Morgunblaðið - 23.08.1995, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 23.08.1995, Blaðsíða 10
10 B MIÐVIKUDAGUR 23. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ MARKAÐIR Fiskverð he/ma Faxamarkaður Fiskmarkaður Hafnarfjarðar Fiskmarkaður Suðurnesja * Alls fóru 123,9 tonn af þorski um fiskmarkaðina þrjá hér syðra í síðustu viku. Um Fiskmarkað Hafnarfjarðar fóru 9,2 tonn á 96,59 kr./kg. Um Faxamarkað fóru 65,8 tonn á 91,36 kr./kg og um Fiskmarkað Suðurnesja fóru 48,8 tonn á 104,60 kr./kg. Af karfa voru seld 36,0 tonn. í Hafnarfirði á 65,09 kr. (5,01), 59,15 kr. (1,0) á Faxagarði, en á 69,50 kr. (30,01) á F. Suðurnesja. Af ufsa voru seld 67,6 tonn. í Hafnarfirði á 57,45 kr. (5,21), á Faxagarði á 43,22 kr. (1,51) og á 67,15 kr. hvert kíló á Suðurnesjum (60,91). Af ýsu voru seld 61,8 tonn á mörkuðunum þremur hér syðra og meðalverðið 100,35 kr./kg. Eitt skip, Rauði- núpur ÞH 160, Seldi afla (Smugufisk) í Bretlandi í síðustu viku samtals 104,7 tonn. Þarafvoru 102,5 tonnaf þorski á 77,15 kr./kg. Úr gámum voru seld 135,3 tonn. Þaraf voru 14,4 tonn af þorski á 137,67 kr./kg og 67,4 tonn af ýsu á 100,07 kr./kg. Meðalverð á þorski var 81,61 kr./kg. Eitt skip seldi afla sinn í Þýskalandi í síðustu viku. Björgúlfur EA14 seldi 153,8 tonn á 115,06 kr./kg. Þar af voru 141,8 tonn af karfa á 115,21 kr./kg og 1,2 tonn af ufsa á 59,27 kr./kg. Fiskverð ytra Þorskur mmmmmm Karfi mmm—m Ufsi Markaðurinn bíður frétta af loðnuveiðum við Island ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ MARKAÐUR fyrir loðnumjöl Voríi á vninli ctnrílltrt er nokkuð stöðugur um þessar vwud IIIJUll SLUUUg L mundir o g er verðið hærra en og lýsis verð er hátt *sama tímaJ.^rra- Lfisverð- OJ íð er mjog hatt. Markaðurmn er hins vegar sveiflukenndur og er fljótur að bregðast við góðum afla eða aflabresti. Nú er mjög litið til loðnuveiða við ísland. Ef loðnuskipstjór- um tekst að finna loðnu og veiðar hefjast um næstu mánaðamót gæti lýsisverð lækkað snöggt en ef bið verður á að loðnuveiðar hefjist gæti mjölverðið hækkað. Frekar lítið framboð hefur verið á mjöli að undanfömu. Veiðamar við Perú stöðvuðust fyrir miðjan júlí vegna þess að kvóti fiskveiðiársins, sem lýkur 30. september, var búinn. Kvótinn var alls níu milljónir tonna, tveimur milljónum tonna minni en á síðasta ári. Á síðasta ári varð met- framleiðsla á fiskimjöli í heiminum, 5,3 milljónir tonna. Mesta aukningin var í Suður-Ameríku, einkum Perú. Hins vegar er búist við samdrætti framleiðslunnar í ár, eins og t.d. sést á veiðunum við Perú. Asíubúar keyptu offramlelðsluna Eftirspum eftir fískimjöli hefur aukist mjög í Asíu. Kínveijar hafa til dæmis aukið mjög kaup á mjöli til notkunar í fóður. Einnig fer nokk- uð til Taiwan og Suður-Kóreu. Sól- veig Samúelsdóttir, markaðsstjóri hjá SR-mjöli hf., segir að Asíumark- aðurinn hafí tekið mikið af fram- leiðsluaukningunni sem varð í Perú í fyrra og því hafí Evrópumarkaður- inn, sem íslensku útflytjendumir reiða sig mest á, verið tiltölulega styrkur. Búast