Morgunblaðið - 19.09.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 19.09.1995, Blaðsíða 6
6 B ÞRIÐJUDAGUR 19. SEPTEMBER 1995 KIMATTSPYRNA M0RGUNBL4ÐIÐ Eyjamenn í Evrópukeppnina EYJAMENN, sem ekki hafa leikið í Evrópukeppninni íháa herrans tíð, tryggðu sér sæti þar næsta ár með góðum 3-1 sigri á Grindvíkingum í rokleik í Eyjum á sunnudag. Tryggvi Guðmundsson, sem hefur verið á skotskónum í sumar, gerði tvö markanna og stefnir hraðbyri að markakóngstitlin- um í ár. Sigfús Gunnar Guðmundsson skrifar Eyjamenn léku undan sterkum vindi í fyrri hálfleik og eftir aðeins tæpar sjö mínútur var aðal- markaskorari Eyja- manna Tryggvi Guðmundsson bú- inn að koma boltan- um í netið og gefa mönnum tóninn. En Grindvíkingar voru ekki strax slegnir útaf laginu, því fyrrum liðsmenn Eyjamanna þeir Zoran Ljubicic og Tómas Ingi Tómasson sáu til þess að Grindavík jafnaði fyrir miðjan fyrri hálfleik. Eyja- menn voru ekki að tvínóna við hlutina, svöruðu strax með marki og bættu því þriðja við fyrir leik- hlé. Tómas Ingi Tómasson meidd- ist um miðjan fyrri hálfleik og varð að fara af leikvelli og það tók nokkuð broddinn úr-sóknarlotum Grindvíkinga. Lið IBV hafði tveggja marka forskot í hálfleik 3-1 og var við- búið að þeir ættu erfiðan seinni hálfleik fyrir höndum þar sem Grindvíkingar léku undan sterkum vindi, það tókst Grindvíkingum þó aldrei að nýta sér. Eyjamenn spil- uðu mjög skynsamlega, léku bolt- anum vel með jörðinni og héldu þar með Grindvíkingum utan leiks- ins lengi vel. Ólafur Ingólfsson átti þó tvö ágætis fæn en Friðrik Friðriksson í marki ÍBV sá við honum í bæði skiptin og varði vel. Eyjamenn fengu einnig sín færi og eitt það hættulegasta þeg- ar Rútur Snorrason klippti boltann rétt framhjá marki Grindvíkinga. Eyjamenn fögnuðu vel og lengi að leik loknum eins og þeim er einum lagið og einnig fögnuðu þeir mörkum sínum á hefðbundinn hátt. Atli Eðvaldsson sem er að þjálfa í fyrsta skipti í fyrstu deild, var að vonum kampakátur með sína menn eftir leik. „Þetta er æðis- legt, alveg meiriháttar, það er ekkert hægt að treysta á þessa stráka, við spáðum í fímmta sætið en náum Evrópusæti, alveg meiri- háttar, það er hægt að byggja á þessu, þetta er mjög óvænt og ef við fáum þann stuðning frá bæjar- yfirvöldum sem þarf til að halda strákunum hérna og sem besta aðstöðu þá er hægt að gera þetta að góðu liði í framtíðinni, það tek- ur tíma, tekur þrjú ár.“ Eyjamenn sem eru þekktir fyrir „fögn“ sín sem fylgja mörkunum brugðu lítið útaf vananum en þeir fögnuðu þó ekki fyrsta markinu sérstaklega, en annað markið sem Ingi gerði var leikrænt og þriðja markinu fylgdi sérstakasta „fagn- ið“, þá stilltu 10 leikmenn sér upp eins og keilur og Tryggvi Guð- mundsson, sem skoraði, rúllaði ímyndaðri kúlu í átt að keilunum sem féllu allar að lokum, en tvær þær síðustu voru tæpar. Eftir leik- inn dönsuðu þeir síðan eftir stefi úr Húsinu á sléttunni, auk þess að girða stuttbuxurnar vel upp og ganga um einsog glanspíur. B#\Steingr{nnir Jóhannesson stakk boltanum inn til hægri á I awlnga Sigurðsson sem geystist áfram og skaut að marki, Aibert Sævarsson varði, en hélt ekki boitanum sem barst til Tryggva Guðmundssonar sem skoraði á 7 mínútu örugglega af stuttu færi. 1B 4| Tómas Ingi Tómasson vann boltann á vallarhelmingi Eyja- ■ I manna á 20 mínútu, sendi hann á Zoran Ljubicic sem lék í átt að marki og renndi boltanum framhjá Friðriki í markinu