Morgunblaðið - 09.09.1995, Síða 3

Morgunblaðið - 09.09.1995, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. SEPTEMBER 1995 C 3 • Lesið í málverk IV Þvottur á ísnum Pekka Halonen 1865-1933 EINFALDLEIKI og naumhyggja eru ekki afkvæmi og uppfinning seinni tíma, heldur er hér þvert á mótí um að ræða atriði er skara grunnhugmyndir mynd- listarinnar frá upphafi. Þessara þátta sér stað i myndhugsun miðaldamálara jafnt sem meistara endurreisnar, og tók á sig nýja mynd eftir að Evrópubúar kynntust fyrir alvöru list austursins, einkum jap- anskri, um miðbik síðustu aldar. Pekka Halonen er gott dæmi um norr- ænan listamann sem hreifst af ýmsum grunnþáttum japanskrar listar svo sem stórum afmörkuðum flötum, efnis- kenndri litaáferð, jafnvægi í myndbygg- ingu og andstæðurikum hlutföllum. Við erum svo heppin að geta fylgst með merkilegri þróun í þrem myndum hans á Listasafni Islands, sem bera jafn- framt í sér verðmætustu eiginleika lista- mannsins. Elsta myndin, „Styttri leiðin“ sem er máluð á heimaslóðum í suður Kiijálalandi 1892, gefur Ijóslegatíl kynna að listamaðurinn sé enn fastur í raunsæisstil tímanna, og einnig að finnsk þjóðerniskennd hafi náð tökum á honum. Jafnframt ber öll myndbyggingin vott um að ný og skýrari viðhorf til grunn- þátta myndflatarins leiti á, jafnt hvað ferska litameðferð snertír í anda impres- sjónistanna sem táknrænt innsæi. Tijá- bolirnir sem hlykkjast skipulega fram myndflötinn eru eins og tákn finnskrar þjóðarsálar, sem ekki var svo auðvelt að bijóta niður eins og hann sagði sjálf- ur; „Landið og þjóðin lifir! Við erum guðs útvalin þjóð, sem hefur hlutverki að gegna fyrir mannkynið.“ Á timabili í upphafi ársins 1894 var Halonen nem- andi Gauguins í París, en tileinkaði sér helst hið samtengjandi og efnisríka á myndfletinum og áhugann fyrir hinu rismikla í tjámiðlinum. Halonen var enn fremur einn þeirra norrænu listamanna, sem hrifust af stórbrotnum og einföldum myndheildum Puvis de Chavannes, og þeim margræðu táknsögum sem ein- kenndu núviðhorf tímanna. Þetta yfir- færðu þeir á norrænan hvunndag, þann- ig að myndefnið varð sem helgisögn í látleysi sínu og yfirhöfnum hreinleika, átti jafnt við brotabrot náttúrunnar sem lýsingu á einfaldri athöfn i mannheimi. Þetta kemur afar vel fram i myndinni „Snævi þaktar smáfurur" frá 1899, sem er sláandi einföld og hrifrík, og enn frekar af þvottakonunni við vökina, sem hér er tekin til meðferðar. Myndin getur jafnvel leitt hugann að einfaldleikanum í höggmyndum Ásmundar Sveinssonar af vinnandi fólki löngu seinna. Hið einfalda og fábrotna var það sem Halonen leitaði að í lífi og list og því fann hann sér samastað í litla þorpinu Tuusula í suðurhluta landsins og bjó þar alla tíð. Fleiri listamenn, sem voru gagn- teknir guðspekilegum hugmyndum tím- anna í anda Leo Tolstoj, fylgdu í kjölfar- ið og settust að í nágrenninu, enda var Halonen einn af virtustu listamönnum Finnlands af uppvaxandi kynslóð, þeirra á meðal var tónsmiðurinn Jean Sibelius. Þessir listamenn leituðu að kjarnanum í finnskri þjóðarsál, vildu skapa rism- ikla, heiðarlega og persónulega list í jafnvægi við hið besta sem tímarnir höfðu upp á að bjóða, og til þess vildu þeir fá frið fjarri skarkala höfuðborgar- innar. I myndefnavali var Halonen trúr upp- runa sínum, en hann var komin af bændafólki í miðaustur Finnlandi, sem var listrænt, þjóðrækið og trúhneigt. Myndin „Þvottur á ísnum“ (125x180), er gott dæmi þess hvernig norrænum listamönnum tókst að lýsa hvunndegin- um og upphefja hann án nokkurrar tíl- gerðar. Hér er um norrænt svið að ræða, túlkað af norrænum anda, sem sækir listræn fræði sín til hámenningar franskrar og ítalskrar hefðar. Hinar miklu hlutfallaandstæður sem koma fram í ísbreiðunni í forgrunninum, og húsunum, skóginum og himninum í bak- grunninum skapa í senn fjarvídd sem rýmistilfinningu. Formin í konunni, ba- lanum og þvottinum eru svo einföld að þau fá svip af kyrrstæðri höggmynd og auka á hina óbifanlegu ró, sem er yfir allri myndinni. Dregur um leið fram einkenni finnsks vetrardags og mjúkrar froststillu síðdegisins. Að slepptu öllu frásagnarlegu inni- haldi, er um myndræna naumhyggju að ræða, þar sem þanþol einfaldleikans er spennt til hins ýtrasta, og það er eins og hið þekkjanlega á myndfletínum þjóni helst því, sem í núlistum hefur hlotið nafnið innsetning (installation). Svo langt gengur þetta, að skoðandinn skynjar frekar hlutföllin í myndbygg- ingunni en að þau séu sýnileg. Málverkið, sem átti að vera lýsing á finnskum hvunndegi og var