hefði mátt við verð- falli í Evrópu ef Asíumarkaðurinn hefði ekki stækkað. Heimsmarkaðsverð á venjulegu fískimjöli, svokölluðu standardmjöli, er nú talið um 360-365 sterlingspund fyrir tonnið en reyndar hefur ekki reynt á sölu þess um tíma. Fyrir ári var verðið 320-325 pund og hefur þvi hækkað um nálægt 10%. Sólveig telur líkur á að verðið haldist nokkuð stöðugt því lítið er eftir í birgðum. Verðið gæti hins vegar hækkað ef bið verður á því að loðnuveiðar heij- ist aftur. Danskt mjöl tll Kína og fslenskt tll Danmerkur Athyglisvert er að íslensku verk- smiðjumar hafa selt mikið af mjöli til Danmerkur og nánast tekið yfír þann markað, þrátt fyrir öflugan danskan fískimjölsiðnað. Sólveig segir að dönsku verksmiðjumar hafí selt mikið af mjöli til Asíu og þvi hafí opnast möguleikar á þeirra heimamarkaði. Evrópa FISKVERÐ hefur haldist lágt í Evrópu vegna mikils framboðs af ódýrum Eystrasaltsþorski í vor. Seafood Intemationa.1 spáir ekki verðhækkun í bráð vegna þess að enn er ódýr Rússaþorskur úr Barentshafi á boðstólum. Dæmi eru um að flök af Eystra- saltsþorski hafi verið seld allt nið- ur í 2 dollara kílóið. Nú eftir vert- íðarlok í Eystrasalti er því spáð að markaðurinn jafni sig nokkuð. Ekki er þó spáð verðhækkun i bili vegna framboðs af ódýrum Rússaþorski úr Barentshafi. Erf- iðara er að spá um framtíðina. Asíumenn kaupa mjölið í pokum og íslensku verksmiðjumar þurfa að senda framleiðslu sína til Hamborgar til pökkunar ef þeir vilja selja mjölið til Asíulanda en dönsku verksmiðj- umar hafa sjálfar aðstöðu til pökkun- ar. Sólveig segir einnig að erfítt sé að selja loðnumjöl til Kína, þar þyki það of dökkt og Kínveijum líki það "einfaldlega ekki. Chilebúar komust inn á Noregsmarkaölnn Þær íslensku verksmiðjur sem lagt hafa í fjárfestingar til að framleiða verðmeira mjöl, svokallað LT-mjöl sem notað er í fiskeldi, hafa treyst á vaxandi markað í Noregi. Það hef- ur valdið þeim nokkmm áhyggjum að verksmiðjumar í Chile hafa bætt framleiðslu sína og komist inn á þennan markað. Hafa þær boðið mjölið á lægra verði en íslensku framleiðendumir telja viðunandi. Skapaðist nokkur óvissa vegna þessa Þó er talið að framboð minnki í ár og þar sem birgðir eru tiltölu- lega litlar er búist við að fiskverð muni frekar hækka. Bandaríkjamarkaður er stöð- ugri, birgðir litlar og viðskiptin lífleg. Innflutningur á botnfisk- afurðum jókst um 7% á fyrsta ársfjórðungi. Eftirspurn eftir surimi er að aukast í Japan og því fylgir lítil- háttar verðhækkun. Framleiðend- ur hafa ekki náð að anna eftir- spurn undanfarin tvö ár og hafa þeir leitast við að f inna hráefni í aukna framleiðslu. í vor og birgðir söfnuðust fyrir hér. Sólveig segir að vegna minnkandi framboðs sé verð á mjöli frá Chile farið að hækka aftur. Norsku kaup- endumir búast við frekari hækkun í haust og hafa snúið sér aftur að ís- lendingum. Nokkram íslenskum loðnubræðsl- um hefur verið breytt til framleiðslu á hágæðamjöli fyrir laxeldið. Fyrir- tækin fjárfesta fyrir nokkur hundrað milljónir