Morgunblaðið - 17.10.1995, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 17.10.1995, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR17. OKTÓBER1995 B 7 ÚRSLIT GOLF Styrktarmót Keilis Þriðja styrktarmót Keilis, vegna þátttöku í Evrópukeppni félagsliða í golfi. Haldið á laugardaginn í Hvaleyrarholtinu: Án forgjafar: 1. Ásgeir Guðbjartsson, GK..........69 2. Einar Long, GR...................70 3. Gunnsteinn Jónsson, GK...........71 Með forgjöf:.....................nettó 1. Sverrir Magnússon, GK............61 2. Rúnar Guðmundsson, GR............61 3. Lucinda Grímsdóttir, GK..........61 S/L mót Mótið fór fram á golfvellinum í Cork 13. október á vegum Samvinnuferða-Landsýn- ar. 60 keppendur tóku þátt í mótinu og voru leiknar 18 holur. Karlaflokkur Fprgjöf 0 - 20 Bragi Jónsson, GR....................68 Sigurjón Gunnarsson, GK..............70 Snorri Hjaltason, GR.................71 Ágúst Ögmundsson, GR.................72 Forgjöf 21-36 Sigurður Ásgeirsson, GKG.............69 Sigurður Dagsson, GR.................72 Þórir Magnússon, GKJ.................75 Þór Hauksson, G.Nesk.................76 Kvennaflokkur Agnes Sigurþórsdóttir, GR............71 Ragnheiður Lárusdóttir, GR...........72 Hulda K. Finnbogadóttir, GKJ.........73 Þyrí Þorvaldsdóttir, GR..............74 Besti árangur, án forgjafar: Jón Haukur Guðlaugsson, GKJ..........74 Sigurður Pétursson, GR...............76 Reykjavíkurmótið í júdó Júdódeild Ármanns sá um mótið. Helstu úrslit: 7-10 ára -30 kg: 1. Ómar Ómarsson, Ármanni. 2. Jóhann Ágústsson, Ármanni. 3. Hjálmar Friðriksson, Ármanni. 7-10 ára -35 kg: 1. Jósef Þórhallsson, JFR. 2. Björn Hlynur, Ármanni. 3. Július P. Guðjónsson, JFR. 7-10 ára +35 kg: 1. Jósef Þórhallsson, JFR. 2. Baldur Óskarsson, JFR. 3. Andre Edward, Ármanni. 11-14 -40 kg: 1. Viðar Viðarsson, JFR. 2. Sigurður Ó. Sigurðs., Ármanni. 3. Eyþór Kristjánsson, JFR. 11-14 ára -46 kg: 1. Snævar M. Jónsson, JFR. 2. Óskar Jónsson, JFR. - 3. Eiríkur Ólafsson, Ármanni. 4. Kristinn M. Reynisson, Ármanni. 11-14 ára +46 kg: 1. Þormóður Jónsson, JFR. 2. Elía Pétursson, Ármanni. 3. Jóhannes Proppe, Ármanni. HAND- KNATTLEIKUR KA-Viking 27:20 KA-heimilið, Evrópukeppni bikarhafa í handknattieik, sunnud. 15. október 1995. Gangur leiksins: 1:2, 3:3, 7:3, 10:5, 11:7, 12:8, 16:8, 19:9, 21:13, 25:15, 25:19, 27:20. Mörk KA: Julian Duranona 9/2, Jóhann G. Jóhannsson 6, Patrekur Jóhannesson 5, Leó Örn Þorleifsson 4, Atli Þór Samúels- son 1, Björgvin Björgvinss. 1, Björn Bjömss. 1. Varin skot: Guðmundur Arnar Jónsson 11/1 (3 til mótheija), Bjöm Bjömsson 6 (3 til mótheija). Utan vallar: 8 mín. Mörk Viking: Erland Södal 7, Jan Thomas Lauritsen 4, Rune Haugseng 2, Oustein Stray 2, Stig Penne 2, Rune Erland 2/2, Christian Berge 1. Varin skot: Steinar Ege 12/1 (4 til mót- heija). Utan vallar: 4 mín. Dómarar: Per Jensen og Frank Schmidt frá Danmörku. Dæmdu með ágætum. Áhorfendur: Troðfullt hús og ægileg stemmning. UMFA - Negótínó 35:23 íþróttahúsið að Varmá, Borgarkeppni Evr- ópu í handknattleik, sunnud. 