Morgunblaðið - 07.09.1995, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 07.09.1995, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. SEPTEMBER 1995 C 5 LAUG ARDAGUR 9/9 MYNDBÖND Sæbjörn Valdimarsson AIMGUS OG GULUR ÆVINTÝRI Langt að heiman (Far Erom Home) 'k'kVi Leikstjóri og handritshöfund- Ur Phillip Borsos. Aðalleikend- ur Jesse Bradford, Mimi Ro- gers, Bruce Davison. Bandarísk. 20th Century Fox 1994. Sam myndbönd 1995. 96 mín. Öllum leyfð. Ævintýramyndir sem þessi ger- ast heldur fátíðar, þótt myndir um baráttu ungl- inga við um- hverfi sitt og félagsskap við dýr sé gott og uppbyggilegt efni fyrir yngri aldurshópa. Langt að heim- an gerir betur því hún er ágæt- lega gerð og ætti að falla flestum í geð. 14 ára gamall drengur, Angus McCormick, verður viðskila við föður sinn í ofviðri á sjó og kemst lífs af uppá ókunna eyðiströnd. Eini félagsskapurinn er hundurinn Gulur sem er mun skárri en eng- inn. Þeir félagarnir lenda í alls- kyns ævintýrum á leiðinni til byggða, sem er löng og ströng en ekki óyfirstíganleg. Það reynir hvað mest á hæfi- leika hundsins Guls í þessari mynd og ferfætlingurinn stendur sig með láði. Jesse Bradford er geðug- ur piltur sem hæfir hlutverki sínu vel og leikstjórn og handrit Borsos heldur sig á lágstemmdu tónunum. Þetta er sannkölluð fjölskyldu- mynd og kemur öllum í létt skap. DULARFULLUR KORNFLÖGU- KÓNGUR GAMANMYND Leiðin til WelviIIe (The Road to WelviIIe) k Leikstjóri og handritshöfund- ur Alan Parker. Aðalleikendur Sir Anthony Hopkins, Bridget Fonda, Matthew Broderic, John Cusac. Banda- rísk. Castle Rock 1995. Skífan 1995. 115 mín. Öllum leyfð. Söguhetjan nýjustu mym stórleikstjórans Alans Parker e: kunnur furðufugl. John Harvey Kellogg (Sir Anthony Hopkins), sjálfur kornflögukóngurinn sem þessi alkunni morgunmatur er kenndur við. Hann var lifandi goð- sögn sem jafnframt kornflöguiðn- aði var heittrúaður aðventisti og rak heimsfrægt heilsuhæli, kunn- ast fyrir kreddur. Þar var bindindi á tóbak, kjöt, kynlíf... Enginn annar en Sir Anthony Hopkins fer með aðalhlutverkið og sannast sagna yfirleikur karl af slíku offorsi og skapar svo frá- hrindandi manngerð (sem Kellogg eflaust var) að hugur manns á í vandræðum með að einbeita sér að þessu nýjasta verki Parkers sem sjaldan hefur brugðist fyrr. Leikhópurinn er ekki vondur en persónurnar og umhverfið er allt með heldur óaðlaðandi svip svo myndin nær aldrei minnstu tökum á áhorfandanum. Þetta er maka- laust umfjöllunarefni sem greini- lega þolir illa þá farsakenndu meðferð sem það fær hjá Parker, sem engan veginn er í essinu sínu að þessu sinni. I NÝJAR HLIÐAR Á GÖMLU MÁLI SPENNUMYND Uppljóstrun (JustCause) kkk Leikstjóri Arne Glimcher. Aðal- leikendur Sean Connery, Laur- ence Fishburne, BÍair Under- wood, Ed Harris. Bandarísk. Warner Bros 1995. Warner myndir 1995. 