Morgunblaðið - 19.09.1995, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 19.09.1995, Blaðsíða 12
Leeds tapaði óvænt heima Ovæntustu úrslitin í ensku knatt- spyrnunni um helgina urðu á Elland Road þar sem Leeds mátti ^■■ii sætta sig við 3:1 tap Frá Bob gegn QPR. Leeds fór Hennessy á kostum gegn Món- i Englandi akó í UEFA-keppn- inni fyrir viku en var nú ekki svipur hjá sjón. Þá gerði Tony Yeboah öll mörkin í 3:0 sigri en Bandaríkjamaðurinn Jurgen Sommer, markvörður QPR, þurfti ekki að hafa áhyggjur af honum að þessu sinni. Arsenal vann West Ham 1:0. Ian Wright gerði eina mark leiksins úr vítaspymu, sem Dennis Bergkamp fiskaði stundarfjórðungi fyrir leiks- lok. Julian Dicks, sem var heppinn að sleppa við rauða spjaldið í leik West Ham gegn Chelsea fyrir rúmri viku, slapp ekki eins vel á Highbury og var vikið af velli um miðjan seinni hálfleik eftir að hafa fengið að sjá gult spjald öðru sinni. Bergkamp hefur ekki enn skorað en hefur ekki áhyggjur af því. „Það fær ekki á mig, því ég elska leikinn og ber höfuðið hátt,“ sagði hann og hrósaði Wright. „Ég hef aldrei kynnst slíkum leikmanni og ákafí hans hjálpar mér mikið.“ David Hirst skoraði á áttundu mínútu fyrir Sheffield Wednesday en Tottenham efldist við mótlætið og vann 3:1. Teddy Sheringham gerði tvö mörk, þar af annað úr víta- spyrnu, og Des Walker skoraði í eig- ið mark. Chelsea vann Southampton 3:0 og var markalaust þar til stundar- fjórðungur var til leiksloka. Frank Sinclair braut ísinn og síðan opnaði Hollendingurinn Ruud Gullit marka- reikning sinn hjá Lundúnarliðinu en Mark Hughes átti síðasta orðið. „Við leikum stundum vel og stundum illa,“ sagði Gullit sem átti mjög góð- an leik. „Ég sé framfarir hjá liðinu og sjálfsöryggið kemur með svona úrslitum." Vildi ekki háifleik Liverpool fór á kostum á Anfíeld Road og vann meistara Blackburn 3:0. Heimamenn höfðu mikla yfír- burði í fyrri hálfleik og mörkin voru glæsileg. Jamie Redknapp skoraði með skoti af 20 metra færi eftir 12 mínútna leik og síðan kom frábært skallamark hjá Robbie Fowler um miðjan hálfleikinn. Stan Collymore innsiglaði góðan sigur með hnitmið- uðu skoti af 25 metra færi eftir hálf- tíma leik. „Fyrri hálfleikur er einn sá besti sem ég hef séð hjá Liverpo- ol um árabil,“ sagði David Moores, formaður Liverpool, og Roy Evans, yfírþjálfari, sem er ekki þekktur fyr- ir að gera mikið úr hlutunum, gat ekki setið á sér. „Þetta var frábært hjá okkur fyrir hlé og einn af þessum leikjum þar sem maður vill ekki að blásið sé til hálfleiks." Þetta var fjórða tap meistaranna í sex leikjum en liðið missti norska varnarmanninn Henning Berg af velli með rautt spjald í byijun seinni hálfleiks. Newcastle lék Manchester City sundur og saman og vann 3:1. Peter Beardsley skoraði úr vítaspymu og Les Ferdinand bætti við tveimur mörkum áður en Gerry Creaney minnkaði muninn undir lokin. Ric- hard Edghill braut á David Ginola, besta manni Newcastle, um miðjan fyrri hálfleik, fékk gult spjald öðru sinni og þar með rautt og ekki vænk- aðist hagur City við það en liðið hef- ur ekki enn fagnað sigri á tímabilinu. Manchester United átti ekki í erf- iðleikum með Guðna Bergsson og samheija í Bolton og vann 3:0. Paul Scholes gerði tvö mörk og Ryan Giggs eitt. „Þetta var ekki góður dagur hjá okkur en leikmenn United spiluðu vel þrátt fyrir ungan aldur,“ sagði Guðni. „Þjóðin óttast ekki að- eins þessa stráka heldur þá sem Ferguson á eftir að koma með fljót- lega,“ sagði Roy McFarland, yfir- þjálfari Bolton. „Við látum ekki stráka spila sem hafa ekki rétta hugarfarið," sagði Ferguson. Nottingham Forest vann Everton 3:2 og var Joe Royle, yfirþjálfari Everton, allt annað en kátur en við- urkenndi að Evrópuleikurinn gegn KR hefði verið erfíður. „En ef ein- hver notar það sem afsökun eigum við ekki að vera hugsa um að vera með í Evrópukeppni. Ég veit ekki hvað var að en liðið hefur ekki verið eins slakt síðan ég tók við stjórn- inni.