Morgunblaðið - 19.09.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.09.1995, Blaðsíða 2
2 B ÞRIÐJUDAGUR 19. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR Toppliðin frá 1991 á niðurleið ■ SÆVAR Stefánsson var kjör- inn formaður Sundsambands ís- lands á ársþingi sambandsins um helgina. Hann tekur við for- mennsku af Guðfinni Ólafssyni, sem hefur gegnt formennsku í rúm- an áratug. Aðrir í stjóm eru: Stur- laugur Daðason, Arnar Rafn Birgisson, Sesselía Arnadóttir og Sigurvin Guðfinnsson. ■ ÓLAFUR Þór Gunrmrsson, markvörður IR í 2. deild, skipti við einn útileikmann í miðjum leik gegn KA á laugardaginn. Ólafur fór í treyju númer 5 og lék í henni og var mjög ógnandi á miðjunni og gerði hann eina mark ÍR í leiknum. ■ AÐALSTEINN Aðalsteinsson lék 201. leik sinn með meistara- flokki Víkings gegn Þrótti á laug- ardaginn. Hann fékk blómvönd fyr- ir leikinn af því tilefni. Leiknum lauk með jafntefli, 4:4, og slapp Víkingur þar með við fall í 3. deild. ■ WASHINGTON Rodrigues, íþróttafréttamaðurinn, sem hefur aldrei leikið knattspyrnu og því síð- ur þjálfað lið, byijaði vel sem þjálf- ari Flamengo í Brasilíu. Hann tók við stjórn liðsins í liðinni viku eftir að þjálfari þess var rekinn í kjölfar þriggja tapleikja og stýrði því til 3:2 sigurs gegn argentíska liðinu Velez Sarsfield í suður-ameríska bikamum. ■ ROMARIO lék ekki með Flam- engo en það leið yfír hann á æf- ingu fyrir leikinn. Seinni viðureign liðanna í 1. umferð verður á heima- velli Flamengos. ■ DON Talbot er hættur sem landsliðsþjálfari Astralíu í sundi og hefur tekið við stjórn sundmála Breta með Ólympíuleikana í Sydney árið 2000 í huga. ■ TALBOT, sem er einn þekkt- asti sundþjálfari heims, hefur þjálf- að landslið Ástralíu síðan 1989 og var með samning fram yfír Ólymp- iuleikana á næsta ári en afsögn hans hafði legið í loftinu og kom því ekki á óvart. Talsmaður Sund- sambands Ástralíu sagði að Talbot hefði skilað góðu starfi og byggt upp fyrir framtíðina. Hún væri því björt og þjálfaraskiptin hefðu engin áhrif á undirbúninginn fyrir Ólympíuleikana. ■ TALBOT á glæstan feril að baki í Ástralíu, Bandaríkjunum og Kanada en hann var landsliðs- þjálfari Kanada á Samveldisleikun- um 1978 og frá 1983 til 1988. ■ EIGENDUR félaganna í banda- rísku NBA-deildinni í körfuknatt- leik samþykktu fyrir helgi samning um kaup og kjör leikmanna næstu sex árin en leikmenn samþykktu sama samning fyrr í vikunni. At- kvæði féllu 24-5 en 22 urðu að vera samþykkir til að samningurinn öðlaðist gildi. ■ LAUNAÞAK verður á samn- ingstímanum og síðasta árið, tíma- bilið 2000 til 2001, má hvert félag greiða allt að samtals 32 milljónir dollara í laun og ekki má gera samning við leikmann nema til þriggja ára. HUJTSLEYSI Knattspymusamband íslands ber ægihjálm yfír _ önnur íþróttasambönd iandsins. Á fáum árum hefur það breyst úr ein- faldri og ofúst fjárvana fyrir- greiðsluskrifstofu fé- laganna með tilheyr- andi umsjón knatt- spyrnumála í öflugt og framsýnt samband sem leitast við að bera hag allra_ félaga fyrir brjósti. Átak í upp- byggingu og eflingu leikmanna, aukin verkefni allra