Morgunblaðið - 21.10.1995, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 21.10.1995, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. OKTÓBER 1995 C 7 HRAUN í FÓLKI MENNING/LISTIR NÆSTU VIKU MYNDLIST Kjarvalsstaðir Kjarval - mótunarár 1885-1930. Sýn. Einskonar hversdagsleg rómantík og sýn. Einars Sveinssonar arkitekts til 9. des. Listasafn íslands Haustsýn. safns Ásgríms Jónss. til 26. nóv. Gallerí Sævars Karls Ámi Ingólfsson sýnir. Gerðarsafn Kees Ballintijn sýnir. Gallerí Stöðlakot Helga Jóhannesdóttir sýnir til til 5. nóv. Listhús 39 Sigrún Sverrisdótir sýnir. Hafnarborg Guðjón Bjarnason og Inga Rósa Lofts- dóttir sýna. Listasafn Kópavogs Dieter Roth sýnir til 29. okt. Gallerí Greip Birgir Snæbjörn Birgissonar sýnir til 5. nóv. Galleri Fold Guðbjörn_ Gunnarsson sýnir til 29. okt. Gallerí Úmbra Þorsteinn J. Vilhjálmss sýnir til 25. ókt. Gallerí Sólon íslandus Myndlistarsýn. 8 myndlistarmanna. Ásmundarsalur Árni Ingólfsson sýnir til 29. okt. Norræna húsið Sýningars. í kj.; Björg Þorsteinsd. til 22. okt., Tove Kurtzweill til 12. nóv., Grafíksýn. til 3. des. í anddyri; 6 gull- smiðir frá Gautaborg til 5. nóv., Berta Moltke frá Danm. sýnir grafíkverk til 31. des. og Lfna Langsokkur/jólasýn. til 31. des. Listasafn Siguijóns Ólafssonar Sýning á völdum andlitsmyndum eftir Siguijón Ólafsson stendur í allan vetur. Gallerí Ríkey Sýning á verkum Ríkeyjar. Listhúsið, Laugardal Eva Benjamínsdóttir sýnir til áramóta og spænski listam. Antonio Hevás Amezcua til 30. okt. Mokka Birgir Schiöth sýnir til 27. okt. Vinnustofan, Hallveigarstíg 7 Asta G. Eyvindard. Opið milli 14 og 15. TONLIST Laugardagur 21. október Ljóðatónleikar í Gerðubergi kl. 17. Karlakór Akureyrar í Njarðvíkurkirkju kl. 16. Jónas Árnason og Keltarnir í Borgarleikhúsinu kl. 16. Sunnudagur 22. október Orgeltónleikar í Áskirkju kl. 17. Karla- kór Akureyrar í Borgarneskirkju kl. 16. Tónlistardagar Musica Antiqua; Tón- leikar í Háteigskirkju kl. 17. Mánudagur 23. október Jónas Árnason og Keltarnir í Borgar- leikhúsinu kl. 20.30. Þriðjudagur 24. október Tónleikaröð Leikfélags Reykjavíkur kl. 20.30; Kristinn Sigmundsson. LEIKLIST Þjóðleikhúsið Þrek og tár lau. 21. okt., fim., lau. Taktu lagið, Lóa mið. 25. okt., lau. Stakkaskipti lau. 21. okt., fös. Sannur karlmaður lau. 21. okt., syun., fim. Kardemommubærinn frums. lau. 21. okt, sun. Borgarleikhúsið Lína Langsokkur lau. 21. okt., sun., lau. Súperstar sun. 22. okti, fös. Tvískinnungsóperan lau. 21. okt., fim. Hvað dreymdi þig Valentína? lau. 21. okti, fim., lau. Við borgum ekki, við borgum ekki lau. 28. okti Samstarfeverkefni: Barflugumar sýna á Leynibamum. BarPar frums. lau. 21. okti, fós., lau. íslenska leikhúsið í ^júpi daganna lau. 21. okti Möguleikhúsið Ævintýrabókin lau. 21. okt., lau. Loftkastalinn Rocky Horror lau. 21. okti, fös. Hafnarfjarðarleikhúsið Hermóður og Háðvör sýnir Himnaríki, lau. 21. okti, sun., fös., lau. íslenska óperan Carmina Burana lau. 21. okt., lau. Kaffileikhúsið Sápa þijú og hálft frums. fös. 27. okti, lau. Leikfélag Akureyrar Drakúla lau. 21. okt. Leikfélag Kópavogs Galdrakarlinn í OZ laug. 21. okt. Hvunndagsieikhúsið Trójudætur Evrípídesar þri. 24. okt. KVIKMYNDIR MÍR „Skreytingamaðurinn“ sun. kl. 16. LISTAKLUBBUR Leikhúskjallarinn Marta Halldórsdóttir syngur við píanó- undirleik Arnar Magnússonar gamlar aríur og þjóðlög frá ýmsum löndum. Upplýsingar um listviðburði sem óskað er eftir að birtar verði í þessum dálki verða að hafa borist bréflega fyrir kl. 16 á miðvikudögum merktar: Morgun- blaðið, Menning/listir, Kringlunni 