Morgunblaðið - 05.08.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 05.08.1995, Blaðsíða 6
6 B LAUGARDAGUR 5. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ Alþjóðlegir straumar MYNPLIST Nýlistasaf niö NÚLISTIR Friedrike Feldman. Frank Reitenspi- ess. Markus Strieder. Gunilla Bandol- in. Harpa Ámadóttir. Opið frá 14-18 alla daga. Til 13. ágúst. Aðgangur ókeypis. Sýning- arskrá 300 kr. ÞAÐ er stór skammtur alþjóðlegra viðhorfa, sem Nýlistasafnið býður upp á í ágústmánuði, og eru hér málverk í dvergastærð ekki undan- skilin. Er um að ræða þijár einka- sýningar og þar af eitt samvinnu- verkefni auk listkynningar að venju Er inn er komið blasa hin litlu mál- verk Frederike Feldmann við gestin- um í langri eintóna röð, og nefnir hún framlag sitt „Perser“ og vísar þá til pemeskra teppa. Ferlið er að hún tekur upp heildarmynstrið á einstökum teppum og smækkar í dvergastærðir, en miðilinn er olíulit- ur sem er þykkt smurður á flötinn. Vel að merkja er hér um heilu tepp- in að ræða en ekki hluta þeirra, en mögulegt er að taka hluta mynd- verka eldri meistara og gera úr sér- tækar myndheildir, því hin óhlut- læga hugsun er jafnan til staðar í samsetningu hlutbundinna mál- verka. Að sjálfsögðu eru mynstrin á teppunum sértæk en í frjálsri skipu- lagðri mótun, þar sem hið skreyti- kennda ræður útfærslunni. Þetta eru mjög efniskennd mál- verk sem standa alveg fyrir sínu hvert og eitt, og hefði mátt leggja meiri áherslu á sérkenni þeirra, í stað þess að hengja þær á þennan hátt í beinni línu sem samtengt stef, og við einhæfa og jafna lýsingu. Það er einmitt eitthvað persónu- bundið og upplifað í vinnubrögðun- um, sem hefur í sér sterka mynd- ræna skírskotun og hægt hefði ver- ið að koma betur til skila. Einkar áhugaverð lausn sem undurstrikar, að frumleikinn er oft- ar en ekki undir fótum okkar, og að endumýjunin felst ekki alltaf í því að dýrka það sem er handan sjónhringsins. Getur jafnvel leynst í stærðarhlutföllunum og fyrirferð efnisins handa á milli hveiju sinni, mjúku sem hörðu. — Þótt ljósár virðist vera á milli myndhugsunar Feldmanns og félaga hennar, Frank Reitenspiess og Markus Streiter, em þeir á kafi að virkja það sem næst okkur er. En hjá þeim er það ekki liturinn og pentskúfurinn, heldur tæknin og hljóðið. Hafa þeir komið fyrir fmm- stæðum skýlum með hljóðupptöku og sendibúnaði og tengt þrem síma- tækjum sem staðsett em í gryfju Nýlistasafnsins. Gesturinn nemur því umferðaniðinn á þessum stöðum um leið og hann leggur eyrað að tólinu. Hljóðið virðist í tísku í myndlist- arheiminum nú um stundir, þótt það megi koma ýmsum undarlega fyrir sjónir. En í raun skarar hljóðið lög- un forma svo sem hljóðfæri mega vera til vitnis um, og svo fylgja einnig hljóð hlutum sem menn taka upp á berangri og alþekkt eru hljóð úr kuðungum og öðrum völundar- smíðum gmnnsævis og hafsdjúpa. Það liggur þannig beint við að tengja hljóð ýmsum áþreifanlegum formum og formunum, eins og að liturinn og línan geta haft í sér tónrænar vísanir. Gjörning sinn nefna þeir félagar „Sól úti, sól inni“ sem er í meira lagi hæpin nafngift, því það er lítil sól í niðinum í þeim mikla mgngun- arvaldi sem bifreiðin telst er svo er komið. Hún tærir jafnt minnis- merki og byggingar stórborga sem öndunarfæri mannanna. Annar