landsliða sem og barátta fyrir bættri aðstöðu miða að því að koma A-landsliði karla í úrslitakeppni stórmóts og bestu félagsliðum landsins í 3. umferð Evrópukeppni en árangur I þá veru hefur gifurlega mikið að segja, ekki síst flárhagslega. Samhugur og samvinna innan knattspymuhreyfmgarinnar er einn af homsteinum uppbygging- arinnar. Samstiga er hreyfingin öflug og þó félögin hugsi fyrst og fremst um að rækta garðinn sinn vegur starf þeirra þungt á vogarskálum heildarinnar. Þátt- taka I Evrópukeppni skiptir þann- ig ekki aðeins máli fyrir viðkom- andi félag heldur hefur mikið að segja fyrir hreyfínguna þegar fram í sækir. Landsliðið hefur ekki staðið undir væntingum í forkeppni Evrópumótsins og því var það virðingarvert af iandsliðsþjálfar- anum að tilkynna tímanlega að hann óskaði ekki eftir að halda áfram með liðið að loknu yfir- standandi verkefni. Ákvörðun KSÍ um að ráða þegar nýjan landsliðsþjálfara var einnig virð- ingarverð með hagsmuni félag- anna í huga. Hins vegar orkaði tímasetningin tvímæiis. Ákvörð- un Ásgeirs Elíassonar um að draga sig í hlé var tilkynnt rétt áður en Skagamenn hófu Evrópu- leik gegn Raith í Skotlandi og sagt var frá ráðningu Loga Ólafs- sonar sen nýs landsliðsþjálfara skömmu áður en fiautað var til Evrópuleiks KR og Everton á Laugardalsvelli. KSI svaf þama á verðinum með hag félaganna KSI er fyrirmynd og verður að sýna kurteisi og tillitssemi og hagsmuni heildarinnar í huga. Fyrir fjórum árum frétti Atli Eðvaidsson, sem hafði verið fyr- irliði landsliðsins frá 1986 og leikið með landsliðinu í 16 ár, að krafta hans væri ekki lengur ósk- að í þágu landsliðsins. KSÍ sá ekki ástæðu til að tilkynna hon- um það sérstaklega á undan öðr- um en talsmenn sambandsins við- urkenndu síðar að klaufalega hefði verið staðið að málum. KSÍ gleymdi sér aftur í liðinni viku og sýndi ekki aðeins fyrmefndum félögum tillitsleysi heldur einnig Guðjóni Þórðarsyni, sigursæiasta þjálfara landsins á iíðandi áratug, sem KSf hafði rætt við um lands- liðsþjálfarastöðuna, og öðrum þjálfurum haft var samband við þá vegna málsins. Það hefði ver- ið sjáifsögð kurteisi að láta alla þjálfara, sem KSÍ ræddi við um starfið, vita fyrir fréttamanna- fund að Logi hefði orðið fyrir valinu en ekki að láta þeim ber- ast það til eyma eftir öðmm leið- um. Aidrei verður gert svo öllum líki en KSÍ er leiðandi afl og öðmm tii eftirbreytni og má síst af öllu yfírsjást mikilvægi kurt- eisi og tillitssemi. Það vill vel og lætur sér ekkert óviðkomandi sem getur orðið knattspymunni til heilla en má hvorki gleyma skyldum sínum gagnvart félög- unum né að taka upp símtólið þegar það á við. Steinþór Guðbjartsson Hvernig leikur SIGURBJÖRIM THEODÓRSSON golf með annari hendi? Vom rosalega mikilátök GOLF er mikil tækniíþrótt og flestum veitir ekki af að hafa alla útlimi í lagi, fulla sjón og mikla þolinmæði til að bera, því eng- inn verður meistari í fyrsta sinn og það er æfingin sem skapar meistarann. Sigurbjörn Theodórsson er einn þeirra fjölmörgu kylfinga sem stundar golf af eins miklum eldmóði og honum er unnt. Hann hefur þó heldur dregið úr iðkun