frá vita- teig. 2a 4| Eyjamenn fengu óbeina aukaspyrnu vinstra megin fyrir ■ | utan teig Grindvíkinga á 22 mín. Leifur Geir renndi á Tryggva Guðmundsson sem skaut bolta í fjæriiornið og þar var mætt- ur Ingi Sigurðsson og stýrði boltanum síðasta spölinn i netið af stuttu færi. 311 Æ Eftir skemmtilegt samspil Eyjamanna á 40 mín. var Rútur ■ I Snorrason felldur innan vítateigs og dæmd vítaspyrna. Það var svo Tryggvi Guðmundsson sem skaut í vinstra homið en Albert Sævarsson markvörður fór í hægra homið. Aukaspyrna Tryggva TRYGGVI Guðmundsson, sem er markahæstur í 1. deild með 14 mörk þe< tvö mörk í leiknum gegn Grindavík í Eyjum. Hér tekur hann aukaspyrnu oc Tómasson, Zoran Ljubícic og Ólafur Ingólfsson mynda i Draumamörk KR-ingum í Kóp 1«^%Róbert Olafur Sigurðsson braut isinn með góðu marki á ■ %#54. mínútu. Hann fékk boltann eftir varnarmistök í vörn Leifturs rétt fyrir utan vítateig, lék áfram að markinu einn og óvaldað- ur og skaut föstu skoti útvið stöng sem Þorvaldur Jónsson átti enga möguleika á að veija. 2«4\Jóhann B. Guðmundsson, annar ungur og efnilegur leik- ■ %#maður i iiði Keflvíkinga, átti alian heiðurinn af þessu marki sem kom á 58. mínútu. Hann fékk boltann fyrir utan vítateig og skaut föstu skoti i markið sem Þorvaldur réð ekki við heldur. 3a#%Haukur Ingi Guðnason, nýliðinn í liði Keflavikur, bætti ■ ^#við þriðja markinu á 71. mínútu. Hann var með boltann fyrir utan vítateig, lék á tvo varnarmenn Leifturs áður en hann af- greiddi boltann í markið. 3a <4| Keflvíkingar voru varla hættir að fagna þegar þeir máttu ■ I hirða boltann úr netinu hjá sér. Markið gerði Baldur Bjarna- son með skoti úr þröngu færi i vitateignum eftir sendingu Gunnars Oddssonar á 72. minútu. Baldur snéri baki í markið er hann fékk knöttinn, snéri sér snöggt við og skoraði af öryggi. 3B^J^Páll Guðmundsson bætti við öðru marki Leifturs á 84. ■ 4B«imínútu þegar hann skoraði örugglega af stuttu færi — sendi knöttinn f hægra hornið eftir góða fyrirgjöf Gunnars Oddssonar frá hægri. KR-ingar sigruðu lánlausa Blika í nokkuð fjörugum leik í Kópa- vogi á sunnudaginn, með þremur stórkostlegum mörkum gegn einu. ■■■■■■ Sterkur vindur, Stefán sem Blikar léku Eiríksson undan í fyrri hálf- skrifar leik, setti eðlilega svip sinn á leikinn. Heimamenn höfðu yfirhöndina í fyrri hálfieik og náðu _að skapa sér nokkur vænleg færi. Á 21. mínútu skaut Kristófer Sigurgeirsson yfir úr upplögðu færi og tíu mínútum síðar varði Kristján Finnbogason stórkostlega frá Þórhalli Hinriks- syni. Hann fékk aftur dauðafæri á 39. mínútu en Kristján sá aftur við honum. KR-ingar komust betur inn í leikinn er á leið, en fengu ekki umtalsverð færi. Síðari hálfleikur byijaði fjörlega. Anthony Karl Gregory fékk dauða- KEFLVÍKINGAR náðu loksins að hrista af sér slenið eftir slakt gengi í síðustu leikjum þegar þeir sigruðu Leiftur frá Ólafsfirði í Keflavík á sunnu- daginn. Keflvíkingar sem höfðu leikið 7 leiki án sigurs gerðu nokkrar breytingar á liði sínu og gáfu yngri mönnum tækifæri til að spreyta sig. Þeir þökkuðu traustið með sigri, 3:2, en þær tölur gefa ekki glögga mynd af leiknum sem var lengstum eign heima- manna. Keflvíkingar standa því vel að vígi varðandi fjórða sætið í deildinni sem gefur þátttökurétt íTOTO-keppn- inni. skrifar frá Keflavík Fyrri hálfleikur var nánast tíð- indalaus en dómarinn Guð- mundur Stefán Maríasson meiddist ■■■■■■ þegar tvær minútur