Morgunblaðið - 31.08.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 31.08.1995, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR31.ÁGÚST1995 B 3 VIÐSKIPTI AutoCAD EXPO SÝNINGIN og ráðstefnan AutoCAD EXPO verður haldin að Scandic Hótel Loftleiðum í dag og á morgun. Sýningin er ætluð þeim, sem tengjast tölvustuddri hönnun (CAD) á íslandi og verður fjöldi AutoCAD stoðkerfa kynntur. Áuk íslenskra fyrirtækja munu fimm erlend fyrirtæki, sem sérhæfa sig í lausnum fyrir AutoCAD, senda fulltrúa til að kynna og sýna stoð- kerfí. Þau fyrirtæki sem eiga fyrir- lesara á ráðstefnunni eru Samsýn, Tölvuvæðing, Genius, Cadpoint, IDOK, Cadett og GTX. Þá mun Autodesk senda einn af sínum mönnum til að kynna væntanlegar nýjungar. Ráðstefnan hefst klukk- an 8:30 á fimmtudag með ávarpi Arna Magnússonar, aðstoðar- manns iðnaðarráðherra. Hugbún- aður hf. stendur fyrir ráðstefnunni ásamt AutoCAD söluaðilunum Finni P. Fróðasyni innanhúss- hönnuði, verkfræðistofunni Snertli og Örtölvutækni. Auk þess munu EJS, Nýherji, OZ og Tæknival ljá tæki og sýna nýjung- ar í vélbúnaði. Aðgangur er ókeypis. Aðalfundur eignarleiga ¦ALÞJÓÐLEG samtök eignarleiga, Multilease Association, halda að- alfund sinn hér á landi í dag og á morgun. í samtökunum er aðeins ein eignarleiga frá hverju landi og er Lýsing hf. fulltrúi íslendinga í þeim og gestgjafi aðalfundarins. Markmið samtakanna er m.a. að skiptast á upplýsingum um mark- aðstækni og samræma málflutning gagnvart stjórnvöldum og ýmsum alþjóðasamtökum. Fundurinn verð- ur haldinn að Hótel Sögu og hann sækja um fimmtán erlendir fulltrú- Mikilvægi upplýsinga til stjórnunar í rekstri eykst með degi hverjum Takmarkast rekstur þlnn vegna skorts á upplýsingum? MCOMXM. Concorde XAL upplýsingakerfi og bókhald. Alhliða upplýsingakerfi án takmarkana. Hátækní tll framfara Skeifunni 17 • Símí 568-1665 Blab allra landsmanna! ¦ kjarni málsins! DAGBOK Billeröd Group ¦DAGANA 3. til 6. september nk. verður haldinn árlegur fundur Bill- eröd Group hér á Islandi. Fundinn sækja um 50 sölumenn víðs vegar úr Evrópu sem starfa fyrir Stura í Svíþjóð, en það er pappírsfram- leiðslufyrirtæki. Fundurinn verður haldinn á Scandic Hótel Loftleiðum og eru allir þátttakendur erlendir. Fundur- inn er skipulagður í samvinnu við Úrval-Útsýn. Ferðamálakynning ¦ FRANSKA Ferðamálaráðið, „Maison de la France", hefur ákveðið að halda hina árlegu ferða- málakynningu fyrir Scandinaviu hér á landi, nánar tiltekið á Hótel Sögu, dagana 3. til 6. september. Hér verða staddir um 50 aðilar úr ferðamálaiðnaðinum í Frakk- landi. Hlutaðeigendum er bent á að þriðjudaginn 5. september milli kl. 14 og 18 gefst þeim kost- ur á að hitta ýmsa aðila frönsku ferðaþjónustunnar. Verslunardeild- in mun annast skráningu á viðtölum en þau er nauðsynlegt að bóka fyrir- fram. Allar nánari upplýsingar um ráð- stefnu þessa veita Dóra Siego og Dominique Pledel-Jonsson á skrifstofu verslunardeildar franska sendiráðsins í síma 5519833/34. FUNDUR framundan! Tæknivæddir þingsalir í öllum stærðum. Leitið upplýsinga og við sendum gögn um hæl. SCANDÍC LOFTLEIOIR Sími: 5050 900 • Fax: 5050 905 Nýi Pentiurrf örgjörvinn HIIIIIIH Pentium 133 ;i Pemtum t20 PentiumlOO P8rrtium90 Pemium 76 Aukið IDE (UpU4tJulJU:U. JK-flLKJLJUH_M-AÍiJUJLEJBB Orkusparnaðai-kerf i „Plug & play" EDO minni PCI tengibraut Yfirburdir PCI frá Tulip eru ótviræðir § 1 - __ rs^: Af hverju velja stjórnendur fyrirtækja Tulip tölvur? Þeir vilja tæknilega fullkomnun, fyrsta flokks framleiðslu, 3 ára ábyrgð og verð sem stenst allan samanburð - svo einfalt er það! Nýtt Pentlum móðurborð. Allar nýjar Tulip Pentium tölvur eru búnar nýju móðurborði (TC44) sem m.a. er byggt fyrir nýja gerð innra minnis, EDO-minni, sem nýtir mun betur gagnabrautina til örgjörvans en eldri gerðir. Þetta hefur í för með sér a.m.k. 25% hraðvirkari gagnaflutning en þekkst hefur. Nýja móður- borðið styður nýjustu gerðir Intel Pentium örgjörva, 100 MHz, 120 MHz og 133 MHz og P6 örgjörvann sem er næsta kynslóð örgjörva frá Intel. Hámarksminnisstærð er nú orðin 256 MB og boðið er upp á nýtt og endurbætt PCI og „Multi-Busmaster'-PCl. PCI tenglbraut. Hugbúnaður hefur þróast þannig að flytja þarf sífellt meiri gögn á milli disks og minnis og úr minni á skjá. Með PCl „Local Bus" tengibraut eru gögn flutt með 132 MB hraða á sek. Öllum flöskuhálsum þarf að ryðja úr vegi og PCI er sannkölluð „gagnahraðbraut". „Plug & Piay" Með „Plug & Play'" geta notendur bætt tengispjöldum í tðlvuna án fyrirhafnar. Með „Plug & Play" tækninni eru spjöld skilgreind sjálfkrafa um leið og þeim er stungið í samband. Tulip tölvur eru í fremstu röð hvað þessa tækni varðar. Windows 95 hefur innbyggðan „Plug & Play" hugbúnað sem samræmist „Plug & Play" vélbúnaði tölvunnar og stuðlar þetta samspil að betri nýtingu hennar. Allar nýjar Tulip tölvur hafa Windows 95 vottun frá Microsoft. Val á stýrlkerfl. ( haust verða Tulip Vision Line tölvur boðnar með Windows for Workgroups, Windows 95 eða IBM OS/2 Warp uppsettu á harða diskinum. Auklð IDE. Með auknu ide („Enhanced IDE") næst meira en tvöfalt meiri flutningshraði en með venjulegu IDE. Auk þess sparast fé og fyrirhöfn með meiri tengimöguleikum. T.d. má tengja geisladrif við tölvuna án sérstaks tengispjalds. Orkusparnaðarkerfl. Það kostar orku og peninga að hafa tölvu í gangi. Ef tölvan er verklaus er það sóun á hvoru tveggja. í spamaðarskyni er þess vegna sjálfkrafa dregið til muna úr orkunotkun Tulip tölva í „lausagangi". TulSp computers Gæðamerkið frá Hollandi Munið beint símanúmer söludeildar - 569 7840 NÝHERJI SKAFTAHLlÐ 24 - SlMI 569 7700 Alltafskrefi á undan i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.