Morgunblaðið - 26.10.1995, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 26.10.1995, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. OKTÓBER1995 B 11 , VIÐSKIPTI Fólk Nýir deild- arstjórarhjá Trygginga- stofnun •HILDUR Sverrisdóttir lögfræðingur hefur verið ráðin deildarstjóri al- þjóðadeildar Trygginga- stofnunar rík- isins. Hildur er fædd árið 1955 og hefur starfað hjá Trygginga- stofnun frá árinu 1984. Hún er stúdent frá Verslunarskóla íslands 9g lauk cand. jur. prófi frá Háskóla íslands 1984. Hildur starfaði sem deildarlögfræðingur sjúkratrygg- ingadeildar Tryggingastofnunar frá 1984-1990. Á árunum 1990-1993 sinnti hún ýmsum verkefnum fyrir Tryggingastofnun, auk þess sem hún starfaði fyrir Atvinnuleysis- tryggingasjóð. Hildur hóf störf hjá alþjóðadeild Tryggingastofnunar árið 1993. Hún er gift Júlíusi Bald- vini Helgasyni og eiga þau tvö börn. •ÓLAFUR Þorsteinsson viðskiptafræð- ingur hefur verið ráðinn deildar- stjóri nýstof- naðrar hag- deildar Trygg- ingastofnunar. Ólafur er fæddur árið 1948 og hefur starfað hjá endurskoðunar- deild Tryggingastofnunar frá árinu 1993. Hann er stúdent frá Mennta- skólanum í Reykjavík og lauk cand. ocecon. prófi frá Háskóla íslands 1977. Ólafur var var skrifstofu- stjóri framkvæmdadeildar Ríkis- kaupa 1977-87, stundakennari við Menntaskólann íReykjavík 1980- HEBA Hauksdóttir í verslun sinni, Skógarlist. Ný verslun með skreytingar NÝLEGA var opnuð á Vatnsstíg 4 í Reýkjavik verslunin Skógarl- ist. Þar verður lögð áhersla á á skreytingar úr náttúrulegu efni, svokallaðar skógarskreytingar svo kransa og blómvendi, inn- pökkun og alla almenna blóma- sölu. Einnig býður Skógarlist vörur frá Randalín handverkshúsi á Egilsstöðum, Listiðjunni Eik á Miðhúsum, Tómstundaiðjuni á Egilsstöðum, handunnin gjafa- kort og ýmislegt fleira. Fyrirhugað er aðhalda nám- skeið t.d. skreytingargerð, að- ventukransagerð og jólaskógar- föndri, þar sem skreytingalista- fólk mun leiðbeina og verða þau nánar auglýst síðar. 1987 og skrifstofustjóri og síðar framkvæmdastjóri Krabbameinsfé- lags íslands 1987-93. Hann er kvæntur Helgu Jónsdóttur, cand. mag. og eiga þau tvær dætur. ^ SVALA^ árið 1966 og hefur starfað hjá fræðslu- og út- gáfudeild frá árinu 1994. Hún er Samstarfsaðilar og starfsmenn Samskipa í Hollandi komu hing- að í tilefni af Hollandsviku. Á myndinni eru f.v. Alex Kloosterbo- er, Ed De Wolf, Guðmundur P. Davíðsson og Win Van Der Aa. Samskip kynna einstök markaðssvæði SAMSKIP efndu nýlega til svo- nefndrar Hollandsviku þar sem lögð var áhersla á að efla við- skipti við Holland. Þetta er í þriðja sinn sem félagið kynnir ákveðið markaðssvæði með þess- um hætti, en sl. vor var efnt til norskrar og sænskrar viku. í tilefni af þessum kynningum hefur félagið fengið umboðs- menn sína til landsins sem hafa heimsótt viðskiptamenn eftir því sem kostur hefur verið. í þetta sinn kynnti félagið dótturfélag sitt, Samskip b.v. í Rotterdam, sem hóf starfsemi 1. júlí sl. Þrír starfsmenn þess komu tií lands- ins auk nokkurra samstarfsaðila í Hollandi. Fyrirhugað er að efna til sér- stakrar Bandaríkjaviku dagana 30. október til 