Morgunblaðið - 11.08.1995, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 11.08.1995, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ SUMARHÚSIN í Syðri-Vík og gistihúsið í baksýn. BORÐSTOFA í fyrrverandi fjárhúsi í Syðri-Vík. Hægt er að breyta þremur her- bergjum í sal sem tilvalinn er fyrir 40-60 manna veislur og haldin hafa verið nokkur ættarmót þar. Einnig hafa hjónin til leigu tvö 6-9 manna sumarhús. Samtals geta 33 gestir gist í Syðri-Vík. Gisting í svefnpokaplássi kostar 1.200 krónur á manninn, en 1.800 í uppábúnu rúmi. ■ Þórdís Hadda Yngvadóttir Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir LÍPARITIÐ í Rauðbjörgum fær sérstaka liti í kvöldsólinni. Rauðubjörg gulli lituð Egilsstöðum - Fjarðaferðir í Nes- kaupstað hafa starfað um nokkurt skeið og boðið skoðunarferðir um Norðfjarðarflóa, eyðifirðina Hellis- fjörð og Viðfjörð. Þessar ferðir eru farnar daglega og tekur ferðin um 2 klst. Að sögn Guðmundar Yngvasonar hótelstjóra Egilsbúð- ar og eins aðstandenda Fjarða- ferða, hefur skemmtiferðum fjölg- að fram yfir skoðunarferðir. Það eru hópferðir sem sniðnar eru eft- ir tilefni hveiju sinni, sem skemmtileg skoðunarferð eða æv- intýraferð þar sem kveiktur er varðeldur í landi eða veitingar snæddar í fjöruborði. í návígi við fugla Skoðunarferð byijar með siglingu að Norðfjarðarnípu sem er hæsta standberg sem gengur í sjó fram á íslandi. Ef kyrrt er í sjó er siglt upp að bjarginu og fuglalíf skoð- að. Síðan er siglt yfir Norðfjarðar- flóa að Rauðubjörgum, þar sem líparitbjargið virðist gulli litað í kvöldsólinni. Þá er farið í eyðifirð- ina Viðfjörð og Hellisfjörð þar sem farið er í land. í Hellisfirði eru Fjarðaferðir að útbúa aðstöðu, til að taka við hópum og bjóða til veislu. ■ • Í30ÉÍ ineioÁ .11 aimaiíTBOT 3 } FÖSTUDAGUR 11. ÁGÚST 1995 B 7 FERÐALÖG Fleiri í hestaferðum um Jökuldal MUN MEIRA er um hestaferðir um Jökuldal í sumar en verið hefur undanfarin ár. Algengt er að hesta- menn komi norðan úr landi ofan í dalinn af Jökuldalsheiði og leggi síðan upp á Fljótsdalsheiði áleiðis í Víðidal á Lónsöræfum. Á leiðinni frá Möðrudal og austur í Víðidal er sérstæð náttúrufegurð og margir áhugaverðir staðir, til dæmis Gijótgarðsháls og Sænauta- sel þar sem ágætt er að æja og fá sér kaffi og lummur. Með því að leggja lykkju á leið sína þegar farið er úr Hrafnkelsdal er líka hægt að skoða Dimmugljúfur og Hnita við Jökulsá á Dal hjá Hafrahvömmum. Milli Jökuldals og Víðidals er farið um Snæfellssvæðið, Eyjabakka ut- anverða og yfir í Múla inn af Fljótsdal. Á leiðinni þarf að fara yfir Jökulsá í Fljótsdal á vaði við Eyjabakka. Þar þarf allrar aðgæslu við, sérstaklega ef mikið er í ánni. Þetta svæði er einnig vinsælt til gönguferða. Skáli Ferðafélags ís- lands við Snæfell var opnaður um miðjan júlí í sumar, sem er seinna en venjulega. Ástæðurnar eru snjóalög í vetur og hversu seint sumarið kom. Sigurborg Kr. Hann- esdóttir skálavörður segir að sex gönguhópar hafi þegar verið í gist- ingu og von sé á fleirum. Gönguleið- in liggur af Bjálfafelli yfir Eyja- bakkajökul í Geldingafellsskála, í Egilssel við Kollumúlavatn. Þaðan er örstutt í Víðidal og síðan er geng- ið um Tröllakróka í Nes og þaðan á Illakamb. Þangað er fólkið sótt á bíl og ekið um Kjardalsheiði niður í Lón. Keriaug við Laugafell Við Laugafell hjá Laugakofa, innar- lega á Fljótdalsheiði, er heit set- Morgunblaðið/Sig. Að. GUÐNÝ Jónsdóttir og Sverrir Karlsson á ferðalagi úr Mývatnssveit að Stafafelli í Lóni. SKÁLI Ferðafélags íslands við Snæfell. laug, hlaðin úr gijóti. Þarna rennur um það bil 40 stiga heitt vatn upp úr jörðinni í hlaðna kerlaug úr gijóti. Áður var þama hálfgert dý, en það mun hafa verið upp úr 1980 sem menn, sem vom að vinna að rannsóknum á Fljótdalsvirkjun eða störfum því tengd, hlóðu þessa laug og löguðu umhverfi hennar. Hefur þetta síðan verið vinsæll áningar- staður ferðamanna sem vilja skola af sér ferðarykið. ■ Sigurður Aðalsteinsson KERLAUGIN við Laugarfell. SNÆFELL. Ljósmynd/Amar Egilsson Mýflng 10 öra MÝFLUG hf. í Mývatnssveit var stofnað 1985 og er því tíu ára. Afmælisins var minnst á aðalfundi félagsins í vor og er áformað að halda upp á þessi tímamót með flugdegi í Mývatnssveit. Félagið keypti í upphafi eina vél og hóf þegar flugrekstur. Starfsemin fólst í útsýnisflugi, kennslu og leigu- flugi. Fljótlega festi félagið kaup á tveggja hreyfla flugvél vegna umsvifa í útsýnisflugi. Félagið hóf uppbyggingu á flug- vellinum í Reykjahlíð og 1987 byggði það flugskýli þar og af- greiðslu fyrir farþega. Umskipti urðu í starfseminni 1990, þegar tveggja hreyfla vélin var endumýj- uð og 10 sæta vél keypt í staðinn. Var þá byijað að fljúga áætlunar- flug Reykjavík-Mývatn-Reykjavík og var ákveðið að fljúga daglega til Mývatns og hefur það verið gert allar götur síðan. Á síðasta ári fóm 3.600 farþegar um flugvöllinn í Reykjahlíð. Völlurinn hefur verið endurbættur verulega og önnur aðstaða. Fimm manns starfa hjá félaginu og að sögn forráðamanna hefur starf- semin í sumar gengið þokka- lega þrátt fyrir smáfækkun á viðskiptavin- um frá í fyrra, en þá var reyndar metár hjá félaginu. Daglega er sem sagt flogið til Reykjavíkur og til baka á kvöldin. Yfir daginn er farið í útsýnisflug og er það æ vinsælla hjá ferðaskrifstofunum að gefa ferðamönnum kost á að skoða þannig ýmsa áhugaverða staði á hálendinu. Hvað vinsælastir eru Askja, Kverkfjöll, Herðubreið og Dettifoss. Einnig að fljúga yfir sveitina og Kröflu og nefna má ferðir út í Grímsey með klukku- stundarviðdvöl. F

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.