Morgunblaðið - 31.08.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 31.08.1995, Blaðsíða 4
4 B FIMMTUDAGUR 31. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ * HÖNNUN OAPI ¦ 'Á.GUÐMUNDSSON HF. húsgagnaverksmiðja Skemmuvegi 4 Kópavogi Sími 5573100 VIÐSKIPTI Heildsalar á dagvörumarkaði frammi fyrir harðnandi samkeppni Nýir tímar ný viðhorf Fréttaskýrinq Harðnandi samkeppni og aukið frelsi í al- þjóðaviðskiptum hafa haft veruleg áhrif á heildsala hér á landi. Þorsteinn Víglunds- son kynnti sér hvernig heildsalar hefðu brugðist við þessum breytingum og hvert stefndi í þessu efni. T lALSVERÐ umræða hefur farið fram um stöðu heildverslunar íslandi á undan- förnum árum og hef- ur hún einkum beinst að hugsan- legri og jafnvel nauðsynlegri sam- einingu heildverslana. Þessi um- ræða virðist mest áberandi á dag- vörumarkaði þar sem harðnandi samkeppni ogtilkoma EES-samn- ingsins hefur leitt til töluverðra verðlækkana, bæði vegna lægra innkaupsverðs og lægri álagningar. Nokkuð skiptar skoðanir komu fram um framtíð íslenskrar heild- verslunar hjá þeim heildsölum sem Morgunblaðið ræddi við, en flestir virðast þó vera sammála um nauð- syn þess að heildverslanir sameinist og hagræði í rekstri sínum hvað Auto Reýkjavík Scandic Hótel Loftleiðir 31. ágúst og 1. september í þingsölum l, 2, 3 og 4. fimmtudag frá kl. 08:30 til 16:30 og föstudag frá kl. 08:30 til 16:00 Hands On AutoCAD Þingsalur 3 Komið og prófið ! Tilvalið tækifæri fyrir alla þá sera vilja prófa nýjustu útgáfu af AutoCAD. Boðið verður uppá 50 mín. langar kynningar undir handleiðslu kennara þar sem gestir fá tölvu til egin afnota. Tölvur og annar búnaður frá Tæknival hf. AutoShow Fyrirlestrar / kynningar Kl. Fimmtudag Sýning Þingsaiur 4 Vélbúnaður og hugbúnaður Viðurkenndir AutoCAD söluaðilar rooK Höiinun iðnfyrirtækja Cadett Rafmagnshönnun Tðlyuvæðing Viðatáskerfi orkustofnana Genius Véla og réthlutahönnun Hádegishlé Autodesk AB Hðnnunarkerfi Potat lliiiiriuii bygginga GTX Meðhöndtun rasta gagna Föstudag Point VeghðnounarkerD GTX MeðhÖndlua rasta gagna BDOK 1luiuilin iðnl'yrirlirk ju Cadett Kaliiiiignslionnun Hádegishlé Genitis Véla og vtllilutnliiiiiiiun Samsýn 1 .iinilupplýsingiir í AutoCAI) Autodesk AB Frnniliðarstt'fna Finnur P. Fróöason SNEETILL = VERKFRÆÐISTOFA ORTOLVUTÆKNI = búnaður sem öðru líður. Þegar hafi talsverð sameining átt sér stað, og þá eink- um á dagvörumarkaðnum, en búast megi við enn meiri sameiningu þar sem og á öðrum sviðum heildversl- unar. Áhrif EES-mistúlkuð Þegar samningurinn um Evr- ópska efnahagssvæðið var í bígerð átti sér stað nokkur umræða hér á landi um brotthvarf einkaumboða með gildistöku samningsins. Stefán S. Guðjónsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra- stórkaupmanna, segir að þessi umræða hafi verið byggð á misskilningi. „Það eru engin ákvæði í EES-samningnum sem banna framleiðenda að semja við einn aðila um einkasölu á fram- leiðslu hans í viðkomandi landi. Það sem breyttist hins vegar með EES- samningnum er að ekki er lengur heimilt að meina neinum að kaupa þessa sömu vöru frá einhverjum öðrum aðila, t.d. heildsala í Dan- mörku eða Bretlandi." Þessi möguleiki virðist hafa leitt til lækkandi vöruverðs hér á landi þar sem hann hefur veitt heildsa- lanum aðhald í álagningu og komið í veg fyrir að framleiðandi geti verðlagt markaði með mismunandi hætti. „Ein helsta ástæðan fyrir þessum verðlækkunum hér heima er að þessari mismunandi verð- stefna erlendra framleiðenda er lokið. Það gengur ekki lengur hjá þessum fyrirtækjum að halda uppi mismunandi verði eftir löndum. Á sínum tíma var t.d. mjög þekkt tyggjó-tegund ódýrari út úr búð í Bretlandi en sem nam heildsölu- verðinu í Þýskalandi. Þessi þróun hefur líka pínt okkur niður og það þýðir ekkert fyrir mig að vera að bjóða vöru dýrari en hún býðst í Bret- landi eða á hinum Norðurlöndunum. Enda sést það ef borið er saman verð á matvöru í Reykjavík, og t.d. Kaupmannahöfn og Stokkhólmi þá er varan ódýrari á Islandi í þorra tilfella," segir Ing- var Karlsson, framkvæmdastjóri Karls K. Karlssonar hf. Tilkoma innkaupafyrirtækja á borð við Baug hf. sem og óttinn við það að stórmarkaðir