Morgunblaðið - 21.10.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 21.10.1995, Blaðsíða 4
4 C LAUGARDAGUR 21. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. OKTÓBER 1995 C 5 Tónlist ólíkrar gerðar Tónlistin er ólíkrar gerðar á disk- unum sem gefnir eru út hér á landi á árinu. Þannig gefur íslensk tón- verkamiðstöð út verk íslenskra tón- skálda og sendi fyrir skemmstu frá sér disk þar sem Caput-hópurinn leikur íslensk kammerverk eftir Jón Leifs, Áskel Másson, Lárus H. Grímsson, Snorra Sigfús Birgisson, Hauk Tómasson, Atla Ingólfsson og Hjálmar H. Ragnarsson. Kolbeinn Bjamason leikur einnig íslenska nútímatónlist á nýútkomnum diski, Implosions, verk eftir Hafliða Hall- grímsson og Þorstein Hauksson, en hann leikur einnig verk eftir Harvey Sollberger, Klaus Huber, Brian Fer- neyhough og Mario Lavista, Stein- unn Birna Ragnarsdóttir gaf út disk fyrir skemmstu þar sem hún leikur verk eftir Robert Schumann og Edward Grieg, þar á meðal píanó- konsert Griegs, sem hún tók upp með Sinfóníuhljómsveit íslands, fyr- ir tæpu ári kom út mjög vandaður safndiskur með söng Stefáns íslandi sem Spor gaf út, Islensk tónverkam- iðstöð gaf út tónlistina úr kvikmynd- Tónlist íslenskra tónskálda mönnum vissa viðmiðun sem hleypt hefur kappi í listamennina. Ekki má svo gleyma því að markaðurinn er stærri en hann hefur nokkru sinni verið og fer stækkandi, þannig að nú er mögulegt að selja plötur fyrir útgáfukostnaði." Ásmundur leggur einnig áherslu á að upptökuhljómur sé síst lakari á íslenskum plötum en best gerist ytra og bendir á lofsamleg ummæli um upptökuhljóm á Chandos-disk- unum, sem teknir voru upp hér af íslenskum tæknimönnum, í erlend- um fagtímaritum og að auki tilnefn- ingu til helstu verðlauna Grammo- phone tímaritsins fyrir upptöku- hljóm. Ásmundur segir reynslu Japís- manna af útgáfunni á síðasta ári ágæta og því hafi þeir ákveðið að halda áfram á sömu braut og bæta frekar við en draga úr á þessu ári. „Markaðurinn tekur eðlilega ekki endalaust við og eflaust kem- ur að því að við verðum að hægja á ferðinni, en ef plötukaupendur átta sig á að við eigum listamenn á- heimsmæli- kvarða getur þessi útgáfa aukist til muna.“ að því að væntanlega kemur á þriðja tug íslenskra diska með sígildri tónlist út á árinu. inni um Jón Leifs, Tár úr steini, væntanlegur er tvöfaldur safndiskur með söng Einars Kristjánssonar þar sem meðal annars gefur að heyra margar upptökur sem ekki hafa heyrst áður, Trio Nordica gaf út- disk í sumar þar sem það flytur verk eftir Clöru Wieck-Schumann, Franz Berwald og Felix Mendelsso- hn-Bartoldy og svo mætti lengi telja. Engin ein skýring Ekki er hægt að benda á neina eina skýringu á aukinni útgáfu á upptökum íslenskra listamanna og viðmælendur, tónlistarmenn, versl- unarmenn og útgefendur, eru ekki á einu máli hvernig skýra megi aukninguna. Meðal skýringa sem menn nefna er að upptökubúnaður er orðinn ódýrari og vex fáum í augum, sem á annað borð hafa áhuga, að koma sér upp slarkfærum sta'frænum upptökutækjum heima í skúr eða stofu. Vitanlega verður fyrsta flokks sígild plata ekki tekin upp úti í skúr eða heima í stofu, en tækin eru meðfærileg og þannig eru dæmi um plötu, sem tekin hefur verið upp á einni kvöldstund í góðum sal, með tækjum sem sett voru upp á innan við klukkustund. Framleiðslukostn- aður á geisladiskum