Morgunblaðið - 19.09.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 19.09.1995, Blaðsíða 8
MORGUNBLAÐIÐ ,8 B ÞRIÐJUDAGUR 19. SEPTEMBER 1995 KNATTSPYRNA Morgunblaðið/Ásdís MARGRÉT Ólafsdóttir fallur við í baráttu vlð Rússa. Hún skoraðl mark íslands. Stúlkurnar fengu skell FRAMMISTAÐA íslenska kvennalandsliðsins gegn Rússum á Laugardalsvelli á sunnudaginn var hreint út sagt döpur og þó að rússnesku stúlkurnar væru ekki að gera neina góða hluti dugöi það til 1:4 sigurs. íslensku leikmennirnir voru margir að spila stöður sem þeir leika ekki í með félagsliðum sínum og voru eins og villuráfandi sauðir oft á tiðum. Spilin verða stokkuð upp „VIÐ bytjum illa og þó að við séum með vindinn i bakið fáum við á okkur mark strax og kom- umst aldrei almennilega inn i leikinn eftir það,“ sagði Krist- inn Bjðrnsson þjálfari eftir leikinn. „Við spiluðum illa i vðrninni og tókst illa að gœta þeirra og þó að við værum að skapa okkur færi, nýttust þau ekki og í heild áttum við slakan dag.“ Kristinn sagði að undirbún- ingurinn hefði hvorki verið verri né betri en veqjulega en liðið hefði þurft fleiri leiki: ' „Við hefðum þurft einhverja leiki til að slípa liðið en ég er ekki ánægður með leikinn, upp- stiUingin gekk heldur ekki upp, ég átti ekki góðan dag og stelp- urnar ekki heldur þó að ein- staka hafi verið góð, svo sem Ásthildur Helgadóttir og Mar- grét Ólafsdóttir. Það er yóst að riðiilinn er sterkur og fram- haldið verður erfítt en spilin verða stokkuð upp á nýtt, það er 8r uggt. Það má einnig vera að of mikillar bjartsýni hafí gætt þjá okkur,“ sagði Kristinn að lokum. Alls ekki okk- ar besta „ÞETTA var mjög svekkjandi og við náðum alls ekki að sýna okkar besta,“ sagði Ásthildur Helgadóttir. „Við ætluðum að spila vel saman en vorum bara stressaðar og alltaf að flýta okkur svo að boltinn gekk ekki vel á miili og við misstum bolt- ann alltof mikið á hættusvæð- unum. Við þorðum ekki að gera það sem við erum að gera hér heima í knattspymunniog við þurfum að laga mikið. Ég hef verið að spila frammi með tutt- ugu ára og yngri iandsliðinu, svo að það hefði ekki átt að * breyta neinu. Nú verðum við að taka okkur saman í andlit- inu.“ Verðum að rífa okkur upp „VIÐ byijum leikinn nyög illa og staðan orðin tvö mörk gegn engu áður en við náum að blikka augunum,“ sagði Vanda Sigurgeirsdóttir fyrirliði lands- liðsins. „Að vísu náðum við að komast aðeins inn í ieikinn en þetta var samt alls ekki nógu gott og við verðum allar að rífa okkur upp úr þessu, allar sem ein. Við erum með gott lið, það vitum við, en við verðum að bæta okkur mikið frá þessu. Það spilar inn í að þær voru að vfsu heppnar f sóknum sín- um þó að það sé engin afsökun ' á frammistöðu okkar.“ Fyrsta markið kom eftir eina mínútu og 45 sekúndur og íslendingamir, sem höfðu byijað með stórsókn, voru alger- _■■■■ lega slegnir út af Stefán laginu. Eftir það Stefánsson varð lítið um spil, skrifár boltinn náði þó stundum að ganga skemmtilega á milli manna en það stóð stutt yfir í hvert sinn. Svo kom annað markið framhjá opinni vörninni en eftir þokkalegan kafla er leið að leikhléi náðu Islendingar að minnka muninn. Síðari hálfleikur byrjaði ágæt- lega en fljótlega dofnaði baráttu- neistinn og Rússar bættu við marki. Eftir það varð sama logn- mollan og andleysið og það kom ekkert á óvart að Rússar bættu við auðveldu marki, sem auðvelt hefði verið að koma S veg fyrir. Það var ótrúlegt að horfa upp á algerlega andlausan og klaufa- legan leikinn, því að stúlkurnar hafa oft sýnt og sannað, bæði í landsleikjum og deildarleikjum, að þær geta miklu betur en þær sýndu á sunnudaginn. Það er spuming um hvort