Morgunblaðið - 27.09.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 27.09.1995, Blaðsíða 1
SÉRBLAÐ UM SJÁVARÚTVEG B PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 1995 BLAÐ EFNI «? S *m>5t 3 Verður að finna á sér hvar f iskurinn leynist Aflabrögö 4 Aflayfirlit og staðsetning fiski- skipanna Humarinn 5 Alvarlegur afla- brestur á yf ir- staðinni vertíð Markaðsmál Q Góðæriíveiðum og vinnslu á rækju og þokka- legt útlit í síld ÆFA GOLF í SNIUGUNNI IWHM^ . \',:.,£| /IW-HDfe. • ^i^ ii -mi^, Hk5)\ ¦fk :*M....... ~ )~\ fe'v, '] Ww. ¦'mm i I t * 1 ' 1 / £3 ErajF,i ----------------- '" ¦"....." ' ' "" V:Í|P^^ 1 *!||§b|H r Í \ 1 isSJI m \M \ ' ' vÍ' lit-li *1i .7 t^&^h^^I fl 5 1 F f ¦ >tBM jg-'' 1 \| ' . - ¦ ~,;' % 1 Morgunblaðið/Hrafn Heimisson • MENN gera ýmislegt til að drepa tímann, þegar illa fiskast í Smug- unni. Þeir eru þó liklega fáir, sem hafa haldið sér við í golfinu þar eins Baldvin vélstjóri á Breka VE. Mikil verðhækkun orðin á stærsta saltfiskinum ALLNOKKUR verðhækkun hef- ur orðið á helztu mörkuðunum fyrir saltfisk nú í haust. Dæmi eru um verðhækkun ailt að 28% á einstaka afurðaflokkum, en það er fyrst og fremst stærsti fískurinn sem hefur hækkað mest. í sumum stærðarflokkum er aftur um minni verðhækkun að ræða, þar sem sem framboð er mest. Gunnar Örn Kristjánsson, framkvæmdastjóri SÍF, segir að þessar verðhækkanir séu fyrr á ferðinni en í fyrra, en saltfiskverð hækki venjulega þegar líður á haustið og innkaup fyrir jólin nálgist. Rekstur SÍF hefur gengið vel fyrstu 6 mánuði ársins og nam hagnaður af reglulegri starf- semi eftir það tímabil 117 milljónum króna á móti 72 milljónum á sama tíma í fyrra. Hagnaður SIF fyrstu 6 mánuði ársins 117 milljónir fyrir skatta „Þessi verðhækkun á saltfískinum kemur sér vonandi vel, en óvíst hvort hún verður öll eftir hjá framleiðendum. Það er oft tilhneiging til að borga hærra fiskverð á mörkuðunum, þegar afurðaverð er hækkandi," segir Gunnar Örn. Saltfiskverðið byrjaði að hækka um mitt sumar í flestum stærðar- og gæða- flokkum, nema þeim, sem mest fram- boð er af frá Noregi. Verð á þeim stærðarflokkum er reyndar lægra nú, en á sama tíma í fyrra. Verðið hefur hækkað mest í tveimur stærstu flokk- unum í „'portfiski". Skotur á stórum flski fyrlr Jólin „Skortur er á stórum saltfiski sem fer í neyzlu fyrir jólin. því hefur eftir- spurnin aukizt og verðið hækkað," seg- ir Gunnar Orn. „ Við eigum erfitt með að svara eftirspurn og meðan svo er ætti verðið að halda fram á haustið, en Norðmenn virðast lítið eíga af stór- um fiski." 19% lækkun útflutningskostnaðar Hagnaður af starfsemi SÍF eftir reiknaða skatta eftir fyrstu 6 mánuði þessa árs nemur 86 milljónum króna, en hagnaður á sama tíma í fyrra var 72 milljónir króna. Gunnar Örn Krist- jánsson segir að skýringarnar á aukn- um hagnaði SIF sé aðallega að Ieita í útflutningskostnaði, sem lækkaði um 19% milli fyrst 6 mánaðanna í fyrra og í ár. Hlutfall skilaverðs til framleiðenda af endanlegu söluverði er óbreytt á þessu ári miðað við fyrra ár. „Því hef- ur tekizt að viðhalda þeirri hlutfallslegu hækkun, sem varð á skilaverði milli áranna 1993 og 1994, en þá hækkaði hlutfallið um 3 prósentustig eða sam- tals um 260 milljónir króna," segir Gunnar Örn. 30% aukning eigin fjár Heildarvelta SÍF og dótturfélaga nam 4.194 milljónum króna í lok júní, sem er tæplega 