hefur einnig lækkað til muna á síðustu árum og framleiðsluferlið orðið einfaldara og ódýrara. Á móti þessu kemur svo að um leið og fjölmenn hljómsveit er farin að leika undir, til að mynda Sinfón- íuhljómsveitin, þá hleypur kostnaður upp því hljóðfæraleikurum verður að greiða laun. Góðir tæknimenn, sem skipta eðlilega miklu máli, kosta líka sitt og eru því dýrari sem þeir eru betri. Af þessu má ráða að upptöku- kostnaður er all breytilegur og er iðulega helsti kostnaðarþáttur í út- gáfu. í poppheiminum er algengt að upptökukostnaður hlaupi á hundruðum þúsunda, því algengt er að það taki um og yfir 200 tíma í hljóðveri að taka upp slíka plötu og þegar allt sé talið þurfi að selja af plötunni 3—5.000 eintök til að hafa upp í kostnað. í upptöku á klass- ískri tónlist er þessu allt öðruvísi farið og algengt að útgáfukostnaður sé á bilinu 200—400.000 krónur. Vissulega há upphæð, en ekki óvið- ráðanleg áhætta og oft hlaupa fyrir- tæki og sjóðir undir bagga til að létta róðurinn. Nú spyr eflaust ein- hver af hverju diskarnir Kosti þá ekki minna, en eðli málsins sam- kvæmt seljast klassískir diskar ekki í þúsundaupplagi hér á landi og þó ekki þurfí nema 300—500 eintaka sölu til að ná upp í kostnað þykir það mikil sala á klassíkri plötu. Aukin sala og aukinn áhugi Útgáfa á íslandi hefur ekki reynst ábatasöm og vart nema von þar sem grunnkostnaður er nánast sá sami og hjá milljónaþjóðum, en markaður lítill. Hann hefur þó farið stækkandi á undanfömum árum og það er mál manna í plötuinnflutningi að sala á sígildri tónlist á geisladiskum aukist sífellt. Japís hefur verið umsvifa- mest í útgáfu og dreifingu á sígildri útgáfu íslenskri og gefur út sex diska á þessu ári, dreifir að auki tíu til tólf plötum. Japís rekur einnig tvær plötuverslanir og segist yfir- maður tónlistardeildar Japís, Ás- mundur Jónsson, merkja sífellt meiri sölu á sígildum geisladiskum. Munar þar mestu að hans sögn um diska frá Naxos-útgáfunni, en Ásmundur segist reikna með að sala á diskum frá Naxos verði á milli 40 og 50.000 eintök á þessu ári. Það sé ótvíræður vitnisburður um aukinn áhuga á sí- gildri tónlist almennt, sem hljóti að skila sér í kaupum á diskum með íslenskum flytjendum þegar fram líður. Fyrir nokkrum árum hóf Sinfó- níuhljómsveitin samvinnu við Chandos-útgáfuna bresku og fékk fyrirtaks dóma fyrir. Á síðasta ári hófst svo samstárf Sinfóníunnar við sænsku útgáfuna Bis sem einnig hefur fengið prýðilega umfjöllun ytra. Bis hefur einnig gefið út plöt- ur með leik íslenskra einleikara, til að mynda disk þar sem Örn Magnús- son lék píanótónlist eftir Jón Leifs, og Chandos hefur gefíð út disk með Blásarakvintett Reykjavíkur. Einnig hefur Edda Erlendsdóttir, sem bú- sett er í París, leikið inn á diska fyrir franska útgáfu. Öll þessi útgáfa og umfjöllunin um hana hefur að mati Ásmundar orðið íslenskum tónlistarmönnum mikil hvatning og líka orðið til þess að plötukaupendur hafa áttað sig á hve frambærilegir tónlistarmenn starfa hér á landi og ekki síst að plötur sem teknar eru upp hér og gefnar út standast erlendri útgáfu fyllilega snúning. „íslenskir einleik- ararar hafa betur gert sér grein fyrir því hvað það skiptir miklu máli að geta kynnt sig sem einleik- ara með geisladisk í höndunum. Útgáfan ytra hefur einnig sett Eins og rakið er í upphafi gefur íslensk