Morgunblaðið - 21.10.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 21.10.1995, Blaðsíða 8
8 C LAUGARDAGUR 21. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Öl, átök og orrusta orða Leikhópurinn Barflugur frumsýnir í kvöld í samvinnu við Leikfélag Reyiqavíkur Bar Par eftir breska leikritaskáldið Jim Cartwright í Veitingastofu Borgarleikhússins. Orrí Páll Ormarsson brá sér á barinn og andaði að sér andrúmsloftinu. KYNLEGIR kvistir stinga við stafni. Ö1 í krús, eld- ur í æðum og augu á stilkum. Togstreyta, tár og taumlaus gleði. Lifað er fyrir líðandi stund. Þannig er stemmningin á ónefndri ölkrá sem leikritaskáldið Jim Cartwright gerir að vett- vangi verks síns, Bar Par, sem frumsýnt verður Veitingastofú Borgar- leikhússins í kvöld. Þýðandi er Guðrún Bachmann. Parið sem rekur barinn er í brenni- depli en inn í frásögn- ina fléttast margir kostu legir viðskiptavinir. Glatt er á hjalla og meinfyndin orr usta orða geisar á hijúfu yfirborð- inu en víða er stutt í kvikuna og skerandi sársaukann. „Bar Par fjallar fýrst og fremst um manneskjur — samskipti þeirra, gleði og sorgir," segir Helga E. Jónsdóttir leikstjóri. „Undirtónninn er alvarlegur en höfundurinn skreytir verkið með ýmsum kostulegum persónum. Þetta er eiginlega bæði hugljúft og átakanlegt verk.“ Bar Par sló á liðnum vetri sýn- ingarmet hjá Leikfélagi Akureyrar og önnur verk Cartwrights, Stræti og Taktu lagið Lóa, hafa notið mikilla vinsælda í Ijóðleikhúsinu. Öll fjalla þau um daglegt amstur alþýðunnar, sigra hennar og skakkaföll. Litrík mynd „Þessi höfundur virðist höfða til íslendinga," segir Guðmundur Ólafsson en þau Saga Jónsdóttir, sem jafnframt var helsti hvata- maðurinn að uppfærslunni, skipta með sér öllum hlutverkunum í sýn- ingunni. Telur hann skýringuna einkum felast í því hvað viðfangsefni Cartwrights. standi fólki nærri. „Cartwr- ight fjallar um venjulegt >rfólk en dregur upp mjög “ w skemmtilega og litríka mynd af lífí þess.“ Jón Þórisson, sem hannar bún- inga, leikmynd og gervi, tekur upp þráðinn: „Sumir karakterarnir í Bar Pari eru vissulega ýktir en hefur maður ekki séð þá alla ein- hvers staðar," og Helga bætir við að ýkjurnar séu hluti af leiknum. „Við förum ekki fram úr raunveru- leikanum og þegar öllu er á botn- inn hvolft er þetta ekki svo fram- andi fólk. Manneskjurnar á bak við alla þessa karaktera eru raun- verulegar.“ Öllu gamni fylgir alvara og Jón segir að Cartwright fjalli öðrum þræði um sorglega hluti í verkum Morgunblaðið/Ásdís SAGA Jónsdóttir og Guðmundur Ólafsson skipta oftsinnis um ham i Bar Pari. sínum. Hann velti sér hins vegar ekki upp úr þeim en dragi þess í stað upp myndir og láti áhorf- andanum eftir að taka afstöðu. Bar Par er skrifað fyrir tvo leik- ara en hlutverkin eru fjórtán. „Það er vel hægt að hugsa sér að þessi fjórtán hlutverk séu leikin af jafn mörgum leikurum," segir Helga, „en það er hins vegar meira spenn- andi að hafa bara tvo; þá þurfa þeir að hoppa úr einu hlutverkinu í annað á svipstundu. Það krefst þó mikillar vinnu, tækni og ein- beitingar að gera þetta með þess- um hætti, svo ekki sé talað um snör handtök meðan á sýningunni stendur." Leikaramir taka í sama streng en segjast engu að síður hafa æft verkið á hefðbundinn hátt. „Þetta hefur verið óskaplega skemmtilegt og við fáum úr miklu að moða. Það er ekki á hveijum degi sem maður fær tækifæri til að leika svona margar persónur í sömu uppfærslunni," segir Guðmundur. Kjörinn vettvangur Jón segir að Cartwright geri ráð fyrir lágmarks umgjörð: Tveimur stólum, borði og fábrotnum bún- ingum og Saga bætir við að í raun sé hægt að færa leikritið upp hvar sem er. Veitingastofan hafí hins vegar verið kjörinn vettvangur. Veitingastofan er í kjallara Borgarleikhússins og hefur ekki í annan tíma þjónað sem leiksvið. Stofunni var breytt úr kokteilbar í ölkrá af þessu tilefni og aðrar smávægilegar breytingar gerðar. Lárus Bjömsson var síðan fenginn til að hanna lýsingu og þar með var ekkert að vanbúnaði. Leikar- arnir una hag sínum vel í Veitinga- stofunni og líta á það sem áskorun að bregða sér út úr hinu vernda" umhverfi leiksviðsins. Fjórmenningarnir __ áherslu á, að Bar Par sé leiksýning í fullri lengd þótt umgjörðin sé óhefðbundin. Veitingar verði á boðstólum á sýningum og ekki sé loku fýrir það skotið að kraftar áhorfenda verði virkjaðir í leikn- um. Og Saga er með markmiðið Á hreinu: „Þetta er umfram allt hugsað sem skemmtileg kvöld- stund.