handleggur væri ef símtólið færði borgarbúanum, með lungu mettuð koltvísýringi, þann nið sem kemur frá úrsvala himinhæða og fjalls- toppa þar sem fuglar eiga sér ból. þeir félagar hefðu allt eins getað tengt tæki sín aðalskolplögnum borgarinnar, og hefði það vísast falið í sér meiri ögrun. Eitthvað er framkvæmdin fátæk- leg og ófrumleg, en dregur hins vegar fram myndræn einkenni gryQunnar, sem ekki eru svo lítil. Vísa skal til þess að utan listasala eru til hliðstæður og slíkt verður naumast sjálfkrafa að list með því að færa það inn í rými listhúsanna og safnanna. Frekar en svo margt annað, sem skarar siðmenninguna og siðleysi tímanna. — Á palli og í SÚM sal er sænska listakonan Gunilla Bandoiin með fyrirferðamikla gjörninga, sem hún hefur gefíð samheitið „Verkfæri". Á palli varpar sýningarvél lit- skyggnum af umhverfisverki henn- ar á túninu við Norræna húsið á vegginn, og er undirstaða sýningar- vélarinnar frekar hrá og gróf smíð úr mótatimbri. Verkið gerði hún í sambandi við sýninguna „Norrænir brunnar", og var í formi hringform- aðrar skálar sem hún gróf í túnið. Ekki vakti það umtalsverða athygli svo ég viti til, en verður vafalítið tíundað í ritum Norræna lista- bandalagsins um langa framtíð. Gjörningurinn var í sjálfu sér forn og áhugaverður, en mörgum hnykk- ir hve þessu fólki leyfíst í nafni list- arinnar, sem fyrrum var stranglega bannað og jaðraði við náttúsru- spjöll og heimsendi. Gunilla hefur og gengið hraustlega til verks í SUM sal og ekki hlíft veggjunum og er þetta að sjálfsögðu þáttur í norrænu myndlistarári 1995. Kannski má minna á þá tíma, er ekki mátti svo lítið sem negla stál- nagla í veggi sýningarsala án þess að allt færi í háaloft. En nú halda menn ekki aftur af sér ef þeir vilja sletta úr klaufunum (og úr málning- ardollum á veggi) með alla fræðinga bandalagsins sér til fulltingis og réttlætingar verknaðinum. Allt ann- að mál er svo, að gjörningur Gun- illu er hrifamikill og með því kröf- tugasta er í þennan sal hefur ratað og undirstrikar á ótvíræðan hátt megininntak framkvæmdanna, sem er að gera efnið undirgefið form- inu. Hringformið heilt og hálft er hér á fullu, og byggist á fimm gifs- steyptum lágmyndum, sem formast af trémóti sem fest er í miðpól hringanna og síðan snúið. Gólfflöt- inn endilangann skarar svo spo- raskja úr mótatimbri og undirstrik- ar hið frumstæða og hina mannlegu þörf til átaka við form og efni. í setustofu eru svo kynnt þijú ný verk eftir Hörpu Árnadóttur, sem nýverið sýndi á Mokka. Er um að ræða eins konar fagurfræði naum- leikans, hvítklætt skæni og óð til flögnunar, forgengileikans og hins tæra og gagnsæja. Allt þetta hafa listamenn velt fyrir sér á ýmsa vegu um langan aldur og þótt ekki séu mikil átök sýnileg í þessum verkum, búa þau yfir margvíslegum vísunum til nútíðar og fortíðar. Hér er hver- fulleikinn virkjaður, en með skírskot- un til hins upphafna í einfaldleikan- um, og hugsæja í sköpuninni. Bragi Ásgeirsson. Hamrahlíðarkórinn Hamrahlíðarkór- inn til Israels Kórinn verður fulltrúi Norður- landa á alþjóð- legri kórahátíð. HAMRAHLÍÐARKÓRINN undir stjóm Þorgerðar Ingólfsdóttur verður full- trúi Norðurlanda á alþjóðlegu kórahátíðinni Zimriya í Jerúsalem í ísrael nú í ágúst. Hópurinn sem fer út er yngri deild kórsins, skipuð 63 félögum á