Morgunblaðið - 27.09.1995, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 27.09.1995, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 1995 B 7 FRETTIR „í lagi að auka við afia á náttúruvæn veiðarfæri" Nægur fiskur til þess, segir Garðar Björgvinsson FISKISTOFA hefur reiknað út fyrir Garðar Björgvinsson að heildarafli af þorski fyrir báta upp að tólf tonnum, ef þeir yrðu settir inn í króka- kerfið, samkvæmt tillögu hans um aflatopp, yrði 71.790 tonn. Hann segir að raunhæft sé að áætla að aðeins 45-50 þúsund tonn af þeim verði í raun veidd. Tillaga Garðars er á þá leið, að hver bátur fái að veiða 10 tonn af þorski á hvert stærðartonn báts síns. Þannig fái fjög- urra tonna bátur að veiða 40 tonn og svo framvegis. „Um 500 bátar veiða 1-10 tonn þorski, en eru reiknað- ir út á 10 tonn á tonn- ið samkvæmt afla- toppnum, þannig að þar dregst frá' álitleg- ur tonnafjöldi," segir Garðar. „Síðan lækka þorskaflahámarks- tonnin niður í 10 þús- und tonn, vegna þess að hver bátur má að- eins veiða tíu tonn á tonnið upp að sex tonnum." Samkvæmt þessu er um að ræða 20 þúsund tonna aukn- ingu frá því kerfi sem nú er við lýði, segir Garðar. Hann segir að það eigi að .vera í lagi að auka við afla á náttúruvæn veiðarfæri, línu og færi, til dæmis um 10 þúsund tonn, eins og Davíð Oddsson hafi lofað á kosning'afundi á Húsavík. Kuóti f luttur af skipum með dregin veiðarf æri „Ég álít að það sé nægur fískur í sjónum til þess, vegna þess að dregin veiðarfæri skemma botn og drepa fisk, sem er þá hent. Garðar Björgvinsson Þess vegna álít ég að 10 þúsund tonn dregin á færi skipti ekki telj- andi máli fyrir fiski- stofnana." Hann segir að þau 10 þúsund tonn sem eftir standi til að fylla upp í þessi 45-50 þús- und tonn megi taka af skipum með dregin veiðarfæri í samræmi við þá vakningu sem orðið hafi í heiminum um það aðveiða með náttúruvæn veiðar- færi. Engum fiski hent Garðar segir að það sé ennfrem- ur kostur við aflatoppstillögu sína að ef hún gangi eftir muni sjó- menn hætta að henda fiski í sjó- inn. Þannig muni um 10 þúsund tonn koma á land, sem annars endi á sjávarbotni: „Kvótabátarnir upp að tólf tonnum henda a.m.k. 5 þúsund tonnum af þorski og sama gildir um þorskaflahámarks- bátana, sem koma til með að henda öðru eins. Ef þessir bátar verða fluttir í aflatoppskerfið, þar sem aðeins má veiða á króka, og smáfiskur er ekki talinn í toppn- um, er ástæðulaust að henda nokkrum fiski." Til viðbótar þessu segist Garðar vera með lausn á atvinnuleysis- vanda unglinga. Hún felist í því að bæjar- og sveitarfélög nýti gamla báta, sem séu í tiltölulega góðu standi, og gefi unglingum færi á því að koma þar um borð með fötin sín og handsnúna færar- úllu, og vinna á skipunum við að fiska í salt._ Þeir fái helming af því sem þeir dragi, hitt fari í að reka, skipin. Bæjarfélögin hjálpi þeim þannig af stað til að vera sjálfstæðir einstaklingar. Til þessa vill Garðar verja 7 þúsund tonnum sem dragist frá skipum með dreg- in veiðarfæri, vegna þess að frysti- skipin séu búin að útrýma vinnu fyrir unglinga í fiskvinnslustöðv- um. Gengur á fund Davíðs Oddssonar Garðar hefur nú hafið baráttu fyr- ir því að sjómenn á smábátum upp að tólf tonnum stofni með sér sam- tök um þessa tillögu. „Með þá 85 prósenta samstöðu sem ég tel mig höfða til dómsgreindar landsferð- anna og bið þá um að skoða hug sinn rækjuilega, vilji þeir í raun lausn á þessu erfiða vandamáli. Varðandi stjórnsýslu landscam- bands smábátaeigenda, er ég ekki að reyna að bola þeim félögum Arthur og Erni frá. Þeir verða hins vegar að gæta þess að láta ekki kljúfa samstöðu félagsmanna sinna, en nú er Landssambandið eins margklofíð og mögulegt er," segir Garðar. Oryggi sjómanna rætt á ráðstefnu Ráðstefna um öryggismál sjó- manna verður haldin föstudaginn 29. september nk. að Borgartúni 6 í Reykjavík. Þetta er fj'órða ráð- stefnan, sem haldin er frá árinu 1984 þar sem leitast er við að gera úttekt á stöðu öryggismála sjómanna og fjalla um úrbætur í því efni. Að ráðstefnunni standa átján stofnanir, hagsmunasamtök og félög, sem láta sig öryggi sjó- manna varða á einn eða annan hátt. Málaflokkar sem nú verða tekn- ir fyrir á ráðstefnunni og fjalla á umí einstökum fyrirlestrum eru: Öryggi smábáta, öryggisfræðsla, nýliðafræðsla, rannsókn sjóslysa. Leitast hefur verið eftir að velja menn til framsögu erinda með sem víðtækasta þekkingu og reynslu á þeim málum