15. okt. 1995. Gangur leiksins: 1:0, 4:1, 11.5, 13:7, 15:10, 16:10, 22:12, 27:18, 31:20, 35:23. Mörk UMFA: Páll Þórólfsson 11, Bjarki Sigurðsson 9/3, Þorkell Guðbrandsson 5, Ingimundur Helgason 4/3, Róbert Sig- hvatsson 2, A. Trúfan 1, Gunnar Andrés- son 1, Högni Jónsson 1/1, Jóhann Samúels- son 1. Varin skot: Bergsveinn Bergsveinsson 16 (þaraf 6 til mótheija). Utan vallar: 12 mínútur, þaraf Gunnar Andrésson, rautt vegna þriggja brottvís- ana. Mörk Negótínó: Dragan Sukara 12/5, Mile Marslarkov 3, Zoran Vilarov 3, Slobodan Civlacki 2, Ljupoe Siljanovski 1, Vanco Spasov 1, Nikola Filippov 1. Varin skot: Todor Tutarkov 9 (þaraf 5 til mótheija). Utan vallar: 28 mínútur, þaraf þrír leik- menn rautt vegna þriggja brottvfsana. Dómarar: Bjame Munk Jensen og Jan Boye, höfðu föst tök á leiknum frá fyrstu mínútur og ráku miskunarlaust útaf. Áhorfendur: 314 greiddu aðgangseyri, en að minnsta kosti fimmhundruð sáu leikinn, margir með frímiða. 2. DEILD KARLA BÍ- ÍH.........................21: 22 Fj. leikja u J T Mörk Stig HK 4 4 0 0 123: 70 8 FYLKIR 3 2 0 1 73: 64 4 FRAM 3 2 0 1 70: 64 4 BREIÐABLIK 2 1 0 1 53: 47 2 ÞÓR 2 1 0 1 49: 50 2 Bí 3 1 0 2 80: 83 2 ÍH 2 1 0 1 37: 46 2 FJÖLNIR 2 0 0 2 29: 58 0 ÁRMANN 3 0 0 3 70: 102 0 Þýskaland Magdeburg - Gummersbach........24:26 ■Besti leikur Júliusar Jónassonar á tíma- bilinu en hann gerði 8/3 mörk fyrir Gum- mersbach. Dormagen - Schwartau...........27:15 ■2. sigurleikur lærisveina Kristjáns Ara- sonar i röð. Wallau-Massenheim - Grosswallstadt40:26 Kiel Magdeburg.................27:20 Nettelstedt - Diisseldorf.....18:14. ■Nettelstedt er efst með 10 stig i fimm leikjum. Wallau-Massenheim er með níu stig og Flensburg sjö eftir fjóra leiki. Dor- magen er í níunda sæti með fjögur stig og flögur mörk í plús og Gummersbach í 10. sæti með fjögur stig og tvö mörk f plús. Dússeldorf er á botninum og hefur ekkert stig. íslandsmótið í Kumete Opinn flokkur kvenna: Edda Blöndal, Þórshamri 2. Eydís L. Finnbogadóttir, Þórshamri 3. Sólveig Kristín Einarsdóttir, Þórshamri Karlar -65 kg flokkur: Ásmundur ísak Jónsson, Þórshamri Gunnlaugur Sigurðsson, Haukum Haraldur Öm Haraldsson, Haukum -73 kg flokkur: Jón Ingi Þorvaldsson, Þórshamri Bjarni Kæmested, Þórshamri Níels Sveinsson, Haukum -80 kg flokkur: Hjalti Ólafsson, Þórshamri Árni Þór Jónsson, Þórshamri Ólafur Nielsen, Þórshamri +80 kg flokkur: Karl Viggó Vigfússon, Haukum Ingólfur Snorrason, Selfossi Konráð Stefánsson, KFR Opinn flokkur: Hjalti Ólafsson, Þórshamri Karl Viggó Vigfússon, Haukum Konráð Stefánsson, KFR Sveitakeppni karla: A-sveti Þórshamars Karatefélagið Haukar B-sveit Þórshamars BORÐTENNIS Pizzahúsmótið Borðtennismót Pizzahúsins fór fram! TBR- húsinu sl. sunnudag. Helstu úrslit: MFL karla: Guðmundur E. Stephensen..........Víkingi Jón Ingi Árnason.................Vikingi Bergur Konráðsson................Vfkingi Ólafur Rafnsson..................Vikingi MFL kvenna: Lilja Rósa Jóhannesdóttir........Víkingi Eva Jósteinsdóttir...............Víkingi Kolbrún Hrafnsdóttir.............Víkingi Tvíliðaleikur: Guðm. E. Stephensen/Bjöm Jónss...Víkingi Kristján Jónsson/Ólafur Rafnsson...Víkingi Ólafur Stephensen/Jón I. Árnason...Vikingi 1. fl. karla: Emil Pálsson.....................Víkingi Eva Jósteinsdóttir...............Víkingi Hjalti Halldórsson...............Víkingi Ingimar Jensson......................HSK 2. n. karla: Trausti Jósteinsson..............Víkingi Haukur S. Gröndal................Víkingi Gunnar Geirsson..................Stjaman ívar