Morgunblaðið - 23.08.1995, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 23.08.1995, Blaðsíða 12
SÉRBLAÐ UM SJÁVARÚTVEG MIÐ VIKUDAGUR 23. ÁGÚST1995 FJÖLSKYLDUFYRIRTÆKI í MJÓAFIRÐI I f. MorpunWaðið/RAX FISKVERKUNIN hjá Sigfúsi og Páli Vilhjálmssonum á Brekku i Mjóafirði er sannkallað fjölskyldufynr- tæki. Allir leggja hönd á plóginn strax og fiskinum er landað, bæði heimilisfólk og gestkomandi ættingjar. Fyrir framan Pál sem er lengst til vinstri er Stefanía Garðarðarsdóttir, dótturdóttir Sigfúsar, næst eru Anna Guðrún Sigfúsdóttir og Páll Svavarsson kærasti hennar. Þá kemur Sveinn óli Garðarsson dótturson- ur Sigfúsar við hlið afa sins, síðan Pétur Þórarinsson bróðursonur Jóhönnu, konu Sigfúsar, og loks Lárus Gunnsteinsson tengdafaðir Sigfúsar. Segir maður ekki alltaf að það sé tregt? „HANN er tregur,“ sagði Páll Vil- hjálmsson á krókabátnum Margréti þeg- ar hann lagðist að bryggjunni í Brekku- þorpi. Upp úr bátnum komu 365 kg og spurður að því hvort það teldist tregt svaraði Páll: „Segir maður ekki alltaf tregt þegar maður er spurður?" Fimm bátar eru gerðir út frá Mjóa- firði, þar af eru fjórar litlar trillur og einn 11 tonna bátur, póstbáturinn Anný sem jafnframt er snurvoðarbátur. Sigf- ús Vilhjálmsson útvegsbóndi á Brekku, j oddviti og hreppstjóri Mjóafjarðar- hrepps, gerir út tvo báta með Páli bróð- ur sínum og fjölskyldu. Reka þeir bræð- ur saman fiskvinnslu Sigfúsar og Páls. Þeir áttu tvo kvótabáta samtals með 60 tonna kvóta 1989 og náðu honum léttilega en Sigfús sagði að kvótinn hefði verið kominn niður í 9 tonn í vor. Þeir hafí því farið út í það að flytja kvótann af Margréti yfir á As og kaupa „sokkið“ krókaleyfi á Margréti. „Það er heldur skárra að vera við þetta með krókaleyfið, það er þá hægt að veiða þegar við megum fara á sjó, því kvótinn er endalaust skorinn niður,“ sagði Sigf- -ús. Hann sagðist ekki vita hvernig nýju smábátareglurnar kæmu út. „Við hijót- um annaðhvort að lifa af eða drepast, rétt eins og aðrir.“ Fer vel í matinn Mjófirðingar salta megnið af aflan- um. Tveir útgerðarmenn salta afla eigin báta, auk Páls og Sigfúsar sem einnig 'kaupa afla eftir því sem hann býðst. Sigfús Vilhjálmsson út- vegsbóndi á Brekku segir að bjartara sé yfir fiski- miðunum enda hafa smá- bátarnir í Mjóafirði fengið ágætis afla í sumar. Helgi Bjarnason spjallaði við Brekkubræður í heimsókn í Mjóa^örð. PÁLL landar „tregum“ afla. Saltfískurinn er seldur í gegn um SÍF. Hann er fluttur tilbúinn á brettum með póstbátnum til Norðfjarðar og þaðan suður þar sem hann er metinn. „Þetta fer allt vel í matinn,“ sagði Sigfús þeg- ar hann var spurður um gæði framleiðsl- unnar. Hann sagðist hengja dálítið af undirmálsfiskinum upp og láta hann síga. Þá hafa þeir aðstöðu til frystingar. Bátarnir sækja norður undir Gletting og stundum rétt út í fjarðarkjaftinn. Páll hafði farið norður undir Gletting þennan daginn en þangað er þriggja tíma stím. Hann fór af stað klukkan hálf fjögur um nóttina og kom aftur að landi um klukkan fimm síðdegis. Sigfús sagði að ágætis afli hefði fengist í sumar, oft 500-800 kg., öfugt við þá hörmung sem verið hefði í fyrra og hitt- eðfyrra. „Það virðist vera bjartara yfir fiskimiðunum en það er einungis vegna þess að minna hefur verið tekið, ekki vegna þess að stofninn hafi stækkað stórkostlega," sagði hann. Ekki hægt að ganga í tímavinnu Um þrjátíu íbúar eru heimilisfastir í Mjóafirði á sumrin. Þeir starfa við bú- skap og sjávarútveg og þjónustu við sjálfa sig og ferðamenn. Sveitin er ein- angruð á vetrum nema hvað póstbátur- inn fer tvær ferðir í viku til Norðfjarð- ar. Um 20 manns eru þar yfir veturinn, að sögn Sigfúsar. Hann sagði að Mjó- firðingar yrðu að sjá um sig sjáifir, búa sér til atvinnu til að lifa af, því menn gengju hvergi í tímavinnu. FOLK Nýr útgerðar- stjóri Síldar- vinnslunnar • FREYSTEINN Bjarnason hefur verið ráðinn útgerðar- stjóri hjá Síld- arvinnslunni hf. í Nes- _ kaupstað. Hann tekur við starfínu 1. desember nk. en þá lætur Jóhann K. Sigurðsson af störfum fyrir aldurs sakir. Freysteinn verður fimmtugur síðar í þessum mán- uði. Hann var vélstjóri á Snæ- felli EA og togurum Útgerð- arfélags Akureyringa auk þess sem hann vann í Slipp- stöðinni á Akureyri og í við- haldsdeild ÚA. Freysteinn hef- ur í allmörg ár verið verk- smiðjustjóri loðnuverksmiðju Síldarvinnslunnar. Eiginkona hans er Ingibjörg Árnadóttir. Elín Þ. Þor- steinsdóttir Starfsfólk IS skiptir uin störf NOKKRIR starfsmenn ís- lenskra sjávarafurða hf. hafa að undan- förnu færst til í störfum hjá fyrirtækinu. Nokkrir eru kynntir hér á eftir, sam- kvæmt upp- lýsingum í _ fréttabréfi ÍS, en aðrir síðar. • Elín Þ. Þorsteins- dóttir, sem starfað hefur hjá ÍS frá því í byijun árs 1991, erfarin í ársleyfi. Elín gegndi starfi markaðs- og kynningarfulltrúa þar til í nóv- ember á síðasta ári en þá tók hún við starfi gæðastjóra fyrir gæðakerfi ÍS, ISO 9001, ásamt umsjón með kynningarmálum IS. Við starfi kynningar- og gæðastjóra tekur Atli Björn Bragason, en hann hóf störf hjá IS síðastliðið haust og hef- ur haft umsjón með útflutningi á ferskum fiski. Atli Björn er fæddur í Reykjavík 25. maí 1965. Hann lauk stúdentsprófi fráMA1986 oghófþáum haustið nám í almannatengsl- um við háskólann í Salzburg í Austurríki. Hann lauk BS- gráðu frá Kólumbíu háskóla Atli Björn Bragason Helgi Þór Bjarni Frið- Bergs rik Sölvason í S-Karólínu 1991 ogMS-prófi í rekstrarhagfræði sumarið 1993. Atli Björn starfaði hjá Ríkisútvarpinu og sjónvarpi við dagskrárgerð og markaðs- ráðgjöf. 1993-1994 starfaði hann sem markaðsstjóri hjá Islandsferðum hf. Frá maí 1994 hefur hann verið próf- dómari og stundakennari við sjávarútvegsdeild Háskólans á Akureyri. • HELGI Þór Bergs hefur verið ráðinn í starf sölustjóra hjá Iceland Seafood Ltd. í Hessle í Englandi. Helgi Þór er mörgum viðskiptavinum IS kunnur en hann hóf störf hjá ÍS í maí 1993 sem framleiðslu- stjóri sjófrystideildar. Hann er verkfræðingur frá Háskóla ís- lands og hefur í gegnum árin stundað sjómennsku á ísfisk- togurum og frystiskipum. Við starfi framleiðslustjóra í sjó- frystideild tók Bjarni Friðrik Sölvason, sem áður starfaði sem sérfræðingur í Þróun- arsetri ÍS. Bjarni Friðrik, sem er matvælafræðingur að mennt frá ilf, hóf störf hjá ÍS í árs- byijun 1994. Frá 1987 til 1993 starfaði hann til skemmri og lengri tíma sem háseti á Ven- usi og síðar á Vigra. Gísli Erlendsson V erkefnisstj óri fiskvinnslimáms • GÍSLI Erlendsson rekstrar- tæknifræðingur hefur verið ráðinn verk- efnisstjóri matvælanáms með sérstakri áherslu á fisk- iðnað. Nám- inu er ætlað að leysa af hólmi starf- semi Fisk- vinnshiskólans í Hafnarfirði. Fer það fram í húsnæði skólans en undir yfirumsjón Flens- borgarskólans. Gísli Erlends- son er 55 ára gamall. Hann nam rekstrartæknifræði í Bergen og útskrifaðist 1968. Vann hann við rekstrarráðgjöf, mest viðvíkjandi fiskiðnaði og tölvuvinnslu, fyrst sem yfir- maður hagræðingardeildar Sjávarafurðadeildar Sam- bandsins og svo sjálfstætt. Frá árinu 1991 hefur hann ásamt félaga sínum rekið Sjávarrétti í Keflavík. Gísli er kvæntur Jónínu Hjartardóttur með- ferðarfulltrúa og búa þau í Reykjavík. Eiga þau þijú börn og fímm barnabörn. FJÖLDI fiskrétta er í Nýju matreiðslubókinni sem Halldóra Eggertsdóttir og Sólveig Benediktsdóttir tóku saman. í annarri útgáfu frá 1961 iskrift að steiktum fiskfiökum réttinn þarf: SQÐfUliUGirU er u með fleski og lauksósu. V/i kg flök Salt 250 gr reykt eða salt flesk 50 gr snyörlíki Vt I mjólk 50 gr. hveiti 50 gr. snyörlíki 2 laukar pipar Smyrjið eldfast mót. Leggið flökin í mótið og stráið á þau salti. Sneiðið fleskið í þunnar sneiðar og raðið þeim ofan á flökin. Bakið réttinn í ofni 15-20 mín. Berið fram með heitum kartöflum og lauksósu. Saxið laukinn í sósuna eða sneiðið þunnt og sjóðið hann með í sósunni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.