í sumar vegna meiðsla; hann er með tennisolnboga á þeirri vinstri, sem er ef tii vili nokkuð kaldhæðnislegt þvf hægri höndina notar Sigur- björn ekki, hún er lömuð. Sigurbjörn er fæddur í Reykja- vík í janúar 1949 og var að eigin sögn aldrei neitt mikið fyrir ■■■■■■ íþróttir. „Ég var nú Eftir ansi lítið í íþróttum Skúla Unnar þegar ég var yngri. Sveinsson Ég var þó svolítið í badminton á vet- urna og aðallega var ég í skellinöðr- unum og öðru mótórsporti og ég fylgist enn nokkuð vel með því,“ -segir Sigurbjörn. Ertu fæddur með hægri höndina lamaða? „Nei, ég lenti í skellinöðruslysi árið 1966 þegar ég var sautján ára gamall." Er það ekki hámark bjartsýninn- ar fyrir mann sem aðeins getur notað aðra höndina að fara að stunda golf? „Nei, það held ég alls ekki. Ég lét að vísu plata mig í þetta. Það var Eggert Isfeld sem dró mig í golf fyrir svona átta til tíu árum, ætli það hafi ekki verið í kringum 1984.“ Náðirðu strax tökum á íþrótt- inni? „Já, alveg merkilega fljótt. Ég náði strax þokkalegum tökum á sveiflunni og sá að mér gekk ágæt- lega og þess vegna fékk ég dell- una. Ef mér hefði gengið illa hefði ég örugglega hætt um leið.“ Var ekki eríitt að hafa sig út í þetta á sínum tíma? „Jú, þetta voru rosaleg líkamleg átök og ég var alltaf dauðþreyttur og sérstaklega ef ég komst heiian hring. Átökin voru mest í úlnliðn- um, olnboganum og í öxlinni en núna er maður orðinn svo sjóaður, að ég er rétt farinn að volgna eftir hringinn og langar að fara annan.“ Var mikið mál að byija að keppa í golfi? „Já það þurfti mikið átak til Morgunblaðið/Árni Sæberg SIGURBJÖRN Theodórsson stundar golf af miklum móó en sérstaða hans felst í því að hann notar aðelns aðra höndlna. þess að fara á fyrsta mótið, en ég hafði það þannig að ég fór í helling af mótum út um allt til að ná skjáiftanum úr hnjánum." Spilarðu mikið? „Já síðustu fjögur til fímm árin hef ég haldið mig vel við þetta, en í sumar hef ég ekki spilað eins mikið og ég hefði viljað. Tennisoln- boginn er að stríða mér, þannig að ég verð að halda aftur af mér.“ Þú ert með 19 í forgjöf. Er ætl- unin að komast lægra? „Að sjálfsögðu er það markmið- ið. Ég var kominn niður i fimmtán í vor en þá fór tennisolnboginn að segja til sín. Ég held ég hafí ekki þolað að slá eins mikið og ég gerði í Goifheimi síðasta vetur og ætla að fara mér rólega í vetur, en ætla samt að mæta næsta vor í topp- formi." Nærðu að slá með fullri sveiflu? „Nei, ég næ ekki alveg fullri sveiflu eins og tvíhenntur maður gerir. Ég verð að skammta mér svolítið þar, en maður verður að hafa sama tempó í sveiflunni og aðrir þrátt fyrir að maður noti bara aðra höndina. Þegar ég pútta styð ég við pútterinn með hægri hend- inni“ Reka menn ekki upp stór augu þegar þeir sjá þig slá með annari hendi? „Jú, jú, blessaður vertu. Það kom oft svipur á menn hér áður fyrr, en það kannast svo margir orðið við mig að menn eru hættir að reka upp stór augu. Sumir tóku jafnvel ekki eftir neinu fyrr en hringurinn var hálfnaður og bentu mér þá vinsamlega á að ég notaði aðeins aðra höndina.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.