aldrinum 16-23 ára. 40 Kórar frá 17 löndum úr öllum heimsálfum með alls um 1200 kór- söngvara taka þátt í hátíðinni. „Við ætlum að leggja áherslu á að kynna íslenska kórtónlist fyrir áheyrendum, allt frá gömlum ís- lenskum tvísöng að tónverkum eft- ir flest okkar bestu núlifandi tón- skáld,“ sagði Þorgerður Ingólfs- dóttir í samtali við Morgunblaðið. Fulltrúar Evrópu Þorgerður sagði að þau væru einn- ig með á dagskránni ýmsa aðra norræna tónlist enda kæmu þau fram fyrir hönd allra Norðurland- anna. Hún sagði að kórinn hefði verið valinn til að syngja á opnun- arhátíðinni se_m fer fram í stærsta tónleikahúsi ísraels í Tel Aviv 8. ágúst og þar sem fram kemur einn fulltrúi hverrar heimsálfu, og þau væru fulltrúi Evrópu. Þarna mun kórinn bæði flytja íslensk verk og verk eftir norska tónskáldið Ed- vard Grieg. Einnig mun kórinn ásamt Fílharmoníukór ísraels og New York Choral Society flytja Chichester Psalms eftir Leonard Bernstein með undirleik ísrael- skrar sinfóníuhljómsveitar. Síðar á hátíðinni mun kórinn flytja kant- ötuna Rejoice in the Lamb eftir Benjamin Britten. Tónleikar í dag Auk þess að syngja á hátíðinni er búið að skipuleggja tónleika víðar í landinu þar sem kórinn munu einbeita sér að flutningi íslenskrar tónlistar. „Þetta er afskaplega duglegt fólk sem er í kórnum og við erum búin að æfa næstum á hveiju kvöldi og allar helgar síðustu vik- ur. Við fljúgum út í hitann í ísrael á morgun og ég vona að við getum flutt kaldan og góðan gust með okkur frá íslandi,“ sagði Þorgerður að lokum. Kórinn ætlar að halda tónleika í Háteigskirkju í dag og þá gefst íslendingum tækifæri til að heyra eitthvað af því efni sem hann ætl- ar að flytja í ísrael. Tónleikarnir hefjast kl.17. Fyrir eyðieyjuna TÓNLIST breiða yfir örður, en upptakan frá ’93 sýnir, svo ekki verður um villzt, að hin þá ca. þrítuga rússneska stúlka hefur þroskazt með undra- verðum hraða. Flutningur hennar á þessum öndvegisverkum fiðlubók- menntanna gefur einmitt til kynna það sem einkum þarf að fara saman ómælt í Bach-einleik: tækni, mark- sækni og listræna auðmýkt. Skýrasta mælistika þessa er án efa hin stórbrotna Chaconne d-moll partítunnar, sem gerir annað hvort að slqóta fiðlurum upp á festinguna eða bijóta þá niður. Viktoria Mullova svífur að virðist fyrirhafn- arlaust yfir fingurbijótafrumskóg- inn, en með slíkri stóískri yfirveg- un, að helzt verður jafnað til gam- alla refa eins og Isaacs Sterns og Nathans Milsteins. Tónlistin fær í senn að anda og streyma. Sumir kunna sjálfsagt að sakna meiri tilfinningahita í spilamennsk- unni, alla vega miðað við Heifetz. Stíll Mullovu gerir vissulega meira út á íhygli en flugeldasýningu, jafn- vel svo að jaðrar á köflum við hlé- drægni, en að mínum smekk fer sú nálgun tónverkunum ekki síður vel en hin logandi sígaunabogfimi hjá Heifetz. Skapið er samt á sínum stað - en það er látið krauma undir niðri, líkt og innibyrgður eldur sem knýr þá ómótstæðilegu eimreið and- ans, tónhugsun meistara Bachs. Hætt er við, að margur bíði óþreyjufullur eftir komu hinna þriggja einleikssónatna Bachs í meðförum Viktoriu Mullovu, því þessi diskur er sannkölluð krása- krás og líkleg til að endast manni til langdvalar á eyðieyju. Eftir ut- anáskrift að dæma var hljóðritað í kirkju, og upp- takan skilar vel bæði