“ Enn tapa meistarar Real Madríd Real Madríd mátti sætta sig við enn eitt tapið um helgina þeg- ar liðið tapaði 3:2 á heimavelli fyr- ir Oviedo í spænsku deildinni. Þetta var annað heimaleikjatapið í röð og á milli deildarleikjanna tapaði Real fyrir Ajax í meistaradeild Evr- ópu. Liðið hefur tapað sex af átta síðustu leikjum, þar af þremur leikj- um gegn Deportivo Coruna áður ' en deildarkeppnin hófst. Real ætlaði sér greinilega að snúa vöm í sókn og Ivan Zamor- ano frá Chile braut ísinn eftir tvær mínútur. Öllum á óvart jafnaði Jesus Oli sjö mínútum síðar eftir vamarmistök. Zamorano gerði annað mark Real eftir hálftíma leik en Oli jafnaði aftur fyrir hlé. Ekki voru liðnar nema þijár mínút- ur af seinni hálfleik þegar Antonio Rivas kom gestunum yfir með marki beint úr aukaspyrnu og gest- imir héldu fengnum hlut. Jafnræði var með Zaragoza og Barcelona í fyrri hálfleik en gest- imir tóku völdin eftir hlé og gerðu s þá þijú mörk. Jordi Cruyff skoraði snemma í hálfleiknum og eftir það lögðu leikmenn Zaragoza áherslu á sóknarleikinn. Við það opnaðist vörn liðsins og Meho Kodro frá Bosníu og Luis Figo frá Portúgal bættu við tveimur mörkum. Argentíski varnarmaðurinn Mauricio Pochettino skoraði fyrir Espanol undir lokin gegn Albacete og tryggði liði sínu 1:0 sigur. Atletico Madríd gerði góða ferð til Bilbao og vann 2:0 en liðinu hefur yfirleitt ekki gengið vel á u San Names-leikvanginum. Að þessu sinni gekk því allt í haginn enda lék það mjög vel. Argentínu- maðurinn Diego Simeone og spænski landsliðsmaðurinn Jose Caminero stjórnuðu miðjunni og sköpuðu mörg færi fyrir Kiko og Luboslav Penev sem skoruðu. Reuter JAMIE Redknapp fagnar marki sínu fyrir Liverpool. GleAin er ekki minnl hjð samherjum hans, Steve McManaman til vinstrl og Steve Harknes tll hægrl. Vialli enn hetja Juve Gianluca Vialli var hetja Juventus þegar liðið vann Vicenza 1:0 í ítölsku deildinni í fyrradag. Vialli gerði eina mark leiksins um miðjan fyrri hálfleik, þegar samheijar hans vildu fá vítaspyrnu, og var það jafn- framt þriðja mark hans í sfðustu tveimur leikjum en Juve hefur sigrað í þremur fyrstu leikjum sínum. Sigur- inn að þessu sinni fékkst þó ekki átakalaust og fyrsta stundarfjórð- unginn gerðu nýliðamir meisturun- um lífið erfítt en markvörðurinn Angelo Peruzzi kom í veg fyrir að gestirnir skoruðu. Utlitið var ekki bjart hjá Lazio í Bari. Varnarmaðurinn Guerino Gott- ardi fékk að sjá rauða spjaldið á 43. mínútu og einum fleiri náðu heima- menn undirtökunum og komust í 3:1 með þremur mörkum Igors Prottis en hann er markahæstur í deildinni með fímm mörk. En Lazio gafst ekki upp og náði að jafna 3:3 með mörk- um frá Pierluigi Casiraghi og Gius- eppe Signore á þriggja mínútna tíma- bili um miðjan seinni hálfleik. Atalanta varð loks að játa sig sigr- að, tapaði 3:1 fyrir Napólí eftir að Christian Vieri hafði náð forystunni fyrir heimamenn á annarri mínútu. Frakkinn Christian Karembeu var með tvö mörk og lagði upp eitt fyrir Claudio Bellucci í 3:0 