Morgunblaðið - 09.09.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 09.09.1995, Blaðsíða 6
6 C LAUGARDAGUR 9. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Leiklistarhátíð aldarinnar? DAGANA 22.-27. ágúst sl. var haldin einstæð leiklist- arhátíð í Delfi í Grikklandi og er vandséð að leiklistar- viðburður af svipuðu tagi hafi nokkru sinni átt sér stað fyrr. Þama var fjallað um einn merkasta menningar- arf mannkyns, fomgríska harmleiki og gamanleiki og kallaðir til þings ýmsir fremstu sérfræðingar heims í grískum bókmenntum og nokkrir þekktustu leikhúsmenn heims, sem fengist hafa við grísk leikrit að und- anfomu. Leikhúsmennimir stóðu ýmist fyrir leiksmiðjum, þar sem þeir lýstu aðferðum sínum, ellegar var beinlínis um leiksýningar að ræða, sem þeir stýrðu. Meðal þeirra, sem tóku þátt í þess- ari hátíð voru leikstjóramir Robert Wilson, Yuri Ljubimow, Tadashi Suzuki, Toni Hartrisson, Anatoly Vassiliev og Grikkimir Vassilis Papavassiliou og Theodoros Terzopuulous, fræðimennimir James Diggle frá Cambridge og Charles Siegel frá Harward og fjöldi fólks, sem stendur fyrir leiklistarhátíðum um víða veröld. Og þama mátti heyra eða sjá tii nokkurra þeirra leik- kvenna, sem mest orð fer af fýrir túlkun á grískum kvenhetjum og skal þar fremst nefna Aspasiu Papat- hanassiou, sem er nánast orðin goð- sögn fyrir leik sinn, arftaka hennar í gríska leikhúsheiminum, Lydiu Konradiou, Nuriu Espert frá Spáni, Ölu Demidovu frá Rússlandi og Hir- ako Takahashi frá Japan. Var dálítið sérstæð tilfinning að sjá þennan leik- kvennahóp saman kominn, þegar verið var að útlista vinnuaðferðimar í leiksmiðjunum. Margvísleg starfsemi Hátíðin var haldin á vegum Evr- ópsku menningarstofnunarinnar í Delfi, en sá sem hér heldur á penna, hefur setið í stjóm þeirra stofnunar fyrir hönd Evrópuráðsins nú um nokkurra ára skeið. Stofnunin hefur skrifstofur í Aþenu, en rekur ráð- stefnusetur í Delfi og stendur þar fyrir margvislegri starfsemi, ýmist ein sér eða í samvinnu við aðra að- ila, auk þess, sem ráðstefnusalir em leigðir út öðmm, þegar ástæða þyk- ir til. Er þá íjallað um allt milli him- ins og jarðar, allt frá grískri heim- speki til pólitísks vanda á Balk- anskaga í dag, þama em alþjóðleg námskeið og ráðstefnur, m.a. er Evrópuráðið þama meðal annars árlega með námskeið í stjómun menningarstofnana. í þetta sinn var efnt til samvinnu við svonefnda ný- stofnaða Ólympíunefnd leiklistarinn- ar og em í stjóm hennar einmitt sumir af þeim leiksljórum, sem hér að framan vora nefndir og bám uppi hátiðina, svo og leikskáldið Heiner Miiller. Næstu „ólympíuleik- ar“ í leiklistarheiminum verða svo í Japan 1998. Leitun mun á glæsilegri umgjörð til slíkra hátíðarhalda. Delfi er sá staður í Grikklandi sem Grikkjum til foma var helgastur og mun svo enn. Rústir hinna gömlu hofa þar sem Apollo var sér- staklega dýrkaður standa í sólvermdri hlíð með út- sýni til Kórintufióa, þama var véfréttin og þama er Kastellulindin, sem allra heilsu bæt- ir, gamla leikhúsið og íþróttavöllur- inn. Ekki er leyft að leika í gamla leikhúsinu og því er annar endi íþróttavallarins skermaður af efst í hlíðinni og þar fóm fram flestar leik- sýningamar. Áhorfendur sitja í hálf- hring að