tónverkamiðstöð, sem stofn- uð var 1968, út tónlist eftir íslensk tónskáld. Fyrsti geisladiskurinn kom út 1988, en áður höfðu komið út tíu vínylplötur, og diskarnir eru orðnir tuttugu og einn. Á þessu ári gefur tónverka- miðstöðin út þijá diska, geisladi- skinn Kristalla með verkum Páls Pamphiclers Pálssonar, Animato þar sem Caput-hópurinn leikur íslensk kammerverk og disk með tónlist úr Tárum úr steini, kvikmynd Hilmars Oddssonar um Jón Leifs. Fram- kvæmdastjóri tónverkam- iðstöðvarinnar, Ásta Hronn Maack, segir að hlutverk hennar sé beinlín- is að gefa út íslenska tónlist, enda sé hún í eigu tónskálda. Til viðbótar við þessa útgáfu hefur tónverkamið- stöðin gefið út kynningardisk með verkum ýmissa dagurtónlistarsmiða sem dreift hefur verið á útvarps- stöðvar fyrst og fremst erlendis. Ásta Hrönn telur aukinn áhuga á útgáfu að riokkru afrakstur ötuls starfs tónlistarskóla víða um land. „Það skiptir einnig máli að dreifing á tónlist er orðin auðveldari, sem hefur mikið að segja fyrir lítil út- gáfufyrirtæki og einstaklingsútgáf- ur,“ segir Ásta Hrönn. „Það má svo ekki gleyma því að það eru að koma heim frábærir listamenn, sem vilja koma frá sér plötum því þeir hafa gert sér grein fyrir því að tónleika- hald eitt sér er ekki nóg til að vekja athygli á þeirra starfi.“ Þó að erlendar útgáfur gefi öðru hvoru út verk íslenskra tónskálda eiga yngri tónskáld á brattan að sækja í harðri baráttu úti í heimi. Ásta Hrönn segir að þar komi tón- verkamiðstöðin að góðu gagni og sinni þeim markaði sem aðrir sinni ekki. Hún segir íslensk tónskáld fylgjast vel með því sem er að ger- ast ytra og því mjög alþjóðlegir í listsköpun sinni og sífellt séu að berast fyrirspurnir að utan og óskir um nánari upplýsingar um einstök verk eða tónskáld. „Hingað hafa haft samband afbragðs flytjendur og tónleikahaldarar úti í heimi, vegna þess að þeir hafa gert sér grein fyrir því að hér er búin til úrvalstónlist." I útgáfuröð Islenskrar tónverka- miðstöðvar ber mest á íslenskum flytjendum og þó Ásta Hrönn segi að það sé ekki markmið í sjálfu sér að gefa út íslenska tónlistarmenn standi þeir einfaldlega best að vígi í að flytja íslensk tónverk. „Það hefur verið ánægjuleg aukageta að miðstöðin kynnir íslenska einleikara á sama tíma og gefin eru út íslensk tónverk." Leitað nýrra leiða Algengt er að tónlistarmenn séu að taka upp og gefa út einleiksverk eða smáverk, enda er það ódýrasta UPPSVEIFLA í ÚTGÁFU Útgáfa á verkum og leik íslenskra tónlistarmanna stendur með meiri blóma en dæmi eru um. Ami Matthíasson komst EKKI ER langt síð- an það þóttu mikil tíð- indi ef gefín var út sígild tónlist með innlendum flytjendum á plötu eða diski hér á landi. Þótt enn séu það tíðindi þá stendur útgáfa á sígildri tónlist með íslenskum flytjendum með meiri blóma en dæmi eru um áður; ýmist eru listamennimir sjálfir að gefa út eða fyrirtæki eða samtök. Á síðasta ári vakti athygli hve útgáfan varð skyndilega lífleg og á þessu ári hef- ur hún enn aukist; þegar eru fimm diskar komnir út og væntanlegir að minnsta kosti nítján diskar í viðbót á næstu vikum. Til viðbótar við þetta hafa erlend fyrirtæki líka sýnt íslenskum tónlist- armönnum aukinn áhuga. Skemmst er að minnast samstarfs Chandos- útgáfunnar bresku og Sinfóníu- hljómsveitar Íslands, en Chandos hefur einnig gefið út disk með Blás- arakvintett