Morgunblaðið - 28.09.1995, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 28.09.1995, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. SEPTEMBER 1995 C 5 MYNDBÖND Sæbjörn Valdimarsson STELPURí STELPULEIT GAMANMYND Á veiðum (Go Fish) k k Leiksljóri Rose Troche. Aðalleik- endur Guinevere Turner, V.S. Brodie, T. Wendy McMillan, Migdalia Melendez, Anastasia Sharp. Bandarísk. The Samuel Goldwyn Company 1994.85 mín. Öllum leyfð. Sú staðreynd að þeim myndum fer fjölgandi sem ij'alla óþvingað og opinskátt um samband sam- kynhneigðra og fara á almennar sýningar, fellur vafalaust í mis- jafnan jarðveg. Þetta eru miklar breytingar frá því ástandi sem ríkt hefur allt frá fyrstu tíð kvikmyndasýninga (jafnvel Kvik- myndaeftirlitið er orðið svo framúr- skarandi frjálsiynt og víðsýnt að það gefur Á veiðum græna stimpilinn sinn, þrátt fyrir að þar sé að finna nokkuð djarfar ástarsenur sem hefðu farið fyrir bijóstið á einhveij- um fyrir nokkrum árum - þó svo að um gagnstæð kyn væri að ræða). Á veiðum var sýnd á Hinsegin dögum í vor og vakti nokkra eftir- tekt út fyrir raðir samkynhneigðra. Myndin er ftjálsleg að allri gerð, nokkur viðvaningsháttur gefur henni hrátt yfirbragð en ekki óaðlað- andi. Þessi einfalda saga úr lífi nokk- urra lesbía í New York sýnir að þær eiga við að glíma sömu tilfinninga- legu vandamálin og aðrir í þjóðfélag- inu, hversdagsbaráttan á svipuðu plani að öðru leyti en því að þær eru að eltast við eigið kyn. Við fylgj- umst náið með samskiptum nokk- urra vinkvenna um stund. Sumar eru í föstu sambandi, aðrar á lausu, sumar heiðvirðar og gamaldags, aðrar með brókarsótt. Rétt einsog gengur. Það er samt rómantíkin sem er hér aðalumræðuefnið. Hinsegin mynd, vissulega , en ætti að geta höfðað til fleiri en gagn- kynhneigðra og nokkuð góð til að beija niður fordóma. Stúlkurnar eru sjarmerandi byijendalegar frammi fyrrir 16 mm myndavélinni (sem reynt er að stjórna með ekkert of vel heppnuðum, listrænum tilburð- um) og framsögnin blanda af LAUGARDAGUR 30/9 reynsluleysi en lifamTi áhuga fyrir að standa sig. Textinn er greinilega mikið til saminn á staðnum, nær stundum flugi en hlunkast þess á milli niður í misjafnar tilraunir til að vera skynsamlegur. Þessir þætti eru áberandi í mýndinni allri, sem á margan hátt er skemtilega öðruvísi og sómir sér einkar vel í grátónun- um. MARTRÖD EÐA VERULEIKI? HROLLVEKJA Inn um óguardyr (Through the Mouth ofMadness) k k'/i Leikstjóri John Carpenter. Aðal- leikendur. Sam Neill, Julie Carm- en, Jurgen Prochnow, John Glov- er, Charlton Heston, David Warner. Bandarísk. New Line 1994. Myndform 1995.95 mín. Aldurstakmark 16 ára. John Trent (Sam Neill) rannsakar tryggingasvik og er fær á sínu sviði. Útgefandinn Jackson Harglow (Charlton Heston) ræður hann til að komast að því hvað orðið hefur af Sutton Cane (Jurgen Prochnow), en hryllingssögur hans hafa notið gífurlegra vinsælda. Leiðin liggur til smábæjar - sem reyndar fínnst ekki á landakorti. Þar kemst Trent að því að hann er orðinn aðalpersónan í nýjustu og ógnvænlegustu hroll- vekju Canes... A sínum tíma var Carpenter með fremstu hryllings- og spennumynda- höfundum samtímans en síðustu myndir hans hafa ekki verið svipur hjá sjón. Inn um ógnardyr þolir ekki samanburð við hans bestu verk