Morgunblaðið - 09.09.1995, Page 8

Morgunblaðið - 09.09.1995, Page 8
8 C LAUGARDAGUR 9. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ i „HALDIMENN að ég sé ánægður með þyngd mína, hafa þeir rangt fyrir sér. Ég er ánægður þrátt fyrir þyngdina. Ég þoli ekki að sjá hvernig ég lít út í augum ann- arra. Ég gjói augunum í spegilinn og segi með sjálfum mér: Guð minn góður.“ Svo farast einum þekktasta tónlistarmanni heims, ítalska tenórnum Luciano Pava- rotti, orð í ævisögu hans sem nú er að koma út á ensku. Ber hún heitið „Veröld mín“ og þar fjallar Pavarotti opinskátt um ýmislegt það sem á daga hans hefur drifið, tónlistina, fjölskylduna, gagnrýn- ina og svo auðvitað mat. Kaflar úr bókinni hafa að undanförnu birst í The Sunday Times „Mér er ekki sama um það hvemig ég myndast. Eitt sinn var ég að syngja sálumessu Verdis með þremur öðrum söngvumm og tók eftir því að myndatöku- maðurinn á tónleikunum hafði komið sér fyrir mín megin á svið- inu. Ég fylltist hryliingi. Ég var óvenju fyrirferðarmikill á þessum tima og það sást ekkert annað en ég. Ég skyggði algerlega á alla aðra, það sást hvorki í sópran-, alt- eða bassasöngvarann. Ég sagði stjórnandanum að hann yrði að láta færa myndavél- ina. Hann fann því allt til foráttu en ég lét mig ekki. Að öðmm kosti hefði svo virst sem Verdi hefði samið sálumessuna fyrir einn tenórsöngvara. Matur fyrir heila borg Ég hef nyög ákveðnar skoðanir á því hvað ég læt ofan í mig. Árið 1986 var mér boðið að taka þátt í óperuuppfærslu í Kina, í fyrsta sinn sem vestrænu óperu- húsi var boðið að setja upp full- mannaða sýningu þar frá valda- töku kommúnista. Við hittumst í Genúa til að æfa og vikurnar áður en lagt var af stað, borðaði ég ævinlega hádeg- ismat á uppáhaldsveitingahúsinu mínu sem Zeffirelli-bræðurnir fimm reka ásamt föður sínum. Þeir eru góðir vinir mínir og búa til frábæran mat. Ég sagði þeim af áhyggjum mínum. Eg er hrifínn af kínversk- um mat en gat ekki hugsað mér að borða hann í öll mál í tvær vikur ... Ég hafði þó ekki áhyggj- ur af því að svelta heldur af því að fitna... Zeffirelli-bræður komu með lausnina, fyrst að við færum , í stærðarinnar þotu til Kína, hverS vegna tækjum við ekki okkar eig- in mat með okkur? Ávextir og grænmeti voru efst á innkaupa- listanum en eftir því sem að við ræddum hann lengur, lengdist hann. Við pöntuðum mikið magn af parmesan-osti. Ég var ekki viss um að eftirlætis ölkelduvatnið mitt fengist í Kína svo að við LUCIANO Pavarotti í dag. Pavarotti, 18 ára. HEIMUR PAVAROTTIS kipptum með okkur 1.500 flöskum af því! Þá sættumst við á að tveir af Zeffirelli-bræðrunum kæmu með til að elda ofan í okkur. Á endanum vorum við með mat sem hefði nægt heilli borg í eina viku. Við tókum einnig mikið af áhöldum með okkur, potta og pönnur, hellur til að elda á, ofn og jafnvel ís- skáp. Þegar við komum á hótelið í Peking reyndist ekki nóg pláss í herberg- inu mínu fyrir eldhúsið okkar og því urðu tveir úr starfsliðinu að færa sig úr herberginu sem var næst mínu, til að þar væri hægt að koma upp eld- húsi. Á kvöldin borðaði ég jafnan á herberginu mínu. Niðri var hlað- borð en mörgum úr hópnum féll ekki það sem þar var í boði. Eitt kvöldin sá ég baritónsöngvara frá Róm sitja einan við borð, með kex í annarri hendi og flösku af app- elsínusafa í hinni. Hann leit svo dapurlega út að ég bauð honum upp á herbergið mitt í pasta. Þegar ég gerði mér grein fyrir því