Morgunblaðið - 26.10.1995, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 26.10.1995, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. OKTÓBER 1995 C 5 LAUGARDAGUR 28/10 MYIMDBÖND Sæbjöm Valdimarsson KAINIADÍSKA KJÖTFALLIÐ KVEÐUR GAMANMYND Kanadískt flesk (Canadian Bac- on) k. Leikstjóri og handritshöfundur Michael Moore. Kvikmyndatöku- stjóri Haskell Wexler. Aðalleikend- ur John Candy, Rhea Pearhnan, Alan Alda, Bill Nunn, Kevin J. O’C- onnor, Kevin Pollak, Rip Torn, G.D. Spradlin. Bandarisk. Polygr- am/Propaganda 1995. Háskólabíó 1995. 92 mín. Öllum leyfð. Það er sjónar- sviptir að John Candy, þeim geð- þekka gamanleik- ara, með öll sín ábúðamiklu auka- kíló. Synd að síð- ustu myndimar hans voru með þeim slökustu á ferli hans, sem reyndar taldi allt- of margar miðlungsmyndir. Wagon East var sýnd í sumar í kvikmynda- húsi og var vond. Kanadískt flesk, sem var gerð heldur fyrr á árinu 1994, fékk ekki einu sinni kvikmynda- húsadreifingu. Enn ein polyester- myndin frá Polygram. Alan Alda fer með hlutverk Banda- ríkjaforseta sem óttast að ná ekki endurkjöri. Ráðstjómarríkin fallin, þar með úr sögunni að afla sér vin- sælda með því að sýna þeim hnefann. Einn ráðgjafí forsetans (Kevin Pollak) fær þá snilldarhugmynd koma af stað illdeilum við næstu nágrannana, Kanadamenn, en allt fer úrskeiðis er treggáfaður fógeti tekur ráðabmgg- inu í fúlustu alvöm. Allt á þetta að vera ógnar fyndið, þó stekkur manni tæpast bros, hvað þá meira, í þær 90 mínútur sem enda- leysan gengur yfír. Ekki er við leik- hópinn að sakast, hér er samankomið hresst og litríkt lið gamanleikara sem kunna að skemmta - ef þeir fá tæki- færi. Arkítekt dellunnar, leikstjórinn, handritshöfundurinn og einnig fram- leiðandi myndarinnar (gott á hann), Michael Moore, hefur hreinlega ekki burði til að setja saman fyndið tilsvar eða atriði að þessu sinni, engu líkara en hann hafí þurrausið sig við gerð hinnar frábæm háðsádeilu Roger and Me. Uppákomumar em flestar kunn- uglegar úr mýmörgum, betri mynd- um, einsog Dr. Strangelove, eini ljósi punkturinn er kvikmyndatakan hans Haskells Wexler, hinsvegar ráðgáta hvemig i ósköpunum stendur á því að sá þungavigtarmaður hefur bland- að sér í þennan félagsskap. Aðdáend- ur Candys ættu að sniðganga þessa hörmung en reyna frekar að grafa uppi Trains, Planes and Automobiles, Spceballs eða Splash. FLEIRISÖGUR ÚR GRAFHVELF- INGUNNI HROLLVEKJA Riddari kölska (Demon Knight) •kVi Leikstjóri Ernest Dickerson. Að- alleikendur Billy Zane, William Sadler, Jude Pinkett, Bandarísk. Universal 1994. CIC myndbönd 1995.90 mín. Aldurstakmark 16 ára. Árið 1972 kom mynd frá bresku hryllingsmynda- verksmiðjunni Hammer Films sem, fjóram stuttmyndum skellt saman und- ir einn hatt sem nefndist Sögur að handan - Tales From the Crypt. Hammer myndimar áttu sinn aðdá- endahóp og varð myndin til að auka enn á vinsældir þeirra enda lukkaðist hún vel og leikhópurinn státaði m.a. af stórleikaranum Sir Ralph Richard- son, Peter Cushing, Patrick Magee og Joan Collins. Riddarar kölska er nýjasta afsprengi hennar og í sama grínaktuga hryllingsstílnum. Að venju er það hin eilífa barátta ills og góðs sem er til umfjöllunar. Billy Zane fer með titilhlutverkið, útsend- ara Djöfulsins, með það verkefni að ná lykli af flækingnum William Sadl- er. Lykillinn er þeirrar náttúm að hann heldur myrkraöflunum í skelj- um og hefur barátta þeirra kumpána staðið frá ómunatíð. Hryllingur og gamansemi í bland, hræódýrt, einsog lög gera ráð fyrir, en þeim sem á annað borð hafa gam- an að slíkum samsetningi ætti ekki að leiðast. Sadler (Rita Hayworth og Shawshank fangelsið) er merkilega brattur sem góðmennið en Zane illþo- landi sem fyrri daginn. Brellumar em það skásta frá hendi kvikmyndar- gerðarmannanna sem starfa undir stjórn Emests Dickersons, sem gerði garðinn frægan sem kvikmyndatöku- stjóri Spike Lee, en hefur vegnað heldur illa sem leikstjóri. GENGIÐ OKKAR FJÖLSKYLDUMYND Litlu grallaramir (Little Rascals) k+Vi Leikstjóri Penelope Spheeris. Krakkahópur fer með aðalhlut- verkin en er kryddaður með nokkrum gestaleikurum einsog Whoopi Goldberg. Bandarísk. Uni- versal 1994. CIC myndbönd 1995. 80 mín. Öllum ley Ein frægasta stuttmyndaröð í sögi kvikmynd- anna er kennd við „gengið okkar“ - Our Gang. Þessar gamanmyndir vora gerðar hjá MGM á ámnum 1922 - 1944 og var það eldhress krakkahópur sem fór með hlutverkin. Sýningarréttur hluta myndanna var seldur sjónvarpi á sjöunda áratugn- um undir nafninu „Little Rascals“, og nú fáum við að sjá hvernig hug- myndin um „Gengið okkar" er út- fært í dag. Hlutverkaskipan í Litlu gröllur- unum er sú sama og í stuttmyndun- um gömlu. Alfalfa, Darla, Waldo, og allir hinir. Enda varasamt að breyta þaulreyndri metsöluuppskrift. Sam- skipti kynjanna sem em að þessu sinni í sviðsljósinu; kvenhatursklúb- bur strákanna er í uppnámi þar sem einn þeirra hefur drýgt þá höfuðsynd að verða ástfanginn! Ýmis önnur óáran herjar á gengið því pömpiltar eyðaleggja klúbbhúsið, ræna kapp- akstursbílnum og milljónaerfínginn Waldo kemur róti á félagsskapinn. Það er engin önnur en Penelope Spheeris (Veröld Waynes) sem held- ur um stjórntaumana og tekst að leiða gengið á líflegasta hátt í gegn- um hverskyns hremmingar. Útkom- an lauflétt bamamynd sem foreldr- amir ættu einnig að hafa gaman af. Ungu leikararnir standa fyrir sínu, að auki krydda nokkrar stjömur uppá hópinn með stuttum innákom- um. Spheeris, sem gerði harðsoðnar pönkmyndir á ámm áður, er nú orð- in athyglisverður gamanmyndaleik- BÍÓMYNDBÖND Sæbjörn Valdimarsson Heimskur, heimskari (Dumb and Dumber) kkk Það þarf ekki að hafa mörg orð um hana þessa. Mönnum er einfaldlega ráðlagt að taka hvorki sjálfan sig né myndina alvarlega og þá ætti engum að leiðast. Jim Carrey og engu að síður Jeff Daniels, sprella einsog þeim sé borgað vel fyrir það... Með Lauren Holly. Leiksyjóri Peter Farelly. 