Morgunblaðið - 26.10.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 26.10.1995, Blaðsíða 8
'i B FIMMTUDAGUR 26. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Bretar flytja út krámar BRESKIR bjórframleiðendur hafa lengi átt í miklum erfið- leikum með að hasla sér völl á erlendum markaði og eru ástæðurnar aðallega tvær. f fyrsta lagi er bjórinn þeirra yfirleitt dökkur en ekki ljós eins og vinsælast er annars staðar og í öðru lagi er hann yfirleitt drukkinn á krám og börum. Markaðssetning og dreifingarkerfi bresku brugg- húsanna er þess vegna allt ann- að en hjá erlendu keppinautun- um, sem miða aðallega við stór- verslanir og neyslu í heimahús- um. A þessu vandamáli virðist nú vera fundin lausn. í stað þess að flytja út bjórinn sérstaklega eru Bretar farnir að flytja út krárnar í heilu lagi. Frá 1992 hefur breska brugghúsið Guin- ness, sem er raunar af írskum ættum, sett upp 800 írskar krár í 100 borgum, allt frá Montreal til Moskvu, og ætlar að setja upp eina á dag á næstu árum. Bandaríkin eru þó undanskilin því að þar eru öll tengsl á milli brugghúsa og kráa bönnuð. Raunar á Guinness ekki krárn- ar sjálft, heldur aðstoðar við að gera þær sem írskastar í innréttingum, mat og drykk að ógleymdri tónlistinni. Um 70% af bjórnum á þessum krám er frá Guinness og útkom- an er sú, að fyrirtækið hefur tvöfaldað söluna í Evrópu. Viktoríutíminn fjöldaframleiddur Fleiri brugghús í Bretlandi hafa lagt út á þessa braut og sem dæmi má nefna Allied Domecq, sem hefur sett upp 38 „John Bull“-krár víðs vegar um heim og stefnir að því að fjölga þeim í 200 á næstu þremur árum. Þar er áherslan á ensku krána eins og hún var á Viktor- íutímanum og einingarnar fjöldaframleiddar í Bretlandi. Það er raunar dálítið kald- hæðnislegt, að á sama tíma og bresku kránum fjölgar erlendis heldur áfram að dofna yfir þeim heimafyrir. Þær eru nú um 70.000 en búist er við, að þeim hafi fækkað um 10.000 fyrir aldamót. Öðrum er svo verið að breyta í kaffihús upp á meginlandsvísu þar sem boðið er upp á ljósa lagerinn en á honum hafa sumir Bretar hina mestu skömm, einkum félagar í „Baráttusamtökunum fyrir ekta öli“. Líbýa - nær það að verða olíuríki framtíðar eða bíða þess hlutskipti öreigaríkisins K 1 hadafi boðaði að hið nýstofn- aða ríki myndi verða grund- vallað á kenningum kórans- ins og hefði „íslamskan sós- íalisma" að leiðarljósi. Olíu- vinnsla hófst árið 1959, en árið eftir að Khadafi komst til valda gerði hann kröfu um að hin erlendu olíuríki, sem voru við olíuvinnslu í Líbýu. greiddu 40 sent af hverri olíutunnu í þóknun fyrir heim- ildina til vinnslu, en verð á olíutunnu var þá um 4 - 5 dollarar. Olíufélögin buðu 10 bandarísk sent. í síðustu grein var Armand Hammer kynntur og olíufélag hans, Occidental. Occidental var nýgræðingur í olíuvinnslu utan Bandaríkjanna og byggði öll heimsvið- skipti sín á 800.000 tunna framleiðslu á dag í Líbýu. Önnur olíufélög við vinnslu þar höfðu fleiri járn í eldinum. Það var því eðli- legt að stjórnvöld í Tripolí beindu spjótum sínum fyrst og fremst að Occidental. Félag- inu var skipað að minnka framleiðslu sína, fyrst í 500.000 tunnur og síðan í 440.000 tunnur tveim mánuðum síðar. Jafnframt var fyrirtækið undir stöðugu, óvinveittu eftirliti hjá lögreglu Khadafi. Er enn var rætt um skerðingu fram- leiðslu var ljóst að Occidental gat ekki stað- ið við skuldbindingar sínar á erlendum mörkuðum. Hammer, eigandi Occidental, leitaði þá til aðalforstjóra Esso í New Jers- ey, Ken Jamieson, með þá tillögu, að ef Occidental hafnaði kröfum Khadafi um hækkanir fram yfír 10 sentin, þá myndi Esso afhenda Occidental þá olíu, sem það þurfti á kostnaðarverði að viðbættri 10 pró- senta þóknun. Að öðrum kosti yrði Occiden- tal að samþykkja þær kröfur, sem gerðar voru og síðan kæmi röðin að öðrum olíufyr- irtækjum. Þá myndu jafnframt önnur olíu- ríki gera