Morgunblaðið - 05.08.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 05.08.1995, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. ÁGÚST 1995 B 3 Þórarinn Eldjárn BJÖRKOG SNORRI í PARÍS Á Bókasafns heilagrar Genevífu vegg sem veit á móti sjálfu Panthéon mér benti fróður maður meður skegg á meitlað nafnið SNORRO-STURLESON. Við gengum þaðan niður á Saint Michel um Soufflot-götu, út af þessu hrærðir hve löndum okkar getur vegnað vel sem vitrir eru, margfróðir og lærðir. Sem búluvarðinn þar við áfram örk- uðum, nokkuð hratt en þó í værð þá skyndilega birtist okkur BJÖRK á blaðaturni í meira en líkamsstærð. Og þeirra Snorra viðureign hún vann. Hún vegur þyngra til að „kynna ísland“. Við skildum þá að hún er meiri en hann á heimsins torgum, litla birkihríslan. Daglegt brauð í konungsgarði KVIKMYNDIR Regnboginn GEGGJUN GEORGS KON- UNGS „THE MADNESS OF KING GEORGE" ★ ★ ★ Leikstjóri: Nicholas Hytner. Handrit: Alan Bennett byggt á leikriti hans. Aðalhlutverk: Nigel Hawthorne, Hel- en Mirren, Rupert Everett, Amanda Donohoe, Ian Holm, John Wood. The Samuel Goldwyn Company. 1994. UPPLAUSN ríkir í bresku kon- ungsfjölskyldunni. Ríkisarfinn er fýldur út í föður sinn og bíður langþreyttur eftir því að verða kóngur. Innbyrðis átök blossa upp í Buckingham og ná til þingsins, ólögleg gifting gæti valdið hneyksli, aðskilnaður, pólitískt baktjaldamakk, stórfurðuleg hegðun og jafnvel bullandi geðsýki ráða ríkjum. Gæti sem best verið heimildarmynd um breska kónga- fólkið í dag þegar hvert „annus horribilis" rekur annað en er inni- haldið í hinu bráðskemmtilega breska gamandrama Geggjun Ge- orges konungs eða „The Madness of King George“ þar sem Nigel Hawthorne fer á kostum í titilhlut- verkinu. Hann leikur Georg III. sem réði ríkjum seint á átjándu öldinni. Sá tók að sýna af sér mjög óeðlilega hegðun svo ekki sé meira sagt, sem ríkisarfinn, prinsinn af Wales, reyndi að nýta sér með hjálp þing- manna til að koma sér til valda; hann vildi fá föðurinn lýstan geð- sjúkan og gerast kóngur sjálfur enda orðinn harðfullorðinn maður og hatursfullur út í sitt gersam- lega fánýta ríkisarfahlutverk. Myndin er byggð á þekktu leikriti Alan Bennetts og verður varla skoðuð án hliðsjónar við það leik- hús fáránleikans sem breska kon- ungsfjölskyldan hefur séð almenn- ingi fyrir um víða veröld undanfar- in mörg ár. Það er deginum ljós- ara að mynd eins og þessi er sprottin úr þeim jarðvegi og væri varla svona skemmtileg nema út af breska konungssirkusinum. Geggjun Georgs er gamanmynd en kannski ekki eins gamansöm og menn gætu ætlað af kynning- um. Hún er í aðra röndina kómísk lýsing á lífinu við hirðina en líka harmsaga um hvernig kóngur, ósnertanlegur nema af guði, verð- ur í krafti geðveikinnar og meðför- um lækna að hreinasta almúga- manni, múlbundnum eins og Hannibal Lecter í annarri og ólíkri mynd. Hawthorne er sannkölluð vítamínsprauta myndarinnar. Hann ræðst á hlutverk Georgs III. með fítonskrafti og opnar gátt- ir geðveikinnar á eftirminnilegan hátt um leið og hinn grátbroslegi kóngur hans lýsir af spaugi og barnalegri góðvild. Honum er umhugaðra um hver