3. nóvember þar sem aukin þjónusta á því mark- aðssvæði verður kynnt. Fleiri séreignar- sjóðir veita lán LÍFEYRISSJÓÐUR Félags íslenskra stjórnunarstarfsmanna á Keflavík- urflugvelli (LFÍSK) hefur boðið sjóð- félögum sínum upp á lífeyrissjóðslán frá stofnun sjóðsins árið 1969. Það er því ekki rétt, sem haldið var fram í frétt blaðsins í síðustu viku, að Frjálsi lífeyrissjóðurinn væri fyrstur íslenskra séreignarsjóða til að bjóða upp á slík lán. LFISK, sem er með elstu séreignarsjóðum hérlendis, hefur jafnframt boðið sjóðfélögum sínum þáttöku í hóp- tryggingum. Rekstraraðili lífeyrissjóðsins í dag er Verðbréfamarkaður Islandsbanka, sjóðfélagar eru 137 og er sjóðurinn opinn öllum þeim aðilum, sem ekki er skylt, lögum samkvæmt, að greiða til annars lífeyrissjóðs. stúdent frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti og hefur BS-gráðu í fjölm- iðlun og BA- gráðu í kvikmyndun og leikhúsfræðum frá University of Kansas 1993. Svala var áður blaða- maður á Tímanum og Morgunblað- inu, auk þess sem hún skrifaði grein- ar og viðtöl fyrir Vikuna, Farvis og fleiri tímarit. Samhliða námi og að námi loknu starfaði hún við al- mannatengsl hjá The Small Business Development Center í Lawrence, Kansas og Crawford Long Hospital of Emory University í Atlanta. Ráðinn þjón- ustustjóri ACOhf. • JÓN Ríkarð Krisljánsson, tók við starfi þjónustustjóra hjá Aco hf. 1. október sl. Starf- ið felst í dagleg- um rekstri þjón- ustudeildar, vegna vaxandi umsvifa í fyrirtækinu og aukinnar áherslu á þennan þátt rekstursins. Jón Ríkarð er 28 ára og lauk námi í vélaverkfræði frá Háskóla ís- lands árið 1991. Frá 1992 var hann starfsmaður fjármála- og hagsýslu- deildar Reykjavíkurborgar. M.a. vann hann við endurskipulagningu á starfsemi Vinnumiðlunar Reykjavíkurborgar og við upp- setningu töluvukerfis þar og hafði á hendi umsjón þess síðan. Auk þess er Jón þjálfari fyrstu deildar liðs Vals í handknattleik. Hann leik- ur með liðinu og hefur einnig verið leikmaður íslenska landsliðsins um árabil. Hann er í sambúð með Gyðu Kristmannsdóttur kennara. Nýrmarkaðs- tjóri hjá Össurihf. •EYÞÓR Bender hefur verið ráðinn markaðstjóri hjá Össuri hf. Hann lauk meistara- prófí í rekstrar- hagfræði frá Háskólanum í Tuebingen í Þýskalandi. Áður starfaði hann hjá Hewlett Packard í Stuttgart við markaðsstörf við Evrópumarkað. ísflex tekur við Aigner snyrtivörum HEILDVERSLUNIN Isflex hf. hefur tekið við umboði fyrir snyr- tivörur frá Etienne Aigner Par- fumes í Þýskalandi. Meðal annars er um að ræða þijár nýjar ilmteg- undir, sem Aigner hefur hafið framleiðslu á í tilefni af tuttugu ára afmæli fyrirtækisins, en þær heita Statement for Men, Private Number for Women, og XXL sem er jafnt fyrir konur sem karla. Óttarr A. Halldórsson, fram- kvæmdastjóri ísflex, segir það al- mennt hafa færst í vöxt að snyrti- vörufyrirtæki framleiði ilmvötn, sem ætluð séu báðum kynjum. Hann segir að enn sé of snemmt að dæma um viðtökur íslendinga við slikum nýjungum en yngra fólk sýni þeim þó tvímælalaust meiri áhuga en þeir sem eldri eru. Á myndinni eru frá vinstri: Óttarr, Karen Löffel, svæðis- og markaðsstjóri