Morgunblaðið - 30.08.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 30.08.1995, Blaðsíða 2
2 B MIÐVIKUDAGUR 30. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Hitt og þetta Pólverjar úr Hnetuholunni í Okhotskhafi • ALLIR pólsku togaramir 28, sem voru að v eiðu m í „Hnetuholunni", aiþjóðlega hafs væðinu i Okho tskhafi, eru nú farair tii veiða innan físk- veiðilögsögu Rússa. Þetta gerðist í kjöifar samninga niiíli þjóðanna, en samkvæmt hon- um hætta Polverjar veiðum í Hentuholunni og fá í staðinn kvóta innan lögsögu Bússa. Samk væmt samkomulaginu verður um heildarkvóta að ræða, en fjöldi togara verður ekkí takmarkaður. Talið er að með þessu móti verði auðveld- ara fyrir Rússa að hafa stjórn áveiðumáþessumikiainn- hafi sínu, en séu þær stundað- ar á alþj óðlega svæðinu í miðju þess. Rússnesku r fiskiðnaður á nú við mikinn rekstrarvanda að etja og hefur því min ni þðrf en áður fyrir hráefni til vinnslu, en í Okhotskhafi veið- is mest af svokölluðum al- askaufsa. Póiverjar óttast, að svo kunni að fara að Rússar sker i k vóta fyrir erlend fiski- skip á svæðinu alveg niður, þegar fiskiðnaðurínn hefur náð sérá strik á ný, og verður fær um að vinna meira af ufs- anum, Heimild: Eurofish Report. Norðmenn fá minnafyrir saltfiskinn • ÚTFLUTNlNGURNorð- manna á söl tuðum þorski hef- ur dregizt verulega saman á þessu ári m iðað við sama tíma í fyrra og verð á fiskinum hefur einnig lækkað. Mest af saltfiskinum fer til Portúgal, en þar fæst lægra verð fyrir hann en á Spáni ogítalíu. Sam- dráttur í magni er 16,6% og verðmætið hefur dregizt sam- an u'm 20,6% miðað við sama tímaífyrra. Samdráttur á útflutn i ngi á söltuðum þorski frá áramotum til loka júlímánaðar nemur nærri 8.000 tonnum, en nú hafa Norðmenn fíutt út uni 38.000 tonn. Verð á saitaða þorskinum hefur að meðaltaii lækkað um 22 krónur á kfió og er nú um 230 krónur. Pyrir vMð hefur heildarverðmæti ú tfíu tn ingsi ns lækkað um ná- lægt 2,3 miiljarða króna, en atts er útfiutningsverðmætlð um 8,8 milijarðar. Verðið niður í 220 krðnur Nokkur aukning var á út- flutningi Norðmanna á soltuð- um þorski frá hauslmánuðum í fyrra ogfram tii marzmánað- ar og komst verðið þá hæst í um 250 krónu r á kíió að meðai- taii. Síðan þá hefur útflutning- urinn dregizt mikið saman og verð fór lægst í 220 kró'nur. 90% til Portúgal í júlímánuði i ár fóru 90% af sallfiskinurn til Portúgal á tæpiega 200 krónur kOóið. Aðrjor stærstu markaðir Norð- manna fyrir saitaðan þorsk eru Spánn, en þangað hafa 5,600 tonn farið í ár og í lalía, en þangað hafa aðeins 618 tonn farið þetfca árið. Hvað Spán varðar er útfiutning- urinn 900 tonnum minni en í fyrra en þá hðfðu 1.458 tonn af saltfiski farið tii ítalíu. Verð á Spáni nú er rúmiega 250 krónur og hefur það hækkað um 9 krónur núlli ára. Verð á ítaiíu er hins vegar um 310 krónur á hvert kíló. Morgunblaðíð/Þorkell ÓSKAR Bjarnason og Eiríkur Eiríksson, starfsmenn Seifs hf., við stóra seiðaskilju sem fer væntanlega í rækjuskip innan tiðar. Ný og léttari seiðaskilja SEIFUR hf. Netagerð hefur hannað nýja seiðaskilju fyrir rækjuskip. Það er Eiríkur Eiríksson sem hefur hannað skiljuna. Hann segist hafa veitt því eftirtekt að margir rækju- sjómenn kvörtuðu undan seiðaskilj- unum sem var lögleidd nú í sumar. Eiríkur segir að sjómenn hafi kvartað mikið yfír allt of þungum skiljum