hin- um lifándi endurómi rýmisins og návígi hrosshára og strengja. Viktoria Mullova BACH J.S. Bach: Partítur fyrir einleiksfiðlu, BWV 1002,1004 & 1006. Viktoria Mullova, fiðla. Philips 434 075-2. Upptaka: DDD, Bristol 6/1993. Lengd: 1.17:14. Verð: 1.899 kr. HANDTAKIÐ, vilja mannþekkj- arar meina, lýsir skapgerðinni. Ef trúa skal þessum hvunndagsfræð- um, ber þéttingsfast handtak, ásamt heitum, þurrum lófa, vott um ákveðni, hlýja lund og æðru- leysi. Sem sé óbrigðult einkenni stórsnillings í hljóðfæraleik. Eða hvað? Ég er nebbnilega farinn að ef- ast. Því þrátt fyrir kalt, þvalt og linkulegt handtak Viktoríu Mullovu eftir tónleikana með S.í. í Háskóla- bíói 18. apríl 1985, sem undirritað- ur man líkt og hefði gerzt í gær (þ.e.a.s. handtakið), ber túlkun hennar á einleikspartítum Bachs 8 árum síðar flest merki stórsnillings. Hvað sem allri lófaspeki líður - og leik Viktoriu forðum daga í D- dúr konsert Paganinis vestur á Melum, sem var ágætur, en heillaði mann þó ekki varanlega upp úr skónum - þá lýgur hljómplatan ekki til um tóngáfur. Nútíma klippi- tækni getur að vísu blekkt með því að TSJÆKOFSKÍJ/ SIBELIUS Fiðlukonsertar eftir P. Tsjækofský’ og Jean Sibelius. Viktoria Mullova, fiðla, og Sinfóníuhljómsveitin í Bos- ton u. stj. Seý'is Ozawas. Philips 416 821-2. Upptaka: DDD, Boston 10/1985. Lengd: 1.06:14. Verð: 1.899 kr. Þegar Viktoria Mullova smó sér vestur um járntjaldið sem var og hét fyrir 12 árum með slitna skó og nokkra fiðluboga (sem reyndust verðlausir), var haldmesta farar- nestið hið óbilandi tækniöryggi sem hún hafði byggt upp hjá Leonid Kogan í Moskvu og dugði snemma til að vekja á henni eftirtekt í Ameríku. Aður en varði var hún komin á plötusamning hjá Philips, hugsanlega fyrir atbeina Claudios Abbados, með hveijum hún lék inn Árstíðir Vivaldis 1987. En tæknin ein dugir ekki alla leið, allra sízt í Bach, enda athygli- vert, að Mullova ræðst ekki í verk Leipzig-kantorsins fyrr en um 1993, þ.e. fíðlusónöturnar (með Bruno Canino) og partíturnar sem fyrr var getið. Reyndist það heilla- vænleg töf, því mikill þroski virðist hafa bætzt i sarpinn hjá Viktoríu í millitíðinni. Upptakan á fiðlukonsertum Tsjæ- kofskíjs og Sibeliusar frá 1985 gefur nokkra vísbendingu um þetta. Kon- sertamir voru hljóðritaðir í október, hálfu ári eftir leik hennar hér á landi, og bera, þrátt fyrir stólpagóða spila- mennsku, nokkurn ungæðiskeim, sem lýsir sér í ögn flaumosa hend- ingamótun á stöku stað. En líkt og ballettdansmeyjar, sem geta ekki einu sinni hrasað án þokka, birtist „óþolinmæðin" hjá ungfrúnni einatt [fijavec grace.[fn] Tónninn er gædd- ur þeim arístókratíska svala (orðið „höfðinglegur" væri villandi í þessu sambandi) sem þótti loða við Mil- stein, og sem leiðir hugann að hinni ósnertanlegu Conchitu í kvikmynd Bunuels, „Girndin á sér óljóst tak- mark“, þó að krafturinn sé ólíkt meiri - ekki sízt í Sibeliusi, þar sem víða gætir neistaflugs. Seiji Ozawa stjórnar Boston-sin- fóníunni af krafti, en samt af viðeig- andi tillitssemi við einleikarann. Upptakan er góð, en kannski svolít- ið fjarlæg miðað við marga geisla- diska seinni ára. Engu að siður er hér um eigulega plötu að ræða, ef menn kunna á annað borð að meta ferskleika. Ríkarður Ö. Pálsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.