en er tvímælaiaust það skársta frá hans hendi um árabil. Fer ljómandi vel af stað, allt þangað til atburðarásin er komin til Hobb’s End, uppdiktaða sveitaþorpsins á Nýja Englandi (líkt og Castle Rock og Jerusalem’s Lot í hrollvekjum meistara King). Car- penter er að þessu sinni undir áhrif- um frá honum, Ken Kesey og fleiri góðum mönnum, en það dugar ekki til. Maður vonar að hann nái sér á flug í næsta viðfangsefni, enda verð- ur það e.k. endurgerð einnar hans bestu mynda, Escape From New York, og heitir einfaldlega Escape From Los Angeles. Vitaskuld með Ken Russel í fararbroddi. Hér er það Sam Neill sem heldur myndinni gangandi, hefur sjaldan eða aldrei verið betri en í hlutverki Trents. Merkilega trúverðugur og eðlilegur í fantasíunni miðri. DREPSKÁK SPENNUMYND Dauðataflið (Uncovered) kVi Leikstjóri Jim McBride. Aðalleik- endur Kate Beckinsale, John Wood, Sinead Cusack, Paudge Behan. Bresk. CIBY 2000 1994. Háskólabíó 1995.100 mín. Ald- urstakmark 16 ára. Listmálarinn Julia (Kate Beckinsdale) fæst við að gera upp gamalt, flæmskt málverk frá 15. öld, sem sýnir menn að tafli, kona fylgist álengdar með. Við lagfæring- una kemur í Ijós setning sem varpar dularfullu ljósi á myndefnið. Julia reynir að kom- ast til botns í málinu, þá fer mál- verkið að endurtaka sig í lífí hennar. Jim McBride er víðs fjarri sínu besta, meira að segja The Wrong Man, sem frumsýnd var á mynd- bandi í sumar, öllu betri en þessi dáðleysa sem vekur aldrei áhuga manns - en fékk inni í kvikmynda- húsi. Spennan sem á að halda Dauðataflinu uppi kviknar aldrei, leikurinn slakur og handritið þriðja flokks þó grunnhugmyndin sjálf sé þokkaleg. BÍÓMYIMDBÖND Sæbjörn Valdimarsson Afhjúpun (.Disclosure) kr -k k Framkvæmdastjóri (Michael Dougl- as) hjá stóru tölvufyrirtæki gerir sér vonir um að hreppa forstjórastólinn, í hans stað er gömul vinkona hans (Demi Moore) ráðin í stöðuna. Hún er sannkallað kyntröll og reynir af megni að liggja Douglas strax fyrsta kvöidið, en hann stenst freistinguna. Hún kærir hann fyrir kynferðislega áreitni, hann svarar í sömu mynt. Um sinn er allt hans líf í uppnámi: heimilið, starfið og hjónabandið. Hressileg, spennandi og vel gerð afþreying í A flokki. Barry Levinson leikstýrir af fyrri styrkleika, sem hefur ekki sést í næstu myndum hans á undan, og Demi Moore er nautnaiegasta kona Hollywoodborg- ar. Tælingaratriðið með henni og Douglas er eitt það áhrifaríkasta og lostafyllsta sem sést hefur úr vestur- átt í áraraðir. Sem ádeila á misjafna stöðu kynjanna í áreitnismálum rist- ir hún hinsvegar ekki djúpt. Með Donald Sutherland. Fréttamenn munu sjá um þátt á báðum rásum, sem nefnist Á níunda tímanum. Nýtt morgunút varp hjá RÚV Dagurinn byrjar snemma ínýju mgrgunútvarpi RÚV sem hefst með fréttum f rá f réttastof u klukkan sex og einnig munu starfsmenn hennar sjá um fréttaþátt á eftir átta- fréttum Mánudaginn _ 2. október geta hlustendur Útvarpsins byijað daginn snemma því þá hefst morgunútvarpið klukkan sex með fréttum frá fréttastofu. Að þeim loknum tekur Magnús R. Einarsson við á Rás 2 og leikur tónlist við allra hæfi sem út- varpað er á samtengdum rásum fram að veðurfregnum klukkan 6.45. Klukkan 7 geta hlustendur síðan valið milli rása því Stefan- ía Valgeirsdóttir sér um morg- unþátt