126 mín. Ald- urstakmark 16 ára. Þetta er þræl- mögnuð mynd og vönduð og kemur virkilega á óvart fyrir mikið afþreyingargildi. Connery leikur Paul Armstrong, lagapró- fessor við Harvard sem tekur að sér að rifja upp gamalt morðmál. Sá sem dæmdur var sekur um verknaðinn bíður þess að verða tekinn af lífi og heldur stöðugt fram sakleysj sínu. Armstrong hafði enga hugmynd um hvaða forarvilpu hann var að lenda í er hann tók að sér þetta óhugnanlega glæpamál í fenja- skógum Flórída. Myndin er hröð og spennandi, nýjar persónur koma við sögu sem hressa uppá atburðarásina. Ed Harris fær lítið en matarmikið hlutverk í anda Hannibals Lecters, og nýtir þessi ágætisleikari sér tækifærið til fullnustu. Það er þó enginn annar en Connery sem á þessa mynd þótt hann fái harða samkeppni frá Harris og Fishburne. BÍGMYNDBÖND Sæbjörn Valdimarsson Nell kk'A í óbyggðum Norður-Karólínufylk- is hefur stúlkan Nell (Jodie Fost- er) leynst í kofa- skrifli ásamt kerlingunni móður sinni. Móðirin hefur margoft fengið heilablóðfall og hefur það lamað tjáningamátt hennar. Nell tal- ar því illskiljan- legt hrognamál sem engin skilur er móðirin fellur frá. Umheimurinn lítur á hana sem skrípi en læknirinn Jerome Lovell (Liam Neeson) leyfir Nell að eiga sitt líf í friði. Lærir tungumál hennar og kennir henni sitt. Jodie Foster gengur auðveldlega í gegn- um hlutverkið, skilar því með ágætum einsog hennar er von og vísa. Myndin er byggð á sannsögu- legum atburðum en þrátt fyrir allt er engin stórmynd á ferð heldur forvitnileg smámynd þar sem bresku aukaleikararnir falla illa í hlutverk sín. Með Natöshu Ric- hardson. 90 mín. Öllum leyfð. STEFÁN Jón Hafstein. Almannarómur á Stöð 2 Sjónvarpsáhorf- endur „kjósa“ með símanum STEFAN Jón Hafstein mun í vetur stjóma umræðuþætti á Stöð 2 sem heitir Almannarómur og er nafn- giftin valin með tilliti til orðabóka- skýringarinnar; „það sem almenn- ingur hefur fýrir satt“. Aðalmál þáttarins hveiju sinni verður rætt af fjórum þátttakendum á palli og 40-50 gestum í sal. „Gestimir í sal em fulltrúar ýmissa viðhorfa og hagsmuna í samfélaginu, og eiga að gæta hagsmuna þeirra sem heima sitja á þann hátt að þátttak- endurnir í umræðunni fái ekki að komast upp með moðreyk eða drepa málum á dreif,“ segir Stefán Jón. Þegar helsta viðfangsefni þáttar- ins hefur verið rætt í kjölinn í um hálftíma, munu gestir í sal og áhorf- endur heima fyrir greiða atkvæði. Kosningin fer fram með þeim hætti að borin verður upp tillaga eða spuming um viðkomandi málefni, sem áhorfendur geta tekið afstöðu til með því að hringja í ákveðin númer. Hringing í annað númerið er skráð sem atkvæði á móti við- komandi málefni en hringing í hitt númerið sem atkvæði með efninu. Teljarar í símstöð Pósts og síma verða tengdir beint inn í stjómher- bergi þáttarins og verður hægt að varpa úrslitum „kosningarinnar“ á sjónvarpsskjáinn fyrir framan þátt- takendur í upptökusal og