hjá Etienne Aigner og Ásmundur Jónsson, fjármála- stjóri ísflex. Athugasemd frá Pósti og síma MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Guð- björgu Gunnarsdóttur, blaða- og upplýsingafulltrúa Pósts og síma: „Miðvikudaginn 18. október sl. birtist á viðskiptasíðu Morgun- blaðsins frétt um niðurstöður könn- unar sem gerð var meðal gesta á sýningunni Tækni og tölvur í Laug- ardalshöll. Segir í fréttinni að mik- ill meirihluti gesta sýningarinnar sé hlynntur samkeppni í GSM-þjón- ustu. Þá kemur einnig fram í frétt- inni að yfir helmingur þeirra sem þátt tóku í könnuninni sé á þeirri skoðun að einkaaðili geti betur sinnt síma- og fjarskiptaþjónustu en Póstur og sími og að verðlagn- ing Pósts og síma sé ósanngjörn. Nú er ekki greint frá því hvernig blaðamaður vann þessa frétt, hvort hún er e.t.v. unnin upp úr fréttatil- kynningu frá fyrirtækinu NAT hf. og þá hvernig sú tilkynning hefur hljóðað. Póstur og sími hefur sitt- hvað við fréttina að athuga og vill um leið koma á framfæri upplýs- ingum um niðurstöður könnunar sem Gallup vann fyrir Póst og síma. í fyrsta lagi er sagt í fréttinni að 3.424 manns hafi tekið þátt í könnuninni og að mikill meirihluti sýningargesta hafi verið fylgjandi samkeppni í GSM-þjónustu. Ekki er okkur kunnugt um hversu marg- ir nákvæmlega sóttu sýninguna en við erum illa svikin ef aðstandendur hennar telja rúmlega þrjú þúsund manns vera mikinn meirihluta. Þá kemur fram að samkvæmt könnuninni telja 79% verðlagningu Póst og síma ósanngjama og 19% telja hana sanngjarna. í Gallup- könnun sem Póstur og sími lét gera í maí/júní 1995, þar sem m.a. var spurt hvort viðkomandi telji verðlagningu Pósts og síma á þjón- ustu sinni vera sanngjarna eða ós- anngjarna, kemur fram að 52% telja hana sanngjarna og 39% ós- anngjarna. í könnun NAT hf. er reyndar aðeins spurt um verðlagn- ingu á GSM-þjónustu Pósts og síma en það kemur ekki fram í frétt- inni. Þess má aftur á móti geta að verðlagning Pósts og síma er ein sú lægsta í heiminum meðal fyrir- tækja sem hana veita. í fyrrnefndri Gallup-könnun var einnig spurt hvort menn telji Póst og síma veita góða eða slæma þjón- ustu ogtöldu 76% þjónustuna góða, 12% slæma og önnur 12% töldu hana í meðallagi. NAT hf. spyr hliðstæðrar spurningar í sinni könnun en ekki er greint frá niður- stöðum þeirrar spumingar í frétt- inni. Eins og áður getur vann Gallup könnunina fyrir Póst og síma og var úrtakið 1.200 manns og svömn 69%. NAT hf. gerði sína könnun sjálft og varla getur fyrirtæki sem hug hefur á að fara í samkeppni við Póst og síma talist hlutlaus aðili. Auk þess kynnti fyrirtækið eigin skoðanir um leið og könnunin fór fram. Þátttakendum var þess fyrir utan lofað GSM-síma ef nöfn þeirra yrðu dregin út úr hópi þátt- takenda. Könnunin getur því vart, talist marktæk, svo vægt sé til orða tekið, en sú staðreynd kemur hvergi fram í frétt Morgunblaðsins. Mikilvægt hlýtur að vera fyrir les- endur blaðsins að fá eins góðar og nákvæmar upplýsingar og blaða- menn geta aflað svo mark megi taka á fréttum þeirra og umfjöllun hér eftir sem hingað til.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.