1,103 Rvk. Myndsendir: 91-5691181. BOKME3NNT1R Skáldsaga HRAUNFÓLKIÐ -SAGA ÚR BLÁSKÓGUM eftir Bjöm Th. Bjömsson. Mál og menning, Reykjavík, 1995.272 bls. ÞAÐ ER löngu ljóst að Björn Th. Bjömsson er manna fundvísastur á áhugaverð söguefni sem leynast í gömlum heimildum. Bækur hans Haustskip (1975) og Falsarinn (1993) eru óræk vitni þess. Nú hefur Björn sett saman enn eina bókina af þessu tagi, Hraunfólkið. Þar eru rakin afdrif fólks sem byggði helgasta stað þjóðarinnar, Þingvelli, áður en hann varð skáld- um að tákni um íslands fornaldar- frægð, manndáð, frelsi og von. Segja má að sagan af hraunfólk-. inu hverfist um svonefnd Guðrúnar- mál sem kölluð eru hin vondu þegar þau era kynnt til sögunnar seint í fyrsta hluta hennar. Guðrún er vinnukona hjá Krstjáni bónda Magnússyni í Skógarkoti. Skammt þar frá situr Páll Þorláksson prestur í Þingvallasókn - bróðir Jóns þjóð- skálds á Bægisá - og rekur sín mál og safnaðarins með sóma. Á því verður hins vegar nokkur breyt- ing þegar bóndinn úr Skógarkoti kemur með bam sitt nýfætt til messu að láta ausa vatni, barn sem hann hafði átt með Guðrúnu þess- ari en ekki konu sinni eins og lög géra ráð fyrir. Ekki þykir Kristjáni nauðsyn til bera að leyna neinu um kringumstæður, segir aðeins, til að afsaka háttarlag sitt fyrir Þing- vallapresti, að „úr einhverju verð[i] maðurinn að hafa hitann" (94). Konu bónda þykir heldur ekki til- tökumál þótt karl hlýi sér i öðru „I vestur- leið“ SÝNING norrænna myndlistar- manna verður opnuð í Nýlistasafn- inu í dag kl. 16. „í vesturleið“ er samsýning fjög- urra myndlistarmanna frá Dan- mörku, Finnlandi og Noregi, sem allir hafa tengst landinu, á söguleg- an eða listrænan hátt. Þetta eru myndlistarmennirnir Helge Roed og Geir Espen 0stbye frá Noregi, Carl- Erik Strom frá Finnlandi og Finn Nielsen frá Danmörku. Sýningin samanstendur að hluta til af verkum sem listamennirnir hafa haft með sér að heiman og að hluta til af verkum sem unnin eru á íslandi. Myndlistarmennirnir hafa allir langan feril að baki í greininni og hafa.átt þátt í að skipuleggja ótal samnorræn verkefni í gegnum árin. Þeir vinna með innsetningar, ljós- myndir, teikningar og texta. Gestur safnsins í Setustofu er Birna Bragadóttir. Birna útskrifað- ist úr Fjöltæknideild Myndlista- og handíðaskólans 1993 og stundar nú. nám í heimspeki við Háskóla íslands. Þetta er fyrsta einkasýning hennar og ber sýningin heitið „Um attíska tungu og nokkrar fleiri". Verkið er byggt á formála í ís- lenskri orðsifjabók. Sýningarnar eru opnar daglega frá kl. 14.00-18.00 og þeim lýkur sunnudaginn 5. nóvember. Diddú og Anna Guðný á Þórshöfn Þórshöfn. Morgunblaðið KIRKJUKÓR Sauðaneskirkju hefur fest kaup á nýjum flygli af gerðinni Samvick og er lengdin eitthvað á þriðja metra og hljómgæðin eftir því. Flygillinn verður staðsettur í Þórsveri og mun gefa ný tækifæri til allskyns tónlistarviðburða. Kaup- in á flyglinum eru mikið fjárhags- legt átak fyrir lítinn söfnuð og hefðu ekki verið framkvæmanleg nema fyrir stuðning ýmissa aðila bóli en hennar og svo virðist sem yfirvaldinu þyki það heldur ekki alvarlegur tilverknaður því engar ordrur berast þaðan um hórsökina. Upphefst nú löng glíma Þingvalla- klerka við hinn slynga og staðfasta kotbónda; er það margbrotin og kostuleg saga sem gerist á tæpum þrjátíu árum en á því tímaskeiði koma átta börn undir í Skógarkoti á meðan fjórir prestar þjóna á hin- um helga stað. Að vísu mætti einnig lesa bókina sem sögu Þingvallastaðar á fyrri hluta síðustu aldar. Sem slík afhelg- ar hún staðinn, afhjúpar þá ímynd