hversu margir úr hópnum voru hreinlega svangir, bauð ég þeim í mat. Þau kvöld sem sýning- ar voru, gengu aðalsöngvar'arnir fyrir. Þeir sem gert höfðu grín að öllum þeim mat sem ég hafði meðferðis, voru nú sallaánægðir með það. Stórtenórinn Luciano Pavarotti er óhræddur við að ræða þyngd sína, ást á mat og mistökin sem hann hefur gert í nýrri ævisögu. Ég er yfirleitt ánægður yfir því að þekkjast hvar sem ég fer. Þeg- ar fólk kemur til mín á götu eða gengur að mér á veitingahúsi, lít ég á það sem merki um velþóknun þess. Hvernig get ég verið ósáttur við það? Við gerðum þig frægan Allir vilja vera elskaðir. Þetta á líklega frekar við um mig en aðra. Ég á stóran aðdáendahóp og það er dásamlegt. En frægðin er eins og gamanleikur. Fólkið segir sem svo: Við höfum gert þig frægan. Nú viljum við sjá þig detta á hausinn. í tuttugu ár hefur fólk þóst greina merki þess að ég sé á nið- urleið. Það er ekki víst að það vijji það endilega en menn virðast vera hræddir um að missa af endinum þeg- ar hann rennur upp. Sum- ir vijjja ólmir verða fyrstir til að sjá merki þessa og ég vil endilega sanna að þeir hafi rangt fyrir sér. En ég geri ráð fyrir því að þessi barátta sé af hinu góða því að hún verður til þess að ég reyni alltaf að gera mitt besta. Mér finnst ekki að áhorfendur skuldi mér eitt né neitt vegna þeSs að ég hafi sungið vel hér áður. Hveijir og einir tónleikar eru einstakir; ganga vel eða illa. Og ég er dæmdur á frammistöð- unni hveiju sinni. Engu öðru. Mér varð þetta Jjóst vegna tveggja hræðilegra atvika. Það fyrra var þegar ég lét sem ég syngi á tónleikum 1992 ... Það var rangt og mér finnst það afar leitt. Það voru óttinn og tæknin sem spilltu mér. Rétt eins og glæpa- mennirnir, leiddist ég út í þetta smátt og smátt. Árið hafði verið annasamt og ég kom á staðinn aðeins fjórum dögum fyrir tón- leikana. Ég hafði engan tíma til að undirbúa mig að ráði. Er tón- leikamir nálguðust mundi ég að ég hafði sungið hluta dagskrár- innar inn á band mánuði áður. Var tæknilega mögulegt að hinir söngvararnir syngju, hljómsveitin spilaði en að ég þættist syngja? Mér var sagt að svo væri. Ég var sannfærður um að svo virtist sem að ég væri að syngja. Það var heimskulegast alls. Tón- leikamir voru sýndir beint í sjón- varpi og mér er sagt að fjögurra ára gamalt bam hafi getað séð að ég söng ekki. Seinna atvikið var árið 1993 þegar áhorfendur bauluðu á mig í Scala-óperunni... Eins og venju- lega hafði ég unnið of mikið og kom ekki nógu vel undirbúinn til Mílanó. Niðurstaðan var sú að ég lenti í vandræðum með röddina á frumsýningu. Blöðin sögðu að ég hefði ekki náð hæstu tónunum. Það er ekki rétt. Ég viðurkenni að skelfilegur hlutur gerðist... ég missti stjórn á röddinni og hún hljómaði fyrir vikið eins og verið væri að kyrkja kjúkling ... Eins og eskimói Vegna alls þessa legg ég gífur- lega áherslu á það tvennt sem ég get gert til að koma í veg fyrir mistök fyrir framan áhorfendur: Ég reyni að þekkja tónlistina eins vel og sá sem samdi hana og gæti hálsins eins og bijálæðingur. Snöggar breytingar á hitastigi eru slæmar, bara það að fara úr heitu herbergi út undir bert loft er ávísun á vandræði. Blóm sem hafa sterkan ilm geta valdið mér vandræðum í hálsi... Dagana fyr- ir tónleika eða óperu, gæti ég mín eins og ég væri ungabarn. Ég fer helst ekki út fyrir dyr en þurfi ég þess, dúða ég mig eins og eskimói. Þegar þið sjáið mynd af mér með