Morgunblaðið - 21.10.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 21.10.1995, Blaðsíða 6
6 C LAUGARDAGUR 21. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ „Aristoteles með Hómerstyttu" er eitt þeirra verka sem menn geta verið vissir um að sé eftir Rembrandt. Þótt öll gerð og uppbygging verksins eigi reynd- ar að taka af öll tvímæli, þá er ástæðan þó ekki síður sú að aðrar heimildir eru til um mynd- ina, en hún var gerð eftir pönt- un sikileysks málverkasafnara. „Uppboðshaldarinn" var álitin Rembrandt-mynd þar til nýlega. Þegar beitt var geislamyndun til að kanna grunnlög málverks- ins kom í ljós að upphaflegar útlínur myndarinnar eru engan veginn dæmigerðar fyrir Rembrandt-verk. Listfræðingar Metropolitan-safnsins benda einnig á að þegar myndirnar tvær eru bomar saman sjáist augljós munur á handbragðinu og af því megi ráða að þær geti varla verið eftir sama manninn. Til dæmis gæti miklu meiri ónákvæmni um búning og líkamsbyggingu „Uppboðshald- arans“ heldur en „Aristoteles- ar“. Einnig sé skugginn í and- liti „Uppboðshaldarans“, stað- setning augnanna og nefíð í þeim hlutföllum sem búast mætti við ef Rembrandt hafði málað myndina. Niðurstaðan er því sú að stælingin sé yfirborðs- leg og myndina skorti þá dýpt sem verk Rembrandts hafí. Þetta er náttúrlega skondinn dómur þegar hugsað er til þess að áratugum saman var mynd- inni hampað sem einu af meist- araverkum snillingsins. Rembrandt eða ekki er spuming- in í New York SNILLI Rembrandts er óumdeild en líklega er fátt annað í lífi og starfi þessa hollenska 17. aldar listamanns sem ekki er deilt um af hörku og fjöri. Ráðgátan við Rembrandt eru falsanirnar. Enginn 17. aldar málari hefur verið stæld- ur eins grimmt og Rembrandt og enn þann dag í dag er það höfuðverkefni þeirra listfræð- inga, sem fást við verk hans, að segja til um með hald- bærum rökum hver þeirra verka sem eignuð hafa verið Rem- brandt í gegn- um tíð- ina séu í raun og veru eftir hann og hver ekki. Þetta veld- ur umtals- verðum erfiðleikum þegar sýna á verk Rembrandts á yfirlitssýningu eins og þeirri sem nýlega var opnuð í Metropolitan-safninu í New York. Það hefur nefni- lega komið á daginn að mörg fræg Rembrandt-verk sem tví- mælalaust eiga heima á góðri Rembrandt-sýningu eru alls ekki eftir hann, heldur ýmist eftir nemendur hans eða sam- starfsmenn, eða hreinlega seinni tima falsanir. Metropolitan-safnið gerir Rembrandt skil á dálítið nýstár- legan hátt. í stað þess að sýna aðeins þau verk sem menn eru sammála um að hljóti að vera eftir Rembrandt er sýningin tileinkuð vandanum við að þekkja „Rem- brandt" frá „ekki Rembrandt". Á sýningunni eru bæði verk Rembrandts sjálfs og verk sem ýmsir hafa - málað í anda hans. Þetta gerir nokkrar kröfur til sýningar- gesta því verkunum fylgja ítarlegar útskýr- ingar á uppruna þeirra og aðferðunum við að greina þau og það er þol- inmæðisverk að setja sig inn í þau fræði. En erfiðið er ekki einskis virði. Á leiðinni gegnum sýninguna fræðist maður um röntgenmyndatök- ur af málverkum, greiningu með innrauðum geislum, geislamyndatöku, þar sem geislavirkum efnum er beitt til að sjá þykkt og efnasam- setningu litanna, notkun út- fjólublárra geisla, smásjár- rannsóknir á málverkum og fleira. Sérfræðingar safnsins full- yrða þó, að þrátt fyrir þær tæknilegu aðferðir sem menn geta beitt nú til dags sé augað eftir sem áður besti dómarinn ásamt þekkingu á sérkennum listamannsins. Enda hafa ný- móðins rannsóknaraðferðir alls ekki dugað til að setja nið- ur deilur um hvaða verk megi eigna Rembrandt og hver ekki. Þetta kemur vel fram í sýning- arskránni, því tveir elstu Rembrandt-sérfræðingar safnsins eru ósammála um nokkur verkanna og því hefur sá kostur verið valinn að gefa út tvær sýningarskrár, þar sem hvor gerir grein fyrir sínu sjónarmiði. Sýningin gefur því ekki endanleg svör um mynd- irnar, en maður verður all- miklu nærum hvernig slík svör eru rökstudd. Af 42 málverkum Metro- politans- safnsins, sem talin voru eftir Rembrandt þegar safnið eignaðist þau, er nú álit- ið að aðeins 18 séu örugglega eftir hann. Á sýningunni eru einnig 62 teikningar og þrykk- myndir, sem eignaðar hafa verið Rembrandt, en rúmur helmingur þeirra er nú talinn vera eftir ^ðra. Rembrandt-sýningin er ekki eina sýning Metropolitan- safnsins þar sem eftirlíkingar koma við sögu. Nú stendur þar yfir sýning á verkum spænska málarans Goya