Hróðmarsson......................KR Eldri n. karla: Pétur Ó. Stephensen..............Víkingi Emil Pálsson.....................Víkingi Sigurður Herlufsen...............Víkingi ÍÞRÓTTIR BLAK / EVROPUKEPPNIN HK náði að stríða Hotte Dönsku meistararnirsigruðu íþremur hrinum gegn engri Morgunblaðið/Ámi Sæberg JÓHANN Sigurðsson setti dönsku hávörnina oft í vanda með sínum öflugu smössum. SLANDS- og bikarmeistarar HK úr Kópavoginum brutu blað í sögu félagsins þegar liðið lék sinn fyrsta leik í Evrópukeppni meistaraliða gegn dönsku meisturum Holte IF. Leikmenn HK komu dönsku meisturum á óvart með hnitmiðuðu miðju- spili en Holte vann leikinn í þremur hrinum gegn engri. Fyrsta hrinan fór rólega af stað en þjálfari Holte, Mikael Trolle tók fyrsta leikhléið, í stöðunni 6:6, eftir að leikmenn HK Guömundur höfðu komið þeim Helgi Þorsteins- dönsku á óvart með son skrifar glæsilegum sóknum á miðjunni. Guðberg- ur Egill, uppspilari HK, gaf sínum mönnum strax tóninn og samvinna hans við miðjusmassarana var að- dáunarverð. Danirnir voru þó ekki að stíga sín fyrstu skref í alþjóða- keppni, reyndust vandanum vaxnir og náðu þeir að skilja að á milli sín og gestgjafanna sem gerðu sig seka ~um nokkur mistök af ódýrari gerð- inni. Hrinan endaði 15:7 fýrir Holte. Gestimir léku síðan af fullum styrk í annarri hrinu og refsuðu HK-liðinu hvað eftir annað. Mestu um að kenna ónákvæmri móttöku sem gerði Guðbergi erfítt með að útfæra sóknir sem andstæðingarnir hirtu ekki upp jafnharðan. Það sýndi sig líka ef sóknimar gengu ekki upp hjá HK í fyrstu sókn þá var það komið í vandræði með dönsku risana sem mættu oft og tíðum ekki mikilli mótspyrnu í hávöminni. Danirnir kláruðu líka aðra hrinuna, 15:5, en leikmenn HK voru ekki búnir að segja sitt síðasta því við tók skemmti- leg lokahrina. HK náði sínum besta kafla í leikn- um eftir að Holte hafði slakað aðeins á klónni og Jóhann Sigurðsson, miðj- usmassari, fór þá á kostum og skellti oft glæsilega í gegnum hávörn Holte sem hreinlega réð ekkert við piltinn. Danimir höfðu þó meiri slagkraft og hæð og gerðu út um hrinuna, 15:11 og leikinn eftir 63. mín. viðureign. Leikmenn HK áttu ágætar rispur í leiknum, sérstaklega í fyrstu og þriðju hrinunni, og börðust ágætlega á köflum en við ofurefli var þó að etja. Risinn, Mads Berg Larsen 2,08 m á hæð, var leikmönnum HK erfíð- ur og samvinna hans og uppspilarans Glen Hytoft var mjög góð. Berg var hreinlega á allt annarri hæð en HK-liðið og það nýttu Danirnir sér vel þar sem Berg skellti bæði í fram og afturlínu án þess að hafa mikið fyrir því. Hytoft var þó besti maður Holte, með afburðagott fingurslag og reddaði vonlausum boltum beint í sókn þegar á þurfti að halda. „Enginn leikur er léttur" „Markmiðið var að vinna og það tókst í dag en enginn leikur er léttur í Evrópukeppni og leikmenn HK sýndu að þeir geta verið hvaða liði sem er skeinuhættir með þeim hröðu sóknum sem liðið spilar. Leikmenn mínir fengu að reyna það í dag og nú vitum við hvað við þurfum að laga fyrir seinni leik liðanna ytra um næstu helgi. Möguleikar HK á að vinna hrinu voru kannski til staðar í þriðju -hrinunni en þeir höfðu ekki næga heppni til þess, en mínir menn voru jafnframt ekki nægjanlega vak- andi,“ sagði Mikael Trolle þjálfari Holte og danska