Reykjavíkur og diska þar sem Einar Jóhannesson og Philip Jenkins leika bresk verk fyrir klarinett og píanó. BlSrútgáfan sænska, sem hyggst gefa út öll verk Jóns Leifs, hefur einnig gefíð út nokkuð af upptökum íslenskra lista- manna, til að mynda Erling Blöndal Bengtsson, sem hefur verið afkasta- mikill í upptökum fyrir dönsku út- gáfuna Danacord, og Kór Lang- holtskirkju. Hollenska útgáfan Arsis gaf út á síðasta ári disk með Elísa- betu Waage og gefur út á þessu ári disk með Kristni Árnasyni. Ekki má svo gleyma Naxos-útgáfunni sem gaf út fyrir stuttu óperuna Aidu þar sem Kristján Jóhannsson syngur eitt aðalhlutverka og fyrir skemmstu kom út hjá Naxos La Traviata með Rannveigu Bragadótt- ur og L’Oisau Lyre gaf út fyrir nokkru Töfraflautuna með Kristni Sigmundssyni. leiðin til að kynna viðkomandi lista- mann á þennan hátt, aukinheldur sem mörg erfiðustu verk tónbók- menntanna eru þeirra gerðar. Stærri verk eru þó alltaf verðugt viðfangs- efni að glíma við og fyrir skömmu kom út geisladiskur Steinunnar Bimu Ragnarsdóttur, þar sem hún leikur sem einleikari með Sinfóníu- hljómsveit íslands en slíkt er fátítt og einsdæmi að píanókonsert sé gefinn út á geisladisk hér á landi á síðustu árum. Steinunn Birna segist telja að drjúg ástæða fyrir aukinni útgáfu sé að Ríkisútvarpið sé hætt að taka upp leik íslenskra einleikara í hljóð- veri og því séu þeir að leita að nýj- um leiðum til að kynna sig. Steinunn Birna, sem gefur diskinn sjálf út í samvinnu við Japís, ségir það líka hafa verið þróunina í löndunum í kringum okkur að tónlistarmenn taki upp og gefi sjálfir út. Hún tekur undir það að útgáfa á leik íslenskra tónlistar- manna ytra hafi eflaust sitt að segja og margt fleira megi tína til; „eflaust eru skýringam- ar á aukinni útgáfu jafn margar og tónlistar- mennirnir. Þetta er mjög ólíkt reynslu tónlistar- mannins af því að koma fram á tónleikum og að sjálfsögðu varanlegra. Þessu fylgja bæði kostir og gallar því að tónleik- arnir líða fljótt hjá en þú situr uppi með geisla- diskinn." Steinunn Bima segist þeirrar skoðunar að þessi útgáfa eigi eflaust eftir að aukast enn og sé það vel. „Ég held að þetta hafi dálítið að segja til þess að fólk átti sig á því að okkar fólk er alveg sam- keppnishæft og vel það. Það er eitt mjög mikil- vægt þó og það er að ísland er eitt Norður- landanna sem ekki greiðir tónlistarmannin- um sjálfum fyrir flutn- ing á tónlistinni, að minnsta kosti í klassík- inni. Það er von til þess að þetta breytist, en það virðist ganga heldur hægt.“ Engin grundvallarbreyting á útgáfukostnaði „Það kostar mikið að taka upp disk, ef vel á að vera. Ég trúi því ekki að það eigi eftir að verða grundvallarbreyt- ing á útgáfukostnaði, þó tæknin verði með- færilegri. Það kemur svo margt annað til eins og til að mynda útgáfu- rétturinn, sem er tölu- verður kostnaður í mínu tilfelli vegna píanókon- sertsins. Þó klassískar upptökur séu einfaldar í sniðum og kannski ódýrari en gerist í poppheiminum þá er ekki hægt að segja að útgáf- an sé beinlínis ódýr. Það er mín tilfinning að útgáfukostnaður sé ekki minni en áður og að hann eigi ekki eftir að lækka nema á kostnað gæðanna. Það þarf meira, til en tækin, það þarf staðinn, hljóðfærin, tæknimennina og upptökustjórann; kunnáttu og reynslu sem alltaf þarf að borga fyrir. Ég held að þetta sé