Morgunblaðið - 09.09.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.09.1995, Blaðsíða 2
2 C LAUGARDAGUR 9. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Að mála tilfinningn Kristján Davíðsson opnar sýningu í húsi Arkítektafélagsins næstkomandi laugardag. Þröstur Helgason ræðir við hann um sýninguna, BOGADREGNAR línur í þak- skeggi hússins taka á sig mynd fljúgandi fugls þegar ég geng upp að því. Fyrir framan húsið er iítil tjöm sem fuglinn getur synt í. Ég er á leiðinni í heimsókn til myndskáldsins Kristjáns Davíðs- sonar og mér þótti þessi fuglsímynd eiga vel við. Við þekkjum hina flug- háu ljóðrænu ímyndun í verkum hans, ímyndun sem birtir manni öðruvísi sýn á heiminn og tilveru okkar í honum. Ég kem að opnum dyrum og fljót- lega birtist listamaðurinn glaðbeitt- ur á svip og heilsar mér styrkri hendi. Hann býður mér til setustofu framan við vinnustofu sína; ég er nú undir vængjum fuglsins. Landslagið Samtal okkar beinist fljótlega að kjamanum í verkum Kristjáns, sýn hans á náttúmna. Ég spyr hann hvernig hann vilji staðsetja sig í íslenskri myndlist. „Ég hef reynt að víkka sjón manna á landslagið. Ég mála allt öðruvísi landslags- myndir en þeir sem voru að hér fyrr á öldinni. Samt eru tengsl þarna á milli, tengsl sem rekja má til landsins okkar. Ég mála tilfinn- ingu mína fyrir landslaginu - það þýðir þó ekki að skynsemin komi þar hvergi nærri, öll list er ávöxtur skynsamlegrar niðurstöðu. Aðferð mín felst hins vegar í því að láta náttúruna fylla mig af tilfinningu og varpa henni svo á strigann á minn persónulega hátt. Ég stilli mér aldrei upp í náttúrunni og reyni að stæla hana.“ Ég impra á hinum sterka per- sónuleika í verkum Kristjáns, hinum einstaka stíl sem maðúr þekkir allt- af myndir hans á og hann beinir málþsínu að sýningunni. „Á þessari sýningu langar mig til að sýna fram á að það er hægt að gera mjög ólíkar myndir sem innihalda samt sem áður sama per- sónuleikann. Maður þarf ekki alltaf að vera að mála sömu myndina eins og sumir þurfa að gera erlendis. Þar eru menn reknir af galleríum og þurfa að mála sama máiverkið aftur og aftur til að halda sölu. Við erum sem betur fer laus við þetta hér heima.“ Sýningin er myndverk Aðspurður segir Kristján að það sé mjög mikilvægt að sýning myndi eina heild, að hún hafi eitthvert ákveðið þema. „Sýning þarf að hafa form - eins og ljóð. Takist það ekki getur sýningin verið misheppnuð þótt á henni séu góð verk, þótt á henni séu engir aðrir gallar. Það eru til einstaka menn sem hafa þennan sérstaka hæfileika til að búa til sýningu úr listaverkum, hæfi- leika til að stilla saman ólíkum verk- um án þess að þau trufli hvert ann- að og án þess að ijúfa merkingar- samhengið í sýningunni. Sýningin sjálf er að einhveiju leyti mynd- verk. Þessir menn hafa afskaplega næma tilfinningu fyrir list. Ég hef þekkt nokkra slíka í gegnum tíðina en mér þykir þeim fara fækkandi." Hentar sýningarsalurinn í gamla húsinu hans Ásmundar þér vel? „Sá salur er geysilega skemmti- legur. Það hefur hins vegar verið erfitt að fá viðunandi sýningarpláss í bænum undanfarin ár. Þeir staðir sem hafa verið í boði eru ekki góð- ir, s.s. Kjarvalsstaðir og Listasafn íslands sem hefur stundum boðið mönnum að sýna. Mér þykir þetta satt að segja ekki viðkunnanlegir sýningarstaðir. Og smærri galleríin hafa ekki verið mjög áhugaverð heldur að mínu mati. Eg sýndi síð- ast í Gallerí Nýhöfn og það var eini sýningarstaðurinn sem mér þótti eitthvað varið í. Konurnar sem ráku salinn, Svala Lárusdóttir og Svava Aradóttir, eru með afbrigðum menntaðar og miklar framákonur um menningu. Þær standa að undir- búningi á sýningu minni að þessu sinni líka.