landsliðsins eftir leikinn. „Ég var hissa“ „Ég var svolítið hissa á því að skyldum ná að valda þeim erfíðleik- um á miðjunni með alla þessa stóru leikmenn, en það að þeir voru svona stórir hjálpaði mér að sjá þá mun betur fyrir vikið,“ sagði Guðbergur Egill Eyjólfsson, fyrirliði HK. „Ég er nokkuð ánægður með leikinn fyr- ir utan aðra hrinuna en ég held að það verði betra fyrir okkur að hafa spilað fyrri leikinn heima því núna vitum við eitthvað um þá og hvernig þeir spila. Mads Berg fór hrikalega illa með okkur og það er erfítt að ráða við risa eins og hann en hann var sá eini sem við áttum ekkert svar við.“ GOLF Els varði titilinn Ernie Els tók fyrst þátt í heims- meistaramótinu í holukeppni í golfí í fýrra og sigraði. Hann varði titilinn í Wentworth í Englandi um helgina og varð fyrsti maðurinn í 20 ár til að sigra í fyrstu tveimur tilraununum, en Bandaríkjamann- inum Hale Irwin tókst það 1974 og 1975. Seve Ballesteros varði síð- ast titilinn fyrir 10 árum. Suður-Afríkumaðurinn tryggði sér sigur með því að ná fugli á 35. holu. Hann fékk 170.000 pund (um 17,3 millj. króna) í verðlaun, en Steve Elkington frá Ástralíu fékk 90.000 pund fyrir annað sætið. Elk- ington vann ítalann Costantino Rocca í undanúrslitum, en Rocca varð í þriðja sæti eftir að hafa haft betur gegn Bernhard Langer þar sem úrslit réðust þegar ein hola var eftir. Bronsverðlaunin voru 60.000 pund en Langer fékk 50.000 pund. Els skaust upp í annað sætið á eftir Greg Norman á alþjóða styrk- leikalistanum, en var ekki ánægður með spilamennskuna á sunnudag. „Ég vildi spila vel en það gekk ekki alveg upp og við áttum báðir í erfiðleikum með að koma boltan- um ofan i holuna.“ BADMINTON Systkinin unnu Systkinin Tryggvi Nielsen og Elsa Nielsen úr TBR sigruðu hvort í sínum flokki á einliðaleiks- móti TBR sem fram fór um helg- ina. Þetta er fyrsta opna badmin- tonmótið á þessu leiktímabili. Elsa vann Hrund Atladóttur TBR, Brynju Pétursdóttur ÍA og Erlu Björk Hafsteinsdóttur TBR í undanrásum mótsins, en mætti svo Vigdísi Ásgeirsdóttur í úrslitum. Vigdís vann fyrstu lotuna léttilega 11/4, og Elsa sömuleiðis aðra lot- una 11/6. Oddalotan var hins veg- ar mjög spennandi, því eftir að Vigdís komst í 10/4 og átti bara eftir að vinna einn punkt, tókst Elsu smám saman að vinna sig upp í upphækkun, og vann að lok- um 12/11. Tryggvi Nielsen 18 ára leikmað- ur úr TBR var maður mótsins, og vann alla sína leiki. Hann mætti fyrst Sævari Ström TBR og síðan þeim Ástvaldi Heiðarssyni TBR og Reyni Guðmundssyni HSK. I und- anúrslitum mætti hann svo Guð- mundi Adolfssyni TBR og vann í mjög hörðum leik, 15/10 og 17/16. í úrslitum mætti Tryggvi svo Þor- steini Páli Hængssyni, sem vann íslandsmeistarann, Brodda Krist- jánsson TBR. Tryggvi átti enga ELSA og Tryggvi Nielsen. möguleika í fyrstu lotuna og tap- aði 8/15. í annarri lotu vann Tryggvi hins vegar 15/8. Oddalot- an var jöfn framan af, en síðan tók Þorsteinn Páll afgerandi for- ystu og komst í 13/9. Tryggvi náði honum og fékk upphækkun um 5 punkta. Lokatölurnar urðu svo 18/17 Tryggva í vil, eftir mikla baráttu. Þetta er fyrsta meistara- flokksmótið þar sem Tryggvi vinn- ur, en hann hefur lengst náð áður að komast í úrslit á síðsta íslands- móti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.