eins og allt annað: Ef þú vilt hafa það gott þá kostar það sitt,“ segir Steinunn Birna. Ekki segist Steinunn Birna telja að hún knúin til að gefa út, en hún sé knúin til að spila og þetta hangi allt á sömu spýtunni. „Ef þú ert knúinn til að spila verðurðu líka að skapa þér grundvöll til þess og þó þetta sé lítið land og lítill mark- aður verðurðu að láta eitthvað frá þér sem stuðlar að því að þú getir skapað þér vettvang til að spila. Ef þú vilt vera einleikari á íslandi ertu í þeirri aðstöðu að verða að hugsa um þessa hluti,“ segir hún. SkrEf íslenskra tónlistarmanna Eftir réttan mánuð halda samtök- in SkrEf íslenskir tónlistarmenn tón- leika í Borgarleikhúsinu. Þar leika ungir íslenskir einleikarar ýmis verk, en sama dag gefa samtökin út átta geisladiska með leik ýmissa ungra tónlistarmanna. Meðal þeirra sem leika í Borgar- leikhúsinu 21. nóvember og senda frá sér disk sama dag er Ólafur Elíasson píanóleikari sem er eins konar framkvæmdastjóri SkrEfs- útgáfunnar. Hann segir að á diskun- um átta séu ungir hljóðfæraleikarar að láta í sér heyra í fyrsta sinn, til að mynda Ármann Helgason, Svava Bernharðsdóttir, Sigurður Halldórs- son og Daníel Þorsteinsson, Þórunn Guðmundsdóttir og Kristinn Öm Kristinsson, Hallfríður Ólafsdóttir, Sigurbjöm Bemharðs- son, kammerhópurinn Camerarctica og Ólaf- ur sjálfur svo einhver nöfn séu nefnd. SkrEf er regnhlífarsamtök, þ.e. þau gefa diskana ekki út sjálf en annast ýmsar hliðar útgáf- unnar. „Listamennim- ir gefa út sjálfir,“ seg- - ir Ólafur, „en ég að- stoða tónlistarmenn við upptökur, hanna umslagið, læt fram- leiða diskinn og prenta umslagið.“ Ólafur er hvata- maður SkrEfs og seg- ist hafa fengið hug- myndiná þegar hann leitaði fyrir sér með útgáfu fyrir nokkra. Hann segist hafa séð það í hendi sér að ódý- rast væri að gera þetta sjálfur, komast yfir tæki, taka sjálfur upp og gefa út. „Við Hall- dór Víkingsson kom- um okkur upp upp- tökutækjum og eigum reyndar báðir tölvur til að klippa saman tón- list. Þróunin í upp- tökutækni, sérstak- lega eftir að stafræn upptökutæki urðu þægilega ódýr, gerir að verkum að upp- tökukostnaður hefur lækkað talsvert. Það er þó alltaf snúið að klippa upptökurnar saman og þarf þekk- ingu á tækninni og tónlistinni. Vemdari þessarar starfsemi okkar er Fella- og Hólakirkja, þar eru flestir diskamir teknir upp, en eitthvað er tekið upp í Digranes- kirkju. Það skipti gríð- arlegu máli að hafa aðgang að góðum upp- tökustað og sóknar- nefnd Fella- og Hóla- kirkju hefur eiginlega tekið okkur í fóstur,“ segir Ölafur. Verðið skapar sérstöðu Ólafur segir að ekki þurfi að selja mikið af diskum til að hver og einn hafi eitthvað upp í upptökukostnað, en í takt við lægri útgáfukostnað verði verð diskanna líka helmingi lægra en gengur og gerist. „Við ætlum að marka okkur sérstöðu meðal annars með þessu, að gefa fólki færi á að kaupa disk með óþekktu tónlistarfólki, en lágt verð ætti ekki að vefjast fyrir neinum." Ólafur segir að tónleikarnir í Borgarleikhúsinu og diskamir átta séu aðeins byijunin. „Við eigum mikið af gríðarlega hæfu tónlistar- fólki á íslandi og vonandi eiga tugir diska með íslenskum tónlistarmönn- um eftir að koma út á næstu áram. Sumir hafa sagt þetta vera of mik- ið, en mér finnst það frekar vera of lítið,“ segir Ólafur ákveðinn að lokum. Steinunn Birna Ragnarsdóttir