Morgunblaðið - 19.09.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 19.09.1995, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLR. A LANDS A N Nf A 3R*qgiiiiUbiMfr 1995 FRJALSIÞROTTIR ÞRIÐJUDAGUR 19. SEPTEMBER BLAÐ B France Presse Kraftur í Jóni Arnari Glæsilegt íslands- met Jóns JÓN Aruar Magnússon, frjáls- iþróttamaður úr UMSS, setti glæsilegt íslandsmet í 1ugþraut á alþjóðlegu boðsmóti í borg- inni Talence i Frakklandi um helgina. Jón Arnar fékk 8.248 stig á mótínu í Talence, sem er ellefu stigum meira en hann fékk í mai siðastliðnum er hann setti gamla metið í Götzis í Austurríki. Hann var í ððru sæti mótsins um helgina allt þar til í lokin, er hann i'éll niður í fimmta sæti. Hvít-Kússinn Eduard Ham- alainen sigraði með 8.430 stíg í Talence um helgina, en mótið er eitf hið allra sterkasta sem haldið er ár hvert og þangað boðið ö'Ilum bestu tugþraut- arkðppum hcimsins. Þeir voru allir samankomnir þar um helg- ina nema hvað heimsmethafinn, Bandaríkjamaðurinn Dan O'Brien, íét ekki sjá sig og bar við meiðslum. Algengt er að góður árangur náist í Talence og sem dæmi má nefna að O'Crien setti nú- gildandi heimsmet þar, skbmmu eftír Ólympíuleikana í Barcelona 1992, Svíinn Henrik Dagárd settí Norðurlandametíð þar í fyrra og Jón Arnar bættist í hópinn um helgina, er hann bætti íslandsmctið. JÓN Arnar Magnússon á fullri ferð í stangarstökkskeppnl stórmótslns í Talence í Frakklandl um helglna. Hann gerði sér lítið fyrlr og bættl eiglð íslandsmet, sem hann settl í Austurríki f vor, um ellefu stlg. ¦ Hef fest mig / B3 ¦- KNATTSPYRNA Bo þjálfar lið Dana SVÍINN Bo Johansson, fyrrum landsliðsþjálfari íslands, tekur við stjórn danska landsliðsins 1. júlí á næsta ári af Richard Möller Nielsen. Danir urðu Evrópumeistarar undir stjórn Möllers Nielsen 1992 en hann greindi frá því í águst að hann myndi hætta þegar samningurinn væri úti og Johansson var ráðinn um helgina. Johansson lauk starfi sínu sem landsliðsþjálfari íslands með marka- lausu jafntefli gegn Dönum í æfinga- leik í Laugardal í september 1991 en áður hafði hann þjálfað sænsk, norsk og grísk félagslið. Hann var með dönsku meistarana Silkeborg 1992 til 1994 en þjálfar nú finnska liðið HJK. Bo, sem er 52 ára, gerði tveggja ára samning og er því geng- ið út frá því að hann verði með Danina fram yfir Heimsmeistara- keppnina 1998. „Ég veit ekki hvað ég verð lengi landsliðsþjálfari Dana en einu get ég lofað," sagði Bo. „Ég get hætt með ánægju ef Danmörk verður heimsmeistari 1998." Samtök atvinnu- manna stof nuð Morgunblaðið/Friöþjófur Helgason 12 möric í sex leikjum ARNAR Gunnlaugsson er orðlnn nœst markahæstur í 1. delld- innl í knattspyrnu með 12 mörk, þrátt fyrlr að hafa aðelns verlð með í sex lelkjum Skagamanna í sumar. Hann skoraðl tvívegls gegn Val að Hllðarenda og hjálpar hér Lárusl Slg- urðssynl markverðl á fætur eftlr að gert selnna marklð hjá honum, úr vítaspyrnu, en Lárus var nálægt þvf að verja. Slgurstelnl Gíslasyni, sem er í miðjunnl, virðist skemmt. ¦ Lelkirnlr um heigina / B6 Argentíski knattspyrnumaðurinn Diego Maradona var í gær kjörinn formaður Álþjóðasambands atvinnumanna í knattspyrnu (AIFP) á stofnfundi sambandsins sem hald- inn var í París. Tilgangur sambands- ins er að gæta réttar knattspyrnu- manna sem meðal annars felst í bar- áttu fyrir auknum launum og betri starfsaðstöðu. Maradona sagði að nokkrir knattspyrnumenn fengju vel greitt en flestir fengju „ekkert" — og bætti því við að illa væri farið með flesta knattspyrnumenn. „Við erum ekki að stofna þessi samtök til að bola neinum í burtu. Það eina sem við viljum er að knatt- spyrnumenn fái að vera með í ákvörðunum sem teknar eru og varða atvinnu þeirra. Hingað til höfum við ekki verið spurðir. Við viljum að við séum hafðir með í ráðum," sagði Maradona. Maradona hefur lengi verið með samtök sem þessi í undirbúningi en lét til skarar skríða eftir að hafa rætt við Frakkann Eric Cantona. Þeir eiga það sameiginlegt að hafa báðir verið settir í bann, Maradona fyrir neyslu ólöglegra lyfja en Can- tona fyrir að ráðast á áhorfanda. „Knattspyrnan þarf fólk til að sjá um rekstur félaga og sambanda; knattspyrnan þarf knattspyrnu- menn. Við viljum mynda samband milli þessara aðila, friðsamlegt sam- band því knattspyrna er ekki stríð," sagði Cantona og sagðist vonast til að þó svo hann og Maradona væru forsvarsmenn að samtökunum tækju menn það ekki illa upp. Á fundinum voru m.a., auk Mara- donas og Cantonas, Gianluca Vialli frá ítalíu, Brasilíumaðurinn Rai, Sví- inn Tomas Brolin, Þjóðverjinn Micha- el Rummenigge og Abedi Pele frá Ghana. „Við vonumst til að fá Hristo Stoichkov, Ruud Gullit og Lothar Matthaus til liðs við okkur á næst- unni," sagði Maradona. HANDKNATTLEIKUR: ÓVÆNTUR SIGUR VÍKINGS GEGN AFTURELDINGU / B4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.