102 mín. Öllum leyfð. Klassísk tónlist allan sólarhringinn Þægileg og sígild ÚTVARPSSTÖÐIN Sígilt FM 94,3 sendir út allan sólarhringinn og eru útsendingar fyrst og fremst miðaðar við hlustendur 30 ára og eldri. Einnig hlustar stór hópur ungs fólks í tónlistarnámi og "áhugafólks um góða tónlist á út- sendingar stöðvarinnar. Á boðstól- um er ýmis notaleg tónlist t.d. klassísk verk gömlu meistaranna, óperur, baroque, Vínartónlist, sí- gild danstónlist, jass, blús og fleira af svipuðum toga. Á dagskrá-á þriðjudagskvöldum frá kl. 21.00 til kl. 24.00 er til dæmis vandaður þriggja tíma óperuþáttur, „Encore". Stjórnend- ur þáttarins eru Pétur Hrafn Árna- son og Þórður Grétarsson. Á mánudagskvöldum frá kl. 21.00 til 23.00 er þátturinn Lista- maður mánaðarins í umsjón Davíðs Art. Á miðvikudagskvöldum er þátturinn Píanóleikari mánaðarins í umsjón Ólafs Elíassonar og Jóns Sigurðssonar. Á fímmtudagskvöld- þáttinn Gamla kunningja, sem er á dagskrá virka daga frá 17-19. DAVÍÐ Art hefur umsjón með þættinum í sviðsljósinu frá 9-12 hvern virkan dag og Listamanni mánaðarins á mánudagskvöldum frá 21-23. um frá kl. 21.00 til 24.00 er þátturinn Sí- gild áhrif í umsjón Björns Þórarinssonar þar sem fjallað er um höfunda og flytjendur sígildrar tónlistar og verk þeirra leikin. Stefnt er að því að vera með þætti af þessu tagi öll kvöld vikunnar og má þar t.d. nefna kon- sertþátt, jassþátt, söng- leikjaþátt, íslenskan tónlistarþátt o.fl. Vínartónlist í morgunsárið Einnig má nefna morgundagskrá stöðv- arinnar; frá kl. 7.00 til 9.00 er morgunþátturinn í morg- uns-árið sem Ólafur Elíasson sér um þar sem spiluð er Vínartónlist. Ólafur er píanóleikari og hefur meistaragráðu frá The Royal Aca- demy of Music í London. Frá kl. 9.00 til 12.00 er Davíð Art Sigurðsson með þáttinn í sviðs- ljósinu þar sem leikin er tónlist úr óperettum, söngleikjum o.fl. Davíð Art hefur stundað nám í klassísk- um fræðum og söng við háskóla í Bandaríkjunum, fyrst við Indiana University í Bloomington, og síðan við Brigham Young University ; í Utah. Ennfremur hefur hann verið á einkanámskeiði í Vínarborg. Frá kl. 13.00 til 17.00 er þáttur- inn Úr hljórnleikasalnum þar seih leikin er ýmis konserttónlist. Um- sjónarmaður er Kristín Benedikts- dóttir fíðluleikari. Frá kl. 1-7.00- 19.00 er þátturinn Gamlir kunn- ingjar á dagskrá; léttur sígildur þáttur þar sem Steinar Viktorsson leikur sígild dægurlög, jass o.fl. frá þriðja, fjórða og fímmta áratuglí- um. )S UTVARP RÁS I FM 92,4/93,5 6.45 Veðurfregnir. 