fomum sið og ljóskastarar nútímans varpa bjarma á hamra- veggina og stórfuramar og auka á ævintýraljómann. Það eins og mynd- ast tengsl við eilífðina enn frekar en í öðmm fomgrískum leikhúsum, af Fomgrískir harmleikir og gamanleikir vom efni leiklistarhátíðar í Delfí í lok ágúst- mánaðar. Sveinn Einarsson sótti hátíðina og segir frá því sem þar gerðist. DELFI er sá staður á Grikklandi sem Grikkjum er helgastur. Fjallað um allt milli himins og jarðar því að andrúm staðarins er svo ein- stakt. Auk þess er menningarmiðstöðin í Delfi um það bil að koma sér upp litlu hringleikhúsi og þar fór fram mjög sérstök sýning Toni Harrisons á „Verkamönnum Herkúlesar“ innan um vinnuvélamar, sem em notaðar við að reisa leikhúsið. Toni Harrison er leikstjóri, sem mjög hefur fengist við grískt efni auk þess sem hann hefur þýtt leiki Griklqa; m.a. var það þýðing hans, sem Peter Hall notaði þegar hann setti upp Oresteiuna í Lundúnum fýrir nokkmm ámm. Harrison er einnig þekktur af svo- kölluðum „sjónvarpsljóðum", þar sem hann fjallar um viðkvæm mál eins og vetnissprengingar og alzhei- mer-sjúkdóminn. í „Verkamönnum Herkúlesar" lagði hann út af átök- unum í Bosníu. _________ Þá var ein sýninganna í tjöm í garði við hús skáldsins Angelosar Sikel- ianosar, sem mikil áhrif hafði á að hefja flutning "" hinna gömlu leikja til vegs á ný; þar lét Ljubimow nemendur ríkisleiklistarskólans í Aþenu busla um í gervi fugla Aristofanesar með mikilli kímni og við mikinn fognuð; áður en lauk var hálfur áhorfenda- skarinn farinn að dansa með úti í tjöminni. Sú sýning á hátíðinni sem heillaði mig mest var túlkun Suzukis hins japanska á Elektra. Eins og flestar þær sýningar, sem þama vora á boðstólum, var sýning Suzukis ekki hefðbundin, enda flestir þeir leik- stjórar, sem þama stóðu að verki, þekktir fyrir nýsköpun og ótroðnar leiðir í vinnu sinni. Elektra Suzukis gerðist á geðsjúkrahúsi og er það kenning leikstjórans að heimurinn sé allur hálfgert hæli af því tagi. Ljubimov lýsti því á blaðamanna- fundi, hvemig sú tilfinning, að heim- urinn stæði á haus, hefði mótað af- stöðu hans til listarinnar og allt sitt verk, hann var sem kunnugt er and- ófsmaður í föðurlandi sínu Rússlandi og baráttumaður mannfrelsis. Fyrir um tuttugu ámm stóð til að hann kæmi til Þjóðleikhússins og ynni þar að fmmuppfærslu á leikgerð sinni á Bræðmnum Karamazov, en stjóm- völdum eystra líkuðu ekki ummæli hans á blaðamannafundi eftir að Hamlet-sýning hans hafði unnið til fyrstu verðlauna í leikhúsi þjóðanna í Belgrad, og tekið var fyrir heim- sóknina. Ljubimow deildi ---------- þeim verðlaunum með Robert Wilson, sem síðan hefur staðið fyrir mörgum merkilegum sýningum í Bandaríkjunum í sam- vinnu við tónskáldið Philip Glass og eins í Þýskalandi. Á blaðamanna- fundi útlistaði Wilson kenningar sín- ar um listina og lífið á hrífandi hátt, en sýning hans á Persefone olli nokkmm vonbrigðum. Sumar sýn- ingar Wilsons á undanfömum ámm hafa þó verið meðal þeirra, sem hvað mest áhrif hafa haft í krafti mynd- rænna áhrifa sinna; en nú er athygl- in aftur að beinast að innihaldi og sterkari dramatískum púlsi. Menn skiptust annars mjög í hópa um ágæti sýninganna og það sem einum líkaði féll öðmm ekki, eins