sem hann hefur haft í huga þjóðar- innar. Sagan dregur upp eilítið aðra samfélagsmynd en við eigum að venjast frá þessum tíma og mætti segja að hér sé ímynd okkar af klerkastéttinni fyrr á tíð einnig umturnað. Magnleysi Þingvalla- klerkanna fjögurra gagnvart böldn- um sóknarbömum sínum er algjört, ekki aðeins gagnvart Kristjáni í Skógarkoti heldur söfnuðinum öll- um sem hefur sína hentisemi í flest- um málum, meira að segja kirkju- sókninni. Er sem valdahlutföllunum hafi verið raskað eitthvað því hér er það presturinn sem þarf að beygja sig undir vilja sauðsvarts almúgans og ekki fer því fj arri að undirgefni valdsins verði algjör í lok sögu þegar mál Kristjáns og þeirra Þingvallaklerka eru til lykta leidd. Það var um síðustu aldamót sem allar bækur lýstu prestum sem útf- örnum illmennum. í Hraunfólkinu er sögð önnur saga; prestarnir á Þingvallabæ mega ekki vamm sitt vita, þeir eru meinlausir og jafnvel svo auðtrúa að láta þjófa og illþýði éta upp úr pottum sínum og þykj- ast góðir af. Sagan er einföld í byggingu og hefur þann kost fram yfír Falsarann sem ekki bjó yfir nægilega góðri frásagnareiningu. Hér er framvind- an ljós enda útúrdúrar færri og textinn mun knappari og þéttari en í fyrrnefndri bók. Reyndar eru örlög þeirra fjölskyldna sem byggja Þing- vallabæ og Skógarkot svo samofin að þau binda söguna föstum bönd- um, gera hana að órofinni heild. Fyrir vikið heldur hún athygli le- sandans á enda. Stíll sögunnar er orðmargur og á stundum skrúðmikill. Hann verð- ur þó aldrei upphafinn. Orðfærið dregur dám af málfari sögutíma, er tíðum dönskuskotið og eilítið fornlegt. Stundum örlar einnig á formfestu kansellístílsins í skjölum og málfari heldri manna. Kímni höfundar eykur og gildi sögunnar. Hraunfólkið er ekki ádeilusaga en í henni er írónískur undirtónn sem afhjúpar persónur hennar; sá tónn hljómar til dæmis undir allri sögu Páls. Persónusköpun er litrík en eftirminnilegastur er brotamaður- Morgunblaðið/Ásdís BACHSVEITIN í Skálholti. Norðurljós NORÐURLJÓS nefnast tónlistar- dagar sem Musica Antiqua heldur í samvinnu við Ríkisútvarpið. Tónlistardagarnir hefjast með tónleikum í Háteigskirkju sunnu- daginn 22. október kl. 17. Á efnis- skrá eru verk eftir Scarlatti, Tele- mann og Quants. Flytjendur eru Camilla Söder- berg á blokkflautu, Sarah Buckley á víólu, Martial Nardeau á barokk- s.s. Þórshafnarhrepps. Til að vígja gripinn koma þær' stöllur Sigrún Hjálmtýsdóttir (Diddú) og Anna Guðný Guðmundsdóttir píanóleik- ari, sem reyndar er ættuð héðan. Tónleikarnir hefjast klukkan 20.30 . sunnudagskvöldið 22. október. Tónleikar í til- efni árs um- burðarlyndis og friðar FIMMTA starfsár Tónlistarfélags Vestur-Húnvetninga liófst í sept- ember sl. með léttri djasssveiflu Akurdjassmanna úr Eyjafirðinum, þverflautu og Bach-sveitin í Skál- holti. Næstu tónleikar verða í Kristskirkju sunnudaginn 29. október og í Þjóðminjasafninu mánudaginn 30. október. Auk flytjenda tónlistardaganna sem nefndir hafa verið verða Guð- rún Óskarsdóttir, Elín Guðmunds- dóttir, Sigurður Halldórsson, Páll Hannesson, Sverrir Guðjónsson og Snorri Örn Snorrason. en októbertónleikar félagsins verða með öðru sniði. I tilefni 50 ára afmælis Samein- uðu þjóðanna eru haldnir tónleikar eða listasýnignar víða um lönd til að styrkja umburðarlyndi þjóða á milli. í dag kl. 14 verða tónleikar í Hvammstangakirkju með tónlist- armönnum frá fjórum löndum, þeim Hilmari Erni Agnarssyni organista i Skálholti, Peter Tompkins óbóleik- ara frá Englandi, Michael Hill- enstedt gítarleikara frá Þýskalandi og Mette