“ Hvernig líst þér á að gera Hafn- arhúsið að listasafni eins og menn- ingarmálanefnd Reykjavíkurborgar hefur lagt til? Það líst mér ekkert á og sú skoð- un mín byggist á því að þetta hús var aldrei hugsað sem listasafn. Konstrúksjón hússins hentar ekki sýningarhaldi og ég hef reynt það sjálfur því ég skipulagði einu sinni sýningu þarna fyrir hóp listamanna. Á öllum gólfum eru súlur sem bijóta rýmið upp, þær bijóta það miklu meira upp en þau verk sem hugsan- lega væri hægt að setja þarna inn. Og það gengur ekki upp. Það væri miklu betri lausn á húsnæðiseklu Listasafns Reykjavíkur að pijóna eitthvað við Kjarvalsstaði. Við höld- um ekki rollur hér í bæ lengur og höfum því ekki mikil not fyrir allt þetta gras í kringum húsið, þótt það sé vissulega ósköp notalegt að hafa það þarna. Það fer heldur ekki fram mikil félagsleg starfsemi á því eins og er - nema kannski á nóttunni. Menn eru alltaf að velta því fyr- ir sér hvort það eigi að byggja tón- listarhús hér eða hvort það eigi yfirleitt að byggja eitthvað fyrir fólkið í landinu. Þetta þykir ekkert mál neins staðar annars staðar í heiminum. Hér heima þurfa menn bara að gera sér grein fyrir því að það kostar þetta að vera lifandi og teljast til menningarþjóða." Hæfileikinn verður ekki flúinn Eftir þessa hressilegu ákúru á hendur ráðamanna klárum við úr kaffibollunum og Kristján sýnir mér vinnustofu sína. Þar er hátt til lofts og bjart. Enn standa nokkur verk í trönunum sem eiga eftir að fara í sýningarsalinn. Ég spyr hann hvort hann sé alltaf að mála. Hann segir að svo sé ekki, hann sé bæði galleríið sitt og málarinn sem selji í galleríinu og því þurfi að hugsa um ýmislegt annað en að mála. Ég spyr hann að lokum hvort hann myndi hafa valið þetta starf aftur ef hann ætti völina núna. Hann verður hugsi og segir svo íbyggin á svip: „Það er nú þetta með valfrelsið. Það er ekki víst hvað ræður örlögum mannsins. Það eru alls konar víxlverkandi áhrif sem beinast að mönnum og taka jafnvel ákvarðanir fyrir þá. En ég ímynda mér að ef menn hafa list- rænan hæfileika á annað borð ráði hann ansi miklu í vali þeirra á starfi. Hæfileikinn verður ekki flúinn.“ Morgunblaðið/Kristinn Morgunblaðið/Ásdís EIN þekktasta óperu- söngkona Danmerkur. Elisabeth Meyer- Topsoe heldur tónleika í íslensku óperunni fimmtudaginn 14. september kl. 20.30. Elisabeth Meyer- Topsoe vinnur nú við Konunglega leikhúsið í Kaupmannahöfn, en hún hefur undanfarin fimm ár sungið í stærstu óperuhúsum í Evrópu. Tónlist henn- ar hefur verið gefin út á geisladiskum með söngvum eftir Strauss og Wagner og hafa þeir hlotið lof gagn- rýnenda. Einnig hafa danskir sálm- ar, sem komu út nýlega, fengið frábærar viðtökur. Sópransöngkonan Elisabeth Meyer-Topsoe mun á tónleikunum í íslensku óperunni á fimmtudags- kvöldið syngja norræna söngva ásamt verkum eftir Richard Strauss og Richard Wagner. Undirleikari er Inger Marie Lens, sem leikur á píanó. Miðvikudaginn 13. september kl. 20 mun Elisabeth Meyer- Topsoe halda í Nor- ræna húsinu fyrirlestur með tónlistarívafi um danska tónskáldið Pet- er Heise. Laugardaginn 16. september kl. 15 mun hún halda tónleika í Langholtskirkju. Á efnisskránni verða danskir og íslenskir sálmar. Sunnudaginn 17. september kl. 16 held- úr hún kirkjutónleika á Akureyri. Þar verða einnig fluttir danskir og íslenskir sálmar. Auk tónleikanna mun hún veita kennslu/Master Class í Söngskól- anum í Reykjavík og Tónmennta- skólanum Ákureyri. Hljómleikaför hennar til Islands er á vegum íslensku óperunnar og danska sendiráðsins. MYNPLIST S ý n i n g a r s a 1 u r Is- lenskrar graííkur GRAFÍK •Samsýning sex norrænna listamanna í sýningarsal félagsins íslenskrar grafíkur, Tryggvagötu 