og margir kallað þær „dauðagildrur", því þær hafi viljað slást til í brælum og ekki virkað sem skyldi. Það hafi verið eftir þessa umræðu sem hann smíðaði seiða- skilju fyrir minni rækjubáta sem var aðeins um þrjátíu kíló eða um tutt- ugu kílóum léttari en hinar hefð- bundnu skiljur. Eiríkur segir að upphaflega hafí hann eingöngu haft í huga skiljur fyrir minni rækjubáta en nú séu einnig komnar skiljur frá þeim í nokkur stærri rækjuskip. Skiljurnar minnka afla Eiríkur segir að hér séu á ferð- inni veigamestu breytingar á seiða- skiljum frá því að Norðmenn hófu að smíða þær. „Skiljurnar sem not- aðar hafa verið hingað til hafa ekki virkað nægilega vel og margir segja aflann minni vegna þeirra. Þær hafa þótt þungar og ómeðfærilegar en þar að auki hefur skiljan gert það að verkum að trollið fer oft óklárt. Það hefur sérstaklega viljað brenna við á skipum sem toga með tveimur trollum. Einnig virðist eins og það mynd- ist einhvers konar straumpúði í troll- inu og rækjan hreinlega fljóti upp. Við teljum okkur hafa komist fyrir þessi vandamál, m.a. með því að minnka yfirborðsflatarmál á teinum og minnka gegnumflæði til muna," segir Eiríkur. Eiríkur segir að tólf skiljur hafi verið seldar á þessu ári, bæði í lítil og stór rækjuskip. Færeyingarfá um 2.0001. minni kvóta í Barentshafi VEIÐAR ís- Kenna veiðum Islendinga um skerðinguna að hluta til lenzkra skipa og færeyskra hent- ifánasksipa í Smugunni hafa valdið því að Færeyingar hafa orðið af 2.000 tonna veiðiheimildum í Barentshafi að sögn Jákups Sólstein, formanns Samtaka færeyskra út- vegsmanna. Hann segir að þó Föroya Fiskasöla hafi selt afla skipanna, hafi það ekki haft áhrif á afkomu færeyskrar útgerðar, missir veiðiheim- ilda skipti mestu. Sólstein segir í samtali við fær- eyksa blaðið Dimmalætting, að hentifánaskipin hafi fiskað um 10% af heildarafla í Barentshafinu og fyrir vikið hafi Færeyingar misst um 10% af kvóta sínum þar. Afli Islendinga hafi einnig haft sín áhrif, því Rússar miði við heildarveiðina, þegar þeir ákveði hve miklar heim- ildir þeir veiti öðrum þjóðum. Tómas Arabo, fyrrum þingmaður í Færeyjum, segir landanir henti- fánaskipa í Færeyjum hafa kostað Færeyinga 2.000 tonna kvótaskerð- inu í Barentshafi. Sólstein er ekki alveg á sama máli: „Salan á þessum afurðum hefur ekki skaðað markað- inn, en hvort hún hefur dregið úr möguleikum okkar til að fá veiði- heimildir í Barentshafi, er verra að meta. Veiðar íslendinga á svæðinu hafa hins vegar örugglega valdið miklu um kvótaskerðinguna." Sérstakar handbækur Samherja ALLT FRÁ því Baldvin Þorsteins- son EA kom til landsins árið 1992 hefur Samherji hf. á Akureyri ver- ið að þróa handbækur fyrir skip- verja á skipum útgerðarinnar. í handbókunum er að finna almenn- ar upplýsingar auk sérhæfðra upp- lýsinga um skipin. Þorsteinn Vilhelmsson hjá Sam- herja hf. segir að skipverjar á Baldvini Þorsteinssyni hafi fengið sérhannaðar handbækur þegar að skipið kom nýtt til landsins og síð- an þá hafi handbækurnar verið í þróun. í þeim sé að finna almenn- ar upplýsingar um umgengni í skipunum, þrifnað og öryggi auk almennra upplýsinga" um skipin. Hann segir að gefin sé út handbók fyrir hvert og eitt skip vegna þess að engin skip séu alveg eins og þessvegna þurfi sérhæfðar upplýs- ingar fyrir hvert þeirra. Öryggisreglur og fleira Auk Baldvins