hefji eigin innflutning virðist þannig hafa veitt talsvert aðhald á markaðnum. Minni heildsölur verða undir Viðmælendum Morgunblaðsins bar flestum saman um það að umtalsverð sameining hefði átt sér stað á þessum markaði og þá eink- um á dagvörumarkaðnum. Þannig má nefna nýleg kaup Nathans ojg Ólsen á dagvörudeild Kristjáns O. Skagfjörð og kaup Danól hf. á heildversluninni Sund hf. Einnig hefur Karl K. Karlsson hf. verið að bæta við sig að undanförnu. Almennt virðist vera talið að þessi þróun muni halda áfram hvort sem mönnum líkar betur eða verr. Við- leitni manna til hagræðingar muni alltaf vera til staðar og þau fyrir- tæki sem ekki nái fram aukinni hagkvæmni í rekstri sínum muni einfaldlega verða undir í sam- keppninni. í dag munu vera tæp- lega 20 heildverslanir á dagvöru- markaðnum en almennt virðist tal- Ekki lengur hægt að halda uppi mismunandi verði eftir löndum ið að þeim muni fara fækkandi. Þannig telur Egill Ágústsson, framkvæmdastjóri íslensk-amer- íska, að í framtíðinni muni aðeins um 3-4 heildsalar vera starfandi á þeim markaði. Vilhjálmur Fenger, fram- kvæmdastjóri Natans og Ólsen, segir það hafa verið markvissa stefnu hjá fyrirtækinu að bæta við sig umboðum og vörumerkjum og þar séu menn alltaf vakandi fyrir nýjum tækifærum. Þetta auki hag- kvæmni í rekstri fyrirtækisins sem skili sér síðan til neytenda. Ekki hefur heldur eingöngu ver- ið um. sameiningar fyrirtækja að ræða eða að stærri fyrirtæki hafi verið áð kaupa upp minni og verr staddar heildsölur heldur hafa um- boðsmenn þurft að gæta sín á því að sinna vörumerkjum sínum sem skyldi því annars eru þau hrifsuð upp af stærri heildsölum. Möguleikar til sameiningar munu þó alltaf takmarkast af fjölda birgja erlendis. Vörumerki sem eru í harðri samkeppni munu aldrei komast undir sama heildsalan enda myndi slíkt aldrei þjóna hagsmun- um framleiðendanna og þeir munu ætíð hafa úrslitavaldið í þessum efnum. Hins vegar hefur sameining erlendra fyrirtækja sjálfkrafa vald- ið sameiningu, eða umboðsmissi hér á landi. Sú hefur t.d. verið raunin hjá íslensk-ameríska, en fyrirtækið er umboðsaðili fyrir Procter & Gamble. Egill segir að fyrirtækið hafi farið nokkuð aðra leið en aðr- ir heildsalar hér á landi þar sem það hafi ekki staðið í kaupum á öðrum heildsölum. „Við höfum þess í stað einbeitt okkur að því að bjóða upp á sem flestar vörutegundir frá Procter & Gamble, enda er þar af nógu að taka. Hins vegar höfum við fengið upp í hendurnar ýmis ný vörumerki þegar P&G 'j hafa keypt fyrirtæki erlendis. Við erum eini umboðsaðili þeirra hér á landi og því færast þessi vörumerki sjálf- krafa á okkar hendur burtséð frá því hvort einhver heildsali hafi haft þetta umboð hér á landi fyrir. Dreifingarkerfið ofdýrt Auk sameiningar heildsölufyrir- tækja hefur mikið verið rætt um að heildsalar hafi með sér samstarf um dreifíngu á vörunni enda dýrt að halda úti dreifingu til verslana um allt land. Þá hafi gjaldþrot Mikla- garðs sýnt að það getur reynst litl- um heildsölum afar áhættusamt að einbeita sér að fáum verslunum til þess að reyna að spara við sig í dreifingar- kostnaði. Umræður hafa átt sér stað á milli heildsala um samstarf af þessu tagi en þær virðast ekki hafa borið mikinn árangur enn sem komið er. „Ég held að þetta hafí aðallega stoppað á því að menn vildu ekki eða treystu sér ekki til að fara út í sölu á þeim eignum sem þeir áttu fyrir. Auk þess sem þeir hafi verið efins um ágæti þess að leggja fram nýtt fjármagn til að koma upp húsnæði sem þeir áttu fyrir og höfðu jafnvel afskrifað að fullu. Ég held hins vegar að þarna hafi skammtímasjónarmið ráðið ferð- inni og ef af þessu hefði orðið. á sínum tíma væri komið annað hljóð í strokkinn nú," segir Friðþjófur Ó Johnsen, forstjóri Ó. Johnson og Kaaber. Hann segist þó aðallega vera hissa á því að vöruflutninga- fyrirtækin hafi ekki tekið meira við sér í þessum efnum en nú horfi þó til breytinga þar sem Samskip og Tollvörugeymslan séu að taka sig talsvert á í þessum efnum. Vilhjálmur segist hins vegar telja að sameiginlegt dreifmgarkerfi sé ekki í verkahring heildsala heldur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.