Morgunblaðið - 09.08.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.08.1995, Blaðsíða 1
r iH*r0iiinÞIafcifc SÉRBLAÐ UM SJÁVARÚTVEG PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS MIÐVIKUDAGUR 9. AGUST1995 BLAÐ C PASA í SALTFISKINUM Morgunblaðið/Guðlaugur Albertsson STARFSFÓLK Fiskiðjunnar Skagfirðings á Sauðárkróki taldi þægilegast að fá sér sæti á stóru saltsekkjun- um í pásu frá púlinu við saltfiskinn dag einn fyrir skönimu. Þriðjungs aukníng framleiðslu hjá ÍS EFNI ^jqi Fréttaskýrinq 3 Erfitt að manna fiskvinnsluna f Aflabrögð 4 Aflayfirlit og staðsetning fiskiskípanna Greinar 7 Gísli Þorsteinsson Aukning í sölu allra deilda og félaga HEILDARFRAMLEIÐSLA ís- lenskra sjávarafurða hf. fyrstu sex mánuði ársins jókst um 33% miðað við sama tímabil á siðasta ári. Fram- leidd voru 35.600 tonn en 26.700 tonn í fyrra. Mesta framleiðsluaukningin er í síld og loðnu og framleiðslu erlendis. Verðmætaaukning í sölu fyrirtækisins nam 10,7% miðað við sama tíma í fyrra. Aukning var í sölu allra einstakra söludeilda og sölufélaga. „Við erum mjög sáttir við fyrri hluta Bolfiskframleiðsla fyrirtækisins hefur ársins sem er ágætur. Það hefur verið dregist saman um 9,5%, var 17.870 aukning á framleiðslu, sölu, hagnaðar- aukning og svo framvegis. Hins vegar horfum við fram dálítð erfitt haust, aðallega vegna þess að það er búið að skera kvótann niður aftur um 6-7%. Úthafskarfaveiðin er mun minni en við reiknuðum með, humarinn brást og ýmislegt sem veldur því að bjartsýnin á seinni hlutann er ekki alveg jafn mik- il. En fyrri hlutinn er allavega undir belti og hann er góður," segir Benedikt Sveinsson, forstjóri íslenskra sjávar- afurða. Mest aukning f síld og loðnu Framleiðsla ÍS á íslandi á fyrri hluta ársins jókst um 21,6% og munar þar mest um mikla framleiðsluaukningu á síld og loðnu. Á fyrstu sex mánuðum ársins 1994 framleiddi ÍS um 5.400 tonn af síld og loðnu en í ár 12.700 tonn. Benedikt segir að það sé einkum tvennt sem veldur þessari aukningu. „í fyrsta lagi kemur Vinnslustöðin í Vest- mannaeyjum hér inn sem mjög öflugur loðnuframleiðandi og hefur mikil áhrif á okkar framleiðslutölur. Hins vegar hafa aðrir framleiðendur okkar verið að auka framleiðslu bæði í síld og loðnu og má þar til dæmis nefna Borgey í Hornafirði." tonn í fyrra en 16.180 tonn nú. Skelfisk- framleiðsla hefur sömuleiðis dregist lítil- lega saman eða um 2,8%. Framleiðsla erlendis hefur fimmfald- ast miðað við fyrstu sex mánuðina í fyrra og er nú 4.058 tonn. „Þessi fram- leiðsla er í Namibíu og Kámchataka í Rússlandi. Þessi mikla aukning liggur í því að nú erum við búnir að vera í framleiðslu í Namibíu frá áramótum en í fyrra byrjuðum við ekki fyrr en nokk- uð var liðið á árið. Þarna er því- nýr framleiðandi sem er að skila sínu." Hlutfallslega minnl verðmætaaukning Heildarverðmætaaukning fyrirtæk- isins nemur 10,7% en heildarverðmæti á fyrstu sex mánuðum ársins eru 7.728 milljónir króna en var 6.982 milljónir króna í fyrra. Verðmæti útfluttra afurða frá íslandi jókst um 7,9% en sala erlend- is um 61,6% og munar þar mest um söluaukningu í Namibíu. Þar að auki hafa allar söludeildir aukið söluna, bæði söludeildir erlendis og hér heima. „Verð- mætaaukningin er auðvitað mun minni en magnaukningin. Það