giftist hveij- um í næstu sókn en Ameríkuný- lendunni sem hann tapaði og eng- inn má nefna. Leikaraliðið með honum er ekki af verri endanum og dregur upp skemmtilegar persónugerðir eins og hinn dáðlausa ríkisarfa (Rupert Everett), umhyggjusömu drottn- ingu (Helen Mirren), staðfasta lækni (Ian Holm) og svo mætti lengi telja. Leikstjórinn Hytner „opnar“ leikrit Bennetts af list- fengi og sannfærir okkur um að ekkert hafi breyst í 'aldanna rás í konungsgarði. Þar ríkir alltaf sama dellan nema það virðist ganga æ erfiðlegar fyrir kónga- fólkið að gera skyldu sína, sem er að brosa framan í heiminn eins og ekkert hafi í skorist. Arnaldur Indriðason Gott gengi Engla alheimsins erlendis y TERÐLAUNABÓK Einars l/ Más Guðmundssonar, » Englar Alheimsins, hefur selst eins og heitar lummur í Dan- mörku. I samtali við blaðamann Morgunblaðsins sagði Halldór Guðmundsson, útgáfustjóri Máls og menningar, að bókin hefði um skeið náð efsta sæti á sölulista innbundinna bóka í Danmörku, en það er mjög óvanalegt þar sem þýdd íslensk bók á í hlut.“ Halldór sagði að nú sé ljóst að bókin muni einnig koma út í Nor- egi, Svíþjóð, Finnlandi, Hollandi og Þýskalandi en þar verður hún gefin út af Hauser-forlaginu sem m.a. hefur gefið út verk kunnra skandínavískra rithöfunda, s.s. Danans Peters Hoeg og Norð- mannsins Josteins Gaarder. Bókin er svo væntanleg á markað á Englandi með haustinu en auk þess standa yfir samningaviðræð- ur við útgefendur í fimm öðrum löndum. AÐ sögn Halldórs Guðmunds- sonar hefur dreifing Engla al- heimsins á alþjóðlegan markað gengið óvenjulega vel. „Þetta er satt að segja meiri gangur en ég hef nokkurntímann séð hjá ís- lensku verki áður og það kæmi mér ekki á óvart þótt samningarn- ir við þau fimm lönd sem við eigum í viðræðum við nú verði frágengn- ir fyrir jól.“ Morgunblaðið/Sverrir SIGRUN Guðmundsdóttir og Rut Rebekka sýna höggmyndir og málverk á Hulduhólum. Augnablik ljóss Myndlistarmennirn- IR Rut Rebekka og Sigrún Guðmundsdóttir sýna verk sín á sumarsýningu Huldu- hóla í Mosfellsbæ til tuttugasta þessa mánaðar í boði Steinunnar Marteinsdóttur leirlistakonu sem býr á staðnum og sýnir verk eftir sjálfa sig í sýningarsal á jarðhæð. Hún hefur einnig hengt upp mynd- ir ýmissa listamanna í stofunni í íbúðarrýminu en sýningargestir sem heimsækja Hulduhóla verða að ganga í gegnum þessi tvö sýn- ingarrými áður en komið er í sal- inn á efstu hæð sem geymir verk Rutar og Sigrúnar. Leirlistarverk Steinunnar eru af ýmsum toga og sækir hún sér yrkisefni í náttúruna sem hún túlkar á óhlutbundinn hátt. Hún vinnur jafnt veggmyndir sem og skrautmuni og nytjahluti. Stein- unn sagði í samtali við blaðamann Morgunblaðsins að hennar verk og verkin í stofunni væru meiri hliðarsýningar því hún legði aðalá- herslu á sýninguna á efstu hæð- inni. Hún sagði að þetta væri fimmta sumarið í röð sem hún hefur þennan háttinn á að bjóða listamönnum að sýna verk sín hjá sér. í þetta sinn talaði hún við Rut Rebekku sem fékk fijálsar hendur við að velja annan lista- mann til að sýna með sér. Töluverður straumur gesta hef- ur verið á Hulduhóla í sumar og sagði Steinunn að