áhorfend- ur um leið og kosningu lýkur. Hægt er að afgreiða mörg hundmð, jafn- vel þúsundir símhringinga á nokkr- um mínútum, að sögn Stefáns Jóns. „Þetta er ekki vísindaleg skoð- anakönnun en skemmtileg aðferð til að setja málin í þá hnotskum sem þarf, kryfja rökin og kalla fram afstöðu til vandasamra mála,“ segir hann. “Fyrsti þátturinn með þessu sniði verður sýndur í beinni útsendingu í lokaðri dagskrá á Stöð 2 fímmtu- daginn 21. september nk. og verða þættimir vikulega á dagskrá til jóla. UTVARP Anna Pólina Árnadóttir sér um þóttinn Jó, ein- mitt! óskolög og æsku- minningar, ó Rós I kl. 10.15 ó laugardags- morgnum. RÁS 1 FM 92,4/93,5 6.45 Veðurfregnir. 6.50 Bæn: Séra Halldór Gunnars- son flytur. Snemma á laugar- dagsmorgni. Þulur velur og kynnir tónlist. 8.07 Snemma á laugardags- morgni heldur áfram. 9.03 Ut um græna grundu. Þátt- ur um náttúruna, umhverfið og ferðamál. Umsjón: Steinunn Harðardóttir. 10.03 Veðurfregnir. 10.15 Já, einmitt! Óskalög og æskuminmngar. Umsjón: Anna Pálína Árnadóttir. (Einnig á dagskrá á föstudagskvöld kl. 19.40). 11.00 í vikulokin. Umsjón: Logi Bergmann Eiðsson. 12.00 Útvarpsdagbókin og dag- skrá laugardagsins. 12.45 Veðurfregnir og auglýsing- ar. 13.00 Fréttaauki á laugardegi. 14.00 „Með islenskuna að vopni" Frá hagyrðingakvöldi á Vopna- firði 3. ágúst síðastliðinn. Fyrri þáttur. Umsjón: Jón Ásgeir Sig- urðssón. 15.00 Þrír ólíkir söngvarar. 1. þáttur: Enrieo Caruso. Umsjón: Gylfi Þ. Gíslason. 16.05 Sagnaskemmtan. Fjallað um ' sögu og einkenni munnlegs sagnaflutnings og fluttar sögur með fslenskum sagnaþulum. Umsjón: Ragnheiður Gyða Jóns- dóttir. (Áður á dagskrá 28. ág- úst sl.) 16.30 RúRek 1995. Eftirþankar Umsjón: Dr. Guðmundur Emils- son. 17.10 Frelsi eða fákeppni. Þáttur um fslenskan sjávarútveg. Um- sjón: Þröstur Haraldsson. (Einn- ig á dagskrá nk. þriðjudags- kvöld.) 18.00 Heimur liarmónikunnar. Umsjón: Reynir Jónasson. (Einnig á dagskrá á föstudags- kvöld kl. 21.15) 18.48 Dánarfregnir og auglýsing- ar. 19.30 Auglýsingar og veðurfregn- ir. 19.40 Óperuspjall. Rætt við Elsu Waage söngkonu um óperuna Grímudansleik eftir Giuseppe Verdi og leikin atriði úr verkinu. Umsjón: Ingveldur G. Ólafsdótt- ir. 21.10 „Gatan mfn“. Selatangar og Þórkötlustaðanes í Grindavík. Jökull Jakobsson gengur um með Magnúsi Hafliðasyni. (Áður á dagsrká í mars 1973) 22.10 Veðurfregnir. Orð kvölds- ins: Hrafn Harðarson flytur. 22.30 Langt yfir skammt. Jón Hallur Stefánsson gluggar i sög- una Kyntöfrar eftir Hreggvið Hreggviðsson. (Áður á dagskrá 18. júlí sl.) 23.00 Dustað af dansskónum. 0.10 Um lágnættið. Verk eftir Ludwig van Beethoven. Tríó í B-dúr ópus 11 fyrir klari- nett selló og pfanó. Luba Edlina, Yuli Turovsky og James Capbeli leika. Sónata númer 5 í F-dúr ópus 24 fyrir fiðlu og pfanó. Lorraine McAslan leikur á fiðlu og John Blakely á píanó. 