Bjöm voru til hálfleiks, Blöndal tognaði á kálfa. Hann lauk þó hálf- leiknum og í síðari hálfleik tók annar línuvarðanna við. Síðari hálfleikur var mun líf- legri og allt virtist ætla að stefna í stórsigur heimamenn sem gerðu 3 mörk í röð með stuttu millibili. Fyrst Róbert Ólafur Sigurðsson, síðan Jóhann B. Guðmundsson og þriðja markið gerði Haukur Ingi Guðnason, ungur og athyglisverður leikmaður sem er sonur Guðna Morgunblaðið/Björn Blöndal FEÐGARNIR Sigurður Frið- riksson og Unnar Sigurðsson í Keflavík komu báðir við sögu í leik Keflvíkinga og Leifturs- manna. Sigurður var dubbaður upp í línuvörð í hálfleik, þar sem dómari leiksins meiddist, og fékk lánuð föt hans, en sonurinn Unnar kom einnig inn á í síðari hálfleik, í lið Keflavíkur, sem varamaður. Kjartanssonar fyrrum landsliðs- manns úr Keflavík. En Leiftursmenn, sem eru þekkt- ir fyrir annað en að gefast upp, náðu að minnka muninn með 2 mörkum. Lengra komust þeir þó ekki og það voru því Keflvikingar sem loks fögnuðu kærkomnum sigri. Leikurinn gat haft þýðingu fyrir væntanlega þátttöku í Evr- ópukeppninni, en sætið kom í hlut Vestamannaeyinga eftir sigur gegn Grindvíkingum. Loksins sigur hjá IBK Keflvíkingar eygja von íTOTO-keppn- ina annað árið í röð færi á 48' mínútu en skaut í hliðarnetið og tveimur mínútum síðar skoraði Guðmundur Benediktsson fyrir KR hreint út sagt stórkost- legt mark. Vindurinn var nú í bak KR-ingum og töku þeir í kjölfar fyrsta marksins öll völd á vellinum. Á 65. mínútu kom annað markið af löngu færi og fjórum minútum síðar kom þriðja markið eftir frábæran samleik Guðmund- ar og Mihajlo Bibercic. Eftir þessa rispu slök- uðu KR-ingar ögn á og heimamenn komust fyrir vikið aftur inn í leikinn. Á 74. mínútu varði Kristján enn og aftur frábærlega frá Þórhalli Hinrikssyni og þremur minútum síðar fengu Blikar vítaspyrnu eftir að Kristján braut á Anthony Karl Gregory. Rastislav Lasorik tók spyrnuna, sendi Kristján í vinstra hornið en rúllaði siðan knettinum snyrtilega framhjá hægra megin. Þetta hristi ögn upp í leikmönn- um KR sem fengu tvö sannkölluð dauðafæri, fyrst Hilmar á 83. mínútu og svo Bibercic mín- útu síðar, en Blikar voru ekki af baki dottnir og minnkuðu muninn eftir snarpa sókn, og var þar Lasorik á ferðinni. Hann fékk síðan dauða- færi þremur mínútum fyrir leikslok en Kristján varði enn og aftur af stakri snilld. Bibercic og Guðmundur ná stöðugt betur og betur saman Bæði lið léku ágætlega, Blikar voru sterkari í fyrri hálfleik en KR-ingar í þeim síðari. Blik- um gekk ekki vel að nýta sér þau færi sem þeir náðu þó að skapa sér, enda lék Kristján mjög vel í marki KR. Þórhallur Hinriksson var sprækur sem og Rastislav Lasorik. KR-ingar fóru hægt af stað, en sýndu margar góðar hlið- ar í síðari hálfleik. Sérstaklega var gaman að sjá samvinnu Guðmundar og Bibercic, sem ná orðið frábærlega saman. Óskar Hrafn Þorvalds- son kom aftur inn í liðið eftir nokkurt hlé. Tveir leikmenn voru í banni, Þormóður Egilsson og Einar Þór Daníelsson, auk þess sem Steinar Adolfsson lék ekki vegna meiðsla. „Þetta hefur gengið vel að undanförnu,“ sagði Guðmundur aðspurður um samvinnu hans 'Og Bibercic. „Ég var meiddur í byijun og svo tók auðvitað tíma að ná saman. Það er búið að vera gaman að undanförnu, menn eru auðvit- að orðnir þreyttir en þegar vel gengur gleyma menn því,“ sagði Guðmundur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.