“ Sýningar á byggingarlist og samtímamyndlist verða opnaðar í dag á Kjarvalsstöðum Einskonar hvers- dagsrómantík í DAG verða opnaðar tvær sýningar á Kjar- valsstöðum. Eins kon- ar hversdagsrómantík er titill sýningar á samtímalist sem Auð- ur Ólafsdóttir listfræð- ingur setti saman fyrir Kjarvalsstaði. Á sýn- inguna hefur hún valið verk 16 myndlistai-- manna, sem teljast til yngstu kynslóðar ís- íenskra myndlistar- manna. Markmið sýn- ingarinnar er meðal annars það að gera sýnilegar þær áherslu- breytingar sem orðið hafa í myndlistarheiminum á und- anfömum misserum og eru í deigl- unni, eins og Auður segir í inn- gangi í sýningarskrá. Ráðning sýningarstjóra til að hanna sýningu á Listasafninu er nýjung að sögn Auðar og má segja að þar séu Kjarvalsstaðir að fara að dæmi listasafna erlendis þar sem slíkt fyrirkomulag á uppsetningu sýninga er algengt. „Ég sé um flest það sem snýr að mótun sýningar- innar. Ég hanna hugmyndina, vel Iistamennina og sé um að allt gangi upp eins vel og hægt er. Ég vona að það verði framhald á þessu fyrirkomulagi hjá safn- inu,“ sagði Auður þeg- ar Morgunblaðið ræddi við hana. Hún sagðist snemma hafa fengið þá hugmynd að ein- beita sér að yngstu kynslóðinni, þ.e. lista- menn sem eru fæddir á sjöunda áratugnum og hafa nýlokið list- námi. Titill sýningar- innar er fenginn úr því sem henni þótti gegn- umgangandi andi í verkunum. Hversdagsleikinn og rómantíkin kemur m.a. fram í sterkri einstaklingshyggju og vangaveltum um það hvort hægt sé að vera einlægur í listinni í dag. Meðvituð verk „Þessi verk eru flest tilbúin í höfðinu á listmönnunum áður en farið er að vinna þau, þetta eru mjög meðvituð verk. Frásögn er rík í verkunum og einskonar sviðsetn- ingar eru áberandi o.s.frv. Innblást- ur sækja þau einnig í fyrri tíma og EIN'AR Sveinsson arkitekt. A MEÐAL verka á sýningunni Einskonar hversdagsrómantík er þessi bíll sem boðinn verður til kaups. ef það er beint i myndlistarsöguna er það oft sett fram á kaldhæðinn og jafnvel gamansaman hátt. Aðspurð sagði Auður að þrátt fyrir að fólk í hennar stöðu ætti ekki að vera í forspárhlutverki þá hafi hún valið listamennina vegna þess að verk þeirra gæfu mynd af stöðu myndlistarinnar í dag, að hennar áliti, og því sem er í geijun í íslenskum listheimi. „Mér fínnst kyrrð ríkjandi í verkunum og svo virðist sem annar tímaskilningur sé ríkjandi heldur en til dæmis hjá þeim sem voru að glíma við nýja málverkið fyrir 10-15 árum og voru alltaf á síðasta augnablikinu, og heimurinn á hverfanda hveli,“ sagði Auður. Jafnframt sagði hún að í dag væri ákveðin úrvinnsla á því sem hefur verið að gerast áberandi og vinnuferli verkanna væri dæmi um það. „Það er bjargföst skoðun mín að öll list, á hvaða tíma sem hún er gerð, sé alltaf úrvinnsla á því sem á undan er gengið og svo kalla menn þetta ýmsum nöfnum.“ Aðspurð sagði hún að þrátt fyrir kyrrðina og hvérsdagsleikann væri sýr.ingin lífleg og skemmtileg og fegurðin væri orðin ríkur hluti í verkum myndlistarmanna dagsins í dag. Að lokum var Auður spurð að því hvernig henni sem sýningar- stjóra litist á að vera ábyrg fyrir sýningunni og hvernig til tækist. „Ég vona bara að það verði þann- ig að ég verði skömmuð og krökk- unum verði hrósað,“ sagði hún að lokum. Einar Sveinsson Yfírlitssýning á verkum Einars Sveinssonar arkitekts verður einnig opnuð á Kjarvalsstöðum í dag. Einar Sveinsson fæddist árið 1906 og lærði byggingarlist í Darm- stadt í Þýskalandi. Hann hóf rekst- ur eigin teiknistofu í Reykjavík árið 1932 og varð einn helsti boðberi og hugmyndafræðingur notagildis- stefnunnar í húsagerðarlist á ís- landi. Árið 1934 var hann ráðinn húsameistari ríkisins og gegndi hann því starfí tii æviloka. Auk þess að gera uppdrætti af bygging- um hafði Einar Sveinsson yfirum- sjón með skipulagsmálum Reykja- víkur á árunum 1934 - 1949 og skipulagði ásamt samstarfsmönn- um flest bæjarhverfi er byggðust upp á því tímabili, þ.á m. Norður- mýri, Melahverfi, Hlíðarnar, Laug- arneshverfi og Vogahverfí. Fyrsta byggingin sem Einar teiknaði á vegum bæjarins var elsti hluti Laugarnesskólans. Af öðrum opin- berum verkum má nefna Melaskóla, Langholtsskóla, Heilsuverndarstöð- ina, Borgarspítalann, Vogaskóla og Sundlaugarnar í Laugardal. Af öðr- um verkum má nefna fyrstu fjölbýl- ishúsin með nútíma sniði við Hring- braut, árið 1942, og fyrsta íbúðar- háhýsið í Reykjavík. Sýningarnar á Kjarvalsstöðum standa til 6. desember og eru opnar daglega frá kl. 10 - 18. 1 I A \ l O l »1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.