sem fjallað er um. Fyrsta ráðstefnan um öryggis- mál sjómanna var haldin 21. og 22. september 1984 að tilhlutan Rannsóknarnefndar sjóslysa og Siglingamálastofnunar ríkisins í samvinnu við fjórtán aðrar stofn- anir, hagsmunasamtök og félög. Opinská umræða á fyrri ráð- stefnum hefur leitt til víðtækrar umfjöllunar á milli þeirra aðila sem að öryggismálum sjómanna standa og flýtt fyrir framkvæmd ýmissa veigamikilla mála, svo sem stöðugleika, athuganir á minni fískibátum, öryggislit á fiskiskip- um, lögleiðingu björgunarbúninga og svo mætti lengi telja. Ráðstefnan er öllum opin og er það von undirbúningsnefndar að þessi ráðstefna verði vel sótt, ekki síst af starfandi sjómönnum, og árangur af ráðstefnunni verði eigi minni en af fyrri ráðstefnum. Skráning þátttakenda fer fram í síma 552-5844 hjá Siglinga- málastofnun ríkisins og á ráð- stefnustað verður húsið opnað kl. 8.15 föstudaginn 29. sept. nk. Námskeið haldið í þurrkun fiskafurða RANNSOKNASTOFNUN Fisk- iðnaðarins gengst næstkomandi föstudag fyrir námskeiði í þurrkun fiskafurða. Á námskeiðinu verður farið yfir grunninn í þurrkun á saltfíski, harðfiski, skreið og þorskhausum. Meðal þess, sem verður fjallað um, eru eðliseigin- leikar lofts, uppbygging þurrkbún- aðar, orku- og massajafnvægi og gæða- og örverubreytingar við þurrkun. Námskeiðið er ætlað þeim sem vinna við þurrkun fískaf- urða og þeim, sem hafa áhuga á að hefj'a slíka vinnslu. Leiðbein- endur á námskeiðinu verða Sigur- jón Arason og Grímur Valdimars- son, en námskeiðið verður haldið í húsakynnum RF og stendur frá klukkan 10 árdegis til 16.000 síð- degis. Þátttökugjald er 6.600 krónur og innifalið í því eru nám- skeiðsgögn og léttar veitingar. RAOAUGÍ YSINGAR ATVINNUAUGLYSINGAR SKAGSTRENDINGUR hf. Yfirvélstjórar - vélstjórar Vegna skipulagsbreytinga, tengdum skipa- skiptum, eru laus til umsóknar eftirtalin fram- tíðarstörf hjá Skagstrendingi hf.: 1. Tvær yfirvélstjórastöður. 2. Tvær fyrsta vélstjórastöður. Um er að ræða störf á frystitogaranum Örv- ari HU 21 (1766 kw) og rækjufrystitogara (1325 kw) sem félagið hefur nýlega fest kaup á. Skilyrði fyrir ráðningu er búseta á Skaga- strönd að loknum reynslutíma. Hægt verður að bíða eftir réttum aðilum. Með umsóknir og fyrirspurnir verður farið með sem trúnaðarmál. Nánari upplýsingar veitir Torfi Markússon hjá Ráðgarði í síma 533 1800. Ath.: Upplýsingar um störfin eingöngu veitt- ar hjá Ráðgarði. Vinsamlegast sendið skriflegar umsóknir til Ráðgarðs hf., með upplýsingum um mennt- un/réttindi, fyrri störf og fjölskylduhagi, eða útfyllið eyðublöð Ráðgarðs hf., merktar: „Skagstrendingur hf.", fyrir 5. október nk. RÁÐGARÐURhf SIJÓRNUNAR OG REK5TKARRÁE)GJÖF FURUGERÐI 5 108 REYKJAVÍK 'B'533 1800 KENNSLA Þurrkun fiskafurða Föstudaginn 29. september frá klukkan tíu til fjögur heldur Rannsóknastofnun fiskiðnað- arins námskeið í burrkun fiskafurða. Þar verður m.a. fjallað um eðliseiginleika lofts, uppbyggingu burrkbúnaðar, orku- og massavægi og gæða- og örverubreytingar við burrkun á saltfiski, harðfiski, skreið og broskhausum. Skráning og nánari upplýsingar í síma 562 0240. D Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins, Skúlagötu 4. BATAR-SKÍP Fiskiskip Til sölu 200 tonna yfirbyggður stálbátur. 60-63 tonna eikarbátar. Skipti á 100 tonna stálbát á 150-200 tonna stálbát. 17 tommu eikarbátar. 15 tommu eikarbátur, skipti á 25-30 tonna eða bein sala. Vantar allar stærðir fiskiskipa á skrá. Skipasalan Bátar og búnaður, Tryggvagötu 4, sími 562 2554, fax 552 6726. Þorskur og humar Þorskur 10 tonn í boði fyrir varanleg skipti á humar. Tilboð óskast. Svör leggist inn á afgreiðslu Mbl. merkt: „Kvóti - 7828", fyrir 3/10. KVI&TABANKINN Vantar þorsktil leigu Sfmi565 6412, fax565 6372, Jón Karlsson. Tlí SÖLU Til sölu fiskvinnslubúnaður 2 stk. Baader 52 roðvélar, árg. 1993. 4 stk. Baader 51 roðvélar, árg. 1992. 2 stk. Baader 35 haus- og slógdráttarvélar fyrir síld. Baader 99, 150, 175, 184, 185, 187, 188, 189 flökunarvélar. Baader 410, 412, 413, 417, 419, 421, 424, 427 hausara. Flatningsvélar OÁ hausara, saltara ísvélar, reykofna, fésara, mamingsvélar, lausfrysta, plötufrysta, blokkaramma, togarakassa o.fl. Allar nánari upplýsingar gefur Steinar Guð- mundsson, sölustjóri. Símar 551 -1777,989-31802 og 985-31802. Austurbugt 5, Reykjavík, sfmi 55 11 777, 989-31802, ALFTAFELLHF. 985-31802.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.