og gengur. Þama var til dæmis nýst- árlegt leikverk eftir þýskt tónskáld, sem ber það óheppilega nafn Heiner Goebbels, við texta skáldsins Heiner Mullers, sem mjög hefur sótt í grísk- ar goðsögur efiii í verk sín. í þeirri sýningu var dýpt leikvangsins nýtt á spennandi hátt, þannig að Próme- þeifur virtist á þrotlausri göngu fyr- ir mannkynið í óendanleika hins helga staðar. Túlkun Terzepoulous á Prómeþeifi var einnig athyglisverð, en hann sagði þá sögu með aðeins fimm leikuram. Framlag grískra leikstjóra á undanfömum árum til nýrrar upplifunar í túlkun þeirra hefur annars verið umtalsverð, og næg^r þar að minna á nöfn eins og Karolous Koun, Voutinas og Iannis Kokkos. Papavassiliou var þama með „tilbrigði um Antígónu“ með fjórtán Antígónum. Umgjörðin var skemmtileg, töfralandslag a la Mag- ritte búið til úr pappír og ljósum; hins vegar lýstu flestir leikstjóranna yfir því, að þeir væm fallnir frá því að búta þessi heilsteyptu listaverk niður í þágu „leikstjómarsnilli sinnar" og mætti vel spyijast af því víða. Sýningar á hveiju kvöldi Fyrirkomlag hátíðarinnar var þannig, að á morgnana vora fyrir- lestrar um túlkun og sviðsetningar á fomgrískum leikjum, og var grein- arhöfundur meðal fyrirlesara, en sið- ar á daginn vora leiksmiðjur og blaðamannafundir og svo sýningar á hveiju kvöldi. Ég fylgdist talsvert með æfingaaðferðum Suzukis og varð afar hrifinn af og tel mig geta haft gagn af í minni eigin leikhús- vinnu. Suzuki hefur á síðari ámm haft mikil áhrif á leikhúsheiminn; hann þróaði vinnuaðferðir sínar í þorpi, þar sem nemendur hans vom neyddir til að sinna eingöngu þessum æfingum og þróa þær. Orðspor hans er slíkt, að meðal þátttakenda í Delfí vom margir Asíumenn. Þetta er í áttunda sinn, að efnt er til þings af þessu tagi á vegum Evrópsku menningarstofnunarinnar í Delfi. Á sjöunda þinginu fyrir þrem- ur ámm fluttu fyrirlestra Sigurður A. Magnússon, sem sótt hefur fleiri af þessum málþingum, og undirritað- ur. Eftir sjöunda þingið þótti undir- rituðum að þeir tveir þættir sem þar vom til meðferðar væm of aðskildir og örvuðust ekki nóg hver af öðmm leikhúsmennimir og fræðimennimir, auk þess, sem leiksýningamár væm ekki af nógu spennandi gæðastaðli. Delfi væri einstakur staður og ætti skilið að vera Mekka allra þeirra flöl- mörgu skapandi leikhúsmanna, sem við hin grísku efni fást. Allmiklar umræður urðu um þetta í stjómar- nefndinni, en niðurstaðan varð sú, að reyna að slá upp á stórt og kalla til þings ýmsa þá, sem hæst ber í leiklist samtímans. Þetta tókst, ekki síst fyrir starf Terzoupolousar, semy bar hita og þunga af skipulagning- -----------------_ unni, og árangurinn var Leitun mun á v‘^a einstæðs innblásturs, nlatcilanri hátíð sem væntanlega á iimS eftir að vekJa bylgjuhreyf- umgjoro ingar, ekki bara í menning- alls arlífí Evrópu, heldur heimsins. Hátíðin var helguð minn- ingu Melinu Markouri og meðal þátt- takenda var ekkill hennar, kvik- myndahöfundurinn Jules Dassin. Við opnunina söng Maria Farandouri lög Theodorakisar við texta skáldsins Sikelianosar. Þannig mnnu fomgrísk menning og grísk nútímamenning í eitt og hátíðin varð enn ein áminning þess, að hið elsta getur jafnframt verið hið yngsta. Stefnt er