sömu kröfur. Svar Esso var á þá leið að Esso myndi láta Occidental hafa olíu eftir þörfum, en á markaðsverði. Ráðherrar Khadafi fylgdu nú kröfum sín- um eftir með hótunum um þjóðnýtingu. Var þá sest að samningaborði. Fundurinn fór friðsamlega fram á yfirborðinu, þótt Jalloud forsætisráðherra léti jafnan skammbyssu sína liggja á fundarborðinu. Samkomulag náðist um 30 senta hækkun. Eftirgjöf Occidental olli mikilli reiði meðal ________ „systranna sjö“, hinna stóru al- þjóða olíufyrirtækja. Önnur olíu- félög í Líbýu samþykktu nú kröf- ur stjómarinnar og jafnframt _______________ kröfur annarra olíuríkja um sam- ^ bærilegar hækkarnir sama ár. Árið eftir samþykktu svo olíufélögin 90 senta hækkun til viðbótar. Þjóðnýting kom svo í kjölfarið. Hryðjuverk og refsiaðgerðir Líbýa er auðugt olíuríki. Árið 1993 fram- leiddi Líbýa 1,4 millj. tunna á dag og voru útflutningstekjur það ár 8,5 milljarðar doll- ara. Meðaltekjur á mann þar voru þá þær hæstu í Afríku. Líbýumenn hafa ekki stofnað til skulda vegna stríðsreksturs, eins og raunin hefur verið með írak, Íran, Kúvæt og Saudi Arab- íu, sem eru stórskuldug ríki. Odýrara hefur reynst að fjármagna hryðjuverkahópa. Sigur Khadafi á olíufélögunum Olíumarkaðurinn Fyrr á þessu ári birtist á þessum vettvangi grein um olíuríkið Líbýu, þar sem í stórum dráttum var rekin saga þessa ríkis, reyndar þess svæðis, sem nú heitir Líbýa. Greint var frá konungsveldinu, sem stofnað var 1951 og eina konungi þess, sem var Idris 1., leiðtogi Sanusimanna, en ungur liðsforingi í her Líbýu, Muamm- ar al Khadafí, leiddi byltingu í hemum og steypti kon- ,ungi af stóli árið 1969.Guðmundur W. Vilhiálmsson tekur upp þráðinn og rekur þróun íraks í átt að olíuveldi í tíð hins umdeilda leiðtoga. Refsiaðgerðir Sþ á röngum forsendum? Bandaríkjamenn töldu Khadafi viðriðinn sprengingar palestínska hryðjuverkahópsins, sem kenndur er við Abu Nidal á Vínar- og Rómarflugvöllum 1985 og stjóm Bandaríkj- anna bannaði 1986 innflutning á olíu frá Líbýu og bannaði jafnframt öllum þegnum sínum viðskipti við það ríki. 1981 var slitið stjómmálasambandi við Líbýu og þegnum Bandaríkjanna skipað að yfírgefa Líbýu. Árið 1991 samþykktu Sameinuðu þjóð- irnar refsiaðgerðir gegn Líbýu, er talið var að tveir Líbýumenn á vegum ríkisstjómar sinnar hefðu staðið að sprengingu og hrapi breiðþotu frá Panam-flugfélaginu árið 1988 yfír skoska smábænum Lockerbie með þeim afleiðingum að 270 manns fórust, þ.á m. ________ 189 bandarískir borgarar. Hafa Sameinuðu þjóðirnar skorað á Líbýustjóm að framselja mennina en árangurslaust. Refsiaðgerðim- ar hafa helst bitnað á almenningi eins og oftast er, en ráðamönnum í Líbýu er ekki fjárvant. SÞ frystu allar erlendar innistæður Líbýu í þeim bönkum, sem tök vom 1,-frá 1. desember 1993 og bönnuðu alla sölu og dreifingu á olíuvinnslu- tækjum til Líbýu og flug til og frá Líbýu frá sama tíma. Bannið náði þannig aðeins til tekna Líbýu fyrir þann tíma, og voru Líbýumenn fijálsir að tekjum, sem aflað var eftir það. Sökum þess, hve afgreiðsla ályktunarinnar dróst hjá SÞ, tókst Líbýu- mönnum að skjóta milljörðum dollara undan til Sviss, Egyptalands og fleiri arabalanda. Jafnframt tókst þeim að ná í birgðir af olíu- vinnslutækjum. Stjórn Líbýu og bankar þar hafa fjárfesk í gífurlegum mæli í Evrópu, Afríku og arabalöndum og þá einkum í bensínsölukerfum í Evrópu og í nýjum hótel- um annars staðar. Séstaklega er um mikla fjárfestingu að ræða í Egyptalandi og þyk- ir Bandaríkjamönnum, sem veita Egyptum mikla styrki, þeir sýna töluverða tvöfeldni. Evrópumenn hafa ekki verið jafnsannfærðir gagnvart refsiaðgerðum SÞ og hafa evr- ópsk olíufélög fjárfest milljarða'dollara í olíuvinnslu í Líbýu. í Morgunblaðinu 31. janúar sl. var endur- sögn úr breska blaðinu Sunday Express, þar sem skýrt er frá því að mögulega hafi leyni- þjónustumennimir 2 frá Líbýu ekkert