sú aðferð, að láta leikmennina spila aðrar en sínar venjulegu stöður í félagslið- um sínum, hafi á.tt við. Til dæmis var Ásthildur Helga- dóttir, sem venjulega drífur áfram miðjuspilið hjá Breiðabliki, sett fremst á völlinn en var fljótlega komin aftur til að ná í boltann og þá var enginn frammi. Það verður líka að skrifa tvö mörk alfarið á Sigríði markvörð og varla veijandi að gefa öðmm markvörðum ekki tækifæri nú. Margrét Ólafsdóttir, Ásthildur, Helga Ósk Hannesdóttir og Sig- rún Óttarsdóttir áttu þokkalega kafla en í heild var liðið að spila langt undir getu. Ef næstu Evr- ópuleikir verða eitthvað í líkingu við þetta, er svartnætti framund- an. Um rússneska liðið má segja að það hafi komist skammlaust frá leiknum, náði að spila saman og gera það sem til þurfti en á sæmilegum degi hefði það orðið íslendingum auðveld bráð. Oa 4 EFTIR tæpar tvær mínútur fengu Rússar boltann rétt utan ■ I vítateigs Íslendinga, sóknarmaður þeirra iék auðveldlega á Sigríði F. Pálsdóttur sem var komin langt út úr markinu og renndi boltanum síðan fyrir markið þar sem Rezeda Khalimdarova skoraði í autt markið, enda Sigríður enn ekki komin úr „skógarferð" sinni. 0B^Á 27. mínútu léku rússnesku stúlkurnar í gegnuni flata mmm'föm íslands og Natalía Barbachina skoraði auðveldlega framhjá Sigríði markverði. Ip^^Rétt fyrir leikhlé, á 44. mínútu, fengu íslendingar auka- ■ ■aspyrnu rétt utan vítateigs vinstra megin, nokkrum metrum frá endalínu Rússanna. Sigrún Óttarsdóttir tók spymuna og sendi boltann að nærstönginni þar sem Margrét Ólafsdóttir skallaði í mark úr markteig. 1« 60< mínútu fékk Alexandra Svetlitskaja stungusendingu ■ Oupp vinstri kantinn, hún rakti boltann áfram inn í vítateig og renndi síðan boltanum í fjærhomið rétt utan seilingar fyrir Sigríði markvörð, sem lagðist niður. Á 77. mínútu renndi Nadejda Bossikova sér léttilegá í ■ ■frgegnum vöm íslands. Vamarmennimir teygðu sig aðeins að boltanum en ekki nóg og Bossikova skoraði auðveldlega. Vfldngar sluppu fyrirhom VÍKINGAR sýndu mikinn styrk er þeir náðu að bjarga sér frá falli á elleftu stundu gegn Þrótti. Víkingar þurftu eitt stig úr viðureigninni til að halda sæti sfnu og það tókst og lokatölurnar urðu 4:4. Þróttur hafði yfirhöndina í leiknum lengst af og komst í 2:4 þegar um hálftími var eftir. En með miklum viljastyrk náðu Víking- ar að jafna þó svo að þeir væru orðnir einum færri í lok- in. Leikurinn var mjög hraður og fjörugur þrátt fyrir frekar leiðinlegt knattspymuveður. Þróttarar náðu forystunni á upp- ^■■■■i hafsmínútum leiks ValurB. með marki fyrirlið- Jónatansson ans óskars Oskars- sknfar . , ,, „ son af stuttu fæn. Víkingar jöfnuðu með skalla- marki Marteins Guðgeirssonar, fyrirliða, eftir hornspyrnu Sigurð- ar Ómarssonar. Á næstu átta mínútum bættu Þróttarar við tveimur mörkum. Fyrst skoraði Heiðar Bjamason með þrumu- skoti frá vítateig eftir homspymu og síðan Óskar sitt annað mark eftir hræðileg mistök markvarðar Víkings sem sendi beint á hann úr útsparki. En Víkingar náðu að klóra í bakkann fyrir hálfleik og var það algjör endurtekning á fyrra markinu þeirra — horn- spyrna frá Sigurði sem Marteinn skallaði í markið. Það blés ekki byrlega fyrir Vík- ingum í upphafi síðari hálfleiks því Heiðar Siguijónsson kom Þrótti í 2:4 eftir laglegan undir- búning Óskars þegar hálftími var til leiksloka. Á þessum tíma- punkti voru flestir farnir að af- skrifa Víkinga því fréttir bámst af því að HK væri yfir gegn Víði í Garðinum. Víkingar neituðu að gefast upp og náðu að minnka muninn í 3:4 þegar 27 mínútur voru til leiks- loka og var þar að verki Arnar Hrafn Jóhannsson sem hafði kom- ið inn á sem