Ásmundur Jónsson Ólafur Elíasson Breski rithöfundurinn og blaðamaður- inn Robert Harris þykir háfa sannað hvað í honum býr með útkomu annarr- ar skáldsögu hans, „Enigma“ (Ráðgátu) HINAR miklu vinsæld- ir fyrstu bókar breska blaðamanns- ins Richards Harris, Föðurlands, gerðu honum kleift að láta af störfum sem dálkahöfundur og að festa kaup á glæsihýsi frá viktoríu- tímanum, skammt frá London. Vinsældirnar urðu honum hvatning til að halda skriftun- um áfram og önnur skáldsaga hans, sem kom út fyrir skemmstu, hefur ekki valdið gagnrýnendum vonbrigðum. Skáldsagan Föðurland er spennusaga sem byggist á því hvernig málin hefðu þróast í Evrópu ef Þýskaland hefði sigrað í heimsstyrjöldinni síð- ari. Harris skrifaði bókina vegna þess að hann vantaði fé til að greiða af húsnæðisláni sínu og hún vakti enga at- hygli. Enginn sá ástæðu til að taka viðtal við Harris áður en bókin kom út, eng- inn beið óþreyjufull- ur eftir útkomu hennar, nema ef vera skyldi Harris sjálfur. Hún kom út árið 1992 og seldist í yfir 4 milljónum eintaka um allan heim. Áður hafði Harris sent frá sér nokkrar fræðibæk- ur Þegar önnur skáldsaga Harris, „Enigma“, kom út fyrr í haust var hann undir miklum þrýstingi vegna þeirra væntinga sem hún vakti, jafn- vel áður en hann settist niður til að skrifa hana, segir í Interimtional Her- ald Tribune. „En- igma“ fjallar um breska leyniþjón- ustumenn sem reyna að leysa dulmálslykil Þjóðverja í heimsstyijöldinni síðari. Bókin kom út fyrir skömmu og nú getur Harris andað létt- ar, því gagnrýnendur hafa lokið lofsorði á hana. Hann stóðst þá prófraun sem önnur skáldsagan hefur reynst þeim sem slá í gegn með fyrsta verki sínu. Fleiri en einn gagnrýnandi sagði Harris skrifa í anda bre- skra spennusagnameistara á borð við Eric Ambler, Len Deighton, John Buchan og John le Carré (en Harris hefur gert samning um að skrifa ævisögu þess síðastnefnda). „Enigma“ trónir nú á toppi breska sölulistans. „Harris hefur sett saman sögu sem er eins mannleg, vitræn og gríp- andi og nokkur heimildar- skáldsaga getur verið," sagði í The Financial Times og í The Times of London sagði að bók- in væri í heild „úrvalsefni". Jenkins lávarður, fyrrum ráð- herra Verkamannaflokksins, sem glímdi við dulmálslykla Þjóðverja í stríðinu, er einn þeirra sem hrósar bókinni í hástert og segir hana svo gríp- andi að honum hafi fundist að ýmislegt hefði farið fram hjá honum í Bletchley Park, sögu- sviði sögunnar. Fjölmargar skáldsögur hafa verið látnar gerast í Bletchley á þeim tutt- ugu árum sem liðin eru frá því að hulunni var svipt af staðnum. Sjálfur segist Harris hafa hrifist af tilrauninni til að leysa dulmálslykla, leitinni að skilaboðum í texta sem virðist í fyrstu glórulaus. Þetta leiddi hann fljótlega að eftirlætistímabili hans í sög- unni, heiinsstyrjöldinni síðan. Um miðjan síðasta áratug kom út bók eftir hann sem nokkra athygli vakti, „Selling Hitler“, en hún fjallaði um falsaðar dagbækur Hitlers. í fyrstu var það ekki ætlun Harris að bók- in Föðurland yrði skáldsaga en breyting varð á fyrirætlun- um hans árið 1987 er Harris var í fríi á Sikiley. „Þar var mikið af þýskum ferðamönn- um og ef maður lokaði augun- um gat maður vel ímyndað sér að maður væri staddur í illu heimsveldi Þýskalands. Skyndilega datt mér í hug að skrifa skáldsögu um slíkt ríki Ráðgáta úr stríðinu og hugmyndirnar hrönnuðust upp, um yfirhy lmingar dauða og rannsókn á honum. Eg skellti mér út í sjóinn, buslaði stundarkorn og þegar ég kom aftur upp á strönd var hug- myndin nær fullmótuð í huga mínum.