13% aukning. Eigið fé SÍF og dótturfélaga er 739 milljónir króna miðað við sama tíma og hefur aukizt um 172 milljónir eða 30%. Heildarútflutningur SÍF fyrstu 6 mánuði ársins var nú 13.910 tonn á móti 14.799 í fyrra. Útflutning^urinn verður kominn í um 20.600 tonn í lok september, en á sama tíma í fyrra höfðu um 22.200 tonn farið utan. Fréttir 18 fá leyfi á „Hattinum" • ÁTJÁN íslenzk fiskiskip fá að stunda rækjuveiðar i um 1.200 daga á Flæmska hattinum á næsta ári sam- kvæmt nýgerðu samkomu- lagi aðildarþjóða NAFO, fiskveiðinefndar Norðvest- ur-Atlantshafs. Fjöldi skipa og veiðidagar byggjst á sókn okkar á þessi mið nú í ár, en þá hefur sóknin verið mest frá upphafi. Þetta svar- ar til rúmlega tveggja mán- aða veiði að meðaltali á skip miðað við að öll stundi þau veiðar./2 Hörð viðbrögð • Enn er óákveðið hvert fyr- irkomulagið verður, hvort skipin fái úthlutað dagafjölda miðað við sókn og hvort ný skip fá aðgang að veiðunum eða ekki. Viðbrögð ýmissa útgerðarmanna við sam- komulagnu eru mjög hörð. Snorri Snorrason, segir að ekkert samráð hafi verið haft við útgerðina ogsamþykktin sé fáránleg./2 Treg veiði undanfarið • VEBDIN hefur verið heldur treg undanfarið að sögn Þór- halls Helgasonar rekstrar- stjóra skipa Granda: „Það er búinn að vera litill afh' í Smugunni, hvort sem það er af því að sjórinn hafi kóinað eða öðru." Hann segir að tog- arínn Snorri Sturiuson sé að veiðum í Smugunni, en aðrir togarar sem veiði fyrir Granda hafi verið í úthafs- karfa, karfa, ufsa og grálúðu. Á finuntudag í siðustu viku hafí Jón Baldvinsson iandað 90 tonnum af blönduðum fiski. Ottó N. Þorláksson hafi landað 85 tonnum af karfa í gærmorgun./4 Útvegur ESB mikilvægur • SJÁVARÚTVEGUR vegur ekki þungt í þjóðarfram- leiðslu Evrópusambandsrílg'- anna, ESB, en tölur yfir framleiðsluverðmæti segja þó langt í frá alla söguna um mikilvægi hans. Um hálf niilljón manna hefur fram- færi sitt af því að sækja sjó- inn en vinnsian, skipasmíðar og viðhald fimmfalda síðan þá tölu. Þá ber líka þess að geta, að á sumum svæðum, einkum þeim afskekktari, er sjávarútvegur aðalatvinnu- greinin./8 Markaðir Fjöldi fiskkaupenda sem kaupa meira en 100 tonn á ári '82 '83 '34 '85 '86 W '88 '89 '90 '91 '92 '93 '94 Fiskkaupendur halda tölunni • FJÖLDI fiskkaupenda, sem kaupir meira en 100 tonn af fiski á ári, hefur verið nokkuð stöðugur síð- ustu þrjú ári í tæplega 250. Það er svipaður fjöldi og var hér fyrir tilkomu fiskmark- aðanna. Þegar starfsemi þeirra hófst, fjölgaði kaup- endum af þessari stærðar- gráðu töluvert og voru þeir um tíma rúmlega 300. Síðan þá hefur botnfiskaflinn far- ið heldur minnkandi, en framboð á innlendum fisk- mörkuðum reyndar aukizt þrátt fyrir það á kostnað markaða erlendis. Mikil hækkun á ufsaverði Verðbreytingar á nokkrum hráefnistegundum frá meðal- verdi 1994 tilágúst 1995 -10 0 10 20 30 40% • UMTALSVERÐARbreyt- ingar hafa orðið á meðal- verði nokkurra fisktegunda til vinnslu frá síðastliðnu ári. Þannig hefur verð á ufsa hækkað um rúmlega þriðjung og verð á rækju um tæplega fjórðung. Þá hefur verið á þorski hækkað um 6,2%, á karfa um 6,6% og loðnu um 1,2%. Verð- lækkun hefur hins vegar orðið á ýsu og síld. Ufsaverð hefur hækkað bæði erlendis og heima og ræður þar miklu mun minni veiði nú en í fyrra og aukin eftir spurn./6

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.