Rásar 1 en Leifur Hauks- son gengur til liðs við Magnús á sama tíma á Rás 2. Þar verð- ur fjallað um það sem efst er á baugi hveiju sinni og ýmis dæg- urmál önnur. Eftir fréttir klukk- an 8 verður sendur út frétta- þáttur á báðum rásum, þáttur- inn Á níunda tímanum. Þá fjalla fréttamenn um það sem hæst ber hvern dag og rætt við þá sem málið varðar í beinni út- sendingu. Fréttamenn á erlendri deild og fréttaritarar Útvarps erlendis munu fjalla um erlend málefni. Upp úr klukkan hálfníu verða morgunþættir beggja rása sendir út áfram, hvor með sínu sniði. UTVARP RÁS I FM 92,4/93,5 6.45 Veðurfregnir. 6.50 Bæn: Séra Imia Sjöfn Óskars- dóttir flytur. Snemnia á laugar- dagsmorgni Þulur velur og kynnir tónlist. 8.00 Fréttir. 8.07 Snemma á laugardagsmorgni heldur áfram. 9.00 Fréttir. 9.03 Út um græna grandu. Þáttur um náttúrana, umhverfið og ferða- mál. Umsjón: Steinunn Harðar- dóttir. (Endurfluttur annað kvöld kl. 21.00) 10.00 Fréttir. 10.03 Veðurfregnir. 10.15 “Já, einmitt". Óskalög og æskuminningar. Umsjón: Anna Pálina Árnadóttir. (Endurflutt nk. föstudag kl. 19.40) 11.00 f vikulokin. Umsjón: Logi Bergmann Eiðsson. 12.00 Útvarpsdagbókin og dag- skrá laugardagsins. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Veðurfregnir og auglýsing- ar. 13.00 Fréttaauki á laugardegi. 14.00 Málrækt og skáldskapur. Frá þingi íslenskrar málnefndar og Rithöfundasambands. ís- lands í Norræna húsinu 19. maí síðastliðinn. Umsjón: Jón Karl Helgason. 15.00 Með laugardagskaffinu. Tónlist eftir Franz Schubert. Pólónesa [ B-dúr fyrir fiðlu og hljómsveit. Rondó í A-dúr fyrir fiðlu og hljómsveit. Konsertþátt- «UT í D-dúr fyrir fiðlu og hljóm- Út um græna grundu. Þáttur um náttúruna, umhverfið og ferðamál. Umsjón: Steinunn Harðardóttir. sveit. Gidon Kremer leikur með Kammerseit Evrópu. Ljóða- söngvar. Elisabeth Schwarz- kopf, Elly Ameling, Gerard So- uzay, Edwin Fischer og Dalton Baldwin fiytja. 16.00 Fréttir. 16.05 Sagnaskemmtan. Fjallað um sögu og einkenni munnlegs sagna- flutnings og fluttar sögur með ís- lenskum sagnaþulum. Umsjón: Ragnheiður Gyða Jónsdóttir. (Áður á dagskrá 26. júní sl.) 16.30 Ný tónlistarhljóðrit Rikisút- varpsins. Tríó Reykjavíkur og gestir þess flytja tvö verk á tón- leikum 13. nóv. 1994. Raddsetn- ingar á íslenskum þjóðlögum fyrir pfanókvintett eftir Jón Ás- geirsson. Kvintett í Es-dúr op. 44 fyrir pianó og strengi eftir Robert Schumann. Umsjón: Dr. Guðmundur Emilsson. 17.10 Trúarbrögð og lífið eftir dauðann. Umsjón: Berghildur Erla Bernharðsdóttir. 18.00 Heimur harmóníkunnar. Umsjón: Reynir Jónasson. (End- urflutt nk. föstudagskvöld kl. 21.15) 18.48 Dánarfregnir og augiýsing- ar. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Auglýsingar og veðurfregn- ir. 19.40 Óperukvöld Útvarpsins. Bein útsending frá Concertgebo- uw í Amsterdam. Á efnisskrá: Beatrice di Tenda eftir Vincenzo Bellini. Filippe, hertogi í Mílanó: Ettore Kim. Beatrice, kona hans: Mariella Devia. Orom- bello: Luea Canonici. Agnese: Mika Shigematsu. Anichino: Frank van Aken. Þau syngja með kór og hljómsveit Hollenska útvarpsins; Kees Bakels stjórn- ar. Umsjón: Ingveldur G. Ólafs- dóttir. 22.00 Fréttir. 22.10 Veðurfregnir. Orð kvölds- ins: Guðrún Edda Gunnarsdðttir flytur. 