málað fyrir finnska skálann á heimssýninguna í París aldamótaárið, er sterk ástarjátn- ing til heimalandsins, jafnframt ber hún í sér sitthvað af því besta og fegursta í norrænni myndlist- arhefð. Bragi Ásgeirsson Málverkið er á sýningunni Ljós úr norðri í Listasafni íslands. Ljóð undir stækkunargleri Á Englandi hefur orðið til ljóðahreyfing sem stendur fyrir Degi ljóðsins. Jóhann Hjálmarsson fjallar um þennan mikla áhuga á ljóðlist og líka vinsæla bókmenntagrein í Danmörku, athuganir skálda á eigin skáldskap og annarra. BRETAR ætla að halda Ljóðadag (National Poetry Day) hátíðleg- an í annað sinn 12. október. Þetta verður sannkölluð ljóða- hreyfíng að störfum. Ljóðafé- lagið (The Poetry Society) verð- ur á veraldarvefnum, uppáhaldsljóð þjóðarinn- ar verður fundið með símakönnun og ljóðaverð- laun kunngerð. í skólum, á vinnustöðum, brautarstöðvum og flugvöllum munu ljóð hljóma og verða flutt með viðhöfn. Margir frægðarmenn meða! skálda og ljóða- vina munu gerast málsvarar ljóðsins á þessum degi, en samkvæmt bókmenntaleiðara D. S. í TLS (1. september) er ekki víst að allir séu sannfærðir um mikilvægi dagsins og telji hann jafnvel of ævintýralegan. Skáldið Simon Arm- itage sem er í forystusveitinni segist ekki vera viss um að hann starfi þar áfram í framtíð- inni, en vonandi hleypur einhver í skarðið fyr- ir hann, enda er hann hlaðinn verkefnum á sviði bókmennta og þá einkum ljóða og ljóða- útgáfu. Skáldskaparmál Skáldskaparmál eða póetík eru í brenni- depli í sænska tímaritinu BLM (nr. 4, 1995). Svíar hafa sjálfir lítið af þessari merku bók- menntagrein að segja, en hún felst í því að skáldin opna hug sinn og skrifa um skáldskap- inn, eigin ljóðagerð og annarra og oft með afar persónulegum hætti. Skáldskaparmál af þessu tagi nálgast það sem kallað er afori- smar eða kjarnyrði, hnit. Ritstjóri BLM þarf vegna skorts á skáld- skaparmálum heima fyrir að leita til Danmerk- ur en þar er af nógu að taka í þessum efnum, ekki síst þegar leitað er til níunda og tiunda áratugarins. Þá gáfu tvö skáld, Sor- en Ulrik Thomsen og Pia Tafdrup út skáldskaparmál sín. Margir muna líka eftir Dagbók- arbrotum skáldsins Poul la Cour frá sjötta áratugnum, en þau náðu jafnvel til íslands. Bók Thomsens nefnist Mit lys brænder (1985). Tafdrup kallaði sína bók Over vandet gár jeg (1991) og lét fylgja með sem undirtitil „skitse til en poetik“. Tafdrup sem er meðal helstu skálda Dana og situr nú í akademíunni dönsku er höfundur Ijóðabókarinnar Territorialsang (1994) sem til- nefnd var til bókmenntaverðlauna Norður- landaráðs 1995. í tilefni þess að Svíar eru í fyrsta skipti svo nokkru nemi að kynna Ijóð Piu Tafdrup á sænsku, með úrvalinu Dag- en ditt ljus, beinir BLM sjónum les- enda að henni og skáldskap hennar. Þegar líkaminn fær mál í brotum sem birt eru úr skáld- skaparmálum Piu Tafdrup skrifar hún meðal annars að það sé ekki heimurinn sem þurfi að vera skáldlegur til þess að hún geti skapað ljóð heldur eigi hún að gefa orðunum gildi. Orðið er ekki skáldlegt í sjálfu sér. Hún segist alltaf höfða í ljóðum sínum til þess sem sé fyrir utan hana, einhvers stærra en hún sjálf. Pia Tafdrup segir um Ijóðlistina: „Ljóðlist er tungumál líkam- ans.“ Hvaða bækur hafa skipt skáldkonuna mestu máli? „Biblían, Líffærafræðin (Anatómískur atlas) og Dönsk orðabók." Það er ekki út í bláinn að Pia Tafdrup hef- ur verð kölluð skáld líkamans, þess líkamlega. Fyrsta bók hennar hét því dæmigerða nafni: Nár det gár hul pá en engel. Um einmanakenndina standa þessi hugg- unarorð hjá Piu Tafdrup: „Að vera aleinn með sjálfum sér getur varla nokkur þolað til lengd- ar, en þvi meira einmana sem ég verð því minna einmana er ég.“ Afmælisbarn gærdagsins Afmælisbam gærdagsins, Jónas E. Svafár, hefur oftar skrifað póesíu en póetík. Heimsmál- in hafa verið honum hugleikin, samanber hinar sígildu ljóðlínur: „vinna vélbyssur að vélritun/ á sögu mannsins". Klettabelti fjallkonunnar nefnist safn ljóða Jónasar sem kom út 1968. Eitt Ijóðanna þar nefnist fjötrar og getur vel staðið sem skáld- skaparmál vegna þess að vikið er að vanda orðanna_ þótt ljóðið sé líka um samfélags- vanda. 1 upphafserindi er ort um „fangelsi tungunnar", það fangelsi sem skáldið hlýtur að hafna: í fangelsi tungunnar hefur hlátur grátur og gnístran tanna fjötrað geðshræringamar með mannúðarskorti Meðal bóka Jónasar er Stækkunargler undir smásjá. Kannski má segja að hin óvænta sýn hans á lífið og tilveruna felist í þessum orðum? Pia Tafdrup

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.