en á síðustu árum hefur safnið orðið að viðurkenna að mörg verk í eigu þess, sem eignuð voru Goya, eru í raun og veru fals- anir og að stundum hafa starfsmenn safnsins verið auð- blekktir. Uppistaðan í sýning- unni er raunar ekki málverk Goya heldur teikningar og þrykk. Þar státar Metropolitan af veglegu og óvenjulegu safni sem ekki hefur verið sýnt í heild áður. „ Við getum nú örugglega átt von á því að nokkur þúsund ljóðhuga landar Heaneys kasti frá sér rekunum og sleggjunum og skeiði út á ritvöllinn,“ segir ritstjóri hjá Sunday Telegraph. MIKIÐ HEFUR verið fjallað um Nóbelsverðlaunahafann í bók- menntum í ár, Norður-írann Seamus Heaney, í breskum fjölmiðlum undanfarið. Samkvæmt um- fjöllun í Times Literary Supplement hafa flestir Iýst ánægju sinni með val sænsku akademíunnar að þessu sinni. írska skáld- ið o g háskólakennarinn, Paul Muldoon, sagði í Guardian fyrir skemmstu að hann hefði verið að vonast eftir því að Heaney fengi verðlaunin um nokkurt skeið. Skáld- bræður Muldoons, Douglas Dunn og Andrew Motion sögðust sömuleiðis vera mjög ánægðir. Einnig sagðist Sir Frank Kermode, fyrrum prófessor í bókmennt- um, vera mjög sáttur við niðurstöðuna, „sé tekið tillit til þeirra hræðilegu mistaka sem akademían hefur oft gert áður með vali sínu er þetta mjög ásættanleg niður- staða; Heaney er mjög gott skáld.“ Nýtur pólitískrar samúðar Nokkrar óánægjuraddir hafa þó einnig heyrst. f sérstökum nöldurdálki Sunday Telegraph, sem nefndur er Á öndverðum meiði, lætur Ivo Davnay, ritsjóri erlends efnis blaðsins, móðann mása um útnefn- inguna. Segir hann að Heaney, sem sé „gott annars flokks ljóðskáld," hafi hlotið verðlaunin að þessu sinni fyrst og fremst vegna þess að sem norður-írskur kaþóliki sé hann í hópi þeirra skálda sem njóti „pólitískrar samúðar" akademíunnar. „í NÖLDRAÐ UM HEANEY hópi síðustu Nóbelsverðlauna- hafa,“ segir Davnay, „er hvit, angistarfull og frjálslind suð- ur-afrísk kona (Nadine Gordimer), höfundur frá Karíbaeyjum sem þarf að sæta menningarlegri kúgun (Derek Walcott) og bandarísk blökku- kona (Toni Morrisson).“ Ljóðhuga írar! Meginástæðan fyrir ergelsi Davnays er þó sú að hann tel- ur að með því að útnefna He- aney hafi akademian hvatt fleiri íra til að taka til við yrkingar. „Við getum nú ör- ugglega átt von á því að nokkur þúsund ljóðhuga landar Heaneys kasti frá sér rekunum og sleggjunum og skeiði út á ritvöllinn. Á meðan rauðnefjuð börn þeirra góla og kerlingarnar garga af gremju yfir leti þeirra og ómennsku munu fylkingar íra, sem vilja verða Nóbels- skáld líka, arka út á pöbba Dyflinnar og Derrí í leit að andagift og vískíi til að hnoða úr vísur.“ Segir Davney að það þurfi að gripa til einhverra úrræða áður en holskeflan gangi yfir og stingur upp á að hinn kunni Blarney-steinn í Cork verði hulinn steypu en hver sá sem stein þann kyssir á að verða tungulipur mjög. Heaney enginn módernisti Fleiri hafa verið að fjarg- viðrast út af Nóbelnum þetta árið en sennilega hefur enginn gengið jafnlangt i gagnrýni sinni og Anthony Easthope, enskur prófessor í menningarfræðum, sem að sögn blaðamanns Times Literary Supplement hefur skrifað margar bros- legar greinar til varnar módernismanum. í bréfi til Guardian 7. október síðastliðinn birtist ein slík. „Nóbelsverðlaun Heaneys endurspegla aðeins stöðnun breskrar menningar," segir þar, „kveðskapur hans fellur ekki undir módernisma, hugmynda- stefnunnar sem umbylti vestrænni menn- ingu fyrr á þessari öld með endurmati á hefðbundnum hugmyndum um einstakl- inginn, tungumálið og sannleikann." Easthope bendir á það sem hann telur vera höfuðsynd gagnvart módernisman- um í verkum Heaneys. „Dæmigert ljóð eftir Heaney lýsir merkingarfullri upplif- un sjálfhverfs einstaklings með áreynslu- lausu tungumáli." Hefur Easthope talið þessar syndir Heaneys svo augljósar að hann skýrir ekki frekar við hvað hann á en bætir því við að það eina sem Heaney noti úr módernismanum séu ein eða tvær myndlíkingar. Hestvagnar og Heaney Niðurstaða Easthopes er ótvíræð. „Ef menning okkar væri nútímaleg í raun og veru myndum við gefa gamaldags hluti upp á bátinn, þótt þeir væru aðlað- andi og skemmtilegir, svo sem hest- dregna leiguvagna, reykingar og skáld- skap Seamus Heaney.“ Þetta eru hörð skilyrði en ef til vill er það þess virði að fylgja þeim ef maður telst til nútíma- manna fyrir vikið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.