hafi skipverjar á Margréti og Akureyri fengið slíkar handbækur í hendur og ætlunin sé að útbúa bæklinga fyrir hin skipin í framtíðinni. „Þetta er hugsað sem upplýsingabæklingur um þær reglur sem gilda á skipun- um. Þarna eru líka öryggisreglur, til dæmis hvernig menn eiga að bera sig að við hífingar, að nota hjálma, flotbúninga, öryggislínur og svo framvegis," segir Þorsteinn. Ýmsar kynningaraðferðir Guðfinnur G. Johnsen, tækni- fræðingur LÍU, segist ekki vita til þess að fleiri útgerðir á landinu hafi þennan háttinn á upplýsingum og fræðslu sjómanna. I öllum skip- um flotans séu hinsvegar leiðbein- ingar og reglur um öryggisbúnað kynntar. Hann segir að það sé þó mjög mismunandi hvaða háttur er hafður á slíkri fræðslu. Aukln nýliðafræðsla „Það eru æfingar um borð í flestum skipum hálfsmánaðarlega. Þá hefur nýliðafræðsla aukist til muna um borð í skipum og er það einkum fyrir tilstilli Slysavarna- skóla sjómanna og á hann heiður skilinn fyrir það innlegg í öryggis- mál sjómanna." Hann segir að einnig séu um borð í öllum skipum handbækur frá Fiskistofu um með- ferð og frágang afla. „Það er ábyggilega eins misjafnt og skipin eru mörg hvernig þessi mál eru kynnt, það er einungis spurning um form," segir Guðfinnur. Smávægileg bilun getur orðið að miklu vandamáli HELGI Laxdal, formaður Vél- stjórafélags íslands, segir að rekja megi mörg þeirra óhappa sem verða á smábátum til þess að sjó- mennina skorti þekkingu á vélbún- aði bátanna. Oft þekki menn ekki undirstöðuatriði og smávægilegar bilanir geti skapað mikil vandræði. Vélstjórafélagið heldur eigin skrá yfir óhöpp sem verða að fréttaefni og reynir að leita sér frekari upplýsinga um ástæður þeirra. Þannig hefur félagið skráð 31 óhapp smábáta undir 12 tonn- um frá 14. mars á síðasta ári til 7. ágúst sl. Af þeim er nærri þriðj- ungur, eða 9 óhöpp, rakinn til beinnar vélarbilunar. Helgi segir að bilanir komi við sögu í mörgum öðrum tilvikum, bendir til dæmis á að í sjö tilvikum hafi bátar sokk- ið á sjó vegna leka og í jafnmörg- um tilvikum hafi bátar sokkið í höfn. Bilun af einhverju tagi hljóti oft að hafa komið við sögu í þess- um óhöppum og fleirum. Svipuð niðurstaða er úr saman- tekt um þau tilvik sem björgunar- báturinn Sæbjörg í Sandgerði hef- ur komið til aðstoðar. Þriðjungur tilvika, eða 12 af 36, er bátar sem dregnir voru í land vegna bilana. Þarf að f ræða sjómenn Helgi segir að oft séu bilanir tiltölulega litlar en þær verði að stóru vandamáli þegar mennirnir geti ekki gert við. Oft kunni menn ekki einföldustu undirstöðuatriði, eins og til dæmis að skipta um sigti. Ekki sé hægt að jafna því saman þegar vélknúið tæki stöðv- ast í landi og á sjó, menn lendi í miklum vanda ef slíkt gerist á sjónum. Og það kosti oft leit og björgun. „Ef við viljum fækka þessum óhöppum þarf að fræða smábátasjómenn um vélbúnað- inn," segir Helgi. í lögum um atvinnuréttindi vél- stjóra o.fl. er það gert að skilyrði að smábátasjómenn hafi farið á vélgæslunámskeið til að geta róið. Verið er að undirbúa þessi nám- skeið og segir Helgi að reynt verði að hafa þau þannig úr garði gerð að þau komi að sem mestum not- um. Bátar undip 12 brl. sem hala oi'ðið fréttaefni vegna óhappa vsbumuu lAVAklÚ 3 RAKÍLAND 2 OFHLmSLA 1 ÁSIGLING 1 ELDURÍVÉLARRÚMI 1 STRANDAOI 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.