15. Opið alla daga nema mánud. kl. 15—18 til 10. september. Aðgangur ókeypis. SAMSÝNINGAR eru af ýmsu tagi, og mikið veltur á þeim forsend- um sem farið er af stað með þegar undirbúningur er hafinn. í verstu tilvikum er aðeins um að ræða sam- ansöfnun listaverka til að fylla ákveðið rými, og vill þá uppsetning- in oft verða ansi sundurlaus og ár- angurinn eftir því. í flestum sam- sýningum er hins vegar leitast við að ganga út frá einhveijum sameig- inlegum þáttum listafólksins, og er árangur sýninganna yfirleitt þess betri, sem þessir þættir eru betur skilgreindir. Við undirbúning þessarar sýning- ar hafa forsendurnar verið afar skýrar: tveir þátttakendur skyldu koma frá hverju af þessum þremur eylöndum - Islandi, Færeyjum og Álandseyjum - og vera hver af sinni kynslóðinni; annars vegar listamað- ur með dijúgan feril að baki og mikla reynslu á sviði grafíklistarinn- ar, en hins vegar ungur listamaður, sem stæði nærri upphafi ferils síns. Ut frá þessu hafa Ríkarður Valt- ingojer og Birna Matthíasdóttir ver- ið valin fulltrúar íslands, Anker Eyja- grafík Mortensen og Elinborg Liitzen full- trúar Færeyja og þær Nanna Sjöström og Mari Elisabet Carlsson fulltrúar Álendinga, en sýningin er m.a. liður í sýningarhaldi í tilefni 50 ára afmælis Norræna myndlist- arbandalagsins. Það er mikill metnaður í þessu vali, en því miður nær sýningin tæpast að fylgja honum eftir. Það er fátt sem sameinar hópinn annað en miðillinn; vegna takmarkana rýmisins er hér aðeins að finna þijú verk eftir hvern listamann, og það nægir í fæstum tilvikum til að gefa heildstæða mynd að því sem við- komandi hefur fram að færa. Sam- eiginleg lífsreynsla eyjaskeggja er hér ekki sjáanleg, og helst hægt að benda á mismun kynslóðanna, þar sem hin yngri taka myndefni sín áberandi grófari tökum en hin eldri, sem hins vegar hafa betra vald á fínlegri þáttum tækni og mynd- byggingar. Sé litið til verka hvers og eins koma þau Elinborg Lutzen og Rík- arður Valtingojer sterkt út, enda vandað listafólk á ferð. Steinþrykk Ríkarðs bera með sér gott jafnvægi í fínlegu litaspili í voldugum ljöllum, og má benda á „Hulduhamra" (nr. 2) sem gott dæmi þessa. Elinborg sýnir hér nokkru eldri verk, en myndefni hennar á þessum dúkrist- um eru einna helst í samræmi við uppruna sýningarinnar; „Neytakon- ur“ (nr. 11) bera með sér hið örð- uga líf eyjanna, sem hvíla undir þungum himni við ströndina, og geta helst leitað huggunar hjá kirkj- unni. Mynstur Nönnu Sjöström eru hins vegar likt og án tengsla við annað á sýningunni, þó falleg séu. Það er kraftur í verkum Birnu Matthíasdóttur, en hún mun ekki hafa sýnt verk sín hér á landi áður; hin grófa myndgerð hentar vel þeirri dulúð, sem tengjast myndefnum hennar. Verk Ankers Mortensens eru helst til sundurlaus til að mynda þá heild, sem æskilegt væri. Af yngra fólkinu eru það helst verk Mari Elisabet Carlsson sem draga að sér athyglina. Hinar und- arlegu kvenverur sem fylla myndir hennar vísa öðru fremur til fallandi heims, líkt og „Livets botténlösa skikt" (nr. 16) virðist gera með svo sterkum hætti. Þrátt fyrir athyglisvert framlag einstakra listamanna er ekki hægt að segja að sýningin nái sér fyllilega á strik; til þess eru verkin einfaldlega of fá frá hveijum og einum, og þann- ig ræður rýmið ekki við verkefnið. Þessi litli salur getur hentað ágæt- lega fyrir minni einkasýningar, en lengra ætti ekki að teygja metnaðinn til þess að grafíklistin fái notið sín hér sem best hún getur. Eiríkur Þorláksson Elisabeth Meyer-Topsoe heldur tónleika á Islandi Ein þekktasta óperusöngkona Dana ELISABETH Mey- er-Topsee sópran- söngkona

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.