hatt sem hylur andlit- ið og trefil um munninn, er ég ekki að reyna að sýnast dularfull- ur eða sætur, ég er að gæta að röddinni. Faðir minn, Fernando, 82 ára, hefur afar fallega söngrödd. Það var ást hans á söngnum sem kveikti áhuga minn. Hann er enn beðinn um að syngja við brúðkaup og jarðarfarir og fær borgað fyr- ir... Hann er sannfærður um að hans rödd sé betri en mín. Fyrir skömmu hrósaði ég honum fyrir það hvernig hann hafði sungið lag eitt og þá svaraði hann: Ah, Luc- iano, ef þú hefðir nú haft röddina mína, hugsaðu þér hvað þú hefðir getað náð langt!“ Ný kynslóð ungra hljóðfæraleikara er að koma inn í Sinfóníuhljómsveit æskunnar i SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT æsk- unnar leikur á tvennum tónleik- um nú um helgina en þeir eru jafnframt fyrstu tónleikar sveit- arinnar á þessum vetri. Fyrri tónleikarnir verða í dag kl. 14.30 í Háskólabíói en seinni tónleikamir í Fjöl- brautaskólanum á Akranesi á morgun kl.14. Blaðamaður hitti Bernharð Wilkinsson, annan aðalstjórnandann, að máli en Bern- harður hefur verið starfandi við hljómsveitina frá stofnun, fyrst sem aðstoðarmaður, þá sem aðstoðarstjórnandi og nú sem aðalstjórnandi. Tvískipt hljómsveit Hljómsveitin, sem stofnuð var árið 1985 á ári æskunnar, er skipuð ungu tónlistarfólki hvaðanæva af landinu og eru yngstu meðlim- ir sveitarinnar um níu ára gamlir en aldrei hafa meðlimir verið eins ungir og í þetta sinn að sögn Bernharðs. „Þetta er ungt fólk sem hefur áhuga á að leggja á sig mikla vinnu til að fá reynslu af að starfa í sinfóníuhljóm- sveit,“ sagði hann. Sveitinni er skipt í tvennt á þessu nám- skeiði. Strengjasveitin æfir undir stjórn Guðnýjar Guðmundsdóttur og blásarasveitin undir sjórn Bernharðar. Ástæðuna sagði hann þá, að betra væri að einbeita sér að hveijum hljóðfæraleikara fyrir sig með þessu móti og hægt væri að búa hljómsveitina betur undir næstu námskeið. Einnig var mögulegt að leyfa fleiri hljóðfæraleikurum en venjulega Krökkunum ekki hlíft í verkefnavali Morgunblaðið/Árni Sæberg STRENGJASVEIT Sinfóníuhljómsveitar æskunnar á æfingu í Melaskóla. að vera með. „Við höldum áheyrnarpróf þeg- ar kemur að vali í sveitina. Einnig höfum við kennara í skólunum með í ráðum. Við reynum að taka inn alla þá sem við höldum að ráði við verkefnið hveiju sinni. Fyrir næsta námskeið verðum við aftur með áheyrnarpróf því þá mun hljómsveitin öll æfa saman. Þá mun Petri Sakari fyrrverandi aðalstjómandi Sinfóníuhljómsveitar íslands verða aðal- stjórnandi og æfð verða stór hljómsveitarverk sem leikin verða í janúar næstkomandi. Breytt fyrirkomulag I ár verða breyttar áherslur með nýrri stjórn hljómsveitarinnar og lögð verður áhersla á markvissa uppbyggingu sveitarinn- ar. Námskeið verða styttri og fleiri en hafa verið hingað til og byggjast þá í auknum mæli á vinnuhelgum. Kynslóðaskipti hafa orðið í sveitinni og margir þeirra sem hafa verið í henni undan- farin ár eru að hverfa úr landi til framhalds- náms. Krökkunum er ekki hlíft í verkefnavali sveitarinnar því verkefni eru mjög erfið og snúin oft á tíðum. Á efnisskrá tónleikanna um helgina eru fjögur verk. Divertimento eftir Bela Bartók og Divertimento eftir Mozart eru verkefni strengjasveitarinnar en Sinfónía í B dúr eftir Paul Hindemith og stef og tilbrigði fyrir blásarasveit eftir Arn- old Schoenberg eru verkefni blásarasveitar- innar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.