6.50 Bæn: Séra Valdimar Hreið- arsson flytur. Snemma á laugar- dagsmorgni. Þulur velur og kynnir tónlist. 8.07 Snemma á laugardags- morgni heldur áfram. 9.03 Ut um græna grundu. Þátt- ur um náttúruna, umhverfið og ferðamál. Umsjón: Steinunn Harðardóttir. (Endurfluttur nk. þriðjudag kl. 15.03) 10.03 Veðurfregnir. 10.15 Með morgunkaffinu. — Aríur úr óperum eftir Verdi, Rossini, Puccini, Mozart, Leona- vallo og Sain-Saéns. Giacomo Arragal, Regina Resnik, Mario Del Moaco, Luciano Pavarotti, Nicolai Ghiaurov, Cecilia Bar- toli, Kiri te Kanawa, Placido Domingo og fleiri syngja. 11.00 í vikulokin. Umsjón: Þröstur Haraldsson. 12.00 Útvarpsdagbókin og dag- skrá laugardagsins. , 12.45 Veðurfregnir og auglýsing- ar. 13.00 Fréttaauki á laugardegi. 14.00 Söngvar Sigfúsar. Frá tón- leikum f Listasafni Kópavogs í tilefni 75 ára afmælis Sigfúsar Halldórssonar tónskálds. Fyrri hluti. 15.00 Strengir. Af tónlist heima og heiman. Umsjón: Trausti Þór Sverrisson. 16.05 íslenskt mál. Guðrún Kvar- Róf I kl. 19.40. Ópcrukvöld Úl- vorpsins. Buin útsnnding fró Þjóó- Uikkúsinu i Prog í Tékklondi. Á efnisskró: Libuse, ópero oftir Bedriih Smetnna. an flytur þáttinn. (Einnig út- varpað sunnudagskvöld kl. 19.40) 16.15 Ný tónlistarhljóðrit. Um- sjón: Dr. Guðmundur Emilsson. 17.00 Rómantfker við teikniborðið. Um Einar Sveinsson arkitekt Umsjón: Þorgeir Ólafsson. (Áð- ur á dagskrá i febrúar 1992) 18.00 Heimur harmónfkunnar. Umsjón: Reynir Jónasso.n. (End- urflutt nk. föstudagskvöld kl. 21.15) 18.48 Dánarfregnir og auglýsing- ar. 19.30 Auglýsingar og veðurfregn- ir. 19.40 Óperukvöld Útvarpsins. Bein útsending frá Þjóðleikhús- inu í Prag f Tékklandi. Á efnis- skrá: Libuse, ópera eftir Bedrich Smetana. Libuse: Eva Urbanova Premysl: Vratislav Krfz Chru- dos: Ludek Vele Stáhlav: Bo- hdan Petrovitsj Krasava: Helena Kaupova Radmila: Miroslava Volkova Lutobor: Miloslva Pod- skalskfj Radovan: Jirfj Kubik Kór og hljómsveit Þjóðleikhússin í Prag; Oliver Dohnanyi stjórn- ar. Umsjón: Ingveldur G. Ölafs- dóttir. 22.10 Veðurfregnir. Orð kvölds- ins: Guðmundur Ingi Leifsson flytur. 22.30 Langt yfir skammt. Jón Hallur Stefánsson gluggar i sjálfsævisögu Steindórs Sig- urðssonar, „Eitt og annað um menn og kynni". Sfðari þáttur. (Áður á dagskrá sl. sumar) 23.00 Dustað af dansskónum. 0.10 Um lágnættið. — Fantasía í C-dúr ópus 15 eftir Franz Schubert. Alfred Brendel leikur á píanó. — Ljóð úr Vetrarferðinni eftir Schubert. Dietrich Fischer-Die- skau syngur, Gerald Moore leik- ur með á pfanó. 1.00 Næturútvarp á samtengdum rásum til morguns. Veðurspá. Fróttir ú Rós 1 og Rós 2 kl. 7, 8, 9, 10, 12.20, 16, 19, 22 og 24. RÁS 2 FM 90,1/99,9 8.07 Morguntónar. 