Rasmussen flautuleikara frá Danmörku, til að undirstrika sámstarf þjóðanna. Ætla þau að flytja verk eftir Bach, Hándel og ýmis önnur tónskáld. Tónlistarfélagið hefur haft þann háttinn á, að félagar fá frían að- gang að öllum reglulegum tónleik- inn Kristján sem er svo heiðarlegur í glæp sínum að yfirvaldið getur ekki tekið á honum. Stílfími Björns kemur og best í ljós þegar hann setur sig í spor ólíkra persóna; þannig endurspeglast persónuein- kenni oft skýrt í orðfæri fólksins, svo sem í hispurslausu tali Kristjáns við formfasta og lærða klerkana. Kannski mætti lesa úr verkinu ákveðinn boðskap, svo sem úr þeim viðsnúningi valds sem hér hefur verið nefndur. Umfram allt skyldi það þó lesið sem örlagasaga, saga af fólki í hrauni, eða hrauni í fólki, hraunfólki. Bókin er skemmtileg aflestrar enda nýtur höfundur þess greinilega að segja sögu. Hlýtur það að teljast besti kostur hennar. Við gætum kallað Hraunfólkið hvort sem er heimildaskáldsögu eða sögulega skáldsögu. Walter Scott, sem stundum er talinn hafa byijað sögulegu skáldsöguna með bók sinni Waverley (1814), sagði að slíkar sögur ættu ekki að fjalla um frægar persónur frá fyrri tíð. Segja má að Björn hafi farið að dæmi Scotts; bókin segir frá örlögum fólks sem að öðrum kosti hefði ekki ratað á blöð sögunnar. Heimildir sem Björn styðst við eru bæði prent- aðar og óprentaðar, frá sögutíma sem úr síðari tíma bókum. Annan dyntinn tekur höfundur stuttar klausur beint upp úr heimildum í söguna; rétt eins og til að láta les- andann vita að hann er að fylgjast með fólki sem eitt sinn var, með tíma sem var. Stundum veltir hann líka vöngum yfir því hvort saga sín sé rétt sögð. Hvað er satt og hvað skáldað í þessari sögu skiptir ann- ars harla litlu máli; hún birtist heil í sínum búningi, sönn eða diktuð. Þröstur Heigason um félagsins en aðrir borga að- gangseyri, 900 kr. Kjartan leikur í Seljakirkju EFNT verður til nokkurra tónleika í Áskirkju í Iteykjavík til styrktar orgelsjóði kirkjunnar. Á sunnudag kl. 17 leikur Kjartan Siguijónsson organisti Seljakirkju í Reykjavík. Á tónleikaskránni verða verk eftir J. Pachelbel, D. Buxtehude, J.S. Bach, Max Reger og Cesar Franck. Kjartan nam orgelleik hjá dr. Páli ísólfssyni 1959-1964 og stund- aði framhaldsnám í Hamborg haustið 1984. Frá þeim tíma hefur hann verið orgelleikari við ýmsar kirkjur og stjórnað mörgum kórum. Aðgangur á tónleikana er ókeyp- is, en tekið verður við framlögum í orgelsjóð að tónleikunum loknum. Jónas og Keltarnir JÓNAS Árnason flytur kveðskap sinn við írsk og skosk þjóðlög í samvinnu við Kelta í Borgarleikhús- inu í dag kl. 16 og á mánudag kl. 20.30. Keltar hafa sérhæft sig í flutn- ingi á keltneskri þjóðlagatónlist á undanförnum árum og leika þeir á hefðbundin þjóðleg hljóðfæri. A efn- isskránni gefur að heyra lög og ljóð sem margir hafa litið á sem íslensk þjóðlög, einnig eru flutt lög sem sjaldnar hafa heyrst, en standa hjarta skáldsins nærri, segir í kynn- ingu. Söngferðalag í Listaklúbbi MÁNUDAGINN 23. október munu Marta Guðrún Halldórsdóttir söng- kona og Örn Magnússon píanóleik- ari koma fram i Listaklúbbi Leikhú- skjallarans og flytja dagskrá sem þau hafa kosið að kalla Söngferða- lag. Þau munu koma víða við og flytja þjóðlög í búningi ýmissa tón- skálda, m.a. úr safni Engel Lund og Ferdinands Rauter og lög í út- setningum eftir Britten, Grainger og Ravel. Á seinni hluta efnisskrár- innar eru ítalskar antíkaríur ásamt barokk-aríu eftir Atla Heimi Sveinsson. Tónleikarnir hefjast kl. 21.00.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.