sigri Sampdor- ia gegn Parma. Karembeu var heilinn á bak við frábæran leik Sampdoria en Parma var langt frá sínu besta og Búlgarinn Hristo Stoichkov var bókaður í fyrsta sinn í deildarleik á Ítalíu. Ottavio Bianchi, þjálfari Inter, fékk orð í eyra frá áhorfendum eftir markalaust jafntefli liðsins við Piac- enza sem fékk átta mörk á sig í fyrstu tveimur umferðunum. Heima- menn komust lítt áleiðis og þurftu gestimir aðeins að hafa áhyggjur af Brasilíumanninum Roberto Carlos sem hefur gert bæði mörk Inter á tímabilinu. George Weah var frábær þegar AC Milan vann Roma 2:1, ógnaði stöðugt og gerði bæði mörkin. „Ef til vill höfum við fundið sannan arf- taka Marcos Van Bastens,“ sagði framkvæmdastjórinn Adriano Gall- Stuttgart fékk skell ÞÝSKALANDSMEISTARAR Borussia Dortmund hristu af sér slenið og tóku Stuttgart í kennslustund á laugardaginn. Meistararnir, sem léku 10 lengst af þar sem Knut Rein- hardt var vikið af velli á 16. mínútu, unnu 6:3 og skutust við það í þriðja sætið. Brasilíumaðurinn Giovane Elber skoraði fyrir Stuttgart eftir þriggja mínútna leik en landi hans, Julio Cesar, jafnaði á sjöttu mínútu og Matthias Sammer náði forystunni fyrir Dortmund fjórum mínútum síðar. Heiko Herrlich og Andreas Möller bættu við mörkum fyrir hlé en Stefan Reuter og Möller skoruðu síð- an í seinni hálfleik. Pólverjinn Radoslav Gilewicz og Búlgar- inn Krasimir Balakov minnk- uðu muninn fyrir Stuttgart. Sagt hefur verið að Fringer, þjálfari Stuttgart, hafi fengið starfið fyrir tilstilli Hitzfelds, þjálfara Dortmund, en eftir lcikinn var viða haft á orði að með úrslitunum hefði Hitzfeld lagt sitt af mörkum til að koma starfsbróður sinum frá. Forseti Stuttgart vísaði slíkum bolla- leggingum á bug og sagði að ekki stæði til að reka þjálfar- ann en nær væri að láta nokkra leikmenn fjúka. Bernd Schuster var í byij- unarliði Leverkusen á ný þeg- ar liðið vann Frankfurt 2:0 en þetta var fyrsti heimasigur þess. Schuster var langbesti maður leiksins, sýndi heims- klassaleik og fékk einn í eink- unn í flestum blöðum. Hann lagði upp bæði mörkin og var undirbúningur fyrra marksins sérlega glæsilegur — Völler skoraði eftir að hafa fengið nákvæma sendingu af um 40 metra færi. Nýliðar St. Pauli komu á óvart og unnu Gladbach 4:2. Þetta var þriðji sigur liðsins á útivelli á tímabilinu og enn einu sinni voru gagnsóknir þess árangursrikar. Rússinn Yuri Savitschev var yfirburð- armaður á vellinum en hann gerði tvö mörk í fyrri hálfleik. Þá skoraði Jens Scharping eitt og komu öll mörkin eftir gagnsóknir. Gladbach sótti meira eftir hlé og Michael Sternkopf og Martin Dahlin minnkuðu muninn en Ralf Becker átti síðasta orðið. Mónakó með fjórða markvörðinn MÓNAKÓ hefur gengið afleit- lega að undanförnu og varð að sætta sig við þriðja tapið á níu dögum þegar Metz hafði betur og vann 1:0 i viðureign liðanna í frönsku deildinni um helgina. Robert Pires skoraði á 29. mínútu en Stephane Por- ato lék í marki Mónakó og er hann fjórði markvörður fé- lagsins. Fabien Barthez, aðal- markvörður liðsins, hefur ver- ið Iengi frá vegna meiðsla. Fabien Piveteau meiddist í Evrópuleiknum gegn Leeds í Iiðinni viku og Marc Delaroc- he slasaðist í sama leik eftir að hann og samheijinn Basile Boli höfðu skallað saman. Til að bæta gráu ofan á svart var miðjumanninum Sylvain Legwinski vikið af velli gegn Metz og verður þvl í banni í næsta leik. ENGL.AND‘ 1X2 111 212 1 1 1 X LOTTO: 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.