varamaður aðeins tveimur mínútum áður. Markið kom eftir homspyumu og mikinn darraðardans í vítateig Þróttar. Nokkrum mínútum síðar fékk Víkingurinn Þrándur Sigurðsson að líta rauða spjaldið fyrir að hindra Heiðar Sigurjónsson sem var kominn einn innfyrir vörnina. Víkingar efldust við mótlætið og uppskám jöfnunarmarkið er fimm mínútur vom til leiksloka. Brotið var klaufalega á Siguijóni Kristj- ánssyni innan vítateigs og dæmd vítaspyrna. Úr henni skoraði Mar- teinn Guðgeirsson af öryggi og innsiglaði þrennu sína í leiknum og áframhaldandi veru Víkinga í 2. deild. Eins og áður segir var leikurinn bráðskemmtilegur og hraður. Marteinn Guðgeirsson og Sigurð- ur Ómarsson vom bestu leikmenn Víkings, en hjá Þrótti vom Óskar og Sigfús Kárason sprækastir. Pétur Pétursson, þjálfari Vík- ings, var ánægður í leikslok. „Þetta var þvílík spenna að ég gat varla haldið aftur af mér, enda var ég nokkrum sinnum kominn inn á völlinn án þess að gera mér grein fyrir því. Ég er stoltur af strákunum. Þeir sýndu mikinn styrk og áttu þetta svo sannarlega skilið miðað við allt sem á undan er gengið í sumar,“ sagði Pétur. Marteinn Guðgeirsson, fyrirliði og hetja Víkinga, sagði að liðið hafi sýnt það í þessum leik að það búi yfir miklum „karakter". Það var hreint frábært að koma alltaf til baka og jafnvel þótt við værum einum færri braut það okkur ekki niður, heldur þjappaði okkur enn meira saman. Við ætluðum okkur annað stigið og það tókst. En ég var orðinn svolítið hræddur í stöð- unni 2:4,“ sagði fyrirliðinn. Kveðjuleikur Lið HK sigraði Víði 2-1 á Garðs- velli í lokaumferð annarrar deildar karla í knattspymu á laugar- dag. Það dugði félag- Gunnar eWd til áfram- Guðmundsson haldandi vem í ann- skrífar arri deild og þar með lauk stuttri viðvera beggja liðanna í deildinni, Víðir komst upp á síðasta tímabili en HK ári áður. Leikurinn var því kveðju- leikur þeirra að sinni. „Ég er ánægður með mína menn, þeir gerðu það sem gera þurfti og áttu skilið að vinna í þessum leik“, sagði Ómar Jóhannsson þjálfari HK eftir leikinn. Hann gat hins vegar ekki leynt vonbrigðum sínum með fallið: „Við byijuðum skelfilega, vor- um ekki komnir með stig eftir fjórar umferðir og það er það sem við eram að súpa seyðið af núna. Við höfum verið sjálfum okkur verstir í þessu, verið að tapa leikjum á síðustu mín- útunum og gefa þetta frá okkur“. Leikurinn í Garðinum var ekki mikið fyrir augað, enda vallar- og veðurskilyrði ekki til þess fallin að leika knattspyrnu. HK-ingar fengu óskabyijun er þeir skoruðu fyrsta mark leiksins eftir aðeins þijár mín- útur. Þar var á ferðinni markahrókur þeirra HK manna, Sindri Grétarsson, sem renndi knettinum í netið af stuttu færi eftir fyrirgjöf Orra Bald- urssonar. Eftir markið var HK sterk- ari aðilinn, án þess þó að skapa sér umtalsverð tækifæri. Víðismenn náðu hinsvegar að jafna leikinn á 22 mín., þegar Ólafur Jónsson skallaði knöttinn í netið eft- ir hornspymu Daníels Einarssonar. Tíu mínútum fyrir leikhlé náði HK aftur yfirhöndinni þegar Orri Bald- ursson þramaði knettinum í netið af markteig eftir aukaspymu Huga Sævarssonar. Fátt markvert gerðist í seinni hálf- leik, gestimir spiluðu sterka vöm og gáfu heimamönnum fá tækifæri á að jafna leikinn, en það fór lítið fyr- ir þeirri baráttu sem jafnan hefur einkennt Víðisliðið. „Það era náttúr- lega mikil vonbrigði að fara niður aftur. Við erum búnir að fá sjö leiki til að bjarga okkur, en eram einfald- lega ekki nógu góðir. Þegar menn ná ekki í fleiri stig á liðið ekkert annað skilið en að falla", sagði Njáll Eiðsson þjálfari Víðis að leik loknum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.