í þessum breytinum en ljóst er að sú fjárfesting er ekki eins ör- ugg og talið var fýrir einu til tveim- ur áram. Um þessar mundir fást 5.000- 5.100 norskar krónur fyrir tonnið á LT-mjöli. Er það heldur hærra verð en á sama tíma á síðasta ári en svip- að og fyrir 2-3 áram, samkvæmt upplýsingum Sólveigar. Hðtt lýslsverð Lýsisverð hefur sveiflast mikið á síðasta ári og þessu. Verðið fór niður í 250 dollara tonnið í október en var komið upp í 500-550 dollara í byijun mars. Það féll aftur og í júní var það í 390 dolluram en núna er heims- markaðsverðið um 520 dollarar. Verðlækkunin á síðasta ári stafaði af því hvað lýsisnýtingin var góð hjá Perúmönnum og þeir drekktu Evr- ópumarkaðnum sem íslendingar hafa treyst á. Á móti kom að meira af lýsi fór í herslu en áður og Rúss- ar keyptu smjörlíkið. Má segja að Rússamir hafí borðað mikið af of- framleiðslunni. Sólveig segir að verðið sé hátt núna vegna þess hvað lítið hefur veiðst í sumar. En það geti breyst á stuttum tíma. Framboðið frá ís- landi hafi afgerandi áhrif á markað- inn og ef loðnan fari að veiðast um mánaðamótin megi búast við góðri lýsisnýtingu. Hún segir að þá megi búast við verðlækkun því margir kaupendur séu búnir að skipta yfir í aðrar olíur og það taki þá einhvern tíma að breyta aftur þegar þeir eigi aftur kost á lýsi á samkeppnishæfu verði. Ekki von á verð- hækkun í bráð Heimsframleiðsla á fiskimjöli 1989 til 1994 þús. tonn 5.000 4.000 3.000 2.000 1.000 0 1989 1990 1991 1992 1993 JAPAN BANDARÍKIN SUÐUR- AFRÍKA DANMÖRK ÍSLAND NOREGUR PERÚ CHILE Magn Útflutningur sjávarafurða frá Noregi jan.- maí 1994 80 +43% Og '95 þús, tonn '94 '95 '94 '95 '94 '95 '94 '95 Norðmenn auka útflutning um 20% NORÐMENN fluttu út tæp 652 þúsund tonn af sjávarafurðum fyrstu fimm mánuði þessa árs og er það 20% meira en sömu mán- uði á síðasta ári. Mest munar um aukinn útflutning á alilaxi, 27% meira hefur verið flutt út af ferskum og 66% meira af frosn- um alilaxi. Meira en helmingur sjávarafurðanna fer til landa Evrópusambandsins, eða liðlega 356 þúsund tonn. Er það 14% meira en í fyrra. Mikil aukning er í útflutningi Norðmanna til Rússlands og ýmissa annarra ríkja sem áður tilheyrðu Sovét- ríkjunum. Þannig hefur útflutn- ingur til Litháens fimmfaldast, þrefaldast til Ukraínu og aukist um 85% til Rússlands og Lett- lands. Verdmæti Verðmæti afurðanna milljónir norskra króna 1.000 -------------------- VERÐMÆTI útflutnings Norð- manna fyrstu fimm mánuði árs- ins hefur aukist heldur minna en magnið segir til um, eða um 9%. Á þessum tíma fluttu þeir út sjávarafurðir fyrir 7.974 millj- ónir norskra króna. Tveir þriðju hlutar sölunnar eru til Evrópu- sambandslanda en salan þangað jókst um 2% milli ára. Frakkland er nú mikilvægasta viðskipta- landið á sjávarafurðasviðinu í stað Portúgals, síðan koma Dan- mörk og Bretland. Athygli vekur að verðmæti útflutnings til Rúss- lands hefur tvöfaldast milli ára og salan til Brasilíu hefur aukist um 64%.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.