22.30 Langt yfir skammt. Jón Kari Helgason gluggar í Njálu- drauma Hermanns Jónassonar Þingeyrum. Síðari þáttur. Les- ari: Örnólfur Thorsson. (Áður á dagskrá 28. júlí sl.) 23.00 Dustað af dansskónum. 24.00 Fréttir. 0.10 Um lágnættið. Verk eftir Heitor Villa-Lobos: Bachianas brasileirás númer 4 Ciclo brasi- leiro. Valsa da dor. Christina Ortiz leikur á píanó. Bachianas brasileiras númer 5. Kiri Te Kanawa syngur ásamt sellósveit undir stjórn Lynns Harrels. 1.00 Næturútvarp á samtengd- um rásum til morguns Veð- urspá. RÁS 2 FM 90,1/99,9 8.07 Morguntónar fyrir yngstu börnin. 9.03 Með bros á vör, í för. Hrafnhildur Halldórsdóttir. 13.00 Á mörkunum. Hjörtur Howser. 14.00 Iþróttarásin. íslandsmót í knattspyrnu. 16.05 Létt músik á síðdegi. Ásgeir Tómasson. 17.00 Með grátt í vöngum. Umsjón: Gest- ur Einar Jónasson. 19.30 Veður- fréttir. 19.40 Milli steins og sleggju 20.30 Á hljómleikum með Del Amitri. 22.10 Veðurfregnir. 22.15 Næturvakt Rásar 2. Guðni Már Henningsson. 0.10 Næturvakt Rásar 2 heldur áfram. Næturút- varp á samtengdum rásum til morguns. Veðurspá kl. 1. NÆTURÚTVARPID 1.05 Næturvakt Rásar 2. 2.00 Fréttir. 2.05 Rokk. 3.00 Næturtón- ár. 4.30 Veðurfréttir. 4.40 Nætur- tónar. 5.00 Fréttir. 5.05 Stund með Toin Petty. 6.00 Fréttir, veður færð og flugsamgöngur. 6.03 Ég man þá tíð. Hermann Ragnar Stef- ánsson. (Veðurfregnir kl. 6.45 og 7.30). Morguntónar. ADALSTÖDIN 90,9 / 103,2 9.00 Tónlist. 13.00 Tónlistardeild. 16.00 Upphintu fyrir kvöldið. 19.00 Sigvaldi Búi. Þórarinsson. 22.00 Næturvaktin. BYLGJAN FM 98,9 9.00 Morgunútvarp. Eiríkur Jóns- son. 12.10 Laugardagsfléttan. Erla Friðgeirs og Halldór Backman. 16.00 íslenski listinn. Jón Axel Ólafsson. 19.19 19:19. 20.00 Laugardagskvöld. Ragnar Páll. 3.00 Fréttir kl. 10, 12, 15, 17 og 19.30. BYLGJAN, ÍSAFIRDI FM 97,9 9.00 Samtengt Bylgjunni FM 98,9. 20.00 Tveír tæpir. Vfðir Arnarson og Rúnar Rafnsson. 23.00 Gunnar Atli með næturvakt. Síminn í hljóð- stofu 93-5211. 2.00 Samtengt Bylgjunni FM 98.9. BROSID.FM 96,7 10.00 Þorleifur Ásgeirsson. 13.00 Ágúst Magnússon. 16.00 Lára Yngvadóttir. 18.00 Baldur Guð- mundsson. 20.00 Baldur Guð- mundsson. 20.00 Ingólfur Arnar- son. 23.00 Næturkvaktin. 3.00 Ókynnt tónlist. FM 957 FM 95,7 10.00 Sportpakkinn. Hafþór Svein- jónsson og Jóhann Jóhannsson. 13.00 Björn Róbertsson. 16.00 Pétur Valgeirsson. 19.00 Jón Gunnar Geirdal. 22.00 Pétur Rún- ar, Björn Markús. 23.00 Mixið. 1.00 Björn, Pétur. 4.00 Næturdag- skrá. KLASSÍK FM 106,8 12.00 Blönduð tónlist. 16.00 Óperukynning. Randver Þorláksr son, Hinrik Olafsson. 18.30 Blönd- uð tónlist. LINDIN FM 102,9 8.00 Morg ntónar. 11.00 Á laugar- dagsmorgni. 13.00 Ókynnt tónlist. 16.00 íslenski kristilegi listinn (endurfluttur). 18.00 Ókynnt tón- list. 20.00 Laugardags vaktin. 23.00 Næturvaktin. SÍGILT-FM FM 94,3 8.00 Ljúfir tónar. 12.00 Kvik- myndatónlist. 13.00 Á léttum nót- um. 17.00 Sígildir tónar. 19.00 Við kvöldverðarborðið. 21.00 Á danss- kónum. 24.00 Næturtónar. TOP-BYLGJAN FM 100,9 7.00 Sjá dagskrá Bylgjunnar FM 98,9. 10.00 Svæðisútvarp TOP- Bylgjan. 11.00 Samtengt Bylgj- unni FM 98,9. X-ID FM 97,7 10.00 Örvar Geir og Þórður Örn. 12.00 Með sítt að aftan. 14.00 X-Dómínóslistinn. 17.00Þossi. 19.00 Party Zone. 22.00 Nætur- vakt.3.00 Næturdagskrá.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.