að því að efna til annarrar hátíðar af þessu tagi eftir tvö ár. MENNING /LISTIR NÆSTU VIKU MYIÚDLiST Kjarvalsstaðir „Islensk myndlist" til 10. september. Ásmundarsafn Stíllinn í list Ásmundar fram á haust. Gerðuberg Hlynur Hallsson sýnir til 15. októ- ber. Gallerí Sævars Karls Sigurður Á Siguiðsson sýnir til 13. sept Hafnarhúsið Sjóminjasýning til áramóta Byggðasafn Hafnarfjarðar „Hafnarfjörður frá landnámi til hemáms" til 17. september. Þjóðminjasafnið Sýn. „íslenskir kirkjugripir" og mannamyndir fsl. listam. í Bogasal. Nýlistasafnið Ragnheiður Hrafnkelsdóttir, Hulda Ágústsdóttir, Andreas Karl Schulze og Jón Laxdal Halldórsson sýna til 24. september. Gallerí Greip Þorvaldur Þorsteinsson sýnir til 10. september. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar Norska textfllistakonan Grete Bor- gersrud sýnir ti! 17. september. Sýning á völdum andlitsmyndum eftir Siguijón Ólafsson stendur í alian vetur. 2. september hefst vetr- aropnun safnsins og verður opið á laugard. og sunnud. milli kl. 14 og 17. Hafnarborg Eiríkur Smith sýnir til 25. septem- ber. Listasafn Kópavogs Þrjár sýningar á verkum írskra myndlistarmanna til 17. september. Mokka Tékkneski listamaðurinn Jan Knapp sýnir til 15. september og Frakkam- ir Vidya Gastaldon, Jean Michelle Wicker, Christopher Terpent og Serge Comde (Philippe Dorian) sýna til 15. október. Ráðhúsið Sýning Hans Jóhannssonar fiðlu- smfðameistara til 10. september, einnig sýnir bandarfski ljósmyndar- inn Jeffrey Huntertil 17. september. Gallerí Fold Lu Hong og Gunnar Ásgeir Hjalta- son í kynningarhomi til 17. septem- ber. Listhús 39 Sigurborg Jóhannsdóttir sýnir til 25. september. Gallerí Ríkey Sýning á verkum Ríkeyjar. Listhúsið Laugardal Kristján Jón Guðnason sýnir til 17. september og Eva Benjamínsdóttir sýnir um óákv._tíma. Gallerí Sólon íslandus Valdimar Bjamfneðsson sýnir til 9. sept- ember Islensk grafík Grafíksýning sex norrænna myndlistar- manna; Mari Elisabet Stefansdottir, Nanna Sjöström, Anker Mortensen, Elinboig Lutzen, Bima Matthíasdóttir og Ríkharöur Valtingojer til 10. septem- ber. TONLIST Sunnudagur 10. september Sigfús Halldórsson f Gerðarsafni, afmælistónleikar kl. 20.30. LEIKLIST Þjóðleikhúsið Sala áskriftarkorta stendur yfir. Borgarleikhúsið Sala aðgangskorta stendur yfir til 30. september. Lfna Langsokkur fmms. sun. 10 sept. kl. 14, lau. kl. 14. Súperstar, laug. 9. sept, fím., fös. íslenska leikhúsið í djúpi daganna lau. 9. sept. Tjamarbíó Söngleikurinn Jósep, fjölskyldusýn. lau. 9. sept og sun. kl. 17. Kvöld- sýn. kl. 21. lau. 9. sept. og sun. Loftkastalinn Rocky Horror lau. 9. sept, sun. Mið- nætursýn. fös. 15. sept. Kaffileikhúsið Sápa tvö; sex við sama borð fim. 7. sept, fös. 15. sept. Kvöldstund með Hallgrími sun. 10. sept., þri., fim. Hafnarfjarðarleikhúsið Hermóður og háðvör sýnir Himna- ríki, mán. 11. sept., þri., mið. íslenska óperan Rokkóperan Lindindin sun. 10. sept, fös., lau. Upplýsingar um listviðburði sem óskað er eftir að birtar verði í þess- um dálki verða að hafa borist bréf- lega fyrir kl. 16 á miðvikudögum merktar: Morgunblaðið, Menn- ing/listir, Kringlunni 1, 103 Rvk. Myndsendir: 91-5691181.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.