hún hefði gam- an af því að hitta fólk og kynnast þeim listamönnum sem hún býður að sýna. „Mér finnst gaman að hafa falleg verk í kringum mig,“ sagði Steinunn sem var á leið í ferðalag á Vestfirðina þegar Blaðamaður náði tali af henni. Rökrétt þróun Rut Rebekka sýnir núna ein- göngu landslagsmyndir málaðar með vatnslitum sem hvorutveggja er nýlunda hjá henni en hún er einkum þekkt fyrir olíu og silki- þrykksmyndir sínar þar sem fólk er jafnan í forgrunni. „Vatnsliturinn var rökrétt þró- un á ferli mínum,“ sagði Rut þeg- ar blaðamaður hitti hana og Sigr- únu að máli. „Ég teikna mikið og hef verið að sulla með vatnslitum ofan í teikningarnar og nú lét ég verða af því fyrir alvöru að mála markvisst með þeim.“ Esjan í búningi vorsins er aðal- myndefni Rutar.„Ég vann allar myndirnar úti í náttúrunni og gagngert fyrir þessa sýningu. Ég vildi festa leysingar vorsins á blað, þegar snjórinn er að fara og nátt- úran skiptir um ham,“ sagði Rut, en myndir hennar eru 45 talsins og eru hengdar í tímaröð þannig að undir lokin eru blómin tekin að spretta í tveimur mýndum sem hún kallar „Hér vaxa blóm“. Sleitulaus vinna Þær stöllur segjast passa vel sam- an og verkin falli vel hvert að öðru og sýningarsalnum sjálfum. Sigrún Guðmundsdóttir sýnir þijár höggmyndir úr tré og járni. „Eg var rétt byijuð á einu verk- anna þegar Rut bauð mér að sýna með sér. Ég ætlaði fyrst að hafna boðinu vegna þess að ég var hrædd um að ná ekki að klára verkin í tæka tíð en svo ákvað ég að slá til og vann sleitulaust að verkun- um fram að opnun.“ Hún sagði að bóndi hennar, sem aðstoðaði hana í sumarfríi sínu, hafi reynst dijúgur „letingi" við gerð verk- anna en letingjar eru þeir kallaðir sem aðstoða járnsmiði í smiðjum. Fonseca Bin N.27 og Brostinn strengur eru táknræn verk þar sem fjallað er um löngun mannsins í það sem hann fær ekki höndlað og æviferil hans og þverrandi lífs- mátt. Brostinn strengur er líkt og bátslaga strengjahljóðfæri með einn strenginn brostinn. „Það eru persónulegar ástæður fyrir að ég hafði hann brostinn,“ sagði Sig- rún. Þriðja verkið, það sama og hún var að vinna að þegar sýning- arboðið kom, heitir Afstaða tveggja stóla í sólargeisla. „Það er engin tilfinning í þessu verki. Þetta er bara augnablik sem ég greip síðastliðinn vetur þegar sól- argeisli féll inn um stofugluggann á stóla sem stóðu í stofunni og köstuðu þessum skugga. Ég riss- aði hann upp í hvelli og reyndi að ná afstöðu hans.“ Frekara sýningarhald „Þetta var mjög skemmtileg tilvilj- un að Sigrún var að vinna með ljósið. Hún með geisla vetrarsólar- innar en ég að fást við birtuna í vorleysingunum. Þetta var alveg ómeðvitað,“ skýtur Rut inn í. Framundan hjá henni er einka- sýning í Norræna húsinu í desem- ber þar sem hún ætlar að sýna olíumálverk þar sem manneskjan verður aftur komin í aðalhlutverk. Sigrún segist ætla að láta meira að sér kveða í framtíðinni þó eng- ar sýningar séu á dagskránni frek- ar á þessu ári. Hún segist ætla að sýna örar en hún hefur gert til þessa en langur tírni hefur liðið milli sýninga hennar hingað til.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.