“ Skáldsagnaritunin snúin Næsta skref var ekki eins einfalt. Harris hafði starfað sem frétta- og blaðamaður hjá BBC, The Observer og The Sunday Times í yfir áratpg og honum reyndist allt annað en auðvelt að fara að skrifa skáldskap. „Það sem mestu máli skiptir í blaðamennsku, skýrleiki og einfaldleiki, svo dæmi séu tekin, eru óvinir spennusagnaritunarinnar, þar sem tungumálið er notað til að leiða menn á villugötur,“ segir hann. En hrifning hans á heims- styrjöldinni, sem ef til vill nálgaðistþráhyggju, hélt hon- um við efnið. „Þetta var tími svo miklu meiri atburða en við þekkjum nú. Mörgum af minni kynslóð finnst eins og ekkert hafi gerst, að við höfum ekki gengið I gegnum neina próf- raun. Þegar fólk spyr mig hvers vegna ég sé svo heillað- ur af þessu tímabili, spyr ég á móti, hvers vegna eruð þið það ekki?“ Þýskir bókaútgefendur létu sér ekki segjast er Harris sýndi þeim handritið og fóru margir óvægnum orðum um ritsmíð hans. Sögðu hana hneyksli sem þeir vildu ekki tengjast á nokkurn hátt. Alls neituðu 25 útgáfur að gefa bókina Föðurland út. Að end- ingu fékkst hún útgefin á þýsku í Sviss og um 200.000 eintök hafa selst af henni í Þýskalandi. Heldur sig við stríðið Harris hefur ekki sagt skilið við stríðið. „Enigma“ (Ráð- gáta) var nafnið á dulmálslyklum Þjóðveija og lagði Harris á sig mikla undirbúningsvinnu fyrir bókina. Hann kynnti sér sögu stríðsins á Atlants- hafi, sérstaklega sem tengdist kafbát- um Þjóðveija, og ræddi við fjölmarga sem unnið höfðu í Bletchley í upphafi fimmta áratugarins. Þá þurfti Harris að glíma við þá flóknu stærðfræði sem liggur að baki lausn á dulmálslyklum.. Hann komst m.a. að því að árið 1943 hefðu um 6.000 manns starfað hjá leyniþjónustunni í Bletchley, en þeir sem unnu að dul- málslyklunum voru aðallega breskir fræðimenn og erlendir starfs- bræður þeirra sem voru flótta- menn í landinu, sem nutu að- stoðar ungra hástéttarkvenna sem vandlega höfðu verið valdar. Hópurinn komst oft að mik- ilvægum upplýsingum sem Bretar þorðu ekki að nota af ótta við að þá myndu Þjóðveij- ar uppgötva að þeir hefðu ráð- ið dulmálslykilinn. Þegar Harris hafði kynnt sér hvað raunverulega hafði átt sér stað í Bletchley skrif- aði hann bókina um Tom Jeric- ho, ungan og bráðsnjallan stærðfræðing sem hnígur nið- ur af ofþreytu eftir að honum tekst að ráða mikilvægan lykil og sem er kallaður til að nýju eftir að dulmálslyklunum fyrir kafbáta Þjóðverja er breytt. Spennan magnast þegar stór skipalest heldur frá Banda- ríkjunum yfir Atlantshafið og Jericho kemst að þeirri niður- stöðu að njósnari sé á meðal starfsmannanna í Bletchley. Sögufléttan er algert aðal- atriði í huga Harris. „Ég tel að þegar maður skrifar spennusögu hafi maður gert samning við lesandann á fyrstu siðu. Maður reynir að halda athygli hans út bókina og koma lionum á óvart ... Mér finnst að skáldsaga þar sem ekki er skýr söguþráður sé eins og að eiga bíl og rækta blóm í honum.“ ROBERT Harris er heillaður af heimsstyijöldinni siðari. Við hlið hans er vél sem nasistar notuðu við dulmálslykla sína.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.