skýrist af því að magnaukningin byggist á ódýrari tegundum eins og síld og loðnu," sagði Benedikt. Fréttir Miðnes kaupir nótarskip • MIÐNES hf. í Sandgerði hefur gert samning um kaup á skoska nótar- og flottrolls- veiðiskipinu Quantus. Skip- inu er ætlað að koma í stað Keflvíkings KE og verður einkum notað til loðnu og síldveiða enda útbúið kæli- tönkum./2 Eftirlitið kostar 2 milljónir • VINNSLUSKIP sem skráð eru hér á landi þurfa að hafa veiðieftirlitsmann um borð fyrsta hálfa árið. Köstar það tæpar 2 mili jónir kr./2 Farintil loðnuleitar • TÓLF íslensk loðnuskip voru í gær farin til loðnuleit- ar en lokun Hafrannsókna- stofnunar á veiðisvæðinu til að vernda smáloðnu er fallið úr gildi. ís hamlar leit og þegar blaðamaður ræddi við skipstjóra í gær hafði engin loðna fundist./4 A rannsóknar- skipi í Namibíu • FIMM íslendingar starfa sem yfirmenn um borð í hafrannsóknaskipinu Wel- witchia á vegum Þróunar- samvinnustofnunar íslands við strendur Namibíu. Skip- ið er eitt fullkomnasta rann- sóknarskip sem gert er út í Afríku./5 Mun minni út- hafskarfaafli • AFLAVERÐMÆTI út- hafskarfa á vertíðinni sem nú er langt komin er aðeins um 850 milljónir kr., eða þriðjungur af því sem Þjóð- hagsstofnun hefur áætlað. Karfinn úr úthafinu skilaði íslendingum 2,2 niilljörðum á síðasta ári. íslensk skip hafa það sem af er þessu ári veitt rúmlega 18.000 tonn af úthaf skarfa. Á síð- asta ári veiddust um 46.500 I01111./6 Kvótaverð lækkar • VERÐ á kvóta í nokkrum tegundum lækkaði á síðasta uppboði Kvótamarkaðarins, m.a. vegna þess hvað lítið er orðið eftir af kvótaárinu. Verðið ræðst af framboði og eftirspurn og kvótastöðu í einstökum tegundum./8 Markaðir m IS eykur framleiðslu • MESTA aukningin í fram- leiðslu íslenskra sjávaraf- urða hf. á fyrstu sex mánuð- um þessa árs var í síld og loðnu, eða 136%, og i fram- leiðslu erlendis sem fimm- faldaðist frá sama tíma á síðasta ári. Framleiðsla á bolfiski minnkaði um tæp 10%, einnig varð lítils háttar samdráttur í skelfiski. Framleiðslan á íslandi jókst um 21,6%. Heildarfram- leiðslan þessa mánuði, að meðtalinni framleiðslu á vegum ÍS erlendis, er tæp 35.600 tonn á móti tæplega 26.800 tonnum á síðasta ári og hefur því aukist um 33% milli ára. ^M^J- Islenskar sjávarafurðir: Framleiðslumagn jan.- júní1994 og 1995, tonn ¦ janúar tll júnl Breyt. 1994 1995 % Á íslandi 25.944 31.536 21,6 Bolfiskur 17.868 16.176 -9,5 Síld og loðna 5.419 12.778 135,8 Skelfiskur 2.657 2.582 -2,8 Erlendis 825 4.058 Samtals 26.769 35.594 33,0 Aukningin sést alls staðar íslenskar sjávarafurðir: Sala deilda og félaga jan.-júní 1994 og 1995 Upphæðir i milljónum janúar ti) júnf Breyt. Pg||P 1994 1995 % lÉÉHÉ' ¦¦lllilll 64,9 +4,6 Bretland £14,4 18,2 +26,4 Frakkland FRF 59,9 82,1 +37,1 ...... ............. «ff Þýskaland DM 14,1 14,7 +4,0 Reykjavík $35,1 41,0 +17,0 • SALA jókst í öllum sölu- deildum og dótturfélögum íslenskra sjávaraf urða hf. á fyrri helmingi þessa árs miðað við sama tíma á síð- asta ári. Mesta aukningin varð hjá Iceland Seafood Ltd. í Frakklandi, 37%, og hjá ISL í Englandi, 267o. Bein sala frá söludeild ÍS í Reykjavík jókst um 17%. Þá jókst salan hjá ISL í Þýska- landi og Iceland Seafood. í Bandaríkjunum um 4%.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.