1.00 Næturútvarp á samtengdum rásum til morguns. Veðurspá. RÁS 2 FM 90,1/99,9 8.07 Morguntónar fyrir yngstu Börnin. 9.03 Laugardagslíf. Um- sjón Hrafnhildur Halldórsdóttir. 13.00 Á niörkunum. Hjörtur Hows- er. 14.00 Iþróttarásin. íslandsmót- ið í knattspyrnu. 16.05 Létt músik á siðdegi. Asgeir Tómasson. 17.00 Með grátt f vöngum. Umsjón: Gest- ur Einar Jónasson. 19.30 Veður- fréttir. 19.40 Vinsældalisti götunn- ar. Umsjón: Ólafur Páll Gunnars- son. 20.30 Á hljómleikum. 21.00 RúRek 1995. Bein útsending frá tónleikum á Ingólfstorgi. Black- man & Anwayz in Axion leika. Kynnir Verðharður Linnet. Umsjón dr. Guðmundur Emilsson. 22.10 Veðurfregnir. 22.15 Kvöldtónar. 23.00 Næturvakt Rásar 2. Umsjón: Guðni Már Henningsson. Næturút- varp á samtengdum rásum til morguns. Veðurspá kl. 1. NÆTURÚTVARPIÐ 1.05 Næturvakt Rásar 2. 2.00 Fréttir. 2.05 Rokk. 3.00 Næturtón- ar. 4.30 Veðurfréttir. 4.40 Nætur- tónar. 5.00 Fréttir. 5.05 Stund með Los Paragayos. 6.00 Fréttir, veður færð og flugsamgöngur. 6.03 Ég man þá tíð. Hermann Ragnar Stef- ánsson. (Veðurfregnir kl. 6.45 og 7.30). Morguntónar. ADALSTÖÐIN 90,9 / 103,2 9.00 Sigvaldi Búi. 13.00 Halli Gísla. 16.00 Gylfi Þór. 19.00 Magnús Þórsson. 21.00 Næturvakt Aðalstöðvarinnar. BYLGJAN FM 98,9 9.00 Morgunútvarp. Eirfkur Jóns- son. 12.10 Jón Axel Ólafsson og Valdís Gunnarsdóttir. 16.05 Erla Friðgeirsdóttir. 19.00 Gullmolar. 20.00 Laugardagskvöld. 3.00 Næt- urvaktin. Fróttir kl. 10, 12, 15, 17 og 19.30. BYLGJAN, ÍSAFIRÐI FM 97,9 9.00 Samtengt Bylgjunni FM 98,9. 20.00 Tveir tæpir. Víðir Arnarson og Rúnar Rafnsson. 23.00 Gunnar Atli með næturvakt. Síminn f hljóð- stofu 93-5211. 2.00 Samtengt Bylgjunni FM 98.9. BROSIÐ FM 96,7 3.00 Ókynntir tónar. 13.00-17.00 Léttur laugardagur. 20.00 Upphit- un á laugardagskvöldi. 23.00 Næt- urvaktin. FIH 957 FM 95,7 10.00 Sportpakkinn. Hafþór Svein- jónsson og Jóhann Jóhannsson. 13.00 Björn Þór, Ragnar Már, Axel og Valgeir. 16.00 Helga Sig- rún. 19.00 Björn Markús. 21.00 Mixið. 23.00 Pétur Rúnar Guðna- son. KLASSÍK FM 106,8 10.00 Tónlist og spjall. Hinrik Ól- afsson. 12.00 Blönduð tónlist. 16.00 Óperukynning. Randver Þor- láksson, Hinrik Ólafsson. 18.30 Blönduð tónlist. LINDIN FM 102,9 8.00 Morguntónar. 11.00 Á laugar- dagsmorgni. 13.00 Ókynnt tónlist. 16.00 íslenski kristilegi listinn (endurfluttur). 18.00 Ókynnt tón- list. 20.00 Laugardags vaktin. 23.00 Næturvaktin. SÍGILT-FM FM 94,3 8.00 Ljúfir tónar. 12.00 Kvik- myndatónlist. 13.00 Á léttum nót- um. 17.00 Sfgildir tónar. 19.00 Við kvöldverðarborðið. 21.00 Á danss- kónum. 24.00 Næturtónar. TOP-BYLGJAN FM 100,9 7.00 Sjá dagskrá Bylgjunnar FM 98,9. 10.00 Svæðisútvarp TOP- Bylgjan. 11.00 Samtengt Bylgj- unni FM 98,9. X-ID FM 97,7 10.00 Örvar Geir og Þórður Örn. 12.00 Með sítt að aftan. 14.00 X-Dómínóslistinn. 17.00Þossi. 19.00 Party Zone. 22.00 Nætur- vakt.3.00 Næturdagskrá.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.