verið viðriðnir Lockerbieslysið, heldur hafí þetta hörmulega slys verið verk írana og Sýrlend- inga. Því er haldið fram í grein- ______ inni, að sannleikurinn hefði átt að vera ljós, en ýmissa hagsmuna vegna hafi hann ekki mátt koma í Ijós. Þessi frásögn breska blaðs- ins hefur ekki verið staðfest, en erfítt er að sætta sig við að SÞ ákveði refs- iaðgerðir byggðar á röngum forsendum. Athafnir SÞ varða allan heiminn. Refsiaðgerðir Sameinuðu þjóðanna gegn Líbyu bönnuðu ekki kaup og sölu á olíu frá Líbýu. Fulltrúi Clinton forseta skýrði á fundi með aðstandendum fórnarlamba Lockerbie- slyssins í Hvíta húsinu 27. mars sl. frá því, að Bandaríkin myndu leitast við að fá samþykkt SÞ við algeru banni á olíu frá Líbýu. Ekki var þó talið líklegt að sú sam- þykkt fengist. Til þess er þessi gæðamikla olía Þýskalandi, Frakklandi, Spáni og Ítalíu allt of mikils virði. Raunin varð sú, að Bandaríkin fengu ekki nauðsynlegan stuðn- Lágt olíuverð- bætir ekki stöðuna. ing og drógu tillöguna tilbaka. Bann á olíu frá Líbýu myndi hækka verð á olíumörkuð- um verulega. 22 þjóðir arababandalagsins hafa nú far- ið fram á endurskoðun á samþykkt SÞ þar sem fyrir liggi fyrir sannanir á sakleysi Líbýu í Lockerbiemálinu, að þeirra mati.- Til að minna umheiminn á sig og til að mótmæla samningum milli ísrael og Palest- ínu, rak Khadafí 30.000 Palestínumenn, sem unnið höfðu sem verkamenn í Líbýu, úr landi, í raun á guð og gaddinn, þar sem útilokað er að taka á móti þeim í þeirra heimahögum. Talið er að Khadafí kenni þessum Palestínumönnum um óróa, sem harðlínumúslimar, sem kalla sig Baráttu- hópur íslams í Líbýu, hafa valdið, en þeir telja að Khadafi hafí brugðist Islam og vilja steypa honum.. Staða Líbýu er nokkuð tvísýn. Olía er eina auðlindin, sem Líbýa hefur til aö brauð- fæða sig með. Er olíu þrýtur blasir fátækt við þjóðinni. Má minna á, að aðeins 2% af landinu eru ræktanleg. 75% af fæðu lands- manna, sem eru 4,8 milljónir, eru innflutt. Ekki er um önnur hráefni að ræða. Auðvinn- anleg olía í jörðu hefur minnkað. Líbýu- menn hafa krafist stærri framleiðslukvóta hjá Opec, en hafa nú orðið að viðurkenna að framleiðslugetan sé aðeins um 1,4 m/d, eða sem nemur kvóta þeirra, a.m.k. í ná- inni framtíð. Eins og í flestum öðrum olíu- ríkjum krefst það mikils erlends fjármagns að auka framleiðsluna og gera Líbýu kleift að vera með í spilinu, er olíunotkun eykst verulega, einkum vegna mikilla umsvifa í Kína og víðar í Austur-Asíu. Olía í Líbýu mun þó engan veginn end- ast jafnlengi og sú olía, sem liggur undir söndum Saudi-Arabíu og Kúvæt. Lágt olíu- verð undanfarið bætir ekki stöðu Líbýu. Olíufyrirtæki í Evrópu hafa þegið góð boð Líbýu um olíuframleiðslu þar og er þar stærst franska olíufélagið Total. Þó að olía frá Líbýu selji sig sjálf, eins og nú er oft sagt, er olíusala Líbýu enn öruggari í fram- tíðinni með olíuvinnslu frönsku, þýsku og ítölsku olíufyrirtækjanna í Líbýu. Ætla má að raunsætt mat á því hvað við tekur er olíu þrýtur í Líbýu, hvenær sem það verður, valdi því að heimildir erlendra olíu- ________ fyrirtækja eru rýmri en áður þótti hugsanlegt. Leita verður nýrra leiða og til þess þarf virk sam- bönd. ________ En það er fleira sem hrjáir ““““ Libýu. l.janúar 1996 glatar Libýa stöðu sinni sem þróúnarríki gagnvart Evr- ópubandalaginu, sem þýðir það, að innflytj- endur innan Evrópubandalagsins á olíu frá Líbýu verða að innheimta 6% innflutnings- skatt við sölu til neytenda. Enn er í gildi algert bann stjórnar Bandaríkjanna við því að amerísk olíufyrirtæki kaupi olíu frá Líbýu. Líbýumenn segja að bannið skaði aðeins Bandaríkjamenn sjálfa. Þeir hafi nóga kaupendur. Sama segja íranir um við- skiptabann Bandaríkjamanna á Iran, en það er önnur saga. Höfundur er lögfræðingur ogfyrrum for- stöðumaður eldsneytisinnkaupa Flugleiða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.