Morgunblaðið - 02.09.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 02.09.1995, Blaðsíða 1
 BLAÐ ALLRA LAND S M A N N A JNb$t&utM$faib 1995 FRJALSIÞROTTIR LAUGARDAGUR2. SEPTEMBER BLAÐ D Ein þríggja gulldrottninga Reuter GWEN Torrence fagnaðl sigri í 200 m hlaupi á gullmótlnu í Berlín I gær og fékk að launum 5 kíló af gulli, að verðmætl tæpar fjórar mllljónir króna. Aöalkeppninautur hennar Merlene Ottey heltist úr lestinnl í mioju hlaupi. Norðmenn lagðir að velli ÞORBJÖRN Jensson, landsliðsþjálfari i hand- knattleik, srjórnaði landsliðinu til sigurs i sinum fyrsta leik sem þjálfari — þegar liðið lagði Nor- eg að veili, 27:23, í /jðgurra ianda móti í Austnr- rí'lri i gærk völdi. „Ég er ailtaf ánægður með sig- ur. Það var by rjunarbragur á leik okkar i byrj- un, enda langt síðan sti-ákar nir hafa verið sam- an. Við náðum mest sex marka forskoti [23:17] gegn Norðmönnum. Áhersla lögð á varnarleikinn ÞOR6JÖRN sagði að bann hafi lagt aðal áhersl- una á varnarleik liðsins. „ Vörnin er lykiilinn að góðu gengi. Ég gerði breyiingar á vamarleikn- um — við lékum ekki sex-núll-vörn, heldur fórum grimmt út og lékum bæði fimm-einn og þrír- tveir-einn vðrn." Júlíus komst ekki J ÚLÍUS Jónasson fékk ekki leyfi hjá Gumm- ersbach til að leika i mótinu. „Það er skemt að geta ekki teflt fram Júliusi og Geir S v einssy ni, en ungu strákarnir fá að spreyta sig. Robert Sighvatsson stóð sig vei á Knu nni—fiskaði þrjú vítaköst og skoraði eitt mark. Þetta mót, sem Norðmenn, A ustur rí kismenn og ítaUr taka þátt í, er tílvalið tækifæri til að vera með landsliðs- liópinn saman—fyrir Evrópuleikinn gegn Rúm- eniu 27. september i Bútapest," sagði Þorbjörn. Patrekur skoraði níu mörk ¦ i P ATREKUR Jóhannesson skoraði fles t mör k gegn Norðmön imm, eða nin. Aðrir sem skoruðu voru Ólafur Stefánsson 6, Páll Þórólfsson 3, Valdimar Grimsson 3, Ðagur Sígurðsson 2, Jason Ólaf sson 2, Jón Kristíánsson 1, Róbert Sighvats- son 1. Leó Örn Þorletfsson og Ingi Rafn Jónsson léku sinn fyrsta huidsleik, aðrir s»m léku vorn Einar Gunnar Sigurðsson, Guðmundur Hrafn- keisson og Bergsveinn Bergsveinsson. Johnson og Sulli- vaníannaðsinn ígullpottinum MICH AEL Johnson og Sonia O'Sulli van hafa áður krækt sér i guilpottínn. Það var árið 1993 og þá voru þau i hópi fimm í þr óttamauua sem skiptu tuttugu eins kilóa gullstöngum á milli sin fyrir að sigra í sínum greinum á öílum fjórum gUlmótunum. Á sl. ári skiptu Mike Powell lang- stökkvari frá Bandaríkjunum og Colin Jackson grindahiaupari á milli sin pottinum. Fjögur skiptu gullpottinum Christie missti af gullstöngunum á sjónarmun í 100 hlaupi og Bubka varð annar í stangarstökki Þau voru fjögur sem skiptu með sér gullpottinum að loknu fjórða og síðasta gullmóti Alþjóða frjálsíþróttasambansins í Berlín í gær. Michael Johnson sigraði ör- ugglega í 400 m hlaupi þrátt fyrir að vera nokkuð frá sínum besta, hljóp á 44,56 sek. Sonia O'Sullivan átti glæsilegan Iokasprett í 5000 m hlaupi og stakk heimsmethafann, Fernöndu Ribeiro, af á síðustu 100 metrunum og tryggði sér hlutdeild í pottinum góða. Þá sigraði Gwen Tor'rence auðveldlega í 200 m hlaupi kvenna og Natalya Shiko- lenko var sú fjórða til að „falla" í gullpottin þegar hún kastaði lengst kvenna í spjótkasti, 67,72 m. Fimmti íþróttamaðurinn sem átti möguleika fyrir mótíð að fá hlut- deild í pottinum, Linford Christie, varð að bíta í það súra epli að verða annar í sinni grein, 100 m hlaupi, sjónarmun á eftir Kanadamnninum Donovan Bailey sem hirti af honum heimsmeistaratitilinn á vegalengd- inniiyrir réttum mánuði. „Ég er alltaf sterkur á síðustu 20 m og var það einnig að þessu sinni, það er allt sem ég get sagt sagði," sagði Christie eftir að það varð ljóst að hann hafði lennt í öðru sætinu og misst af gullstöng- um að verðmæti rúmlega 3 milljón- ir króna, miðað við að pottinum hefði verið skipt í fimm hluta. Þýska hlaupakonan Grit Breuer keppti í fyrsta skipti á mótinu etir að hafa tekið út þriggja ára keppn- isbann vegna lyfjamisnotkunar. Hún varð önnur á 51,68 sek. í 400 m hlaupi, en Cathy Freemans sigr- aði á 50,98 sek. Breuer fékk mik- irin stuðning frá áhorfendum á Ólympíuleikvanginum í Berlin og var glöð í bragði þegar hún kom í markið. „Ég vildi bara komast í gegnum þetta hlaup slysalaust og það tókst mér. Ég á meira inni en ég sýndi að þessu sinni," sagði hún. „Það væri ekki rétt hjá mér að segja að hlaupið hafí verið það besta hjá mér í sumar, en vissulega það sem hefur veitt mér mesta ánægju," sagði Sonia O'Sullivan hafði komið fyrst í mark í 5000 m hlaupi og krækt sér í hlutdeild í gullpottinum. „Eg kom mjög einbeitt til hlaups- ins, ekki vegna gullsins sem var í boði heldur vegna þess að ég ætl- aði mér að hlaupa vel og sigra Ottey," sagði Gwen Torrence, að loknum sigrinum í 200 m hlaupi kvenna. Hún kom lang fyrst í mark á 21,98 sek. og Irina Privalova varð önnur á 22,59 sek. Merlene Ottey varð hins vegar að hætta keppni eftir tæpa hundrað metrá vegna meiðsla. Þau stórtíðindi gerðust annars á mótinu að Ukraínumaðurinn Segei Bubka varð að gera sér annað sætið að góðu í stangarstökks- keppninni, stökk aðeins 5,90 m. Það var S-Afríkumaðurinn Okkert Brits sem fór með sigur úr býtum, stökk 5,95 m og kóronaði sigurinn með því að reyna við nýtt heims- met, en tókst ekki. En eflaust var þetta alveg ný reynsla fyrir Bubka að sjá andstæðing sinn reyna að slá heimsmet sitt, en Bubka hefur verið einráður í þessari grein síðan 1984. KIMATTSPYRNA: VERÐA STRAKARNIRI LA CORUNA STÓRIR? / D4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.