Morgunblaðið - 11.08.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 11.08.1995, Blaðsíða 1
FOSTUDAGUR H.ÁGÚST1995 LÆGSTA VERÐ BIUVLEIGUBILA I EVROPU! lka Spánn ir. 13.200 Bretland 13.020 Danmörk 18.900 Frakkland 19.900 Holland 17.700 Noregur 28.900 Portúgal 13.060 Sviss 16.660 Þýskaland 15.260 Inniloliö i verðl er: kasttotryaging, laekkun sjálfsábyrgftar, tryggincj f. stuld og oTla sfaðbundna skatto. Sími 588 35 35 Opið mán-foi 9-18 luu 10-14 Sýklarsem ] eru hættulegir fyrir kornabörnin VERIÐ er að rannasaka tíðni svokallaðra keðjukokka, eða Haemolytic Streptococci grúppa B meðal þungaðra kvenna hér á landi. Að sögn Sigríðar Haraldsdóttur ljósmóður á göngudeild kvenna á Landspítalanum eru sýni tekin úr konum tvisvar á meðgöngu og er þær koma inn til fæðingar. Þunguðum konum, sem fæddar eru fjórða hvern dag mánaðar, og koma í mæðraskoðun á Land- spítala eða Heilsuverndarstöð Reykjavíkur, stendur til boða að taka þátt í rannsókhinni. Atli Dagbjartsson, barnalæknir, hefur umsjón með rannsókninni og segir hann að erlendar rannsóknir bendi til að sýklar þess- ir geti verið í leggöngum hjá þriðjungi til helmingi kvenna. Hafa sést á síðustu árum Hann segist fyrst hafa séð þessa keðju- kokka er hann var við framhaldsnám í Bandaríkjunum 1974-5. „Þar voru menn að berjastvið þá en þeir sáust ekki hér fyrir 1980. Á síðustu árum hafa komið upp hættu- legar blóðsýkingar hjá nýburum af völdum þessara keðjukokka. Nýburi sem fæðist sýktur er í lífshættu." Ætlunin er að kanna tíðni keðjukokka meðal íslenskra kvenna og hvernig þeir ber- ast til nýbura. „Það er enn ekki vitað, en þó er talið að börnin smitist í fæðingu. Kon- ur sem taka þátt í rannsókninni og greinast með keðjukokka munu fá lyfjagjöf í fæðingu til að koma í veg fyrir að barnið sýkist. Við væntum þess að niðurstöður úr rannsókn- inni liggi fyrir eftir eitt til tvö ár." ¦ Kennsludögum fjölgar hjá grunnskólaneinendum í haust Engin einkenni eru hjá f ulloronum, en sýktur nýburi er í hættu. 2 NALÆGT fjögur þús- ^^ und sex ára börn eru §mm að hefja skólagöngu í ; JJ haust. Bæst hefur við ¦ -Jg ein kennslustund á viku lii hjá þessum aldurshópi | J þannig að í haust verða ^" sex ára börn 26 tíma á viku í skóla í stað 25 stunda áður. Þau verða líka lengur í skólanum en tíðkast hefur undanfarin ár, mæta í byrjun september og hætta í lok maí. 10 skóladagar bætast að jafnaðlvlðskölaárið Að sögn Guðna Olgeirs- sonar námsstjóra grunn- skóladeildar menntamála- ráðuneytisins hefur kennslu- dögum verið fjölgað sam- kvæmt nýjum grunnskóla- lögum og eiga börn nú að vera 170 daga á ári í skóla í stað 160 daga síðastliðið skólaár. Það þýðir að nem- endur eiga að mæta 1. sept- ember og þá hefst kennsla af fullum krafti. Skólagöng- unni lýkur ekki fyrr en í lok maí. Undanfarin ár hafa kennarar átt starfsdaga í byrjun september og síðustu dagana í maí en nú er sú breyting þar á að kennarar byrja undirbúning í ágúst og ganga frá í byrjun júní. Aukningum 1-2 kennslustundir á vlku Kennslustundum hefur einnig verið fjölgað, sex ára börn fá nú 26 stunda kennsluviku í stað 25 stunda, í öðrum bekk fjölgar kennslustundum um tvær á viku og svo ýmist ein eða tvær sem bætast við upp í 10. bekk. Það eru því alls fimmtán stundir á viku sem bætast við skólagöngu grunnskólanema í haust. Foreldraráð í alla skóla Þá má benda á að kvæmt nýju grunn skólalögunum er gert ráð fyrir foreldraráði við alla skóla. Að sögn Guðna er ekki verið að tala um for- Sex ára börn f á nú 26 stundo kennsluviku eldrafélög og munu þau áfram starfa með svipuðu sniði. Ráðið hefur það hlut- verk að skoða allar áætlanir skóla og fylgjast náið með skólastarfi. Skólastjóri á að vinna með foreldraráði og veita því upplýsingar um starfið í skólanum. Foreldrar velja þrjá fulltrúa í foreldrar- áð til tveggja ára í senn. ¦ Uppselt í 3 af 16 ferðum til London O UPPSELT varð í þrjár ferðir til London af 16 á •Q miðvikudag hjá ferðaskrifstofunni Heimsferðum. ¦j Andri Már Ingólfsson, forstjóri segir að þá hafí ¦4 alls selst um 450 sæti. „Þetta var algjör O sprengja," sagði hann og bætti við að augljóst OC væri að öll sæti sem eru í boði í þessum ferðum jjj myndu seljast upp og mjög hratt. Flogið með 737 Ferðirnar eru í október og nóvember og flogið er með Boing 737 vélum breska félagsins Sabre Airwa- ys og kostar flugið 19.900 krónur auk 2.400 króna flugvallarskatts. Einnig er boðið upp á hótel og kost- ar flug og hótel frá 24.400 krónum auk skattsins. Hver vél tekur um 130 farþega og eru þrjár nú fullbókaðar og segir Andri að margar aðrar ferðir séu orðnar þéttsetnar. Þá kaupi um 90% viðskiptavin- anna dvöl á hótelinu. Býst hann við að Heimsferðir bjóði upp á þetta verð fram að helgi. ENGAR TENNUR - EN6W TANNPÍMAl „Margir hafa spurt hvort við gætum ekki verið með þetta boð í september líka," sagði Andri Már. „Mér var umhugað um að undirbúa þetta sem best en gæti ímyndað mér að næsta ár gætum við sett þessar ferðir upp í september líka." ¦ ISLENSKIR TANNFR&ÐINGAR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.