9.03 Laugar- dagslíf. Umsjón: Hrafnhildur Hall- dórsdóttir. 13.00 Á mörkunum. Hjörtur Howser. 14.00 Heimsend- ir. Umsjón: Jón Gnarr og Sigurjón Kjartansson. 16.05 Rokkland. Umsjón: Ólafur Páll Gunnarsson. 17.00 Með grátt f vöngum. Um- sjón: Gestur Einar Jónasson. 19.30 Veðurfréttir. 19.40 Ekkifréttir frá morgni endurteknar 20.30 Vin- sældalisti götunnar. Umsjón: Ólaf- ur Páll Gunnarsson. 22.10 Veður- fregnir. 22.15 Næturvakt Rásar 2. Umsjón: Guðni Már Hennings- son. 1.00 Næturútvarp á sam- tengdum rásum til morguns. Veð- urspá. NÆTURÚTVARPIÐ 2.00 Fréttir. 4.30 Veðurfréttir. 5.00 og 6.00 Fréttir og fréttir af veðri, færð og flugsamgöngum. ADALSTÖDIN 90,9 / 103,2 9.00 Inga Rún. 12.00 Gurrí. 15.00 Enski boltinn. 17.00 Hipp og Bftl. 19.00 Daníel Freyr. 22.00 Einar Baldursson. 3.00 Tónlistardeild. BYLGJAN FM 98,9 9.00 Morgunútvarp. Eiríkur Jóns- son og Sigurður Hall. 12.10 Laug- ardagsfléttan. Erla Friðgeirs og Halldór Bachmann. 16.00 íslenski listinn. Jón Axel Ólafsson. 20.00 Laugardagskvöld. Ragnar Páll. 3.00 Næturvaktin. Fróttir kl. 10, 11, 12, 14, 15, 16, 17 og 19.19. BYIGJAN, ÍSAFIRÐI FM 97,9 9.00 Samtengt Bylgjunni FM 98,9. 20.00 Tveir tæpir. Vfðir Arnarson og Rúnar Rafnsson. 23.00 Gunnar Atli með næturvakt. Síminn f hljóð- stofu 93-5211. 2.00 Samtengt Bylgjunni FM 98.9. BROSID FM 96,7 10.00 Þorleifur Ásgeirsson. 13.00 Léttur laugardagur. 16.00 Lára Yngvadóttir. 18.00 Baldur Guð- mundsson. 20.00 Baldur Guð- mundsson. 20.00 Ingólfur Arnar- son. 23.00 Næturkvaktin. 3.00 Ókynnt tónlist. FM 957 FM 95,7 10.00 Sportpakkinn. Hafþór Svein- jónsson og Jóhann Jóhannsson. 13.00 Björn Róbertsson. 16.00 Pétur Valgeirsson. 19.00 Jón Gunnar Geirdal. 22.00 Pétur Rún- ar, Björn Markús. 23.00 Mixið. 1.00 Björn, Pétur. 4.00 Nætúrdag- skrá. KLASSÍK FM 106,8 10.00 Randver Þorláksson og gest- ir. 12.00 Blönduð tónlist. 16.00 Endurtekin óperukynning. Umsjón Randver Þorláksson. 18.30 Blönd- uð tónlist. LINDIN FM 102,9 8.00 Blönduð tónlist. 9.00 Barna- tfmi. 9.30 Tónlist með boðskap. 11.00 Bamatími. 12.00 Islensk tónlist. 13.00 í fótspor frelsarans. 16.00 Lofgjörðartónlist. 17.00 Blönduð tónlist. 18.00 Róleg tón- list. 20.00 Við lindina. 23.00 Ungl- ingatónlist. SÍGILT-FM c FM 94,3 8.00 Með ljúfum tónum. 10.00 Laugardagur með góðu lagi. 12.00 Sfgilt hádegi. 13.00 Á léttum nót- um. 17.00 Sfgildir tónar. 19.00 Við kvöldverðarborðið. 21.00 Á danss- kónum. 24.00 Sígildir næturtónar. T0P-BYLGJAN FM 100,9 7.00 Sjá dagskrá Bylgjunnar FM 98,9. 10.00 Svæðisútvarp TOP- Bylgjan. 11.00 Samtengt Bylgj- unni FM 98,9. , X-IB FM 97,7 9.00 Örvar Geir og Þórður Örn. 13.00 Með sítt að aftan. 15.00 X-Dómínóslistinn, endurflutt. 17.00 Rappþátturinn Cronic. 19.00 Party Zone. 22.00 Næturvaktin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.