Ármann sýnir grafík til 7. ágúst. Þjóðminjasafnið Mannamyndir í Bogasal. Áttir er plakatsýning Ingu Jóns- dóttur myndlistarmanns. Sýningin er hengd upp við Gerðuberg, Reykjavík, á Silfurtorginu Isafirði, í Göngugötunni Akur- eyri og við brúarendann Seyðis- firði. Norræna húsið. Georg Guðni með sýningu til 13. ágúst frá kl. 14-19. TOIULIST Laugardagur 5. ágúst kl. 12. Hádegistónleikar. Orgelleikur, Douglas A. Brotcie organisti Kristskirkju. Sunnudaginn 6. ágúst kl. 20.40. Kórtónleikar: Heidelberger Madr- igalchor. Stjórnandi Prof. Gerald Kegelmann. Fimmtudagur 10. ágúst kl. 12. Orgelleikur, Örn Falkner organisti Kópavogskirkju. Laugardagur 12. ágúst kl. 12. Ogrelleikur, Karsten Gyldendorf. Sunnudagur 13. ágúst kl. 20.30. Orgeltónleikar: Karsten Gyldend- orf, organisti Herlufsholm kirkje á Suðru-Sjálandi leikur orgelverk eftir D. Buxtehude, C. Nielsen og L. Vieme. Aðgangseyrir 800 kr. Síðasta tónleikahelgi sumartón- leika í Skálholtskirkju 5. og 6. ágúst. Laugardagur 5. ágúst kl. 14, 15 og 17. Anna Magnúsdóttir flytur erindi í tilefni 300 ára ártíðar Henry Purc- ell. Gömbusveitin Phantasm leikur. Gömbusveitin Phantams ásamt Sverri Guðjónssyni kontratenór. Sunnudagur 6. ágúst kl. 15 og 17. Gömbusveitin Phantasm. Messa, þar sem leikin verða gömbu- og söngverk eftir William Byrd. Þriðjudagur 8. ágúst kl. 20.30. Listasafn Siguijóns Ólafssonar. Hjörleifur Valsson fiðluleikari og Urania Menelau píanóleikari. LEIKLIST Light Nights í Tjarnarbíói alla daga nema sunnudaga.íslendingasögur. KVIKMYIMDIR Norræna húsið. Mánudaginn 7. ágúst. Kvikmyndin Kristnihald undir Jökli kl. 19. Upplýsingar um listviðburði sem óskað er eftir að birtar verði í þess- um dálki verða að hafa borist bréf- legafyrirkl. 16 á miðvikudögum merktar: Morgunblaðið, Menn- ing/listir, Kringlunni 1,103 Rvk. Myndsendir: 91-5691181.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.